Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 20

Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 20
LEIÐTOGAFUNDUR NATO Í PRAG 20 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ skrefi framar HALLDÓR Ásgrímssonutanríkisráðherra segirleiðtogafund NATO íPrag staðfesta að bylt- ing sé að verða í umhverfi öryggis- mála Íslands. Hann segir að Ísland verði m.a. að búa sig undir að leggja meira fé til verkefna á al- þjóðavettvangi, bæði friðargæzlu og annarra verkefna á vegum NATO og til þróunaraðstoðar. „Boðskapurinn frá þessum fundi er mjög skýr. Menn eru staðráðnir í að verja þau gildi, sem NATO er byggt í kringum. Menn eru ákveðnir í að taka inn ný lönd, ekki aðeins þau sem nú koma inn, held- ur önnur í framtíðinni,“ segir Hall- dór. „Menn eru líka ákveðnir í því að berjast sameiginlega gegn hryðjuverkum og standa sameig- inlega að því að knýja fram lausn í Íraksmálinu. Það koma mjög ákveðin skilaboð frá þessum fundi.“ Halldór segir að hvað Ísland varðar, sé fundurinn staðfesting á þeim miklu breytingum, sem nú eigi sér stað. „Atlantshafs- bandalagið hefur breytzt gífurlega. Það eru komin inn miklu fleiri lönd og það eru breyttar áherzlur í varnarmálum. Nú er aðaláherzlan á baráttuna gegn hryðjuverkum og möguleika á því að verjast þeim. Það eru allt aðrar hættur, sem menn líta til í dag en þegar varnir Íslands voru byggðar upp. Það eru nýjar áherzlur af hálfu bandalags- ins, en hvaða áhrif það hefur til langframa á stöðu Íslands er ekki gott að segja á þessu stigi. Það er nýbúið að flytja yfirstjórn Kefla- víkurstöðvarinnar til Evrópu frá Bandaríkjunum og það er verið að fara yfir hlutverk hennar og fram- tíðarstöðu. Á sama tíma eru áhrif Evrópusambandsins á þessu sviði að aukast. Norðurlandasamvinnan er líka að breytast í átt til miklu meiri Evrópusamvinnu. Hér á þessum fundi fáum við staðfestar gífurlegar breytingar – og ég verð að segja byltingu – í umhverfi okk- ar öryggismála.“ Keflavík mikilvæg vegna samgangna Aðspurður hvort hann telji að breytingar á hermálastefnu banda- lagsins geti haft í för með sér breytingar á viðbúnaði í Keflavík- urstöðinni, segir Halldór: „Allt hef- ur þetta áhrif, ekki bara í Keflavík heldur annars staðar. Við leggjum megináherzlu á að ákveðnar lág- marksvarnir þurfi að vera fyrir hendi í Keflavík, ekki bara vegna sögunnar heldur vegna aðstæðna sem nú eru uppi í heiminum. Við teljum að þessar breytingar, sem við erum að upplifa, kalli á áfram- haldandi varnir í Keflavík, ekki sízt vegna hugsanlegra hryðjuverka.“ Halldór bendir á að Keflavík sé mikilvægur flugvöllur fyrir flutn- inga yfir Atlantshafið, ekki aðeins á hernaðarsviðinu, heldur líka fyrir almennar samgöngur. „Keflavík er varaflugvöllur fyrir mjög stóran hluta af öllu farþegaflugi yfir Atl- antshafið, þannig að við leggjum mikla áherzlu á þýðingu varn- arstöðvarinnar í þessari breyttu mynd, meðal annars vegna hryðju- verkaógnar gagnvart flugi.“ Meira fé til öryggismála og þróunaraðstoðar Fram hefur komið á fundinum í Prag að Ísland hyggist leggja meira af mörkum en áður til sam- eiginlegs öryggis NATO-ríkjanna, annars vegar með eflingu frið- argæzlu, sem á að kosta hálfan milljarð króna á ári frá 2006, og hins vegar með því að leggja NATO til flugvélar til loftflutninga ef á þarf að halda, fyrir allt að 300 milljónum króna vegna einnar hernaðaraðgerðar. Til þess gæti því komið að útgjöld Íslands vegna aðgerða á vegum bandalagsins yrðu 800 milljónir króna á einu ári. Það er u.þ.b. 0,1% af landsfram- leiðslu, en NATO telur æskilegt að aðildarríkin verji 2% landsfram- leiðslu til varnarmála. Jafnframt hefur komið fram að Ísland hefur ýmislegt að bjóða, sem getur gagnazt bandalaginu, bæði sér- fræðiþekkingu og tækjabúnað. Tel- ur utanríkisráðherra að Ísland komist upp með það til framtíðar að leggja svo miklu minna af mörk- um en hin NATO-ríkin? „Ég held það sé alveg ljóst að við megum búast við að þurfa að auka þessi framlög, ekki bara til þessara mála heldur líka til þróun- araðstoðar,“ segir Halldór. „Ég vil tengja það tvennt saman. Það er til dæmis alveg ljóst að Evrópuríkin leggja miklu meira til þróun- araðstoðar en Bandaríkin, en Bandaríkin aftur mun meira til al- þjóðlegra varna en Evrópuríkin.