Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 24
ERLENT
24 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ÁTÖK milli óeirðaseggja úr röðum
múslíma og kristinna íbúa borgarinn-
ar Kaduna í Norður-Nígeríu hafa
kostað a.m.k. hundrað manns lífið, að
sögn Rauða krossins í gær. Átökin
blossuðu upp á miðvikudag þegar
múslímar mótmæltu grein í nígeríska
dagblaðinu This Day þar sem sagt var
að hefði Múhameð spámaður séð
kvennavalið á fegurðarsamkeppninni
Ungfrú heimur, sem haldin verður í
Nígeríu, hefði hann líklega tekið sér
eina af fegurðardrottningunum fyrir
konu.
Margir múslímar eru andvígir því
að fegurðarsamkeppnin verði haldin í
Nígeríu og upp úr sauð þegar greinin
var birt. Ungir múslímar gengu ber-
serksgang um göturnar, réðust á veg-
farendur með hnífum og bareflum,
kveiktu í íbúðarhúsum, kirkjum og
bílum. Óeirðaseggir úr röðum krist-
inna borgarbúa svöruðu í sömu mynt,
drápu múslíma og kveiktu í moskum.
Hermenn hleyptu af byssum til að
reyna að binda enda á átökin.
Hópar kristinna ungmenna héldu
óeirðunum áfram í gær. Þúsundir
íbúa borgarinnar forðuðu sér inn í
lögreglustöðvar og byggingar hersins
í Kaduna.
Reykjarmökk lagði yfir borgina frá
húsum og vegartálmum sem óeirða-
seggirnir kveiktu í. Stjórn Nígeríu
sendi hundruð hermanna inn í borg-
ina til að stilla til friðar og dregið hafði
úr átökunum í gær.
George Bennet, yfirmaður Al-
þjóðasambands Rauða krossins í Níg-
eríu, sagði að 50 manna hjálparsveitir
nígeríska Rauða krossins hefðu fund-
ið um 100 lík. Hann lagði áherslu á að
glundroðinn væri svo mikill í borginni
að ekki væri vitað með vissu hversu
margir hefðu látið lífið. Að minnsta
kosti 520 borgarbúar særðust og voru
fluttir á sjúkrahús.
Svipuð átök milli múslíma og krist-
inna íbúa Kaduna kostuðu 2.000
manns lífið fyrir tveimur árum.
Óttast að óeirðirnar
breiðist út
Leiðtogar múslíma og kristinna í
Kaduna hvöttu ungmennin til að
hætta óeirðunum eftir fund með níg-
erískum embættismönnum í gær.
Óttast var að óeirðirnar breiddust
út og hópar múslíma kveiktu í bílum í
höfuðborginni, Abuja, eftir bænasam-
komur í gær. Öryggissveitir voru á
varðbergi á götum stærstu borga
landsins þar sem íslamskar konur
mótmæltu fegurðarsamkeppninni og
kröfðust þess að henni yrði aflýst.
„Stjórnin verður að banna þessa
smánarlegu sýningu. Bannað er að
konur sýni karlmönnum, öðrum en
eiginmönnunum, líkama sinn,“ sagði
ein kvennanna.
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú
heimur verður haldin í Abuja eftir
hálfan mánuð. Íslamskar hreyfingar
höfðu mótmælt því að samkeppnin og
sýningar sem tengjast henni yrðu
haldnar í Nígeríu á föstumánuði
múslíma, ramadan. Skipuleggjendur
keppninnar ákváðu því að fresta sam-
keppninni til 7. desember þegar ram-
adan er lokið.
Talsmaður skipuleggjendanna
sagði í gær að samkeppninni yrði ekki
aflýst þrátt fyrir blóðsúthellingarnar í
Kaduna. Ráðgert er að þátttakend-
urnir í keppninni, 90 stúlkur, taki þátt
í tískusýningu í borginni Port Har-
court í suðurhluta landsins í dag.
Áhrifamikil nefnd íslamskra fræði-
manna lýsti fegurðarsamkepninni
sem „léttúðugri sýningu á ósiðsemi og
nekt“ og hvatti stjórn Nígeríu til að
banna hana.
Stjórnin hefur ekki svarað þessu en
lofað að saksækja ritstjóra This Day
fyrir að birta greinina sem varð til
þess að óeirðirnar hófust. Ritstjór-
arnir hafa fjórum sinnum beðist af-
sökunar á greininni á forsíðu blaðsins
og segja að ummælin um Múhameð
spámann hafi verið birt fyrir mistök.
„Hvað hefði Múhameð spámaður
hugsað? Í sannleika sagt hefði hann
sennilega valið sér konu úr hópnum,“
skrifaði höfundur greinarinnar sem
þótti að öðru leyti ekki móðgunarefni.
Hundrað manns liggja
í valnum eftir óeirðir
Skorað á stjórn Nígeríu að banna feg-
urðarsamkeppnina Ungfrú heim
Kaduna. AFP, AP.
&'()*
+,-.
! "
#$%& #'
HERMAÐUR kemur ísraelskum
fána fyrir á húsi nálægt Betlehem
eftir að Ísraelar hertóku bæinn að
nýju í gær. Fjórir voru skotnir til
bana, þar á meðal brezkur starfs-
maður Sameinuðu þjóðanna og
palestínskur drengur, þegar her-
inn ruddist fram í bæjum á Vest-
urbakkanum og á Gaza í gær.
