Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 43
S
ÖGULEGUR við-
burður, tímamót í
sögu Evrópu, ein-
hver merkilegasti
dagur nútímasög-
unnar. Með þessum orðum og
mörgum fleirum hefur leiðtoga-
fundi Atlantshafsbandalagsins
hér í Prag verið lýst í ályktunum
og ræðum leiðtoganna. Mönnum
hættir til að ofnota orðið sögu-
legur, en þeir sem eru staddir í
Prag á þessari stundu geta þó
engan veginn varizt þeirri til-
finningu að þeir séu viðstaddir
sögulegan atburð. Það er ekki
langt síðan flestir hefðu talið það
gersamlega útilokað að tíu af
ríkjum Austur-Evrópu, þar á
meðal þrjú fyrrverandi Sov-
étlýðveldi, yrðu ekki bara frjáls
undan oki kommúnismans, held-
ur líka aðildarríki NATO, varn-
arbandalags vestrænna ríkja.
Viðbrögð fulltrúa ríkjanna sjö,
sem fengu loforð um aðild á
fundinum, einkennast af fögn-
uði, geðshræringu og nánast
vantrú – eins og Siim Kallas, for-
sætisráðherra Eistlands, benti
á, trúðu Eistar því ekki einu
sinni sjálfir fyrir fáeinum árum
að þeir yrðu teknir inn í NATO.
Fleiri kætast yfir ákvörðuninni
um stækkun bandalagsins;
ónefndur finnskur embætt-
ismaður brosti út að eyrum og
sagði Finna afar ánægða með að
Eystrasaltsríkjunum hefði verið
lofað aðild. Aðspurður við-
urkenndi hann að finnsku full-
trúarnir á fundinum væru með
alvarlegan „aðildarkláða“.
Fundarstaðurinn er að mörgu
leyti táknrænn og ýtir undir þá
tilfinningu, að hér sé verið að
skrifa mannkynssöguna. Í Prag
völtuðu skriðdrekar aðildarríkja
Varsjárbandalagsins yfir upp-
reisn gegn kommúnismanum
fyrir 34 árum – nú er þessum
sömu ríkjum boðin NATO-aðild í
Prag, og það meira að segja á
fundi í ráðstefnuhöllinni, sem
reist var á valdatíma komm-
únista og hýsti meðal annars
risavaxin flokksþing Komm-
únistaflokks Tékkóslóvakíu.
Vaclav Havel, forseti Tékk-
lands, formælti reyndar fund-
arstaðnum þegar hann bauð
leiðtoga NATO velkomna til
fundarins í fyrradag og sagði að
þessi steinsteypuhlunkur væri
„fremur andstyggilegur minja-
gripur um alræðiskerfið og hin-
ar afkáralegu hugmyndir þess
um hvernig ætti að skapa
ánægjulegt og skilvirkt um-
hverfi“. Forsetinn hvatti leiðtog-
ana til að láta andrúmsloft bygg-
ingarinnar ekki afvegaleiða sig
eða hafa áhrif á sig á nokkurn
hátt.
Persóna Havels hefur átt sinn
þátt í að skapa „sögulegt“ and-
rúmsloft fundarins – maðurinn,
sem áður var ofsóttur og fang-
elsaður fyrir andóf sitt gegn
kommúnismanum er nú gest-
gjafinn á leiðtogafundi NATO og
bauð nýju aðildarríkin velkomin
í hópinn. Menn hlustuðu af at-
hygli þegar forsetinn lagði
áherzlu á hina óbeinu merkingu
fundarins; að með stækkuninni
væri sent ótvírætt merki, ekki
aðeins til Evrópuríkja heldur til
alls heimsins, um að „tímabilinu
þegar löndum var með valdi
skipt niður á áhrifasvæði, eða
þegar hinir sterku kúguðu þá
veiku, er lokið fyrir fullt og allt“.
Eins og Havel einum er lagið,
tókst forsetanum þó að draga úr
yfirþyrmandi hátíðleik fund-
arins, þar sem stækkunin var
samþykkt, þegar hann dró upp
úr pússi sínu afar ónatólegan
fundahamar – einna líkastan
tveimur eggjum á priki með
fjaðraskúf á endanum – skálm-
aði yfir fundarsalinn og afhenti
hamarinn Robertson lávarði,
sem starði dálitla stund á þetta
fyrirbæri áður en hann byrjaði
að berja því í borðið.
