Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 13 FRÉTTIR DAUFBLINDRAFÉLAG Íslands stendur nú fyrir söfnunarátaki með sölu á geisladiskinum Tár með Orra Harðarsyni tónlistarmanni en allur ágóði af sölu disksins rennur til fé- lagsins. Ágústa Gunnarsdóttir, stjórnarmaður í Daufblindrafélag- inu, segir að fólki sé boðið að styrkja félagið og fá diskinn með Orra í staðinn en diskurinn sé líka til sölu í öllum verslunum Skíf- unnar. „Félagið var stofnað vegna þess að það var í reynd engin stofnun eða félag sem tók heildstætt á málum þeirra sem bæði sjá og heyra illa. Daufblindrafélagið vinnur í sem víðustum skilningi að hagsmuna- málum daufblindra en þau eru æði mörg. Við erum með dauf- blindraráðgjafa í hálfu starfi og hann veitir daufblindum aðstoð og ráðgjöf við næstum hvaðeina sem upp á kemur. Helsti vandi dauf- blindra er auðvitað tjáskipti við annað fólk og skynjun á umhverf- inu.“ Ágústa segir að daufblinda sé al- varleg fötlun og henni fylgi oft mik- il einangrun. „Tölvutæknin hefur sem betur fer smám saman opnað daufblindum nýjan heim. Og nú leggjum við mesta áherslu á að gera átak í tölvu- og samskiptamálum daufblindra og mun það fé sem safnast verða notað til þess.“ Söfnunarátak daufblindra SVANHILDUR Anna Sveinsdóttir, formaður Daufblindrafélagsins, er einstæð fjögurra barna móðir á Akranesi en sér sjálf um heimilið og strákana fjóra þótt hún sé metin með fulla örorku vegna daufblindu. Sá elsti er tvítugur en sá yngsti sjö ára og allir eru þeir í skóla. Svanhildur hóf að læra táknmál í vetur enda var hún komin í þá sér- kennilegu stöðu að lenda í vandræð- um með tjáskipti, bæði við þá sem heyra og heyra ekki. „Mér fannst ég svolítið vera komin út í horn því ég var mikið búin að vera heima hjá mér og þessu er ég að reyna að breyta.“ Öll tjáskipti orðin erfið Svanhildur Anna heyrir bæði og sér illa: „Ég er með svona kíkissjón, sé mjög þröngt og er farin að sjá mjög illa með hægra auganu. Heyrnin er búin á vinstra eyra og orðin mjög léleg á því hægra og ég lendi í miklum erfiðleikum með öll tjáskipti, s.s. við fjölskylduna og í síma.“ Svanhildur Anna fæddist með mjög skerta heyrn en sjóndepran kom fram seinna. Eftir fermingu var hún talin nærsýn og með sjón- skekkju en í kringum tvítugt fór hún að reka sig utan í húsgögn og hluti en illa gekk að fá á hreint hvað væri að. „Fyrir ellefu árum kom í ljós að ég er með hrörnun í augnbotnum. Mér fannst eins og lífið væri bara búið því og hélt að ég yrði blind mjög fljót- lega. En hjá mér hefur sjúkdóm- urinn þróast mjög hægt.“ Sér sjálf um stórt heimili Svanhildur Anna segir að heyrn- arskerðingin og síðar sjóndepran hafi haft mikil og varanleg áhrif á líf sitt. „Ég vann lengi framan af í fiski eða þangað til fullmargir ormar fóru að sleppa framhjá mér. Síðan fór ég á saumastofu en ég var látin hætta vegna þess að ég var ekki nógu fljót- virk en það var auðvitað út af sjón- inni. Ég prófaði síðan að bera út póst í smátíma en mér gekk illa að lesa á númerin á húsunum og á bréfin. Ég hef þess vegna ekki unnið mikið úti enda má ég ekki vera í vinnu sem reynir á augun. En ég sé um heimilið eins og ég get. Það er vissulega eitt og annað sem ég get ekki en þá fæ ég bara aðstoð.“ Svanhildur Anna segir að það gangi á ýmsu með samskiptin inni á heimilinu og oft reyni mjög á þol- inmæði allra. „Við sláum þessu stundum bara upp í grín en þetta er farið að vera töluvert vandamál. Það er heldur ekki létt, satt að segja, að framfleyta svona stórri fjölskyldu enda strákarnir á þeim aldri að þeir þurfa mikið. Ég finn mikinn mun á að framfleyta okkur nú og fyrir tíu árum, það er miklu erfiðara núna. Maður má ekki skulda neitt og reyn- ir að lifa mjög spart en þetta gengur samt ekki vel.