Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 10
FRÉTTIR
10 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG ER mjög ánægður með viðbrögð
fólks og hins opinbera í sambandi við
baráttu okkar gegn fíkniefnum og
handrukkurum,“ segir Guðmundur
Sesar Magnússon, forsvarsmaður
undirbúningsfundar að stofnun lands-
samtaka áhugafólks um málefni fjöl-
skyldunnar á Íslandi í dag, með það
að markmiði að ná tökum á vanda-
málum sem tengjast fíkniefnum.
Guðmundur segir mikilvægt að
koma réttum upplýsingum varðandi
þessi mál á framfæri. Til þessa hafi
fólk ekki verið tilbúið að koma fram
og ræða málin opinberlega, en á því
þurfi að vera breyting og því hafi
þessi undirbúningsfundur verið hald-
inn í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Almenningur og yfirvöld
verða að taka höndum saman
„Þetta er samfélagssjúkdómur sem
er að drepa börnin okkar, alveg eins
og krabbamein eða hvaða annar sjúk-
dómur,“ segir hann og bætir við að
skilaboðin til almennings séu skýr.
„Ef þú veist um einhvern sem fremur
lögbrot, hvort sem það er með ógn-
unum um ofbeldi eða sölu eiturlyfja,
þá skaltu kæra, kæra, kæra,“ sagði
Guðmundur.
Sólveig Pétursdóttir, dómsmála-
ráðherra, ávarpaði gesti og sagði að
almenningur og yfirvöld yrðu að taka
höndum saman í baráttunni gegn
fíkniefnaneyslu og handrukkurum.
Um mikla vá væri að ræða „og heiti
ég ykkur því að ég mun svo lengi sem
ég sit sem dómsmálaráðherra gera
mitt besta til að vinna bug á þessum
vanda með öllum tiltækum ráðum,“
sagði hún og kvaðst tilbúin til sam-
starfs við samtökin.
Í máli Sólveigar kom fram að hún
fagnaði þessu frumkvæði um stofnun
samtakanna. „Samstillt átak í þessum
málaflokki er grundvallaratriði,“
sagði hún og gat þess að hún hefði
varið miklum tíma í að efla löggæsl-
una enda væri eitt mikilvægasta
áhersluatriðið að tryggja öryggi al-
mennings í daglegu lífi. „Eitt lykilat-
riðið í þessu samhengi er að lögreglan
verði sýnilegri hinum almenna borg-
ara,“ sagði hún og nefndi í því sam-
bandi eflingu grenndarlöggæslu,
aukna þátttöku lögreglu í forvarnar-
starfi og aukið samstarf við almenn-
ing, íbúasamtök og fleiri.
Sólveig greindi frá forvarnaverk-
efni lögreglunnar í grunnskólum,
mikilvægi Schengen-samningsins og
góðum árangri lögreglunnar í
Reykjavík og embættis ríkislögreglu-
stjóra í fíkniefnamálum að undan-
förnu. Hún sagði mjög mikilvægt að
fíkniefnavandinn kæmi upp á yfir-
borðið og það væri alvarlegt mál ef
fólk væri svo hrætt um hefndarað-
gerðir að það þyrði ekki að kæra hót-
anir handrukkara til lögreglu. Mikil-
vægt væri að lögreglan væri upplýst
um slíkar hótanir og lög um vitna-
vernd og nálgunarbann styddu þol-
endur afbrota.
Mesta forvörnin fari
fram á heimilunum
Birkir J. Jónsson, aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra, sagði ljóst að
börn úr öllum stéttum þjóðfélagsins
leiddust út í fíkniefnaneyslu. Hið op-
inbera þyrfti að halda úti öflugu for-
varnastarfi, en mesta forvörnin ætti
að fara fram á heimilunum. Framtak
forsvarsmanna fundarins væri virð-
ingarvert og allir þyrftu að leggjast á
eitt í baráttunni við sölumenn dauð-
ans.
Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlög-
regluþjónn, tók í sama streng og
fagnaði stofnun þessara landssam-
taka, því vakningu þyrfti til að vinna
gegn þessum ófögnuði.
Guðmundur Sesar Magnússon
sagði að barátta foreldra fyrir lífi
barna sinna, sem hefðu leiðst út í
fíkniefnaneyslu, minnti því miður oft
á bardaga við vindmyllur, en dóms-
málaráðherra og félagsmálaráðherra
hefðu lýst yfir vilja til samstarfs í
þessu máli og fyrir það bæri að þakka.
Aðgerða væri þörf því málið þyldi
enga bið.