Það fer þrátt fyrir allt ekki hjá
því að hátíðarstemmningin og
fögnuðurinn séu svolítið blendin
hjá sumum. Menn hafa áhyggjur
af getu nýju aðildarríkjanna til
að leggja sitt af mörkum til
bandalagsins og þá hefur það
varpað nokkrum skugga á þessi
tímamót að uppvíst hefur orðið
um sölu vopna frá Búlgaríu til
Íraks. Bush Bandaríkjaforseti
mun hafa sagt skýrt og skor-
inort á fundi Evró-Atlantshafs-
ráðsins í gær að hann hefði ekki
áhuga á bandamönnum, sem
hjálpuðu útlagaríkjum.
Ekki eru allir heldur vissir um
að núverandi aðildarríki
muni standa við öll þau 408
loforð, sem gefin voru á
fundinum eða í tengslum
við hann um framlög til að
auka hernaðargetu banda-
lagsins, sem m.a. eru nauð-
synleg eigi hið nýja hraðlið
NATO að verða að raun-
veruleika. Slík loforð hafa
verið gefin áður, einkum og
sér í lagi af hálfu evrópsku
aðildarríkjanna, og síðan
svikin. Embættismenn
NATO halda því hins vegar
fram að í þetta sinn hafi
verið búið svo um hnútana að
loforðin séu mjög sértæk, sem
geri bandalaginu kleift að fylgj-
ast með hvort þau verði haldin
og fylgja því eftir gagnvart að-
ildarríkjunum.
„Umbreyting“ NATO í hern-
aðarlegum efnum felst ekki sízt í
því að hverfa frá megináherzlu á
hefðbundnar landvarnir, þótt
þær verði áfram mikilvægar, og
leggja þess í stað mest upp úr
hreyfanleika, viðbragðsflýti og
getu til að grípa til aðgerða í
fjarlægum heimshlutum, ekki
sízt gegn hryðjuverkum. Hvað
þennan hluta ákvarðana leið-
togafundarins varðar, verður
tíminn að leiða í ljós hvort þær
marka í raun og veru tímamót í
sögu NATO. Tony Blair, for-
sætisráðherra Bretlands, sagði í
ræðu sinni á leiðtogafundinum
að leiðtogarnir yrðu dæmdir
„eftir árangrinum, ekki þeim lof-
orðum sem við gefum í dag“.
Hvort umbreytingin marg-
umtalaða verður að veruleika
veltur mest á evrópsku aðild-
arríkjunum, hvort þau eru í raun
reiðubúin að auka framlög sín til
varnar- og öryggismála og
standa við loforð sín. Þar er Ís-
land ekki undanskilið. Til þessa
hafa Íslendingar fremur haft
fjárhagslegan ágóða af veru
sinni í NATO en beinan kostnað.
Á leiðtogafundinum í Prag virð-
ist hins vegar í fyrsta sinn hilla
undir að íslenzk stjórnvöld séu
reiðubúin að verja verulegum
fjárhæðum til sameiginlegra að-
gerða bandalagsins og Halldór
Ásgrímsson utanríkisráðherra
útilokar ekki að Íslendingar
verji enn meira fé til öryggis-
mála. Það er sannarlega saga til
næsta bæjar.
Sagan skrifuð
í Prag
Eftir Ólaf Þ. Stephensen
olafur@mbl.is
’ Mönnum hættir tilað ofnota orðið sögu-
legur, en þeir sem eru
staddir í Prag á þessari
stundu geta þó engan
veginn varizt þeirri til-
finningu að þeir séu
viðstaddir sögulegan
atburð. ‘
Prag.
ppbyggingu
, sem um
a áhrifa
rkalýðs-
velferð-
ér, ganga
aðinu 20.
standi und-
tækrar
jast vera
ð hlutur
gur við úr-
meiginlega
ynda-
ð, jafnrétti
gri væng
ví af ís-
ndafræði
mfélaginu
, að Stein-
ögu á síðari
hans við
verið að
trimönn-
um muni
aðið hafi
i varla
rstjórn,
gu velferð-
mála af-
eingrím J.
i einfald-
hefðu náð
Steingrímur J. kýs að fjalla aðeins um aðra hlið máls-
ins, það er þá, sem snýr að úrræðum af hálfu ríkisvalds-
ins til að bæta hag borgaranna, til dæmis með setningu
laga um velferðarmál. Stjórnmálasagan sýnir þó, að í því
efni þurftu sjálfstæðismenn engin ráð frá sósíalistum.
Flokkur þeirra var reistur á þeim grunni, að stétt skyldi
starfa með stétt. Sjálfstæðisflokkurinn hafnaði stétta-
átökum kommúnista og sósíalista og marxískri hug-
myndafræði, sem nú hvílir á sorphaug sögunnar.