“ Svanhildur Anna segir að heyrnin valdi sér oft óttatilfinningu þegar hún er úti við. „Ég heyri kannski í bíl en veit ekki lengur hvort hann er mjög nálægt mér eða lengra í burtu og almennt trufla umhverfishljóðin mig. Hliðarsjónin er líka mjög léleg og ég veit oft ekki hvar bílarnir eru.“ Svanhildur viðurkennir að hún lifi nokkuð einangruðu lífi vegna dauf- blindunnar og hún sé mikið heima við og fari sjaldan út. „Þegar ég er innan um fólk er ég mest að hlusta og fylgjast með frekar en að trana mér fram. Svona hefur þetta eig- inlega alltaf verið því ég hef heyrt illa alla tíð. En tölvan hefur orðið æ mikilvægara samskiptatæki fyrir mig síðari árin og hjálpar mér mik- ið.“ Morgunblaðið/Sigurður Elvar Magnús Heiðar Gunnarsson, Ari Valgeirsson, Svanhildur Anna Sveinsdótt- ir og Guðjón Helgi Guðmundsson. Egill Þór Valgeirsson var fjarverandi. Að rjúfa einangrunina ’ Fullmargir ormarfóru að sleppa framhjá mér. ‘ HÖRPUDISKSTOFNINN í Breiða- firði hefur minnkað um 40% á aðeins sex mánaða tímabili og hefur Haf- rannsóknastofnunin lagt til harðar friðunaraðgerðir. Yngstu árgangar stofnsins gefa þó vísbendingar um góða nýliðun. Niðurstöður rannsóknaleiðangurs Hafrannsóknastofnunarinnar sem farinn var lok október sl. gefa til kynna að hörpudiskstofninn í Breiða- firði hafi minnkað um 40% miðað við þyngd frá stofnmælingu sem gerð var í apríl sl. en á þessu tímabili eru ekki stundaðar neinar veiðar. Mæl- ingar sýndu mjög hátt hlutfall ný- dauðra skelja eða skelja sem drepist hafa óháð veiðum. Hrafnkell Eiríks- son, fiskifræðingur á Hafrannsókna- stofnun, var leiðangursstjóri í rann- sóknarleiðangrinum og hann segir að aukin dauðsföll elstu og stærstu skeljanna hafi einkum verið mjög áberandi. Þannig hafi mátt merkja 75% og jafnvel enn meiri samdrátt í stærstu stærðarflokkunum á þessu hálfa ári, miðað við fjölda. Hjá yngstu skelinni í veiðistofninum hafi þetta hlutfall verið mun minna eða niður í 20% á þessu hálfa ári. Hrafn- kell segir að sjómenn í Breiðafirði hafi að eigin sögn komið að miðunum í mun verra ástandi í haust en þeir skildu við þau síðastliðið vor. „Yfir- leitt eru aflabrögðin hvað best þegar veiðarnar hefjast á haustin, enda er vöxtur skeljarinnar hvað hraðastur á sumrin við eðlilegar aðstæður og þá á nýliðun í veiðistofninn sér stað. Þetta virðist hins vegar hafa brugðist al- gerlega í ár.“ Árin 1996 til 2000 var hörpudiskstofninn í Breiðafirði í jafnvægi og var aflinn þá um 8.000 til 8.900 tonn á ári. Mikil umskipti urðu hins vegar í vísitölu veiðistofnsins ár- ið 2001 er hún dróst saman um 20% frá árinu 2000. Hrafnkell segir að stofnstærðin hafi nú minnkað um 65% miðað við meðaltal áranna 1996 til 2000. Aflabrögð hafa dregist saman í samræmi við hnignun stofnsins á síð- ustu árum. Hrafnkell segir þó sam- drátt í afla yfirleitt vera hægari en stofstærðarmælingar segja til um, enda geti skipin leitað að bestu mið- unum en stofnmælingar séu gerðar á fyrirfram ákveðnum svæðum. Afli á togtíma var um 925 til 950 kíló í haust sem er samdráttum um 30% eða meira frá haustinu 2001. Vísbendingar um góða nýliðun Hrafnkell segir að ástandið sé vissulega áhyggjuefni. Þó séu ýmsar vísbendingar um að stofninn muni rétta úr kútnum á tiltölulega skömm- um tíma. „Það virðist vera töluvert magn af yngri árgöngum sem ekki eru komnir inn í veiðistofn. Þannig