Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 48
MINNINGAR
48 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Huld Sigurðardótt-ir fæddist á Arnar-
vatni í Mývatnssveit 20.
október 1913. Hún lést
á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga 16. nóvem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru Sig-
urður Jónsson, f. á
Hólum í Eyjafirði 25.
ágúst 1878, d. 24. febr-
úar 1949, og Málmfríð-
ur Sigurðardóttir, f. á
Arnarvatni í Mývatns-
sveit 15. júní 1878, d. 15.
ágúst 1916. Þau hjón
bjuggu á Arnarvatni í
Mývatnssveit. Alsystkin Huldar
voru: Freydís, f. 11. apríl 1903, Jón,
f. 19. janúar 1905, Ragna, f. 19. mars
1906, Heiður, f. 24. desember 1909,
Arnljótur, f. 23. júní 1912, og Sverr-
ir, f. 4. febrúar 1916. Systkin hennar
samfeðra eru: Þóra, f. 16. febrúar
1920, Arnheiður, f. 25. mars 1921,
Jón, f. 26. september 1923; Málm-
fríður 30. mars 1927 og Eysteinn, f.
6. október 1931. Öll eru systkinin lát-
in nema þrjú þau yngstu, Jón, Málm-
fríður og Eysteinn.
desember 1959, k. Bergrún Hall-
dórsdóttir, f. 23. janúar 1967, og
eiga þau börnin Halldór Erni og
Freydísi Evu. Synir Halls eru Ólaf-
ur og Davíð Ryan. 3) Kristján, f. 16.
júlí 1945, k. Rannveig Benedikts-
dóttir, f. 4. mars 1948. Synir þeirra
eru: Páll, f. 18. september 1972, k.
Hjördís Bergsdóttir, f. 3. júlí 1974,
og eiga þau soninn Heimi; Kári, f.
18. janúar 1979; Arnar Már (sonur
Rannveigar), f. 4. maí 1968. 4)
Sveinn, f. 21. október 1947, k. Mar-
grét Höskuldsdóttir, f. 7. mars
1959. Börn þeirra eru: Arnrún, f.
14. desember 1979, Birkir, f. 29.
nóvember 1987, og Börkur, f. 12.
apríl 1991. 5) Ásmundur Sverrir, f.
24. desember 1950, k. Ásthildur
Bjarnadóttir, f. 29. ágúst 1953.
Dætur þeirra eru: Vigdís Þyri, f. 13.
mars 1973, m. Ingibergur Eiríkur
Ragnarsson, f. 19. nóvember 1971,
og eiga þau dótturina Maríu Huld;
Bryndís Vala, f. 7. desember 1978.
6) Þuríður Anna, f. 5. mars 1955, m.
Halldór Laxdal, f. 6. september
1952 (skilin), og dóttir þeirra er
Arnhildur, f. 7. desember 1979.
Huld ólst upp á Arnarvatni og
gekk í farskóla í Mývatnssveit. Hún
var húsmóðir á Húsavík frá því þau
Páll fluttust þangað 1936.
Útför Huldar verður gerð frá
Húsavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Huld giftist 22. júlí
1935 Páli Kristjáns-
syni bókara hjá Húsa-
víkurbæ, f. 18. janúar
1904, d. 6. júní 1969.
Börn þeirra eru: 1)
Málmfríður, f. 8. febr-
úar 1936, m. Björn
Stefán Líndal, f. 21.
maí 1934. Sonur þeirra
er Rafn Líndal, f. 4.
janúar 1966, k. Sigur-
dís Reynisdóttir, f. 4.
júní 1968, og eiga þau
synina Björn Líndal og
Fannar Steinn Líndal.
2) Sigurður, f. 20. októ-
ber 1939, k. Sólveig Karvelsdóttir,
f. 19. desember 1940. Börn þeirra
eru: Páll Daníel, f. 22. júlí 1961, k.
Linda Sjöfn Þórisdóttir, f. 27. maí
1961, og eiga þau börnin Sólveigu
Önnu og Sindra; Edda Huld, f. 6.
mars 1965, m. Jakob Kristinsson, f.