Undirbúningsfundur að stofnun samtaka um málefni fjölskyldunnar
Samstillt
átak grund-
vallaratriði
Morgunblaðið/Kristinn
Guðmundur Sesar Magnússon, forsvarsmaður undirbúningsfundarins, og
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra á fundinum.
KRISTINN Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingar-
bankans hf., vísar á bug sem firru
þeim yfirlýsingum borgarfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins á borgarstjórn-
arfundi sl. fimmtudag að fjárvana
verktakar í Grafarholti vinni að því
að reisa íbúðir í skjóli bankans og
bankinn hafi fengið lóðir þeirra
framseldar til að forða þeim frá
gjaldþroti.
Kristinn furðar sig á málflutningi
borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
og segir þá nota hvert tækifæri til að
rífa Grafarholtið niður.
Ummælin óvirðing
við verktakana
Fram kom á borgarstjórnarfund-
inum að Frjálsi fjárfestingarbankinn
er orðinn einn stærsti lóðarhafi í
Grafarholti og á 284 íbúðir.
„Við erum rétthafar að þessum
lóðum,“ segir Kristinn. „Þetta er,
eins og kom fram í svari Ingibjargar
[Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra]
hluti af okkar fjármögnunarferli.
Þar sem ekki er hægt að veðsetja
nema 50% hluta af lóðum í Reykjavík
er þetta í raun og veru bara þáttur í
fjármögnun fyrir verktakana. Þegar
lóðarsamningur er svo útgefinn, eftir
að búið er að steypa grunninn, þá
færist þetta aftur yfir á verktakana
og við tökum veð í framkvæmdun-
um,“ segir hann.
Kristinn segir ekkert óeðlilegt við
þá fjármögnunarþjónustu sem bank-
inn veitir verktökunum og hafnar
með öllu þeim yfirlýsingum borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, að um
fjárvana verktaka sé að ræða. Segir
hann það mikla firru og óvirðingu við
þá menn sem séu að byggja upp
þetta hverfi í Grafarholtinu. „Þetta
eru mjög sterkir byggingaverktak-
ar, sem hafa byggt yfir 1.000 íbúðir á
höfuðborgarsvæðinu,“ segir hann.
„Þær lóðir sem eru í boði í borg-
inni í dag eru þarna. Það er mikil eft-
irspurn eftir að byggja þarna og það
er hluti af okkar fjármagnsferli að
veita þessa þjónustu. Við erum hins
vegar eini aðilinn sem fer þessa leið
að fá lóðirnar framseldar á okkur
þangað til lóðarsamningur er gerður
um lóðina,“ segir Kristinn og segist
vera mjög bjartsýnn á uppbygg-
inguna í Grafarholti.
Furðar sig á
niðurrifsstarfsemi
„Við höfum verið að furða okkur á
þessari niðurrifsstarfsemi hjá borg-
arfulltrúum Sjálfstæðisflokksins á
Grafarholtinu. Þetta er búið að vera
með eindæmum. Kannski má rekja
hluta af þessum vanda sem var fyrir
um ári til mjög neikvæðrar umfjöll-
unar. Þeir nota hvert einasta tæki-
færi til að rífa niður hverfið. Þetta
hjálpar ekki við sölu,“ segir Kristinn.
Framkvæmdastjóri Frjálsa fjárfestingarbankans
gagnrýnir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks
Nota hvert tækifæri til að
rífa Grafarholtið niður
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur borgar-
stjóra:
„Í Fréttablaðinu í gær eru höfð
orð eftir Birni Bjarnasyni, borgar-
fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um
rekstur Leikskóla Reykjavíkur sem
gera verður athugasemd við. Björn
segir um nýsamþykkta gjaldskrár-
hækkun leikskólanna: „Gjaldskrár-
hækkun leikskólanna er sjúkdóms-
einkenni sem sýnir einfaldlega að
leikskólarnir eru illa reknir. Það er
ekki reynt að komast að rótum vand-
ans heldur gjöldin bara hækkuð.“
Hér er hart vegið að stjórnendum
og starfsfólki leikskóla borgarinnar
og ekki ástæða til þess að þeir sitji
undir slíkum ávirðingum, enda full-
yrðingar borgarfulltrúans með öllu
úr lausu lofti gripnar.
