Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 41
HEILSA
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 41
BRESK rannsókn sýnir
fram á að náttúrulegar
fæðingar séu hættulegar
tvíburum og mæla vís-
indamennirnir með að tví-
burar séu ætíð teknir með keisara-
skurði, að því er segir á fréttavef
BBC. Rannsóknin sýnir að sá tvíbur-
anna sem fæðist seinna geti verið í
hættu ef fæðingin er náttúruleg, það
sé allt að áttatíu sinnum líklegra að
hann deyi í náttúrulegri fæðingu.
Það var Gordon Smith, prófessor í
fæðinga- og kvensjúkdómalækning-
um við Cambridge-háskóla, sem
stýrði rannsókninni, en í henni voru
rannsakaðar 4.500 tvíburafæðingar í
Skotlandi á árunum 1992 og 1997.
Niðurstöðurnar voru að tvíburar
fæddir náttúrulega væru líklegri til
að deyja í fæðingu en hinir sem tekn-
ir væru með keisaraskurði. Í heildina
dó einn af hverjum 270 tvíburum sem
komu í heiminn á eftir systkini sínu,
margir vegna súrefnisskorts. Þetta
er talsvert hærri tala en í einbura-
fæðingum, aðeins einn af hverjum
eitt þúsund einburum deyja í fæð-
ingu mæðra sem eru að eignast barn
í fyrsta sinn. Á meðal kvenna sem
hafa fætt barn áður er talan lægri,
eða eitt barn af hverjum tvö þúsund.
Vísindamennirnir rannsökuðu
einnig hvort keisaraskurðir drægju
úr hættunni á því að seinni tvíburi
dæi í fæðingu. Rannsakaðar voru 454
fæðingar og lést ekkert barn í þeim.
Vísindamennirnir viðurkenndu að
rannsóknin væri lítil en hún gæfi vís-
bendingu um að keisaraskurðir gætu
haft verndandi áhrif.
Vísindamennirnir leggja til að
konum sem eiga von á tvíburum
verði gerð grein fyrir hættunni sem
seinni buranum getur stafað af nátt-
úrlegri fæðingu og þeim verði enn
fremur bent á að keisaraskurður geti
haft verndandi áhrif.
Ekki ástæða til að mæla
með keisaraskurði
Ekki er ástæða til að mæla með
því að allar tvíburamæður fæði með
keisaraskurði, að svo komnu máli, að
mati Hildar Harðardóttur yfirlæknis
á kvennadeild Landsspítala Há-
skólasjúkrahúss.
„Breska rannsóknin er athyglis-
verð en hún er afturvirk og gefur því
ekki sömu upplýsingar og framvirk
rannsókn. Slík fjölþjóðleg rannsókn
er nú í gangi, stjórnað frá Kanada.
Skilyrði fyrir þátttöku er að fyrra
barn sé í höfuðstöðu og við 32 vikur
verður með hendingarvali ákveðið
hvort konan fæði eðlilega eða með
keisarskurði og þá eigi síðar en við
38 vikur. Síðan verður borin saman
útkoma tvíburanna og börnunum
fylgt eftir í 2 ár. Nú þegar eru Bret-
ar, Frakkar, Ástralir, Danir og fleiri
aðilar að rannsókninni sem reiknað
er með að taki 4 ár.“
Rannsókn í vinnslu hérlendis
Burðarmálsdauði tvíbura er al-
mennt tífalt hærri en einbura, byggt
á rannsóknum á Vesturlöndum, að
sögn Hildar. Á Íslandi er burðar-
málsdauði, það er fjöldi barna sem
deyja á meðgöngu, í fæðingu og á
fyrstu viku eftir fæðingu í heildina á
bilinu 5-7 miðað við 1000 lifandi fædd
börn. Burðarmálsdauði tvíbura hér-
lendis er 5-7 sinnum hærri en ein-
bura nú á síðustu 5 árum, en hærri
þar á undan. „Við erum þannig í
lægri kantinum meðal Vesturland-
aþjóða. Nú er verið að vinna að rann-
sókn á útkomu tvíburafæðinga á 10
ára tímabili á LSH svo ekki er langt
að bíða að við fáum fyllri íslenskar
tölur um útkomu tvíburameðgangna
og -fæðinga.“
Ástæður fyrir hærri burðarmáls-
dauða meðal tvíbura skýrist af því að
fyrirburafæðingar eru algengari en
meðal einbura, en alvarlegir fóstur-
gallar eru líka algengari en meðal
einbura, að sögn Hildar. „Þá skiptir
máli hvernig fylgju- og
belgjaskipan fóstranna
er. Tvíburum sem deila
einni fylgju en hafa að-
skilda belgi er hættara
við vaxtarmisræmi og fleiri vanda-
málum á meðgöngu sam anborið við
tvíbura sem hafa aðskildar fylgjur og
belgi. Hildur segir mjög sjaldgæft að
tvíburar séu í einum belg og með
eina fylgju en þá er tíðni burðarmáls-
dauða mjög há hjá báðum fóstrum.
Vandamál sem tengjast háum blóð-
þrýstingi móður eru líka algengari
meðal tvíburamæðra. En fleira
skiptir máli svo sem lífshættir móð-
ur, mataræði, reykingar og aldur.
Þegar kemur að fæðingu þá skipt-
ir máli hvernig lega tvíburanna er.
„Almennt er mælt með valkeisara-
skurði ef fyrra barn er í
sitjandastöðu en annars
er stefnt að eðlilegri fæð-
ingu nema aðrar upplýs-
ingar liggi fyrir að það sé
ekki æskilegt.
Það er vel þekkt að
seinna barn sé í meiri
hættu en það sem kemur
fyrr, vegna atburða sem
geta komið upp í fæð-
ingu, svo sem fylgjulos,
framfallinn naflastrengur, þverlega
og fleira, en ekki hefur tekist að sýna
fram á svo óyggjandi sé, að réttlæt-
anlegt sé að láta alla tvíbura fæðast
með keisaraskurði til að bæta út-
komu tvíbura almennt. Hafa þarf í
huga að í burðarmálsdauða felst að
einhver barnanna deyja fyrir fæð-
ingu, það er dauðsfall á meðgöngu og
er því óháð fæðingarmáta. “
Náttúrulegar
fæðingar hættu-
legar tvíburum
Ekki mælt með
keisaraskurði
hér á landi
Morgunblaðið/Kristinn
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
sparaðu fé og fyrirhöfn
Prófkjör
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjavík
St
ef
an
íu
í
6.
s
æ
ti
ð
www.stefania.is
Ef þú telur rétt að alþingismaður
Setji almannahagsmuni í öndvegi
Vinni að bættum hag neytenda
Berjist fyrir aukinni áherslu á menntamál
Hafi víðtæka þekkingu á alþjóðamálum
Berjist fyrir jafnrétti óháð kyni, þjóðerni,
stétt og stöðu
Þá er Stefanía Óskarsdóttir þinn fulltrúi.
Kjósum Stefaníu í 6. sætið!