10. mars 1963, og eiga þau börnin
Flóka og Líneik; Eggert, f. 29. maí
1966, k. Þyri Gunnarsdóttir, f. 9.
júní 1971 (skilin), dæturnar eru
Embla og Ylfa Kristín (barn Þyri);
Hallur Ægir (sonur Sigurðar), f. 30.
Huld Sigurðardóttir, tengdamóðir
mín, ólst upp á Arnarvatni í Mývatns-
sveit í stórum systkinahópi. Börnin
voru ung að árum er móðir þeirra lést
langt um aldur fram. Huld var þá að-
eins tveggja ára, næstyngst systkin-
anna, en elsta barnið var tólf ára. Við
fráfall móðurinnar stóð faðirinn einn
með börnin sex. Ýmsir urðu til að
leggja unga bóndanum lið með barna-
hópinn þar til hann giftist á ný, ungri
og dugmikilli konu, Hómfríði Péturs-
dóttur frá Gautlöndum. Þau eignuð-
ust síðan fimm börn saman.
Arnarvatn var mikið menningar-
heimili. Í bænum bjuggu þrjár fjöl-
skyldur, hver með sitt eldhús og bað-
stofu. Svo vildi til að í hverri baðstofu
var skáld og voru allar fjölskyldurnar
unnendur bókmennta. Þjóðbrautin lá
um hlaðið. Margir áttu erindi þangað,
ekki síst til Sigurðar, sem auk þess að
vera bóndi og skáld var mikill félags-
málagarpur. Hann var í forustuliði
fyrir Kaupfélagi Þingeyinga þar sem
hann var deildarstjóri, í stjórn SÍS og
í forustu í ýmsum félags- og framfara-
málum sveitarinnar. Sigurður var
skyldurækinn og fórnfús maður og
tók iðulega á bakið byrðar sem voru
langt umfram það sem einum manni
var ætlandi. Tími til að sinna skáld-
skapnum var oftast naumur og mörg
fegurstu minningarljóða hans skrifaði
hann niður krjúpandi við stein á leið
til jarðarfarar. Menn sóttust eftir
samneyti við Sigurð og komu sömu
bændurnir á hverjum vetri í einskon-
ar orlof í Arnarvatn og dvöldu þá oft-
ast þrjá til fjóra daga í senn. Þeir voru
með Sigurði allan daginn, fylgdu hon-
um til starfa til að njóta sem mestra
samvista við hann og ræddu sam-
félagsmál, skáldskap og önnur hugð-
arefni á kvöldin. Hólmfríður, kona
Sigurðar, var hvetjandi í öllu þessu
enda sjálf atkvæðamikil í félags- og
menningarmálum bæði á héraðs- og
landsvísu.
Börnin á Arnarvatni þurftu
snemma að taka til höndum við bú-
skapinn og leggja lið við allt það er
þurfti til að reka fjölmennt og gest-
kvæmt heimili. Á sumrin þurftu for-
eldrarnir iðulega að yfirgefa verk sín
til að sinna gestum og því reyndi
meira á börnin sem vöndust á vinnu-
semi og skyldurækni. Þau kynntust
mörgum gestinum, sumum langt að
komnum, fylgdust með samræðum og
fræddust um það sem markvert var
að gerast. Víðsýni foreldranna og
áhugi á því sem til framfara horfði lét
börnin ekki ósnortin og hugur þeirra
hreyfst með. Sama gilti um áhuga for-
eldranna á bókmenntum.
Huld var því alin upp í anda fram-
farasóknar og umhyggju fyrir sam-
ferðarfólki sínu og markaði það við-
horf hennar til manna og málefna.
Huld kynntist eiginmanni sínum,
Páli Kristjánssyni, í Mývatnssveit.
Hann var barnakennari þar en hafði
áður lokið námi við Gagnfræðaskól-
ann á Akureyri og framhaldsnámi í
einn vetur. Þau bjuggu fyrst á Arn-
arvatni en fluttust síðar til Húsavíkur
þar sem þau bjuggu upp frá því,
lengstan tíma á Brávöllum. Páll lét
snemma til sín taka í stjórnmálum og
var, eins og bræður hans allir, ein-
arður baráttumaður fyrir bættum
hag verkafólks og þeirra sem minna
máttu sín. Átti hann frumkvæði að
mörgum framfaramálum bæjarins.