Formaður vinstri/grænna sleppir auk þess alveg hinni
hliðinni á peningnum. Það er afstöðunni til atvinnumála
og viðleitni til að skapa sem mest svigrúm fyrir ein-
staklinga til að njóta sín og eigin frumkvæðis. Hann lítur
fram hjá þeirri staðreynd, að forverar hans og hug-
sjónabræður höfðu þá stefnu, að ríkið ætti að hafa al-
gjöra forystu í atvinnumálum og eiga öll atvinnutækin.
Hugsjónalegt fordæmi þeirra sást í framkvæmd í ríkj-
um kommúnista, fátæktar- og ofstjórnarríkjunum, þar
sem markmiðið var að ná betri árangri en í ríkjum kapít-
alismans, hins frjálsa framtaks. Allir vita nú, hvernig því
kapphlaupi lauk.
x x x
Fleyg urðu þau ummæli eins af forverum Steingríms
J. á einhverjum fundi Alþýðubandalagsins, að finna
mætti tengsl á milli skoðana Marx og Engels annars
vegar og Jóns Sigurðssonar forseta hins vegar. Ekki er
lengri tími liðinn en um tveir áratugir, frá því að fráleit-
ar söguskýringar af þessum toga voru notaðar til að
fegra sósíalismann á Íslandi.
Ef marxismi hefði ráðið hér ferð í stað borgaralegrar
frjálsræðisstefnu í anda Jóns Sigurðssonar hefði ís-
lenska þjóðfélagið aldrei öðlast fjárhagslegt bolmagn til
að standa undir velferðarkerfinu. Ef andstaða sósíalista
eða vinstri róttæklinga við erlenda fjárfestingu hefði
hlotið stuðning kjósenda væri íslenskt atvinnulíf enn
óburðugt og verkmenntun til virkjana, stórfram-
kvæmda og stóriðju ekki fyrir hendi. Ef andstaða sós-
ísalista eða vinstri róttæklinga gegn aðild Íslands að
EFTA, evrópska efnahagssvæðinu og öðrum alþjóða-
samningum í þágu viðskiptafrelsis hefði ráðið væru ís-
lenskir útflutningsatvinnuvegir og iðnaður í molum. Ef
óvild sósíalista eða vinstri róttæklinga í garð NATO og
varnarsamstarfsins við Bandaríkin hefði mótað utanrík-
isstefnu Íslands væri öryggi þjóðarinnar og stöðu á al-
þjóðavettvangi öðru vísi háttað.
x x x
Deila Morgunblaðsins við Steingrím J. Sigfússon fer
fram á síðum blaðsins sömu daga og leiðtogar 19 aðild-
arríkja Atlantshafsbandalagsins (NATO) koma saman í
Prag til að verða við eindregnum óskum 7 fyrrverandi
leppríkja Sovétríkjanna um aðild að bandalaginu.
Vinstri/grænir undir forystu Steingríms J. eru hins
vegar þeirrar skoðunar, að Ísland eigi að ganga úr
NATO. Þeir eru enn sama sinnis og á tímum kalda
stríðsins, þegar jafnan var samhljómur í stefnu rót-
tækra vinstrisinna og Sovétríkjanna eða friðarhreyfing-
anna, sem störfuðu undir handarjaðri þeirra.
Fyrir nokkrum vikum var Vaira Vike-Freiberga, for-
seti Lettands, hér í opinberri heimsókn og flutti erindi
um réttmæti þess, að land hennar fengi aðild að NATO.
Var það liður í baráttu Letta fyrir þeirri niðurstöðu, sem
nú hefur fengist í Prag við fögnuð þeirra og annarra um-
sóknarþjóða.
Lettlandsforseti tók þátt í hringborðsumræðum um
NATO og hlutverk smáþjóða í Þjóðmenningarhúsinu.
Þar spurði Kolbrún Halldórsdóttir, þingmaður vinstri/
grænna og andstæðingur NATO, Vike-Freiberga,
hvernig friðarhreyfingum liði í Lettlandi. Forseti Lett-
lands var ekki í neinum vafa um eðli og tilgang hinna
svonefndu friðarhreyfinga frá áttunda og níunda ára-
tugnum. Lettar hefðu ekki mikinn áhuga eða skilning á
starfsemi þeirra, eftir að hafa mátt þola, að áróðri þeirra
var troðið ofan í kokið á þeim af kommúnistum og marx-
istum undir stjórn Rússa. Friðarhreyfingar eins og þær,
sem Kolbrún spurði um, væru enn svo nátengdar sov-
éska ánauðartímanum í hugum Letta, að ekki væru
miklar líkur á því, að menn tækju mark á málflutningi
þeirra í bráð.
