Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 1

Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 1
STOFNAÐ 1913 275. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 mbl.is Þú vinnur nítján (19) Bond bíó- myndir? Focus 007 njósnaleikur Taktu þátt. Milli svefns og vöku Ævisöguleg smásaga um öskutunnu Lesbók 4 Prúðbúnir gestir á galaforsýningu Fólk 81 Sjálfum sér nógir Hafnfirðingar sækja jólatré í eigin garða Höfuðborg 26 Bond er mættur HEIMURINN er í kreppu. Á The World (Heiminum), fyrsta skemmtiferðaskipinu þar sem auðkýfingum býðst að kaupa var- anlegar íbúðir, hefur sauðsvörtum almúg- anum nú verið boðið að fá nasasjón af lífs- stíl ríkasta fólks heims í pakkaferðum á niðursettu verði. Samkvæmt frásögn norska blaðsins Aft- enposten hefur ekki tekizt að selja 30 af 110 íbúðum skipsins og skipið siglir með hinar 88 gestasvítur sínar meira eða minna tóm- ar. Í því skyni að reyna að láta enda ná sam- an hafi þeir nú brugðið á það ráð að bjóða slíkar svítur til leigu á sem svarar 19.000 ísl. krónum á sólarhring. Íbúðirnar kosta annars á bilinu 190–630 milljónir króna. Morgunblaðið/Jim Smart The World við festar í Sundahöfn í sumar. Almúganum hleypt um borð NÍGERÍUMENN flýja frá borginni Kaduna þar sem mannskæð átök hafa geisað milli óeirðaseggja úr röðum múslíma og kristinna manna. Óeirðirnar blossuðu upp vegna deilu um fegurðarsamkeppn- ina Ungfrú heimur og breiddust út í gær til höfuðborgarinnar Abuja. Rauði krossinn í Nígeríu segir að a.m.k. hundrað manns liggi í valn- um í Kaduna. Aðstandendur feg- urðarsamkeppninnar skýrðu í gær- kvöldi frá því að ákveðið hefði verið að keppnin yrði ekki haldin í Níger- íu heldur í London 7. desember. Reuters Óeirðir breiðast út í Nígeríu  Hundrað manns/24 HÖRPUDISKSKEL er samloka af diskaætt með rauð- eða móleitar skeljar með mörgum geislarifjum og getur orðið allt að 11 cm að lengd. Hún er algeng við landið en aðallega veidd í Breiðafirði. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hörpuskel UM 40% af hörpudiskstofninum í Breiðafirði drapst sl. sumar en þá voru engar veiðar stundaðar úr stofninum. Talið er að ástandið megi rekja til hækkandi sjávarhita í Breiðafirði. Stofninn var mældur í apríl sl. og nýjum mælingum lauk í lok síðasta mánaðar. Talið er að hnignun hörpu- diskstofnsins sé óbein afleiðing hækkandi sjávarhita í Breiðafirði á undanförnum árum. Samkvæmt aflareglu leggur Hafrannsókna- stofnunin til að ár hvert séu veidd um 10–12% af stærð hörpudisk- stofnsins. Kvóti yfirstandandi fisk- veiðiárs er 4.000 tonn og því má ætla að stofnstærðin sé um 40 þúsund tonn. Samkvæmt því má varlega áætla að um 16 þúsund tonn af hörpuskel hafi drepist síðastliðið sumar. Mest hefur drepist af elstu og stærstu skelinni eða 75% og jafnvel enn meira á einstökum svæðum. Hrafnkell Eiríksson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, segir minna hafa drepist af yngri árgöng- um veiðistofnsins eða allt niður í 20%. Þá séu yngstu árgangar stofns- ins vel yfir meðallagi og ekki virðist eins mikið um náttúrulegan dauða í þeim. Það séu vísbendingar um að stofninn sé að rétta úr kútnum. Haf- rannsóknastofnunin hefur lagt til að gripið verði til harðra friðunarað- gerða og eru þær nú til umfjöllunar í sjávarútvegsráðuneytinu. Ellert Kristinsson, framkvæmda- stjóri Sigurðar Ágústssonar hf. í Stykkishólmi, segir þessar fréttir áfall. Hann býst við því að stórlega verði dregið úr veiðum á næsta ári eða þær jafnvel stöðvaðar alveg. Alls voru fluttar út hörpudisk- afurðir fyrir tæpar 600 milljónir á síðasta ári en þá var heildarkvótinn 6.500 tonn. Á fyrstu 9 mánuðum þessa árs nam útflutningsverðmætið um 260 milljónum króna. Árið 2000 nam útflutningsverðmætið um 900 milljónum króna. 