Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 26
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 26 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ VATNINU í sturtum borgarbúa og rafmagninu sem sér þeim fyrir lýs- ingu er frá og með deginum í gær stjórnað frá Réttarhálsi. Fyrsta skrefið í flutningi Orkuveitu Reykja- víkur var þá tekið þegar stjórnkerfi veitnanna var fært yfir í nýjar höf- uðstöðvar. Að sögn Gunnars Aðalsteinssonar, framkvæmdastjóra kerfisstjórnar Orkuveitunnar, var mögulegt að flytja stjórnkerfið án þess að það raskaði rafmagns- og vatnsflæði í borginni vegna þess að kerfið er tvö- falt. „Þetta eru svokallaðir kerfaráð- ar, annar fyrir vatnið og hinn fyrir rafmagnið. Bæði þessi kerfi eru tvö- föld. Fyrst fluttum við helminginn af hvoru kerfi hingað upp eftir og tengdum það á meðan við vorum með hinn helminginn af stjórnstöðinni niður frá virkan. Þegar þessir tveir helmingar voru farnir að virka hérna megin slökktum við niður frá og flytj- um síðan þann hluta einnig upp eft- ir.“ Von var á að kerfinu yrði að fullu stjórnað frá Réttarhálsi í gærkvöldi en hluti kerfisins er þó látinn bíða þar til í dag af óvenjulegum ástæðum. „Við erum frekar hjátrúarfullir í bransanum þannig að við klárum ekki fyrr en á laugardag þegar kerfið sem stýrir götuljósunum verður flutt. Þannig getum við sagt með góðri samvisku að við flytjum á laugardegi til lukku því þá kemur síðasti hlutinn af þessum stjórnbúnaði hingað upp eftir.“ Með fingurna í kross Hann sagðist í gær ekki búast við því að borgarbúar yrðu varir við flutninginn. „Vonandi ekki en við er- um svolítið með krosslagða fingur því ef kerfið bilaði á meðan við værum með það einfalt værum við svolítið illa settir. En við myndum nú einhvern veginn vinna okkur út úr því.“ Guðmundur Sigurvinsson, upplýs- ingafulltrúi Orkuveitunnar, segir flutning kerfisstjórnarinnar mikil- vægan áfanga enda sé mikil tilhlökk- un í starfsmönnum að flytja í nýjar höfuðstöðvar. Með flutningnum sé á vissan hátt rekinn endahnúturinn á sameiningu veitufyrirtækjanna. „Það er afskaplega mikilvægt fyrir okkur sem höfum lent í þessari sameiningu að komast undir eitt þak. Við lítum eiginlega á kerfisstjórnina sem hjarta fyrirtækisins því hún er fyrsti staðurinn sem notendur okkar og við- skiptavinir hafa samband við ef eitt- hvað kemur upp á. Það fer kannski lítið fyrir þessari deild en hún er óskaplega mikilvæg. Þannig að hjart- að fer fyrst og svo fylgir hitt á eftir.“ Kerfisstjórn Orkuveitu Reykjavíkur flutt í nýjar höfuðstöðvar við Réttarháls Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Sigurvinsson og Gunnar Aðalsteinsson við stjórnborðið þar sem öll stjórnun á veitu rafmagns og vatns í borginni fer fram. Hálsar „Hjartað fer fyrst og svo fylgir hitt á eftir“ ÞEIR voru eins og kóngar og drottningar, krakkarnir á leikskól- anum Brákarborg í gær þegar haldið var upp á 50 ára afmæli skól- ans. Af því tilefni gerðu börn og starfsfólk leikskólans sér glaðan dag og buðu aðstandendum og vel- unnurum til afmælisveislu á opnu húsi milli klukkan hálfþrjú og fjög- ur. Það vantaði heldur ekki skemmtiatriðin því kór Brák- arborgar söng nokkur lög fyrir gestina auk þess sem þeir fengu tækifæri til að spjalla saman og skoða sig um í húsnæði skólans. Morgunblaðið/Golli Haldið upp á hálfa öld Sund SEX hreinræktaðir Hafnfirðingar hafa tekið sér stöðu víðs vegar um Hafnarfjörð og munu verða upp- lýstir á næstunni. Ekki er um að ræða mennska einstaklinga heldur grenitré sem hafa alið alla sína tíð í hafnfirskum görðum en hafa nú horfið þaðan til að þjóna bæjarbú- um sem jólatré næstu vikurnar. Jólatrén koma frá húseigendum í Hafnarfirði sem hafa viljað fjar- lægja