Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 31
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 31 STARFSHÓPUR um gerð fjöl- skyldustefnu í Reykjanesbæ beinir þeim tilmælum til íbúa bæjarins, ein- staklinga, hópa, félaga og samtaka, að senda honum hugmyndir um at- riði sem þeir telja mikilvæg í slíkri stefnu. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hef- ur ákveðið að mótuð skuli heildstæð fjölskyldustefna í sveitarfélaginu, sem taki mið af þörfum fjölskyldunn- ar og þá sér í lagi barnafjölskyldna með það að markmiði að auðvelda þeim að rækja hlutverk sitt. Öll stjórnsýslusvið bæjarins koma með einum eða öðrum hætti að mót- un stefnunnar en fjölskyldu- og fé- lagsþjónusta Reykjanesbæjar fer með verkefnisstjórn. Verklok eru áætluð í mars 2003. Í fréttatilkynningu frá starfshópn- um segir að til þess að fjölskyldu- stefna verði eitthvað meira en falleg orð á pappír telji hann nauðsynlegt að sem flestir komi að gerð hennar, því þannig sé best tryggt að sjón- armið flestra komi fram og um leið meiri líkur á að stefnunni verði fram- fylgt. Því hafi verið ákveðið að beina því til íbúanna að senda inn hug- myndir um atriði sem þeir telja mik- ilvæg í slíkri stefnu. Tillögum skal skilað á skrifstofu fjölskyldu- og félagsþjónustunnar í Kjarna, Hafnargötu 57, 230 Kefla- vík, merkt Fjölskyldustefna b/t Hjördís Árnadóttir, eigi síðar en 15. desmber 2002. Einnig má skila til- lögum í tölvupósti á netfangið hjor- dis.arnadottir@reykjanesbaer.is. Óskað eftir hugmynd- um í fjöl- skyldustefnu Reykjanesbær GEFIN hefur verið út handbókin Vettvangsferðir um nánasta um- hverfi leikskólans. Bókin er af- rakstur þróunarverkefnis sem unnið hefur verið að á leikskól- anum Tjarnarseli í Keflavík. Björk Guðjónsdóttir, forseti bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar, og Guðríður Helgadóttir leikskóla- fulltrúi tóku við eintökum af handbókinni á afmælishátíð sem haldin var á leikskólanum í gær. Nemendur, foreldrar og starfs- fólk Tjarnarsels minntust þess í gær að liðin eru 35 ár frá því Keflavíkurbær hóf rekstur leik- skólans Tjarnarsels. Áður höfðu kvenfélagskonur rekið barna- heimili á sumrin frá 1954, meðal annars í félagsheimili sínu, Tjarnarlundi. Kvenfélagskonur gáfu síðan bæjarfélaginu lóð und- ir barnaheimilið Tjarnarsel. Er það elsti leikskóli Reykjanesbæj- ar. Í gær var afmælisins minnst og voru meðal annars tvær forystu- konur kvenfélagsins á þessum tíma, Guðrún Árnadóttir og Guð- rún Ármannsdóttir, viðstaddar en þær unnu mikið fyrir barnaheim- ilið. Fram kom í máli Ingu Maríu Ingvarsdóttur leikskólastjóra að starfsfólk skólans hefur, undir stjórn fimm leikskólakennara, unnið að verkefninu Vettvangs- ferðir um nánasta umhverfi leik- skólans frá því vorið 1997 að skólinn fékk fyrst styrk úr Þró- unarsjóði leikaskóla hjá mennta- málaráðuneytinu. Eitt af mark- miðum þess var að þjálfa og kenna börnunum umhverfishugs- un sem fælist meðal annars í því að gefa umhverfi sínu nánari gaum og þykja vænt um uppruna og sögu bæjarfélagsins. Afraksturinn varð handbók sem kom út í gær. Hún er ætluð leikskólakennurum í öllum leik- skólum bæjarins til að þróa vett- vangsferðir með börnunum. Fjallar er um hlutverk kennarans í því efni. Þá má