Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 32
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „ÞAÐ er mjög óeðlilegt að þurfa að vera í sam- keppni við Búnaðarbankann í kjúklingaræktinni,“ sagði Rafn Haraldsson, kjúklingabóndi á Bræðra- bóli í Ölfusi, en hann framleiðir um 100 tonn af kjúklingum á ári og leggur afurðirnar inn hjá Ís- fugli sem er, eins og fram hefur komið í fréttum, eina afurðasölufyrirtækið á markaðnum sem rek- ið var með hagnaði í fyrra. Rafn er einn af fáum bændum sem framleiða kjúklinga. „Ætli við séum ekki innan við tíu talsins, sjálf- stæðir og óháðir bændur, sem erum í kjúklinga- framleiðslu,“ sagði Rafn og bendir á að það sé mjög algengt að afurðasölufyrirtækin Móar og Reykjagarður leigi húsnæði af jarðeigendum og framleiði þar kjúklinga. „Það er erfitt fyrir sjálf- stæða bændur að keppa við fjármögnunarfyr- irtæki Búnaðarbankans sem standa á bak við þessi fyrirtæki í framleiðslunni, fjármagna tap- rekstur þeirra og halda þannig úti óeðlilegri sam- keppnisstöðu þeirra. Þarna ætti samkeppn- isstofnun að grípa inn í því þetta eru ekki eðlilegar aðstæður á markaði. Það væri einnig forvitnilegt að vita hvað bankinn fékk fyrir Reykjagarð sem Sláturfélag Suðurlands keypti. Við bændur getum ekki rekið framleiðsluna með tapi, höfum einfaldlega engan til að fjár- magna slíkt. Hins vegar halda þessi afurðasölu- fyrirtæki alltaf áfram og auka við framleiðsluna langt umfram þarfir markaðarins og fá endalaust fjármagn til þess. Svo skuldsetja þeir sig hjá fóð- urfyrirtækjum og öðrum birgjum sem síðan lenda í vandræðum og verða að hækka verð á sínum vörum. Ég geri ráð fyrir því að Móar og Reykja- garður muni fara fram á niðurfellingu skulda sinna hjá birgjum og hjá Búnaðarbankanum. Verði þetta raunin hefur bankinn fjármagnað framleiðslu þeirra og niðurboð á markaðnum, sem gerir ekkert annað en skaða þá sem ekki hafa sama aðgang að fjármagni. Nú er offramboð á kjúklingamarkaði og þessi fyrirtæki, Móar og Reykjagarður, herja sterkt inn á þann markað sem Ísfugl hefur og bjóða mun lægra verð. Ísfugl verður að spila með og lækka verð til að verjast árás þessara fyrirtækja og Búnaðarbank- ans. Afkoman skiptir þessi afurðasölufyrirtæki engu máli og þeir fá stöðugt peninga í reksturinn frá bankanum, sem ekki virðist gera neinar af- komukröfur þegar hann lánar þeim peninga,“ seg- ir Rafn. Sjálfgefið að hætta ef verð til bænda verður lækkað Hann segir að kjúklingabændur hafi fengið þau skilaboð að verðið til þeirra fyrir framleiðsluna muni lækka. „Það hefur sín takmörk því ef við, frjálsir bændur, förum niður fyrir rekstrarmörk búanna er sjálfgefið að hætta. Þau eru því augljós markmið þessara aðila; að drepa alla aðra út af markaðnum svo þeir geti staðið einir að fram- leiðslunni og haft verðið hærra. Við sjáum einnig fram á að fóðurverð muni hækka, einfaldlega vegna þess að fóðursölufyrirtækin þurfa að bæta sér upp það sem þau þurfa að afskrifa vegna skulda Móa og Reykjagarðs, sem Búnaðarbank- inn ber uppi, og Íslandsfugls. Ég held það sé óhætt að segja að við bændur óttumst verulega um hag Mjólkurfélags Reykja- víkur vegna þessa og að stjórnarformaður Móa er þar stjórnarformaður, sem við teljum mjög óeðli- legt, en MR safnar stöðugt meiri skuldum. MR varðveitir stofnsjóð bænda, sem er okkar lífeyr- issjóður, en mikil hætta er á að við missum hann ef illa fer hjá MR,“ segir Rafn og er ómyrkur í