Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 29
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 29 ÞRJÚ ferðafélög, Ferðafélag Ak- ureyrar, Ferðafélagið Hörgur og Ferðafélag Svarfdæla, efna til kvöldfundar í tilefni af „ári fjalla 2002“ næstkomandi mánudags- kvöld, 25. nóvember. Fundurinn verður í Ketilhúsinu, Kaupvangs- stræti, og hefst kl. 20. Oddur Sigurðsson jarðfræðingur flytur erindi um jökla við Eyjafjörð, „Fjöllin heilla“ nefnist erindi Bjarna E. Guðleifssonar og Ingvar Teitsson flytur erindi um þjóð- arfjallið Herðubreið. Svarfdæling- arnir Hjörleifur og Íris flytja tón- list. Kvöldfundur um fjöll HUNDRAÐ ár eru nú í ár liðin frá fæðingu eyfirska tónskáldsins Jó- hanns Ó. Haraldssonar og af því til- efni verður efnt til hátíðartónleika í Akureyrarkirkju á sunnudag, 24. nóvember, kl. 17. Á tónleikunum verða flutt mörg af ástsælustu verkum tónskáldsins og má þar nefna lög á borð við Sum- ar í sveitum, Smaladrenginn og Sigling inn Eyjafjörð. Flytjendur verða einsöngvararnir Alda Ingi- bergsdóttir, Elvý Hreinsdóttir, Michael Clarke og Óskar Pétursson auk Kórs Glerárkirkju og Kórs Leikfélags Akureyrar. Richard Simm annast undirleik og mun auk þess leika einleiksverk á píanó og orgel. Áður hefur afmælis tónskáldsins verið minnst með útgáfu á sönglaga- syrpunni Vísum Sigrúnar og tón- leikum í Ketilhúsinu á Akureyri 19. ágúst síðastliðinn, en þann dag hefði Jóhann orðið 100 ára. Ýmsir lista- menn hafa heiðrað minningu tón- skáldsins með flutningi verka hans af þessu tilefni. Hátíðartónleikar í Akureyrarkirkju Tónskáldsins Jóhanns Ó. Haraldssonar minnst JAFNRÉTTIS- og fjölskyldu- nefnd Akureyrarbæjar hefur óskað eftir því við bæjarbúa að þeir veiti aðstoð við val á fyr- irtæki, félagi eða stofnun sem þeir telja að verðskuldi viður- kenningu nefndarinnar fyrir árið 2002. Fyrsta viðurkenningin var veitt á liðnu ári og var það fyr- irtækið Blikkrás sem hana hlaut. Með breyttu hlutverki nefndar- innar hefur verið ákveðið að hafa fjölskyldustefnu einnig til hliðsjónar við valið og veita því fyrirtæki viðurkenningu sem hefur jafnréttisstefnu að leiðar- ljósi sem og fjölskyldustefnu með það að markmiði að auð- velda starfsfólki að flétta saman atvinnu- og fjölskyldulífi. Elín Antonsdóttir jafnréttis- fulltrúi tekur við ábendingu til 4. desember næstkomandi. Viðurkenning jafnréttis- og fjölskyldunefndar Bæjarbúar beðnir um aðstoð við valið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.