40% hörpudiskstofnsins í Breiðafirði drápust í ár  Stofn hörpuskeljar/13 HALLDÓR Ásgrímsson, utanríkisráðherra Ís- lands, hljóp eins konar fundamaraþon á leið- togafundi Atlantshafsbandalagsins í Prag, þar sem hann náði að halda tvíhliða fundi með 14 af 15 utanríkisráðherrum Evrópusambandsins. Eingöngu spænski ráðherrann gekk honum úr greipum. Grikkland tekur við forsæti ráðherraráðs ESB í byrjun næsta árs og mun koma í hlut Grikkja að stýra viðræðum við Ísland og Noreg vegna stækkunar sambandsins. Halldór segir að gríski utanríkisráðherrann, George Papand- reou, hafi boðið honum til tvíhliða viðræðna í Grikklandi fljótlega eftir áramótin. Portúgalar hafa skipt um skoðun eftir viðræður við Norðmenn Norska blaðið Dagens Næringsliv segir að ákafar tilraunir norskra stjórnvalda undan- farna daga til að hafa áhrif á afstöðu einstakra aðildarþjóða ESB í málinu séu farnar að bera árangur, rætt sé við núverandi aðildarþjóðir jafnt sem væntanlegar. Portúgalar hafi þegar skipt um skoðun fyrir tilstuðlan þessara sam- tala. Einnig leggi Þjóðverjar áherslu á að Norð- mönnum sé sýnd sanngirni í kröfum á hendur þeim um aukin fjárframlög. Halldór Ásgrímsson tók upp við ráðherrana kröfur Evrópusambandsins á hendur Íslandi og Noregi um stóraukin fjárframlög í þróunarsjóði sambandsins og frjálsar fjárfestingar í sjávar- útvegi. „Ég skýrði afstöðu Íslands og er ánægð- ur með þessa fundi, án þess að ég viti hvað kem- ur út úr því,“ segir Halldór í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að okkur hafi tekizt að koma okkar sjónarmiðum á framfæri á tiltölu- lega stuttum tíma. Hins vegar er málið mjög al- varlegt og ég get á þessu stigi ekki sagt til um hvernig það endar.“ Málefni EES fá litla athygli innan Evrópusambandsins Halldór segir að ESB-ríkin séu svo upptekin af stækkun sambandsins að málefni EES fái litla athygli. „Þess vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að gera allt sem í okkar valdi stendur til að vekja á því athygli og að hér sé um ósann- gjarnar kröfur að ræða. Það á sérstaklega við um þessa uppbyggingarsjóði. Ísland hefur sín eigin vandamál í þeim efnum, sem menn hafa skilning á. Ísland er dreifbýlasta land Evrópu og þessir útreikningar framkvæmdastjórnar- innar um fjárframlög byggjast á meðaltölum annarra ríkja, sem eru að okkar mati ekki sam- anburðarhæf.“ Papandreou býður Halldóri til viðræðna eftir áramót Prag. Morgunblaðið. Sagt að tilraunir Norð- manna til að breyta af- stöðu ESB séu farnar að bera árangur ♦ ♦ ♦ FRAMSELJI Danir Tétsenann Akhmed Zakajev í hendur Rússum má gera ráð fyrir að hann verði beittur mikl- um pyntingum, að sögn Júlís Rybakovs, varafor- seta neðri deildar rúss- neska þingsins. Blaðið Berlingske Tidende hefur eftir Rybakov, sem er for- maður mannréttinda- nefndar þingsins, að hann telji rússneskt rétt- arkerfi einskis virði og hann sé sannfærður um að ákærurnar á hendur Zakajev um hryðjuverk séu haldlausar. Ef rétta eigi yfir Tétsenaleiðtoganum eigi að gera það í Dan- mörku þar sem hagsmuna hans verði gætt. Verður Zakajev pyntaður? Zakajev

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.