máli varðandi þær aðstæður sem uppi eru á kjúk- lingamarkaðnum og hann segir vægast sagt óeðli- legar vegna aðildar Búnaðarbankans. „Hún er brennandi aðalspurningin í þessu máli sem er hvað Búnaðarbankinn ætlar að halda tap- rekstri þessara fyrirtækja lengi gangandi og hvort nýir eigendur bankans muni halda sömu stefnu. Það er alveg á hreinu að ef þessir aðilar hefðu ekki fengið að belgja sig út í þessum tap- rekstri gætu um fjörutíu hagkvæm kjúklingabú bænda verið starfandi í sveitum landsins,“ sagði Rafn Haraldsson, kjúklingabóndi á Bræðrabóli í Ölfusi. Rafn Haraldsson, kjúklingabóndi í Ölfusi, gagnrýnir aðstæður á kjötmarkaði Erfitt að keppa við Búnaðarbankann Morgunblaðið/Sig. Jóns. Rafn Haraldsson, kjúklingabóndi á Bræðrabóli í Ölfusi, með tvo unga í einu framleiðsluhúsa sinna en í húsinu er hann með um 8.000 unga í eldi. Selfoss ÍÞRÓTTAHÚS Sólvallaskóla á Sel- fossi verður ekki leigt undir þorra- blót eins og gert var í fyrra. Erindi Kjartans Björnssonar, sem hafði for- göngu að Selfossþorrablótinu í fyrra, var tekið fyrir í bæjarráði síðastlið- inn fimmtudag og var hafnað. Eft- irfarandi var skráð í fundargerð bæjarráðs: „Fyrir fundinum lágu upplýsingar um að hætta er á skemmdum á gólf- inu af framangreindri notkun. Húsið er auk þess mjög ásetið með æfinga- tíma og mikil eftirsjá að öllum tímum sem falla niður. Með tilvísun til þessa sér bæjarráð sér ekki fært að verða við erindinu. Páll Leó Jónsson (í minnihluta) lýsti sig sammála þess- ari afgreiðslu í ljósi þess að sveitar- félagið ætti ekki standa að sam- komuhaldi í samkeppni við einkaaðila sem geta boðið upp á sam- bærilegar aðstæður, t.d. Hótel Sel- foss.“ Selfossþorra- blótið ekki í íþrótta- húsinu Selfoss BRÁÐUM koma blessuð jólin og má sjá þess víða vott. Starfsmenn áhaldahúss Árborgar tendruðu sín jólaljós víðs vegar í sveitarfé- laginu í kvöld, bæði á skreyttum ljósastaurum og jólatrjám. Það fer ekki framhjá neinum hvað er framundan. Langt í austri, í suðausturhorn- inu á Póllandi, kúrir smábærinn Krosno. Þar í útjaðri eða ná- grannaþorpi er rekið lítið fjöl- skyldufyrirtæki sem framleiðir jólakúlur. Móðir rekur þetta fyr- irtæki með dætrum sínum og að- keypta vinnuaflið er nágranna- konurnar. Fyrir fjórum árum eða svo voru þau Sigurður Örvar Arnarson og Monika Maria Figlarska á ferð og lítið skilti vakti forvitni þeirra. Við nánari athugun reyndist þarna vera framangreint fyrirtæki. Er ekki að orðlengja það frekar, en síðan hafa jólakúlurnar þaðan skreytt mörg íslensk heimili um jólin, og jafnvel allt árið um kring, því fjölbreytnin er mikil. Myndir af sunnlenskum kirkjum á jólakúlum Myndir af nokkrum sunn- lenskum kirkjum eru nú þegar komnar á nokkrar af þessum kúl- um og vekja athygli þeirra sem tengjast þessum guðshúsum. Sigurður sagði að viðtökurnar nú í haust hefðu verið svo góðar, að margar tegundir væru þegar uppurnar. Enn á ný verður handverks- markaður á Stað um helgina, því viðbrögð fólks eru slík, bæði fram- leiðenda og kaupenda, að áætlað er að hafa að minnsta kosti einn ef ekki tvo markaðsdaga í viðbót. Jólaljós og jólakúlur frá Póllandi Eyrarbakki STARFSFÓLKI Kjöríss í Hvera- gerði leiðist ekki í vinnunni sinni. Þegar komið er inn í vinnslusalinn hljóma jólalögin og verið er að búa til konfektístertur í miklu magni, jólin eru greinilega á næstu grösum þrátt fyrir snjóleysi og hlýindi. Anton Tómasson framleiðslustjóri tekur á móti fréttaritara og leiðir hann um sali fyrirtækisins. „Við byrjum að búa til konfektísterturnar í október og notum föstudagana til þess. Hvern föstudag framleiðum við u.