eru að minnsta kosti tveir árgangar vel yfir meðallagi og það ætti að gefa vísbendingu um góða nýliðun. Það er ekkert sem bendir til þess að dauðs- föll af yngstu skelinni séu meiri en eðlilegt getur talist. Ef hún braggast ættu horfurnar á næstu árum að vera þokkalegar og stofninn gæti náð sér tiltölulega fljótt á strik. Einnig hefur komið fram í vinnsl- unni að ástand skeljarinnar, eða fitu- innihald, virðist mun betra heldur en var síðastliðið haust. Það gefur von um að stofninn sé kominn yfir erf- iðasta hjallann og þær skeljar sem eftir eru séu vel á sig komnar.“ Sennilega afleiðingar meiri sjávarhita Hrafnkell segir að hnignun hörpu- disksstofnsins megi að öllum líkind- um rekja til hærra hitafars í hafinu í Breiðafirði á undanförnum árum. Hitastig sjávar hafi þannig verið mun hærra síðustu tvö ár en frá því skelveiðar hófst árið 1970. Rann- sóknir á hitaþoli hörpuskeljar hafi sýnt að skel sem veidd var í ágúst sl. hafi þolað meiri hita en skel sem veidd var í apríl. „Við vitum ekki hvað veldur þessum stórauknu nátt- úrulegu dauðsföllum í stofninum en hugsanlega getur það verði óbein af- leiðing hækkandi sjávarhita. Það getur verið að breytt hitaskilyrði aukist magn örvera eða sýkinga af einhverju tagi sem herjar á hörpu- skelina. Fisksjúkdómadeildin á Keldum er að undirbúa rannsóknir á þessum þætti,“ segir Hrafnkell. Leggja til að veiðum verði hætt Hafrannsóknastofnunin hefur kynnt niðurstöður sínar fyrir sjávar- útvegsráðherra og hagsmunaaðilum við Breiðafjörð. Stofnunin hefur lagt til harðar friðunaraðgerðir sem eru til umfjöllunar í sjávarútvegsráðu- neytinu. Ekki hafa verið teknar ákvarðanir um aðgerðir en gera má ráð fyrir að ákvörðun á næstu dög- um. Hrafnkell segir að frekari rann- sóknir á næsta ári verði að segja til um framhald skelveiða á allra næstu árum. „Við getum ekki sagt nákvæm- lega til um vaxtarhraðann og hvenær nýir árgangar koma inn í veiðistofn- inn. En við góðar aðstæður þá er vöxtur hörpuskeljarinnar nokkuð hraður og við eðlilegar aðstæður eru náttúruleg dauðsföll mjög lítil í þess- um stofni, með þeim minnstu sem við þekkjum í okkar nytjastofnum.“ Stofn hörpuskeljar í Breiðafirði hrynur                    ! " "!  !  # "# # $# # # "# # $# #          %      Morgunblaðið/Muggur Starfsmenn Hafró við rannsóknir á hörpuskel í Breiðafirði. Hafrannsókna- stofnunin leggur til harðar friðunaraðgerðir LEYFILEGUR heildarafli á hörpuskel er á yfirstandandi fiskveiðiári 4.000 tonn en var 6.500 tonn á síðasta ári. Það sem af er þessu ári er búið að veiða um 2.700 tonn af hörpuskel, nánast ein- göngu í Breiðafirði. Alls hafa 11 bátar leyfi til hörpudiskveiða í Breiðafirði og þar af leggja þrír upp hjá Sig- urði Ágústssyni ehf. í Stykk- ishólmi. Ellert Kristinsson, framkvæmdastjóri félagsins, segir niðurstöðurnar vissulega mikið áfall. Hann vonast til að bátunum verði heimilað að klára yfirstandandi vertíð en telur líklegt að stórlega verði dregið úr veiðunum næsta haust og þær jafnvel stöðvaðar. „Það á eftir að fara betur yfir þessar niðurstöður og gera enn frekari rannsóknir næsta vor. Það yrði auðvitað mikið áfall ef veiðarnar yrðu stöðvaðar en kvótinn hefur verið skorinn niður um helming á ári und- anfarin tvö ár. Það skýrist von- andi næsta haust hvort yngsta skelin hefur náð að braggast. En útlitið er vissulega dökkt og það vissum við fyrir. En von- andi nær skelin að aðlagast þessum breyttu skilyrðum í náttúrunni,“ segir Ellert. Dökkt útlit Ellert Kristinsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.