Það er ekki tilviljun að Huld laðaðist
að slíkum hugsjóna- og baráttumanni
því þess eðlis var hugur hennar sjálfr-
ar og baráttuna fyrir hvers kyns
framförum hafði hún fengið í heim-
anmund. Þau Huld og Páll voru sam-
hent og samhuga í öllum málum og
héldu vel utan um barnahópinn sinn,
fjóra syni og tvær dætur. Heimili
þeirra var gestkvæmt og oft var þar
glatt á hjalla. Stundirnar í stofunni
þeirra eða í borðkróknum í eldhúsinu,
þar sem þröngt var setið við samræð-
ur, sögur og gamanmál munu lengi
lifa í minningunni.
Þótt Huld hefði ákveðnar skoðanir
þá tróð hún þeim ekki upp á nokkurn
mann enda einkenndist framkoma
hennar öll af hæversku og háttvísi.
Hún unni góðum bókum og las mikið
á seinni árum þegar fór að hægjast
um á heimilinu.
Þá var hún músíkölsk og hafði yndi
af tónlist. Eftir að börnin urðu full-
orðin og komin með sínar eigin fjöl-
skyldur var iðulega tekið lagið þegar
þær komu saman og naut Huld vel
slíkra stunda. Hún hélt fjölskyldunni
saman og hvatti til samvista og sam-
verustunda. Umhyggja Huldar fyrir
börnum sínum og fjölskyldum þeirra
var mikil. Hún hélt reglulegu sam-
bandi við þær, mundi alla afmælis-
daga og gladdi bæði lítil og stór börn
með gjöfum. Ekki má gleyma að
nefna áhuga Huldar á íþróttum. Hún
fylgdist með því sem var að gerast á
þeim vettvangi, jafnt á heimaslóð sem
á lands- og heimsvísu. Huld var fróð
kona og hafði gott minni. Hún gat
rakið ættir og sögur manna og mál-
efna, ekki síst úr Mývatnssveit og
sagði frá á lifandi og skemmtilegan
hátt. Á seinni árum brá hún því
stundum fyrir sig að setja saman ljóð
og virtist henni það auðvelt.
Ég kynntist Huld fyrst þegar ég
kom á heimili þeirra Páls sem verð-
andi tengdadóttir. Heimilið, sem þá
eins og ævinlega var allt hreint og
strokið, var fábrotið og veraldlegur
auður virtist mér helst liggja í mörg-
um bókum.
Ég var þó fljót að átta mig á því að
þau bjuggu yfir annars konar auði
sem meðal annars fólst í margvíslegri
þekkingu og fróðleik, jafnt um menn
sem málefni, ásamt virðingu fyrir
mannlegum gildum og löngun til að
að bæta samfélgið.
Þetta fólk var menntað í þess orðs
fyllstu merkingu. Frá fyrsta degi
tóku þessu elskulegu hjón mér opn-
um örmum og sýndu mér aldrei ann-
að en elsku og hlýju. Ég fæ aldrei full-
þakkað það lán að hafa kynnst og
tengst þessari góðu fjölskyldu. Ég
kveð kæra tengdamóður mína í djúpri
þökk fyrir allt það sem hún hefur ver-
ið mér og mínum.
Sólveig Karvelsdóttir.
Mín kæra tengdamóðir.
„… hví skal trega horfinn dag, sem
heiður, bjartur fram hjá rann?“
Huld Sigurðardóttir tengdamóðir
mín og amma dætra minna er gengin.
Hún var merkileg kona sem nærði
samferðafólk sitt ríkulega, af tíma,
kærleika, væntumþykju og öllu því
sem mannssálin þarfnast svo hún fái
lifað. Ekki skorti heldur annarskonar
næringu en það var jafnframt hennar
aðalsmerki að veita vel þeim sem
komu til hennar hvort sem var að degi
eða nóttu. Allt var það borið fram af
mikilli natni og hógværð en svo
óvenjulega myndarlega og fallega.