þ.b. 650 tertur, sem er passlegt í frystinn, og núna fyrir jólin áætlum við að framleiða um tíu þúsund tert- ur. Við vinnum styttri vinnudag á föstudögum og þá hentar vel að nota þá daga í þessa framleiðslu,“ segir Anton. Þegar Anton er spurður hversu margir vinni hjá fyrirtækinu gellur í einni stafsstúlkunni: „Ja svona um það bil helmingur.“ En Anton svarar því að hjá Kjörís vinni nú 44 í 43 stöðugildum og er það 30% aukning frá því fyrir 10 árum, sem segir okkur að landsmenn borða stöðugt meiri ís. Á sumrin fer fjöldi starfsfólks upp í 55 manns, þá er framleiðslan á pinnunum hvað mest. Hvað með yfirvinnu, er hún mikil fyrir jólin? „Yfirvinna er mismikil og við höfum þann háttinn á að koma fyrr í vinnuna og byrjum þá jafnan klukkan fimm á morgnana og vinnum til fimm á daginn. Yfirvinna hefur minnkað því nýlega keyptum við nýja vél í framleiðsluna, sem framleiðir meiri ís og nýtir betur hráefnið,“ segir Anton. En eru einhverjar nýjungar hjá fyrirtækinu? „Í janúar byrjuðum við að framleiða sérskreyttar ístertur og hefur það verið vinsælt í barnaaf- mæli, fermingar og fleira. Nú þegar höfum við útbúið ríflega 350 tertur fyrir hin ýmsu tækifæri,“ segir Ant- on. Þær Elísabet Sigurðardóttir og Margrét Gyða Jóhannsdóttir eru skreytingameistarar fyrirtækisins og sjá um að uppfylla óskir fólks. Hægt er að panta ákveðna bragðteg- und og einnig er val um skreytingar. Þessi nýjung hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá neytendum. Elísa- bet segir að þær hafi farið í læri til bakarans í Hverabakaríi og síðan hafi þær verið duglegar að æfa sig, og það á svo sannarlega við um þær að æfingin skapar meistarann. Tíu þúsund konfekt- ístertur fyrir jólin Hveragerði Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Tinna Rán Sölvadóttir skreytir konfektísterturnar. HANDVERKSKONURNAR Þór- dís Þórðardóttir og Katrín Ósk Þorgeirsdóttir hafa nú nýverið opnað vinnustofu í húsnæði Hólma- rastar á Stokkseyri, sem segja má að sé orðin að menningarmiðstöð með margskonar listsköpun. Er fréttaritari leit inn til þeirra voru þær á fullu við vinnu sína og sögðu meðal annars að handverkið væri orðið svo stór þáttur í starfi þeirra að það hefði ekki lengur rúmast við eldhúsborðið á heim- ilum þeirra, því hefðu þær ákveðið að opna vinnustofu. Þær vinna fjölbreytt handverk í leir, allt frá kertastjökum til vegg- lampa. Einnig hefur Þórdís verið að gera mjög sérstök gjafakort, hún tekur notaða tepoka og teikn- ar á þá myndir af húsum og festir þá svo á kortapappír. Fyrst í stað teiknaði hún aðal- lega myndir af húsum á Eyrar- bakka og Stokkseyri en nú kemur fólk með myndir af húsum hvaðan- æva af landinu og biður hana að mála þau á poka. Jafnframt því að vinnustofan er opin ásamt öðrum vinnustofum í húsinu um helgar fram að jólum hafa þær, ásamt öðru handverks- fólki, staðið fyrir handverksmörk- uðum í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka undanfarin ár. Hafa þeir verið vel sóttir og verður næsti markaður haldinn sunnudaginn 24. nóvember og sá síðasti fyrir jól verður 8. desem- ber. Morgunblaðið/Gísli Þórdís og Katrín Ósk hafa opnað vinnustofu í húsnæði Hólmarastar. Handverkskonur opna vinnustofu Stokkseyri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.