Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 11
frá
Góð gjöf
verð frá
5.900
kvenfataverslun
Skólavörðustíg 14,
sími 551 2509.
Ítölsku
peysurnar
Lagersala Antik-hússins
er opin alla daga frá kl. 14.00-18.00
í Suðurhrauni 12, Garðabæ.
Borðstofuhúsgögn, bókaskápar, skrifborð og skrautmunir.
BÚNAÐARBANKINN ætlar að
tryggja að listaverk í eigu bankans
verði þjóðinni aðgengileg hér eftir
sem hingað til og er ekki fyrirhuguð
nein breyting á þeirri stefnu sem
bankinn hefur fylgt til þessa í
tengslum við Listasafn bankans.
Bankaráð Búnaðarbankans sam-
þykkti bókun um málið á fundi sínum
í gær og er skilningur á ákvörðuninni
hjá S-hópnum svonefnda, kjölfestu-
fjárfesti bankans, að sögn Þorsteins
Ólafssonar varaformanns bankaráðs-
ins.
Þorsteinn segir að upplýst hafi ver-
ið á fundinum að skilningur væri á
þessari ákvörðun af hálfu nýrra hlut-
hafa. „Það er búið að festa þessa
stefnu í sessi og vonandi verður henni
fylgt í framhaldinu,“ segir hann.
Vegna umræðna um Listasafn
bankans áréttar bankaráðið í bókun
sinni að bankinn hafi lagt metnað sinn
í að varðveita Listasafn bankans
tryggilega. Verkin séu skipulega
skráð og vel fylgst með ástandi
þeirra.
„Listaverk bankans eru að jafnaði
til sýnis í afgreiðslusölum bankans
eða öðrum húsakynnum hans. Verkin
eru sýnd í sérstökum sýningarglugga
aðalútibúsins í Austurstræti og enn-
fremur lánuð til sýningahalds utan
bankans. Þess er gætt að skipta
reglubundið um málverk til þess að
viðskiptavinir og aðrir listunnendur
fái notið þeirra sem best.
Bankinn hefur haft þá stefnu að
lána myndir til sýninga eða stuðlað að
og styrkt sjálfstætt sýningahald á
málverkum. Bankinn hefur kappkost-
að að eiga gott samstarf við listasöfn
og áhugamenn um sýningahald.
Bankaráðið áréttar að ekki er fyr-
irhuguð nein breyting á þeirri stefnu
sem fylgt hefur verið og er markmið
bankans annars vegar að varðveita
Listasafnið tryggilega og hins vegar
að listaverkin verði þjóðinni aðgengi-
leg hér eftir sem hingað til,“ segir í
bókuninni.
Þorsteinn Ólafsson, varaformaður
bankaráðs Búnaðarbankans
Stefna um aðgengi
þjóðarinnar að lista-
verkum fest í sessi
„LÆKNI er heimilt að taka sjúkra-
tryggðan einstakling til meðferðar
án greiðsluafskipta sjúkratrygginga
ef sjúkratryggður óskar þess.“ Þetta
er hluti ákvæðis 5. greinar samnings
milli Tryggingastofnunar ríkisins,
TR, og sérgreinalækna. Það er því
ekki samningsbrot þegar sjúklingur
greiðir fyrir læknisþjónustu úr eigin
vasa án afskipta TR til að fá þjón-
ustuna fyrr.
Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi sem Læknafélag Reykjavíkur,
LR, boðaði í gær vegna frétta um að
læknar, sem hafa veitt ákveðna þjón-
ustu á árinu og þurfa nú að veita TR
afslátt til áramóta, væru að veita
læknisþjónustu gegn fullri greiðslu
sjúklinga.
Þórður Sverrisson, formaður
samninganefndar LR við TR, sagði
að ákvæðið biði vissulega upp á tvö-
falt kerfi og við því hafi læknar var-
að. „Við teljum að læknar séu ekki að
brjóta samninginn. Í þessum tilvik-
um sem hafa komið upp er þetta ekki
spurningin um hvort viðkomandi fái
þá þjónustu sem hann er að leita eft-
ir heldur hvenær. Þessir læknar sem
hlut eiga að máli hafa bent fólki á að
það geti leitað eftir þjónustunni ef
það telji sig hafa þörf fyrir hana fyrr
en annars væri hægt að bjóða hana
með því að fara framhjá kerfinu á
þennan hátt. Þeir eru ekki að brjóta
samninginn með því að vísa í þetta
ákvæði sem hefur verið lengi í samn-
ingnum.“
Þórður sagði að læknar hefðu fyr-
irfram haft áhyggjur af því að sam-
komulagið væri til þess fallið að fólki
væri mismunað í heilbrigðiskerfinu.
Þá sagði hann að sjúklingar gætu
hvenær sem er ársins beðið um þjón-
ustu utan almannatryggingakerfis-
ins en það væri fyrst nú, þegar
ákveðnir læknar eru farnir að þurfa
að veita TR verulegan afslátt af
þjónustu sinni, sem á því fer að bera.