Alltaf var hún heima tilbúin að taka á
móti okkur eins og hún hefði beðið
eftir okkur. Þurfti aldrei að gera eitt-
hvað annað, vera einhversstaðar ann-
arsstaðar. Hún var bara til fyrir okk-
ur og alla aðra sem til hennar komu.
Já, hví að trega? Vegna þess að þessi
fasti punktur, sem hún var mér og
mínum í rúm þrjátíu ár, er ekki leng-
ur.
Svona fólk er ekki lengur til og það
sem meira er: ég er hrædd um að það
verði ekki til í næstu framtíð þar sem
hraði og eigin metnaður rekur fólk
áfram þannig að enginn man eftir
öðrum til að hlú að.
Engri annarri manneskju hef ég
kynnst svo lítillátri og sem aldrei virt-
ist hafa þarfir eða langanir fyrir sjálfa
sig en gladdist yfir öllu smáu sem fyr-
ir hana var gert og við hana sagt. En í
lítillæti sínu var hún mjög ákveðin.
Hún hafði sterka réttlætiskennd sem
hún miðlaði til barna sinna og sam-
ferðamanna, hafði mótaðar skoðanir á
öllu umhverfi sínu og hvatti þá með
ráðum og dáð sem vilja bæta það, þar
á meðal eiginmann sinn sem hún
studdi til margra ára í pólitísku hug-
sjónastarfi. Alveg fram á síðasta dag
logaði sá eldur réttlætiskenndar sem
brann í brjósti þessarar óvenjulegu
konu en hún náði 89 ára aldri.
Því nefndi ég þessi orð í upphafi að
ég hef á tilfinningunni að dagar henn-
ar hafi runnið heiðir og bjartir
framhjá vegna þess hve henni var það
eðlilegt að koma fram við alla af þeirri
alúð, kærleika og umburðarlyndi sem
ég held að allir menn leitist við að ná
en fáum einum tekst. Ég ætla ekki að
telja upp allar ánægjustundir eða at-
vik sem kenndu mér og nærðu, en ég
vil þakka fyrir að hafa orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að hún tók mig inn
að brjósti sínu. Ég ætla að syrgja
hana glöð, því ég veit að hún var tilbú-
in að fara á vit allra þeirra sem hún
elskaði og eru gengnir. Hún vissi að
hún hafði skilað sínu og ríflega það.
Elsku, Hulla. Ég veit að Palli þinn
beið eftir þér og hefur komið til móts
við þig þegar þú lagðir af stað.
Hinsta kveðja.
Ásthildur Bjarnadóttir.
Elsku amma Hulla. Í dag kveð ég
þig í síðasta sinn og langar því að
minnast þín með nokkrum orðum.
Það var alltaf gaman að koma á Brá-
vellina og oft mikið fjör þegar við vor-
um þar öll frændsystkinin. Þá var yf-
irleitt nóg að gera og ekki síst hjá þér
því kröfurnar voru miklar. Helst
þurfti að vera til nóg af brauði til að
gefa öndunum, töluvert fór ofan í okk-
ur af sykri því rabarbarinn var heldur
súr án hans. Eins var gott ef vatnið
var orðið kalt þegar við tókum pásur,
lömuð af þorsta. Á góðum degi feng-
um við svo grjónaköku og ískalda
mjólk í síðdegiskaffinu. Matar- og
kaffitímarnir gengu sjaldan slysa-
laust fyrir sig, þar sem hornsætið var
yfirburða vinsælast, þó við litum aldr-
ei á það þegar við vorum hjá þér hvert
í sínu lagi. Öll fengum við þó að borða
eftir að þú bentir okkur á staðreyndir
málsins með þinni blíðu rödd. Þú
þjónaðir þínum ævinlega með miklum
sóma. Þessi læti hættu nú sem betur
fer fyrir alla aðila þegar við urðum
eldri en alltaf var jafn gaman að koma
til þín. Margar umræðurnar fóru
fram við eldhúsborðið hjá þér og þú
varst svo sannarlega með puttann á
púlsinum. Hvort sem um var að ræða
heimsmálin eða árangur okkar í skóla
og íþróttum. Alltaf varst þú fyrst til
að hringja heim og spyrja um úrslit
leikja eða skíðamóta og alltaf varstu
jafn stolt af okkur systkinum sama
hvernig gekk og ekki síst undir það
síðasta. Bræður mínir kepptu í frjáls-
um á síðasta laugardag og tileinka
þér þau verðlaun sem þeir unnu. Af
íþróttum hafðirðu gaman, ég gleymi
því aldrei þegar við horfðum saman á
landsleik í handbolta. Í góðmennsku
minni ætlaði ég að útskýra aðeins fyr-
ir þér reglurnar en gott ef þú kunnir
þær ekki betur en ég og lifðir þig inn í
leikinn með miklum tilþrifum!
