Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 40
HEILSA
40 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
I
NNSÆI og þekking skipta sköp-
um í leik og starfi. Góður skák-
maður hefur þekkingu á leik-
reglum skákarinnar, þekkir tækni
og afbrigði annarra skákmanna,
hefur innsæi til að lesa í leikfléttur og get-
ur bryddað upp á nýjungum. Á sama hátt
hefur góður bílstjóri þekkingu á eðli og
getu bílsins, þekkir umferðarreglur, er
leikinn við aksturinn og getur brugðist
við óvæntum uppákomum í umferðinni.
Heilsulæsi má lýsa á svipuðum nótum.
Sá sem er læs á eigin heilbrigði veit hvað
hefur góð áhrif á heilsuna og ekki síður
hefur sá heilsulæsi þekkingu og getu til
að lesa í ýmislegt sem á vegi hans verður og greina á milli þess sem er hollt og
hins sem raskar ró hans líkamlega eða sálarlega. Með heilsulæsi vex innsæi
og leikni til að takast á við verkefnin þannig að til lífsgæða leiði. Heilsulæsi
byggist á því að skilja og ráða við og felur einnig í sér að sjá tilganginn með
hlutunum og að sjá hvernig þeir tengjast lífsgæðunum og vellíðan. Heilsulæsi
getur þannig snúið að samskiptum og leikni til að leysa úr verkefnum sem
tengjast vellíðan og velferð. Með því að horfa á atburði hversdagslífsins með
gleraugum heilbrigðisins höfum við skarpari sýn á leiðirnar til heilbrigðis.
Að vera læs á heilbrigði felur í fyrsta lagi í sér að skilja orð á blaði en í öðru
lagi að hafa þekkingu og getu til að greina aðstæður og samskipti. út frá eigin
sannfæringu um það sem leiðir til lífsgæða fyrir hann sjálfan og félaga hans
eða hennar. Þriðja tegund heilsulæsis er gagnrýna heilsulæsið. Það nýtist
þegar við okkur blasir eitthvað sem betur má fara og við höfum burði til að
segja skoðun okkar og ýta við því sem hefur áhrif til úrbóta. Gagnrýna heilsu-
læsið er forsenda þess að vera ábyrgur þegn, ungur eða gamall. Með gagn-
rýnu heilsulæsi erum við betur fær um að horfa ekki þegjandi á aðgerðir sem
ógna heilbrigði heldur hafa skoðun fyrir okkur sjálf og samborgarana og gera
eitthvað í málinu.
Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur MSc., Landspítala – háskólasjúkrahúsi.
Frá Landlæknisembættinu.
Heilsan í brennidepli
Að lesa í eigin heil-
brigði – heilsulæsi
Heilsulæs unglingur er sá
sem þekkir, veit og skilur og
getur sagt nei, takk og já,
takk.
Getur einn og sami einstaklingur verið margir per-
sónuleikar og jafnvel kallað sig mörgum nöfnum. Er
þetta einhver ákveðin geðtruflun?
SVAR Sú geðröskun sem hægt væri aðheimfæra á einstakling eins og þú
lýsir, er sú geðröskun sem flestir þekkja sem
margskiptur persónuleiki (Multiple Personality
Disorder) sem síðar hefur breyst í svokallaða hug-
rofssjálfsmyndarröskun (Dissociative Identity dis-
order). Hinsvegar eru skiptar skoðanir um hverja
sé hægt að greina með þessa röskun og jafnvel
hvort röskunin eigi yfirhöfuð rétt á sér í greining-
arkerfum geðsjúkdóma (raskana). Auk þess er oft
uppi mjög algengur misskilningur hjá almenningi
að einstaklingar sem greinast með geðklofa (Schiz-
ophrenia) séu með marga persónuleika, eins og þú
lýsir því. Þetta er mikill misskilningur og hefur
þessi misskilningur meðal annars komið fram í
spurningu í spurningaspilinu Trivial Pursuit þar
sem uppgefið svar var byggt á þessum misskiln-
ingi, þegar spurt var um hvað hefði hrjáð Evu, í
myndinni Þrjú andlit Evu?