„Það eru afsláttarmörkin sem valda
þessu, samningarnir sníða læknum
þröngan stakk. Nú er svo komið að
þeir vilja ekki taka á sig fleiri verk en
þeir gera, nema þá að fólk vilji leita
eftir því með sérstökum hætti.“
Læknar gætu þurft
að gefa TR 90% afslátt
Stefán Matthíasson, sem situr í
samninganefndinni, sagði afsláttar-
kerfi lækna vera byggt á tveimur
þáttum, annars vegar einstaklings-
bundnum, þ.e. hver og einn læknir
gefur TR afslátt þegar hann nær
ákveðnum þjónustumörkum, og síð-
an eru einstakar sérgreinar með
sameiginlegan „pott“ sem þýðir að
þegar ákveðnum heildareiningum er
náð á ársgrundvelli leggst afsláttur-
inn jafnt á alla lækna greinarinnar.
Hann segir Læknafélagið ekki
hafa verið sátt við þetta samkomulag
sem undirritað var sl. sumar, en ver-
ið undir miklum þrýstingi að sam-
þykkja það. Hann sagði að með því
geti einstakir læknar þurft að veita
TR 90% afslátt af þjónustu sinni. Er
talið að læknar sem þeim mörkum
hafi náð séu þeir sem nú séu að veita
sjúklingum þjónustu án afskipta TR.
Stefán tók fram að eðlilegt væri að
læknar gæfu einhvern afslátt en að
hann gengi að mati læknanna of
langt. Hann sagði að ítrekað hefði
samninganefndin beðið um að þegar
umsamndar einingar væru búnar í
lok árs yrði samið um framhaldið
hverju sinni en að TR væri ekki
tilbúin til þess.
Ekki samningsbrot
að draga saman vinnu
Þá benti Sveinn Geir Einarsson,
sem einnig á sæti í samninganefnd-
inni, á að þó að ákveðnir læknar haldi
sig innan afsláttarmarkanna þurfi
þeir að veita TR afslátt fari heildar-
einingar greinarinnar sem þeir
starfa í yfir ákveðin mörk. Í því fæl-
ist óréttlæti þar sem sumir læknar
vinni jafnframt inni á sjúkrahúsum
og starfi aðeins að hluta samkvæmt
samningnum við TR.
Hann sagði ekki brot á samningn-
um að draga saman vinnu sína þegar
afsláttarmörkum væri náð, enginn
gæti skyldað lækna frekar en aðra til
að vinna á skertum launum.
Læknafélag Reykjavíkur segir sérgreinalækna ekki
brjóta samning við TR
Sjúklingur getur beðið um
þjónustu án afskipta TR
BRESKUR ríkisborgari var í gær
dæmdur í þriggja mánaða fangelsi
fyrir að rækta hass í íbúð unnustu
sinnar. Fyrir dómi breyttu hann og
unnusta hans framburði sínum og
reyndi hún að taka sökina á sig því
ákærði var á reynslulausn og á yfir
höfði sér brottvísun úr landi.
Við handtöku mannsins fannst 21
kannabisplanta sem hann hafði rækt-
að á heimilinu og rúmlega 110 grömm
af afskornum kannabislaufblöðum.
Viðurkenndi hann hjá lögreglu að
vera eigandi þeirra og þótti skýra á
greinargóðan hátt frá því hvernig
hann hefði staðið að ræktun þeirra.
Framburður unnustunnar hjá lög-
reglu var í samræmi við framburð
ákærða í öllum meginatriðum. Lög-
regluskýrslu gaf hann í viðurvist skip-
aðs réttargæslumanns síns og voru
hann og unnustan ekki í aðstöðu til að
samræma framburð sinn á meðan á
skýrslugjöf stóð. Fyrir dómi neitaði
ákærði hins vegar sök og kvaðst hafa
tekið á sig sök fyrir unnustu sína sem
sömuleiðis breytti framburði fyrir
dómi og sagðist hafa átt allt efnið.
Breyttur framburður hennar þótti
ekki vera í neinu samræmi við fram-
burð þriggja rannsóknarlögreglu-
manna sem komu fyrstir á vettvang.
Ákærði var dæmdur í 3 mánaða
fangelsi á síðasta ári vegna fíkniefna-
brota en fékk reynslulausn er hann
hafði afplánað helming dómsins. Rauf
hann eins árs skilorð reynslulausnar-
innar með broti sínu nú og var dæmd
refsing í einu lagi fyrir það brot og
óaflplánaðar eftirstöðvar refsingar.
Unnustan
reyndi að
taka á sig sök
ÞAÐ var margt um manninn í há-
tíðarsal Menntaskólans á Egils-
stöðum þegar Jóni Böðvarssyni
voru veitt Verðlaun Jónasar Hall-
grímssonar í tilefni af Degi ís-
lenskrar tungu. Lítil hnáta í fangi
pabba síns sofnaði út af undir ræðu-
höldunum, enda vart komin á aldur
til að huga að varðveislu þjóðtung-
unnar svo heitið geti.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Gott að
kúra í
pabbafangi
www.avon.is
Snyrtivöruverslun
opin allan sólarhringinn
ATVINNA mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111