Já, þú leyndir á þér, vissir meira en
margur hélt. Ég held satt best að
segja að þú hafir vitað allt þó að ein-
hverjir kunni að þræta fyrir það. Þú
varst ævinlega boðin og búin að
hjálpa, gefa ráð, hughreysta og
hvetja. Heimsókn mín til þín núna
fyrir stuttu er mér ofarlega í huga,
þar sem ég sagði þér frá framtíðar-
plönum mínum. Þú hafðir sérstakt lag
á að hvetja mann til að fylgja mark-
miðum sínum og var það eins í þetta
skipti, þú hafðir trú á mér og er það
ómetanlegt. En nú ert þú ekki lengur
á meðal okkar en hlýjar minningarn-
ar um þig verða aldrei frá okkur tekn-
ar.
Þú ert komin þangað sem þér líður
vel, til afa og allra hinna. Afi kemur til
með að taka á móti þér opnum örmum
því langt er síðan þið hittust síðast.
Ég veit að þú átt eftir að fylgjast með
mér um ókomin ár.
Allt verður að gulli í örmum þínum,
þú verður alltaf engill í huga mínum.
Þín
Arnrún.
Það eru forréttindi í dag að alast
upp við það að eiga ömmu á vísum
stað.
Amma mín var á Brávöllum. Þvílíkt
öryggi að vita af henni. Fá að koma til
hennar og vera hjá henni í lengri eða
skemmri tíma á Húsavík og finnast
allir í bænum vera frændur mínir og
frænkur. Taka á móti fólkinu með
ömmu, þegar það kom heim í hádeg-
ismat og ræddi landsins gögn og
nauðsynjar. Börn voru fullgildir þátt-
takendur í lífinu á Brávöllum, þar var
alltaf talað við börnin en ekki framhjá
þeim. Snyrtimennskan var í fyrir-
rúmi, án þess að nokkru væri ofgert
eða nokkrum úthýst vegna þrifa á
heimilinu.
Amma var óskaplega hlý og nota-
leg, eins og ömmur auðvitað eru en
mín var alveg einstök.
Vinkonum mínum fannst sem þær
væru að hitta konu úr íslensku þjóð-
sögunum þegar þær sáu ömmu, hún
var lágvaxin, gráhærð og að jafnaði
með flétturnar vafðar um höfuðið.
Ömmur vinkvenna minna voru skvís-
ur.
Að hugsa norður og á Brávelli kall-
ar fram einstakar og ljúfar minningar
sem hvergi ber skugga á. Skápurinn í
eldhúsinu sem opnaðist inn í fata-
skápinn í svefnherberginu, það voru
miklir galdrar.
Að fara með ömmu, Sveini og Þur-
íði í vörubíl. Líklega fórum við til að
taka upp kartöflur. Amma var
frammí en við hin á pallinum. Seinna
eignaðist ég kartöflukápuna hennar
ömmu og skartaði henni við ýmis
tækifæri.
Herbergið hjá ömmu og afa Páli.
Afi svaf í rúminu við vegginn, amma í
hinu. Náttborðin þeirra voru spenn-
andi staðir, full af bókum en þó var
hægt að lauma þar inn á milli ýmsu
smádóti sem nauðsynlegt var í leikj-
um okkar barnanna.