Til þess að greinast með margskiptan persónu-
leika þarf einstaklingur að hafa minnst tvær fast-
mótaðar sjálfsmyndir, sem hver um sig hefur
ákveðna hegðun, hugsanir, skoðanir o.s.frv. (dæmi
eru um frásagnir af tugum jafnvel hundruðum
sjálfsmynda hjá einum einstakling). Auk þess
verða minnst tveir af þessum persónuleikum að ná
(hafa) stjórn á hegðun einstaklingsins. Að lokum er
um að ræða einkenni minnisleysis sem ekki er
hægt að rekja til gleymsku.
Talið er að flestir þeirra sem þróa með sér þessi
einkenni (þessa röskun) hafi orðið fyrir hræðilegri
upplifun, eins og kynferðisofbeldi eða öðru lík-
amlegu ofbeldi, sem börn. Þau þróa þá með sér
„nýja persónuleika“ til þess að „takast á við“ eða
„flýja“ upplifunina.
Margskiptur persónuleiki er ekki talinn vera al-
geng röskun og hefur þar af leiðandi ekki verið vel
rannsakaður. Hinsvegar er margskiptur persónu-
leiki mjög vinsæll meðal almennings og fjölmiðla.
Margar bíómyndir hafa verið framleiddar um
þessa röskun og þær þekktustu eru Þrjú andlit
Evu (Three faces of Eve) og Sybil. Eftir að Sybil
varð vinsæl jókst algengi vandamálsins og þá sér-
staklega í Bandaríkjunum. og sumir telja að það sé
jafnvel alls ekki til. Ástæður ofgreiningar eru tald-
ar margar. Ein er sú að ef meðferðaraðilar hafa
grun um margskiptan persónuleika getur hann, í
vinnu sinni með skjólstæðing (t.d. í dáleiðslu með
mjög sefnæmum skjólstæðingi), komið inn
ákveðnum hugmyndum hjá einstaklingnum og
jafnvel röngum minningum, sem aldrei hafa átt sér
stað. Mörg mál sem styðja þessa kenningu hafa
komið upp í Bandaríkjunum og hafa gefið okkur
betri hugmyndir um hversu skeikult minnið getur
verið og því er mikilvægt, bæði fyrir meðferð-
araðila og lögreglu, að nota ekki leiðandi spurn-
ingar.
Önnur ástæða ofgreiningar vísar í réttarkerfið
og er talið að margir einstaklingar nýti sér grein-
inguna (ranglega) til þess að reyna að koma í veg
fyrir að verða dæmdir fyrir afbrot sín. Frægasta
dæmið um þetta er mál Kenneth Bianchi, sem
þekktur er undir nafninu (The) „Hillside Strang-
ler“. Bianchi var sagður greindur með marg-
skiptan persónuleika og í rauninni hafi annar per-
sónuleiki, „Steve“, framið morðin sem Bianchi var
ákærður fyrir. Seinna var sýnt fram á að þessi
greining var röng.
Hinsvegar er talið mikilvægt að passa sig á að
dæma ekki heildina útfrá þessum dæmum og þá að
greiningin sé aldrei réttmæt. Frekar að greiningin
sé vandmeðfarin og hætta sé á að hún verði misnot-
uð, sem kemur sér illa fyrir þá sem réttilega eiga
við vandann að stríða. Sumir vilja meira að segja
meina að vandinn sé í raun vangreindur þar sem
vandamálið sé mjög oft falið vegna skömm ein-
staklingsins og þekkingarleysis þeirra sem greina.
Ekki ætla ég að dæma um það hvort vandamálið
sé til staðar eða ekki, enda ber að varast svo af-
drifaríkar skoðanir. Það ætti þó að segja margt að
bæði þau greiningarkerfi, DSM og ICD, sem notuð
eru til að greina geðraskanir, viðurkenna vandann
sem raunverulagan vanda. Það ber þó alltaf að hafa
í huga að mikilvægt er að skoða hvern og einn ein-
stakling fyrir sig útfrá einkennum hans og með-
höndla einkennin af fagmennsku.
Gangi þér vel.
Margskiptur persónuleiki
eftir Björn Harðarson
Margir eru þeirrar skoðunar
að margskiptur persónuleiki
sé ofgreint vandamál
...............................................................
persona@persona.is
Höfundur er sjálfstætt starfandi sálfræðingur.