“ Halldór segir að menn verði þó að hafa í huga að Ísland hafi ákveðna sérstöðu. „Við erum fá- menn þjóð í mjög stóru landi, sem býr við dýrt samgöngukerfi. Það er dýrt að viðhalda byggð á Íslandi. Það gerum við án aðstoðar annarra og leggjum með þeim hætti mikið til aðstæðna á Norður-Atlantshafi. Við erum líka með okkar landhelg- isgæzlu og björgunarsveitir, sem þjóna aðstæðum á Norður- Atlantshafi. En ég held að það sé alveg skýrt að eitt af því, sem við getum gert ráð fyrir, er að auka þennan þátt í okkar starfsemi. Ég tel þó að þau skref, sem við höfum stigið fram að þessu, séu algerlega fullnægjandi.“ Utanríkisráðherra bendir á að Ísland muni senn taka við flug- umferðarstjórn á Pristina-flugvelli í Kosovo. „Það er fyrsta meirihátt- ar verkefnið sem við stjórnum og með því sýnum við að við séum full- færir um að taka þátt í þessum málum og stýra ákveðnum þáttum. Við getum því reiknað með að leit- að verði til okkar í vaxandi mæli. Við þurfum að geta brugðizt við því og það mun kosta peninga.“ Munum þurfa að auka framlög til öryggismála Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að leiðtogafundurinn í Prag staðfesti að bylting sé að verða í umhverfi öryggis- mála Íslands. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við hann í Prag um þýðingu fundarins fyrir NATO og fyrir Ísland. Ljósmynd/NATO Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra og Franco Frattini, starfsbróðir hans frá Ítalíu, á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Prag. ’ Það eru allt aðrarhættur, sem menn líta til í dag en þegar varnir Íslands voru byggðar upp. ‘ VLADÍMÍR Pútín Rússlandsforseti og George W. Bush Bandaríkjafor- seti áttu fund í Sankti Pétursborg í gær og voru sammála um að efla samstarf ríkjanna gegn hryðjuverk- um. „Við ættum ekki að gefa neinum sem tekur þátt í hryðjuverkum – eða styður hryðjuverk – nokkurt færi,“ sagði Pútín. Forsetinn tjáði Bush að Rússar væru reiðubúnir að auka samstarf við Atlantshafsbandalagið, NATO, enda þótt bandalagið hefði nú ákveðið að veita sjö Austur-Evr- ópuríkjum aðild. En það myndu Rússar aðeins gera ef þeir teldu að aðgerðir NATO væru „í samræmi við öryggishagsmuni“ þeirra. „Þið þekkið afstöðu okkar. Við teljum ekki að þessi ákvörðun hafi verið nauðsynleg,“ sagði forsetinn um stækkun NATO. Bush lagði áherslu á að Rússar þyrftu ekkert að óttast af hálfu bandalagsins. „Afstaðan meðal þjóða NATO er þessi: Rússar eru vinir okkar. Við eigum sameiginlega hags- muni á mörgum sviðum. Við verðum að halda áfram samstarfi okkar í stríðinu gegn hermdarverkum,“ sagði Bandaríkjaforseti. Einnig sagði hann að Bandaríkjamenn vildu efla samstarf við Rússa á sviði við- skipta, orkumála og fleiri mála. Írakar skulda Rússum milljarða dollara frá því í tíð Sovétríkjanna gömlu og óttast Rússar að féð geti verið tapað ef til styrjaldar kemur milli Íraka og Vesturveldanna. Bush hét því að hver sem niðurstaðan yrði myndi verða séð til þess að Rússar biðu ekki skaða af niðurstöðu mála í Írak. Pútín sagði að Rússar væru sam- mála Bandaríkjamönnum um nauð- syn þess að Írakar réðu ekki yfir gereyðingarvopnum. En Banda- ríkjamenn yrðu að haga aðgerðum sínum vegna málsins í samræmi við ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Í sameiginlegri yfirlýs- ingu Pútíns og Bush eftir fundinn í gær sagði að Saddam Hussein Íraks- forseti yrði að fara að kröfum SÞ eða taka ella afleiðingunum. Að loknum fundinum fór Bush og fylgdarlið hans til Litháen sem er auk hinna Eystrasaltsríkjanna tveggja, Lettlands og Eistlands, meðal væntanlegra nýrra landa í NATO. Í dag mun Bush taka þátt í samráðsfundi helstu leiðtoga Litháa, Letta og Eista í borginni. Pútín vill aukna samvinnu við NATO Reuters Forsetarnir George W. Bush og Vladímír Pútín í Katrínarhöllinni. Púshkín í Rússlandi, Moskvu. AFP, AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.