Stofan á Brávöllum full af íþrótta-
búningum. Amma þvoði búninga og
stoppaði í sokka fyrir Völsunga og
hlutu þeir því að vera besta fótboltalið
á Íslandi.
Amma fylgdist alla tíð með sínum,
vissi hvernig gekk á bæjunum og
hvað fólkið var að sýsla.
Að fá slíkt atlæti frá henni sem við
barnabörnin fengum var ekki bara
gott meðan á því stóð heldur búum við
að því alla ævi.
Edda Huld.
Ömmu Huld kynntist ég fyrir rétt
tæpum níu árum er ég og sonarsonur
hennar, Eggert Sigurðsson, hófum
okkar sambúð.
Eggert talaði alltaf ákaflega hlý-
lega og af virðingu um ömmu sína og
þann tíma sem hann dvaldi sem lítill
drengur ýmist á Húsavík eða í Mý-
vatnssveit hjá föðursystur sinni og
manni hennar. Ég hlakkaði til að hitta
allt þetta góða fólk fyrir norðan og þá
sérstaklega ömmu Huld í litla húsinu
hennar á Brávöllum, sem hann lýsti
svo vel fyrir mér.
Ekki varð ég heldur fyrir vonbrigð-
um í fyrstu heimsókn okkar þangað.
Fagnandi tók á móti okkur einstak-
lega hlýleg, lágvaxin og myndarleg
kona með langa fléttu uppsetta í gráu
hárinu og litla húsið hennar á Brávöll-
um ilmaði af sætum bökunarilmi.
Heimili hennar var alltaf öllum opið
og einkenndist af miklum myndar-
skap. Alltaf var allt hreint og strokið og
í eldhúsinu hennar þar sem flestum
fannst best að vera, var alltaf heitt á
könnunni og heimabakstur á boðstól-
um. Í hlýlegri stofunni var amma Huld
með myndir af fjölskyldu sinni, börn-
um, barnabörnum og barnabarnabörn-
um. Henni var það kappsmál að fylgj-
ast með fjölskyldu sinni og þótti gott að
hafa fólkið sitt í kringum sig. Barna-
börn hennar sem bjuggu á Húsavík
voru dugleg að koma við hjá ömmu og
slá blettinn eða inna af hendi önnur
viðvik fyrir hana eða þau tylltu sér í
eldhúsið hjá henni til að spjalla um
heima og geima. Það þótti reyndar öll-
um ljúft og skemmtilegt vegna þess að
hún hafði alltaf eitthvað til málanna að
leggja og fylgdist með málefnum líð-
andi stundar af áhuga.
Mér þótti afskaplega vænt um hve
fordómalaus hún var og margt yngra
fólk mætti taka það sér til fyrirmynd-
ar. Ég kom inn í fjölskylduna með
dóttur mína frá fyrra sambandi og
amma Huld tók stúlkunni af mikilli
elsku og hlýju, enda var dóttir mín
fljót að kalla hana ömmu og sumarið
1995 er við dvöldumst í húsi Rann-
veigar og Kristjáns á Uppsalavegi,
var hún fljót að rata niður á Brávelli,
stinga sér í eldhúsið og spyrja lang-
ömmu hvort hún ætti ekki nýbakað
hafrakex. Og ekki stóð á kexinu eða
öðru bakkelsi hjá ömmu.
Við eigum öll góðar og hlýjar minn-
ingar um ömmu Huld og hennar verð-
ur sárt saknað. En eitt sinn verða allir
menn að deyja sagði einhver og henn-
ar tími á meðal okkar hefur runnið
sitt skeið á enda.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Sigurður, Málmfríður, Kristján,
Þuríður, Sverrir, Sveinn og fjölskyld-
ur, ykkur sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þyri Gunnarsdóttir.
Huld var gift Páli Kristjánssyni föð-
urbróður mínum. Þeir voru fjórir
bræðurnir, allir á kafi í verkalýðsmál-
HULD
SIGURÐARDÓTTIR