Lesendur Morg-
unblaðsins geta
komið spurningum
varðandi sálfræði-,
félagsleg og vinnu-
tengd málefni til
sérfræðinga á vegum persona.is.
Senda skal tölvupóst á persona-
@persona.is og verður svarið
jafnframt birt á persona.is.
KONUR sem neyta áfengis og eru
jafnframt í hormónameðferð, tvö-
falda áhættuna á að fá brjósta-
krabbamein, að því er kemur fram í
stórri rannsókn í Bandaríkjunum og
sagt var frá á CBSNEWS.com.
Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að
konur sem drekka meira en sem
nemur einu glasi af áfengi dag hvern,
auka hættuna á brjóstakrabbameini,
og svipuð áhrif hefur hormónameð-
ferð. Samkvæmt nýju rannsókninni
tvöldast áhættan ef konan gerir
hvort tveggja.
Sem dæmi má nefna að ef 4% líkur
eru á að kona sem lokið hefur breyt-
ingaskeiði fái brjóstakrabbamein á
ævinni, eykst áhættan í 8% ef hún
neytir áfengis og er á hormónameð-
ferð.
„Konur ættu því að sýna árvekni
og vara sig á þessum tveimur
áhættuþáttum,“ segir dr. JoAnn
Manson einn aðstandandi rannókn-
arinnar.
Rannsóknin var birt í Tuesday’s
Annals of Internal Medicine, þátttak-
endur voru um 44.000, en rannsóknin
stóð yfir á árunum 1976–1996.
Fleiri rannsóknir
nauðsynlegar
Laufey Tryggvadóttir, faralds-
fræðingur hjá Krabbameinsfélagi Ís-
lands, segir hér vera á ferðinni
þekkta rannsókn, og líklegt að mark
sé á henni takandi, því hún flokkast
sem ferilrannsókn. „Ferilrannsóknir
eru yfirleitt áreiðanlegar því í þeim
er fylgst með stórum hópi heilbrigðra
einstaklinga þar til sjúkdómur grein-
ist og þannig auðvelt að kanna áhrif
áreitis. Samt sem áður ber að hafa í
huga að ein faraldsfræðirannsókn
dugar ekki til að staðfesta tengsl, til
þess þarf fleiri rannsóknir.“
Áfengi og hormónameðferð
auka líkur á krabbameini
Rannsakendur mæla með að konur sýni árvekni gagnvart áhættuþáttum.
VARAST skal að sitja með kjöltu-
tölvur í fanginu, sú reynsla getur
reynst dýrkeypt. Það er í það
minnsta upplifun Svía nokkurs sem
greint var frá á netútgáfu Aftenpost-
en í gær. Maðurinn sat í makindum
heima hjá sér við skriftir með tölv-
una í fanginu. Sat hann lengi vel og
gekk að því búnu til hvílu. Morgun-
inn eftir kemur í ljós að kjöltutölvan
hafði valdið alvarlegum bruna á kyn-
færum mannsins.
Í leiðarvísum með kjöltutölvum er
tekið fram að tölvan geti valdið
bruna komist hún í snertingu við húð
en hvergi kemur fram að hitinn geti
verið svo mikill að tölvan brenni í
gegnum fatnað, eins og í tilfelli Sví-
ans.
Í hinu virta tímariti Lancet er
einnig fjallað um málið og í viðtali við
Claes-Göran Ostenson, lækni við
Karolinska spítalann í Stokkhólmi,
kemur fram að reynslu mannsins
eigi að líta á sem alvarlega aðvörun
við því að vinna með kjöltutölvur í
kjöltunni.
Tölvan sveið
kjöltuna
TDL_AP
Betra er að hafa fartölvur á borði
en í kjöltunni.
fyrirtaeki.is
Íslenskt
náttúruafl
-
fy
ri
r
ve
tu
ri
nn
www.sagamedica.com
Gunnlaugur Blöndal
Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold,
Rauðarárstíg 14 - 16, í dag kl. 10.00 - 17.00 og á morgun kl. 12.00 - 17.00.
Boðin verða upp um 150 verk, þar á meðal fjölmörg verk gömlu meistaranna.
Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is
Rauðarárstíg 14-16
sími 551 0400
LISTMUNAUPPBOÐ
verður annað kvöld kl. 19.00 á Hótel Sögu, Súlnasal.