finna í henni upplýsingar og lýsingar á svæð- unum og möguleikum þeirra til leikja og náttúruskoðunar og upplýsingar um hættur sem skapast geta í slíkum ferðum. „Ekki er hægt að líta svo á að vinnu okkar sé lokið nú þegar handbókin lítur dagsins ljós. Við munum áfram upplifa og fagna hverri nýrri vitneskju um nán- asta umhverfi okkar sem breytist dag frá degi, hvort heldur er frá hendi náttúrunnar eða af manna- völdum. Þótt starfsfólk hætti og nýir bætist við á að vera auðvelt að halda verkefninu áfram þar sem grunnur hefur verið lagður,“ sagði Inga María meðal annars á hátíðinni í gær. Minnast 35 ára afmælis leikskólans Tjarnarsels Inga María Ingvarsdóttir leikskólastjóri færði Guðrúnu Árnadóttur og Guðrúnu Ármannsdóttur rós fyrir stuðning við leikskólann. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Leikskólabörn sungu afmælissönginn og fleiri lög á hátíðinni í gær. Skila af sér hand- bókum um vettvangsferðir Keflavík FRÆÐASETRIÐ í Sandgerði hef- ur fengið fiskinn stóru sænál lif- andi og er hann geymdur í fiska- búri í húsnæði setursins. Er talið trúlegt að þetta sé eini fiskurinn af þessari tegund sem til er lif- andi í safni hér á landi. Skipverjar á Hólmsteini GK komu með fiskinn til Sveins Kára Valdimarssonar, forstöðumanns Náttúrustofu Reykjaness í Sand- gerði. Fann hann fljótt út að þetta væri stóra sænál. Skipverj- arnir tóku eftir fiskinum þegar þeir voru að draga netin um sjö mílur austur af Garðskaga, en hann hafði vafið sig um einhvern hluta veiðarfæranna. Þeir settu hann í fötu og fóru í Fræðasetr- ið. Sveinn segir að fiskurinn verði geymdur í Fræðasetrinu, þar til hann deyr. Þá hafi Gunnar Jóns- son fiskifræðingur áhuga á að láta teikna hann upp. Sveinn vonast til að önnur sænál finnist af gagnstæðu kyni og hægt verði að láta þær fjölga sér í Fræðasetrinu. Stóra sænálin er brún á lit, ákaflega mjóvaxin og um 25 sentímetrar að stærð. Fiskurinn getur orðið rúmlega metri við hagstæð skilyrði. Heimkynni hans eru frá Asóreyjum og Portúgal, norður til stranda Noregs og Íslands. Fram kemur í Fiskabókinni að hér hefur stóru sænálar orðið vart við vestanverða suður- ströndina og í Faxaflóa. Lætur Sveinn þess getið að Gunnar Jónsson sem fylgst hafi með furðufiskum í fjörutíu ár hafi í fyrsta skipti séð stóru sænál með eigin augum síðastliðið vor. Stóra sænál náðist lifandi í land Sandgerði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Stóra sænálin er um 25 sentímetra löng. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reynir Sveinsson í Fræðasetrinu og Sveinn Kári Valdimarsson í Nátt- úrustofu Reykjaness halda á íláti með stóru sænál. AXEL Svan Kortsson og Lauf- ey Svala Kortsdóttir sem búa að Víkurbraut 17 í Sandgerði færðu Hvalsneskirkju tvö- hundruð þúsund krónur að gjöf til minningar um foreldra sína Kort Elísson (f. 1883) og Guð- nýju Gísladóttur (f. 1884) en þau bjuggu að Melabergi á Miðnesi. Gjafaféð er notað til að kosta lagfæringar á þaki kirkjunnar. Í fréttatilkynningu frá sókn- arnefndinni kemur fram að lok- ið er við að setja kopar á þak kirkjunar ásamt því að turn hefur verið lagfærður og mál- aður, svo og gluggar og hurðir. Hvalsnes- kirkju færð gjöf Sandgerðisbær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.