Þessar aðgerðir hersins voru liður
í viðbrögðum Ísraela við sjálf-
morðssprengjuárás Palest-
ínumanns í strætisvagni í Jerúsal-
em í fyrradag, þar sem ellefu
manns dóu auk tilræðismannsins.
Bretinn hét Ian Hook og var
verkefnisstjóri áætlunar SÞ um
endurbyggingu íbúðarhúsa í
flóttamannabúðunum í Jenin, en
þær eru meira og minna í rústum.Reuters
Ísraelsher
hertekur
Betlehem
YFIRLÖGREGLUSTJÓRINN í
Indónesíu sagði í gær að maðurinn,
sem grunaður er um að hafa skipu-
lagt sprengjutil-
ræðið á Balí í síð-
asta mánuði,
hefði játað aðild
sína að ódæðinu,
sem og öðrum
sprengjuárásum í
Indónesíu undan-
farin tvö ár. Mað-
urinn, Imam
Samudra, var
handtekinn á
fimmtudag.
Samudra er sagður 35 ára að aldri.
Da’i Bachtiar, hershöfðingi og yfir-
lögreglustjóri í Indónesíu, sagði
Samudra hafa skipulagt sprengju-
árásina á Balí, þar sem fórust um 190
manns, og bætti Bachtiar því við að
Samudra hefði ákveðið hvar og hve-
nær sprengt var.
Einnig hefði hann viðurkennt að
hafa komið að sprengjuárásum í Jak-
arta, Batam og víðar í Indónesíu um
jólin 2000, en þær kostuðu 19 manns
lífið.
Þá sagði I Made Mangku Pastika,
hershöfðingi á Balí, að Samudra
hefði greint frá því við yfirheyrslur
að maður að nafni Iqbal hefði komið
sprengjunni fyrir á Paddýs Bar á
Balí, þar sem önnur af tveimur
sprengjunum sprakk. Mun Iqbal
sjálfur hafa farist í sprengingunni.
Lögreglan segir átta manns hafa far-
ist í sprengingunni á Paddýs Bar en
hún sprakk örskömmu áður en
sprengjan á skemmtistaðnum Sari
sprakk. Munu nokkrir þeirra, sem
létust í seinni sprengingunni, hafa
verið að flýja þá fyrri.
Samudra mun hafa búið í Afgan-
istan í tvö og hálft ár og í Malasíu í
sex ár, en þar kynnti hann sér vopn
og vopnabúnað. Hann er sagður einn
forystumanna samtakanna Jemaah
Islamiyah, sem tengjast al-Qaeda.
Sagður játa aðild
að árásinni á Balí
Jakarta, Cilegon. AP, AFP.
Imam
Samudra
ER Mannréttindadómstóll
Evrópu í kreppu? Hefur verið
slakað á kröfum um mannrétt-
indi til að tryggja nýjum ríkj-
um aðild að
Evrópu-
ráðinu? Þess-
um spurning-
um og öðrum
verður varpað
fram á fundi
sem haldinn
verður á veg-
um Mannrétt-
indaskrifstofu
Íslands á
mánudag kl.
16.30 í Litlu-Brekku við
Bankastræti.
„Það má segja að dómstóll-
inn eigi við töluverðan vanda
að stríða vegna stækkunar
Evrópuráðsins,“ segir Björg
Thorarensen, prófessor í lög-
fræði við Háskóla Íslands, í
samtali við Morgunblaðið en
Björg er einn af þremur frum-
mælendum á fundinum. Auk
hennar munu þar taka til máls
þingmennirnir Lára Margrét
Ragnarsdóttir og Margrét Frí-
mannsdóttir en þær hafa báð-
ar átt sæti á þingi Evrópuráðs-
ins um árabil.
Björg segir að sú staðreynd
að aðildarríkjum að Evrópu-
ráðinu hafi fjölgað úr 23 árið
1990 í 44 hafi haft þær afleið-
ingar að málum, sem vísað er
til dómstólsins, fjölgaði gífur-
lega. Bárust dómstólnum 4.044
kærumál vegna brota á mann-
réttindasáttmálanum árið
1988, en árið 2001 bárust
31.393 kærumál.
Auk þess hafi innganga
Austur-Evrópuþjóða haft
breytingar í för með sér.
Margar þeirra séu á mótunar-
skeiði hvað varðar lýðræðis-
legt stjórnarfar, mörg álitamál
og erfið úrlausnarefni hafi því
komið inn á borð dómstólsins
af þeim sökum.
Hitt sé einnig vandamál að
Evrópuráðið sé ekki lengur
samtök svipaðra, skyldra ríkja.
Aðildarríkin séu nú mjög ólík
innbyrðis, hvert með sína sér-
stöðu. Þetta flæki óhjákvæmi-
lega málin, mannréttindadóm-
stóllinn eigi erfiðar með það en
áður að vísa til sameiginlegra
grundvallarreglna sem gilda í
allri Evrópu.
Mannrétt-
indadóm-
stóllinn í
kreppu?
Björg
Thorarensen