Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 29
AKUREYRI
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 29
ÞRJÚ ferðafélög, Ferðafélag Ak-
ureyrar, Ferðafélagið Hörgur og
Ferðafélag Svarfdæla, efna til
kvöldfundar í tilefni af „ári fjalla
2002“ næstkomandi mánudags-
kvöld, 25. nóvember. Fundurinn
verður í Ketilhúsinu, Kaupvangs-
stræti, og hefst kl. 20.
Oddur Sigurðsson jarðfræðingur
flytur erindi um jökla við Eyjafjörð,
„Fjöllin heilla“ nefnist erindi
Bjarna E. Guðleifssonar og Ingvar
Teitsson flytur erindi um þjóð-
arfjallið Herðubreið. Svarfdæling-
arnir Hjörleifur og Íris flytja tón-
list.
Kvöldfundur um fjöll
HUNDRAÐ ár eru nú í ár liðin frá
fæðingu eyfirska tónskáldsins Jó-
hanns Ó. Haraldssonar og af því til-
efni verður efnt til hátíðartónleika í
Akureyrarkirkju á sunnudag, 24.
nóvember, kl. 17.
Á tónleikunum verða flutt mörg
af ástsælustu verkum tónskáldsins
og má þar nefna lög á borð við Sum-
ar í sveitum, Smaladrenginn og
Sigling inn Eyjafjörð. Flytjendur
verða einsöngvararnir Alda Ingi-
bergsdóttir, Elvý Hreinsdóttir,
Michael Clarke og Óskar Pétursson
auk Kórs Glerárkirkju og Kórs
Leikfélags Akureyrar. Richard
Simm annast undirleik og mun auk
þess leika einleiksverk á píanó og
orgel.
Áður hefur afmælis tónskáldsins
verið minnst með útgáfu á sönglaga-
syrpunni Vísum Sigrúnar og tón-
leikum í Ketilhúsinu á Akureyri 19.
ágúst síðastliðinn, en þann dag hefði
Jóhann orðið 100 ára. Ýmsir lista-
menn hafa heiðrað minningu tón-
skáldsins með flutningi verka hans
af þessu tilefni.
Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju
Tónskáldsins Jóhanns Ó.
Haraldssonar minnst
JAFNRÉTTIS- og fjölskyldu-
nefnd Akureyrarbæjar hefur
óskað eftir því við bæjarbúa að
þeir veiti aðstoð við val á fyr-
irtæki, félagi eða stofnun sem
þeir telja að verðskuldi viður-
kenningu nefndarinnar fyrir árið
2002.
Fyrsta viðurkenningin var
veitt á liðnu ári og var það fyr-
irtækið Blikkrás sem hana hlaut.
Með breyttu hlutverki nefndar-
innar hefur verið ákveðið að
hafa fjölskyldustefnu einnig til
hliðsjónar við valið og veita því
fyrirtæki viðurkenningu sem
hefur jafnréttisstefnu að leiðar-
ljósi sem og fjölskyldustefnu
með það að markmiði að auð-
velda starfsfólki að flétta saman
atvinnu- og fjölskyldulífi.
Elín Antonsdóttir jafnréttis-
fulltrúi tekur við ábendingu til 4.
desember næstkomandi.
Viðurkenning jafnréttis-
og fjölskyldunefndar
Bæjarbúar beðnir
um aðstoð við valið