Morgunblaðið - 17.11.2002, Blaðsíða 37
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 2002 37
Opið hús í dag frá kl. 14.00 til 17.00
BYGGÐARENDI 21
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík.
Sími 568 2444, fax 568 2446.
Einstaklega vel hannað ca 260 fm einbýlishús á tveimur hæðum á frá-
bærum útsýnisstað. Gott eldhús, stór stofa og 5 herbergi. Arinn, gufubað
og glæsilegur 900 fm garður. Húsið er í lokuðum botnlanga. Vandað og
vel viðhaldið.
Ingileifur Einarsson löggiltur fasteignasali
Vorum að fá á sölu þetta reisulega hús
á besta stað við Flókagötuna, gegnt
Kjarvalsstöðum. Um er að ræða ca 533
fm alls sem skiptast annars vegar í efri
hæð ásamt risi, alls 173 fm, ásamt 36
fm bílskúr, og hins vegar neðri sérhæð,
157 fm, ásamt 95 fm samþykktri íbúð í
kjallara og mjög góðum 50 fm bílskúr
með stóru upphituðu bílaplani fyrir
framan. Efri hæðin skiptist þannig: Sér-
inngangur, hol, þrjár stórar stofur, tvö herbergi, eldhús og bað. Risið fylgir með
og býður upp á mjög skemmtilega nýtingarmöguleika. Neðri hæðin er mjög glæsi-
leg, mikið endurnýjuð íbúð sem skiptist þannig: Sérinngangur, forstofa, stórt hol,
tvær góðar stofur og bókastofa. Glæsilegt eldhús með sólskála og glæsilegri úti-
aðstöðu á stórum svölum með m.a. heitum potti, útisturtu o.fl. Vandað bað-
herbergi og tvö herbergi. Innangengt er í kjallarann sem er falleg 95 fm samþykkt
íbúð sem í dag er nýtt sem viðbót við neðri hæðina. HÚSIÐ ER TIL SÖLU ANNAÐ
HVORT Í EINU LAGI EÐA SEM TVÆR ÍBÚÐIR. Upplýsingar veita Ólafur Blöndal
s. 893 9291 eða Jason Guðmundsson hjá fasteign.is s. 899 3700.
FLÓKAGATA
HEIL HÚSEIGN 2-3 ÍBÚÐIR
Borgartúni 22,
105 Reykjavík,
sími 5-900-800.
Einelti í íþrótta-og tómstunda-
starfi Íþróttabandalag Hafn-
arfjarðar og forvarnanefnd standa
fyrir fræðslukvöldi um forvarnir
gegn einelti fyrir þjálfara og leið-
beinendur í íþrótta- og æskulýðs-
starfi. Fræðslukvöldið fer fram í
Álfafelli, íþróttahúsinu við Strand-
götu, þriðjudaginn 19. nóvember og
hefst kl. 18.
Í samkomulagi um niðurgreiðslur á
þátttökugjaldi barna 10 ára og yngri
og um eflingu íþrótta-, æskulýðs- og
annars forvarnastarfs í Hafnarfirði
er ákvæði um að samstarfsaðilar
standi saman að forvarnastarfi.
Stutt erindi um leiðir til að vinna
gegn einelti flytja: Guðjón Ólafsson,
Sæmundur Hafsteinsson, Vanda
Sigurgeirsdóttir og Stefán Karl
Stefánsson. Til að vinna enn betur
með efnið munu þátttakendur starfa
saman í hópum og rökræða um hvað
þjálfarar og leiðbeinendur geti gert í
starfi sínu til að sporna við einelti.
Markmiðið er síðan að nota þær
hugmyndir sem fram koma í lítinn
leiðbeiningarbækling. Rósa Guð-
bjartsdóttir er kynnir.
Afmælisfundur Beinverndar á
Suðurlandi Beinvernd á Suðurlandi
verður fimm ára í nóvember 2002.
Af því tilefni verður haldinn fræðslu-
og skemmtifundur á Hótel Selfossi
þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20.
Þar flytur Ingibjörg Pálmadóttir,
verndari félagsins, ávarp. Allir eru
velkomnir á fundinn.
Trausti Valdimarsson, sérfræðingur
í lyflækningum og melting-
arsjúkdómum, flytur erindið: Hvers
vegna brotna beinin? Ásgerður Eir,
trúbador, flytur eigið efni og ann-
arra. Félagið Beinvernd á Suður-
landi var stofnað í Heilsustofnun
NLFÍ 20. nóvember 1997 að frum-
kvæði Ólafi Ólafssonar, fyrrv. land-
læknis og fyrsta formanns Bein-
verndar á Íslandi.
Fundur um ófrjósemi Fyrsti
fræðslufundur vetrarins á vegum
Tilveru verður haldinn þriðjudaginn
19. nóvember 2002. Fundarstaður er
Bíósalur Hótels Loftleiða og hefst
fundurinn kl. 20.00.
Aðalgestur fundarins er Þórður
Óskarsson, yfirlæknir tæknifrjóvg-
unardeildar Landspítalans. Hann
ætlar að ræða um þróun í meðferð
við ófrjósemi, framtíðarhorfur
tæknifrjóvgunardeildarinnar og
fjallar almennt um ófrjósemi, tíðni,
meðferðarmöguleika og fleira.
Þá heldur María Jóhannsdóttir,
lyfjafræðingur, sem starfar hjá
PharmaNor, stutt erindi, þar sem
hún fjallar um nýja Puregon penn-
ann sem er nýbyrjað að nota í með-
ferð á tæknifrjóvgunardeildinni.
Að loknum erindum þeirra verður
hægt að beina spurningum til Þórð-
ar og Maríu. Kaffiveitingar verða og
er aðgangur ókeypis.
Á NÆSTUNNI
BÓNUS hefur fært sjúkrahúsinu á
Egilsstöðum 500 þúsund króna pen-
ingagjöf í tilefni af opnun verslunar
Bónuss á Egilsstöðum.
Jóhannes Jónsson hjá Bónus af-
henti Höllu Eiríksdóttur hjúkrunar-
forstjóra gjöfina og eru peningarnir
hugsaðir til að bæta aðbúnað aldr-
aðra á sjúkrahúsinu. Verslunin á Eg-
ilsstöðum er sú nítjánda sem er opn-
uð undir merkjum Bónuss en
fyrirtækið var stofnað árið 1989.
Gaf sjúkra-
húsinu hálfa
milljón
Bónusverslun opnuð
á Egilsstöðum
alltaf á þriðjudögumHEIMILI/FASTEIGNIR
Að reykja ekki …
Í frétt um að snuð minnki líkur á
vöggudauða í blaðinu í gær varð
slæm missögn varðandi reykingar.
Átti að standa að það að reykja ekki
sé eftir sem áður afdrifaríkasta leið-
in til að fyrirbyggja vöggudauða.
LEIÐRÉTT
♦ ♦ ♦