Hvað sem má segja um vinstri/græna er eitt ljóst:
Þótt allt breytist standa þeir áfram í sömu sporum.
mu sporum
bjorn@centrum.is
i sem menn kalla tónlistariðnað og
að gera út af við skapandi tónlist
arkaðsvæðingunni. Samhliða því
plötusala svo í heiminum og nú
hljómplötuiðnaðurinn frammi fyrir
kni, sem er Netið, og hefur ekki
d um hvernig eigi að bregðast við
n undanfarin ár hefur verið á þá
stórstjörnur verða sífellt vinsælli
æ meira, en aðrir tónlistarmenn
minna úr býtum. Þeir sem komast
inn á topp tíu hafa að minnsta kosti 60%
markaðshlutdeild á kostnað hinna sem ekki
komast inn á topp 10 vinældarlista. Í þeirri
samkeppni eyða menn æ meiri pening í
markaðssetningu á þeim listamönnum sem
þeir telja að komist inn á topplista og því
er áhættan líka orðin miklu meiri ef ekki
tekst að slá í gegn. Ætli menn hafi ekki um
á þriðja hundrað milljónir í styrki til að
skipta á milli manna í íslenskri kvikmynda-
gerð. Ég held það yrði ekki mikil gleði á
Íslandi ef settar yrðu 230 milljónir til að
markaðssetja íslenskan tónlistarmann er-
lendis og það myndi síðan ekki ganga.
Þegar menn ræða um útflutningssjóð er
rétt að spyrja að því hvað slíkur sjóður eigi
að gera, á hann að senda menn á plötu-
kaupstefnur erlendis, eins og margir hafa
stundað síðasta aldarfjórðung. Það hefur
auðvitað verið hluti af markaðsstarfi með
íslenska tónlist og hljómsveitir hafa líka
farið út á svoleiðis kaupstefnur til að koma
sér á framfæri en árangurinn af því er rýr.
Ef menn líta á málin af einhverri skyn-
semi sjá þeir í hendi sér að einhver útflutn-
ingssjóður getur ekki flutt út íslenska tón-
list; það munu alltaf einhverjir sitja eftir
sem eiga skilið að fá aðstoð og einhverjir fá
aðstoð sem hafa ekkert erindi út. Það er
ekkert sem segir það að öll íslensk tónlist
eigi að heyrast erlendis, að það eigi að
flytja hana út.
Áður en við byrjum að flytja út íslenska
tónlistarmenn, þennan auð, þyrfti að ala
upp í mér þá löngun að vilja kaupa íslenska
tónlist. Myndi ég glaður vilja sjá íslenskan
geisladisk ódýrari en erlendan, væri það
hægt með því að minnka skattheimtu af
sölu geisladiska. Það mætti vera búið að
ala upp í mér þá löngun að fá aldrei nóg af
því að heyra íslenska tónlist í útvarpinu.
Við þurfum að hlúa að því sem hér er,
hugsanlega með sjóði þar sem íslenskir
tónlistarmenn geta sótt styrki líkt og aðrir
listamenn gera í dag.
Það þarf að styrkja innviði íslensks tón-
listarlífs, ekki tónlistaiðnaðar, gera tónlist-
armönnum kleift að sækja um styrk til að
hrinda í verk einhverju verkefni, til að taka
upp plötu. Ef einhver sjóður verður settur
á laggirnar á hann ekki að vera ferðasjóður
fyrir útgefendur heldur til þess að hjálpa
listamönnum að koma sér á legg. Ekki er
ég neitt viss um, bæði sem útgefandi og
tónlistarmaður, að útgefendur eigi að vera
neitt mikið í því að hjálpa tónlistarmann-
inum að þroskast sem listamaður. Það er
nær að „þeir“ geri það sjálfir. Í því liggur
auðurinn.
Saga síðustu ára hefur sýnt okkur að við
þurfum ekki að flytja okkur út, íslensk tón-
list er komin á kortið og menn koma hing-
að á eigin vegum til þess að sjá og heyra
það sem íslenskir listamenn eru að gera.
Það þarf ekki nema eina góða hátíð eins og
Airwaves til þess að koma íslenskri tónlist
á framfæri á Íslandi; það þarf ekki að vera
að hlaupa á kaupstefnur, menn koma hing-
að og þeir munu koma hingað ef við náum
að styrkja innviðina. Þá er einhver auður
til að flytja út.
?
Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir
Höfundur er tónlistarmaður.