stór tré úr görðum sínum og gert það með þeim hætti að gefa bænum þau til skreytinga. Að sögn Guðjóns Sverrissonar, verkstjóra hjá Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar, eru trén stór og myndarleg og vel til þess fallinn að skreyta bæinn með yfir hátíðarnar. „Þetta eru mjög falleg tré en þau voru farin að skyggja á í görðunum þannig að fólkið hafði samband við garðyrkju- stjórann okkar til að fá ráðlegg- ingar um hvernig ætti að fella þau. Þetta á sér langa sögu því í nokkr- um tilfellum hringdi fólk síðasta vetur og ef það hefur verið tilbúið til að bíða fram að þessum tíma þá höfum við tekið trén.“ Þetta er í fyrsta sinn sem bærinn fær öll jólatrén sín gefins en fyrir utan hafnfirsku grenitrén sex koma tvö frá erlendum vinabæjum, Cuxhaven og Frederiksberg. Þau verða staðsett á Thorsplani og við Flensborgarhöfnina og stendur til að kveikja á þeim með viðhöfn hinn 7. desember næstkomandi. Hafn- firsku trén verða hins vegar upplýst á mánudag. Í gær var hins vegar kveikt á öðrum jólaskreytingum í bænum. Biðlisti kominn fyrir næstu jól „Þetta er svolítið sérstakt,“ segir Guðjón. „Þetta byrjaði á einu tré en svo fjölgaði þeim smám saman. Við höfum verið að fá eitt og eitt tré síðustu ár en núna náðist í tré fyrir alla staðina.“ Reyndar má segja að framboðið hafi gert gott betur en að anna eft- irspurninni því að segja má að strax sé kominn biðlisti fyrir næstu jól. „Við fengum gefins þremur trjám of mikið og erum ekki farnir að taka þau en í fyrra var okkur gefin tré rétt fyrir jólin sem við tókum fyrst núna,“ segir Guðjón. „Það er nátt- úrlega heilmikill kostnaður fyrir fólk að fjarlægja þetta sjálft og ef það er tilbúið að bíða með að gefa trén fram að jólum þá er það bara besta mál.“ Hann tekur undir að þetta geti verið ágætis innlegg í sparnaðar- aðgerðir bæjarins og segir að kannski þyki fólki vænt um að vita af því að trén geri eitthvert gagn eftir að þau eru farin úr görðunum. Hafnfirsku trén eru við Hamar- inn, Ljónagryfjuna svokölluðu við Klapparholt, á hringtorginu við A. Hansen, í Engidal og loks eru tvö tré staðsett við Sólvang. Þau eiga því eflaust eftir að gleðja bæjarbúa í svartasta skammdeginu fram yfir jólin. Morgunblaðið/Kristinn Guðjón Sverrisson við stórt og myndarlegt grenitré sem íbúar við Hraun- kamb 4 gáfu. Tréð var farið að skyggja um of á sólina og því endar það daga sína í þjónustu við Hafnfirðinga sem jólatré á hringtorginu við A. Hansen. Upplýstir Hafnfirð- ingar á að- ventunni Hafnarfjörður STEFÁN Hermannson borgarverk- fræðingur segir að einhverjar vikur muni líða þar til búið verði að breyta staðarmörkum Reykjavíkur og Kópavogs og lóðirnar fimm við Bleikargróf í Kópavogi verði til að mynda innlimaðar í Reykjavík. Fyrir liggur umsögn borgarlög- manns þar sem lagt er til að borg- arráð samþykki tillöguna og borgar- stjóra verði falið að ganga endanlega frá formlegu samkomulagi við bæj- arstjórn Kópavogs um breytinguna og leggja hana fyrir félagsmálaráð- herra til staðfestingar. Jafnframt að óskað verði breytinga á kosningalög- um reynist slíkt nauðsynlegt að mati stjórnarráðsins. Að sögn Stefáns verður málið að öllum líkindum tekið fyrir á næsta borgarráðsfundi. Hann segir að farið verði að óskum íbúa í Bleikargróf og að gatan verði botnlangi en ekki gegnumakstursleið. „Þetta tengist auðvitað fram- kvæmdum við mislæg gatnamót sem gert er ráð fyrir að bjóða út á fyrstu mánuðum næsta árs. Í tengslum við það myndum við væntanlega fara í að gera hljóðmanir og lagfæringar á götum sem af þessu leiða,“ segir Stefán. Gatan verður botnlangi Færsla Bleikargrófar tekur einhverjar vikur Kópavogur/Reykjavík
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.