Hafa þarf í huga þegar rekstur
leikskóla borgarinnar er skoðaður
að 86% kostnaðarins eru fólgin í
launakostnaði. Vegna síðustu kjara-
samninga hefur á undanförnum
tveimur árum launakostnaður
þeirra aukist um 33% enda allir sam-
mála um að laun starfsfólks leik-
skóla þyrfti að bæta verulega. Það
hefur verið gert. Nýir kjarasamn-
ingar hafa vissulega leitt til aukins
rekstrarkostnaðar, en taka verður
fram að foreldrar greiða aðeins
þriðjung af honum, en borgarsjóður
tvo þriðju hluta. Þrátt fyrir heild-
arkostnaðaraukningu hefur kostn-
aður á dvalarstund í leikskóla farið
lækkandi, eða um 100 krónur á dval-
arstund milli áranna 2001–2002.
Áætluð lækkun á næsta ári er tæpar
700 krónur á dvalarstund hvers
barns. Þess ber einnig að geta að
mismunur á fjárhagsáætlun Leik-
skóla Reykjavíkur annars vegar og
raunkostnaði hins vegar hefur á
undanförnum árum einungis numið
um 0,3% að meðaltali þannig að sjá
má að því fer fjarri að þar hafi rekst-
ur farið úr böndum.
Þessar tölur sanna hversu vel
starfsmenn og stjórnendur hjá Leik-
skólum Reykjavíkur hafa haldið ut-
an um rekstur leikskólanna, ekki að-
eins náð að halda sér innan þess
ramma sem þeim er sniðinn í fjár-
hagsáætlun heldur einnig náð að
lækka kostnað á hverja dvalarstund
barns. Á sama tíma hefur launa-
kostnaður hækkað um tugi pró-
senta. Geri aðrir betur. Ég leyfi mér
að fullyrða að hjá Leikskólum
Reykjavíkur fari saman hagsýni og
útsjónarsemi við erfiðar aðstæður.
Starfsfólk og stjórnendur sem þar
starfa eiga síst skilið þær köldu
kveðjur sem borgarfulltrúar Sjálf-
stæðisflokksins með Björn Bjarna-
son í broddi fylkingar senda þeim
þessa dagana.“
Yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu
Gísladóttur borgarstjóra
Fer fjarri að rekstur
leikskólanna hafi
farið úr böndunum
VERSLANIR Hagkaups munu um
helgina endurgreiða virðisaukaskatt
af öllum dömu- og herrafatnaði á
Glasgow-dögum sem standa yfir í
dag, laugardag, og á morgun, sunnu-
dag.
Í fréttatilkynningu segir að Hag-
kaup vilji með þessu stuðla að því að
verslun færist inn í landið svo við-
skiptavinir þurfi ekki að fara til út-
landa til að gera góð kaup. Þegar
verslað er erlendis er hægt að fá
virðisaukaskattinn endurgreiddan á
flugvellinum og verður slíkt hægt í
Hagkaupum þegar greitt er á kassa.
Hagkaup
Selja dömu-
og herra-
fatnað
án vsk
BORGARSTJÓRN Reykjavík-
ur samþykkti á fundi sínum á
fimmtudagskvöld að álagning-
arstuðull útsvars í Reykjavík
verði óbreyttur árið 2003, eða
12,79% á tekjur Reykvíkinga.
Var það samþykkt með átta
samhljóða atkvæðum meiri-
hlutans.
Fulltrúar minnihlutans sátu
hjá við atkvæðagreiðsluna.
Óbreytt
útsvar í
Reykjavík
EDMUND Joensen, forseti færeyska lög-
þingsins, og Daniel Skifte, forseti græn-
lenska landsþingsins, komu til landsins síð-
degis í gær í þeim tilgangi að funda með
Halldóri Blöndal, forseta Alþingis. Þeir,
ásamt Halldóri og föruneyti, héldu strax til
Egilsstaða í gærkvöld, en í dag munu þeir
m.a. sækja heim Síldarvinnsluna hf. í Nes-
kaupstað og fleiri staði. Um hádegið verður
siglt til Mjóafjarðar, þar sem laxeldisstöð Sæ-
silfurs verður m.a. heimsótt.
Þingforsetarnir fara til Reykjavíkur á
morgun, sunnudag, en eftir hádegi fara þeir
á vestnorrænu handverkssýninguna, sem nú
stendur yfir í Laugardalshöll. Síðdegis munu
þeir Joensen, Skifte og Halldór Blöndal
funda í Alþingishúsinu ásamt embætt-
ismönnum. Joensen og Skifte halda af landi
brott á mánudag.
Morgunblaðið/Kristinn
Halldór Blöndal, forseti Alþingis, tekur á móti Edmund Joensen, forseta færeyska lögþingsins, og
Daniel Skifte, forseta grænlenska landsþingsins, á Reykjavíkurflugvelli í gær.
Þingforsetar
á Austfjörðum