Morgunblaðið - 23.11.2002, Blaðsíða 49
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 49
um og bæjarmálum á Húsavík þegar
ég var að alast upp og seinna bættist
fimmti bróðirinn við. Þetta var hörð
barátta á þessum tíma á árunum milli
1930 og 40. Þá var staða giftra kvenna
inni á heimilinu og þær voru bakhjarl-
ar manna sinna í félagsmálunum.
Þannig man ég þessar mágkonur föður
míns sem stóðu fast við hlið manna
sinna. Huld var fríð kona, ekki hávaxin,
en nett á velli. Þegar hún var komin í
peysufötin sín með þennan heiða og
fallega svip þá var hún glæsileg. Hún
var einstaklega hlý í framkomu, aldrei
framhleypin í neinu en stillt og föst fyr-
ir. Hógværðin var hennar aðall.
Þegar byggðir voru verka-
mannabústaðir sem á Húsavík voru
lítil einbýlishús þá vildi svo til að þeir
bræður Arnór faðir minn og Páll
drógu hús sem stóðu hlið við hlið. Ná-
grennið var því mikið. Þeir bræður
höfðu náin samskipti enda áherslur
þeirra svipaðar hvað baráttumálin
snerti. Mikið af tíma Páls fór í ólaun-
uð störf af ýmsu tagi fyrir utan allt
það nefndafargan sem á hann hlóðst.
Aldrei varð maður annars var en
Huld tæki ónæði sem því fylgdi með
æðruleysi.
Alltaf átti maður hlýju að mæta á
heimili hennar. Og það var auðfundið
hve hún og móðir mín báru mikla
virðingu hvor fyrir annarri og ein-
hvern veginn finnst mér eins og ein-
hver leyndur þráður hafi legið á milli
þeirra í þeirri stöðu sem þær höfðu
við hlið manna sinna þó svo þær um-
gengjust ekki mjög mikið.
Huld er síðust til að kveðja af þess-
ari kynslóð, þ.e. systkinum föður míns
og mökum þeirra. Manni fannst hún
vera mjög sátt við lífið en hún lætur
eftir sig stóran hóp afkomenda sem
hún gat verið stolt yfir.
Ég vil fyrir hönd okkar Arnórs-
barna færa henni alúðarþakkir fyrir
áratuga samfylgd og góða kynningu.
Börnum hennar og öðrum ástvin-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Kári Arnórsson.
Elsku amma Hulla. Það er margt
sem kemur upp í hugann þegar ég
hugsa til þín, þessarar ömmu minnar
sem ég var þó ekkert skyld. Þú tókst
mér samt alltaf sem einni af þínum og
milli okkar voru miklir kærleikar.
Nú líður að jólum og í huga mér
varst þú alltaf hluti af mínum, hvort
sem við hittumst eða ekki. Jólaboðin á
jóladag hjá ömmu Hullu eru án vafa
ein af mínum bestu bernskuminning-
um. Kærleikurinn sem þar ríkti yljar
mér ætíð þegar ég hugsa til þessara
daga.
Jóladagur á Brávöllunum þar sem
þú beiðst með opinn faðminn eftir
fólkinu þínu svona upp úr hádeginu.
Þá voru þú, dætur þínar og tengda-
dætur búnar að útbúa þvílíka veislu,
því allir urðu að fá nægju sína og í
jólaboðunum var svo sannarlega veitt
vel og lengi, eins og þú varst vön.
Hangikjötið stóð alltaf fyrir sínu og
hvorki fyrr né síðar hefur hangikjöt
verið eins gott og hjá þér. Margt var
ætíð um manninn og mikið spjallað.
Við krakkarnir vorum yfirleitt mjög
upptekin í alls kyns felu- og eltinga-
leikjum og hafðir þú gaman af því að
sjá hversu vel við undum okkur þótt
stundum hafi slest upp á vinskapinn
þegar sem mest gekk á. Þú tókst því
með þínu jafnaðargeði, alltaf var kæt-
in á næsta leiti og það vissir þú. Það
var alltaf einhvernveginn allt svo ró-
legt og hlýtt í kringum þig, og örygg-
istilfinningin sem þér fylgdi var einn
af þeim þáttum sem ég man best, á
Brávöllunum hjá þér var maður ein-
hvernveginn alveg ósnertanlegur.
Í húsinu ómaði hlátur. Skvaldrið
barst út í nóttina, það snjóaði og þeg-
ar leið að miðnætti kvaddi maður þig
með kossi á kinn, alveg að springa,
með munninn fullan af mackintosch.
Þú varst kannski ekki mjög stór
kona en hjarta þitt var stærra en
flestra. Sögur af hjartagæsku þinni
segi ég svo henni litlu dóttur minni
sem ber nafn þitt. Þannig munt þú
alltaf verða hluti af mínu lífi. Takk
fyrir allt, amma Hulla, megir þú hvíla
í friði eftir annasamt líf, því hvíldina
áttu svo sannarleg skilið.
Þínum nánustu, sonum þínum og
dætrum sérstaklega, sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Arnrún Halla Arnórsdóttir.
✝ Hámundur Eld-járn Björnsson
fæddist á Hámundar-
stöðum í Vopnafirði
15. júní 1917. Hann
lést á heimili sínu 9.
nóvember síðastlið-
inn. Hann var sonur
Björns Jónassonar
bónda og Kristjönu
Halldórsdóttur. Há-
mundur ólst upp hjá
föður sínum og konu
hans Sigríði Páls-
dóttur. Börn Björns
og Sigríðar voru
Jónas, Páll, Jóhanna,
Þorbjörg, Hólmfríður og Bjarni,
öll látin nema Þorbjörg sem varð
aldar gömul 17. júní síðastliðinn og
rún Jóhannsdóttir; Eddu, gift Jó-
hanni Stefánssyni; og Hrönn, gift
Marinó Jónssyni. Áður átti Guðrún
Viggó og Birnu. Hinn 18.10. 1956
lést Guðrún eftir löng veikindi.
Sigríður Marteinsdóttir tók að
sér heimilið að Guðrúnar ósk. Há-
mundur var sjómaður, lengst af
vélstjóri, á skipum Guðmundar
Jörundssonar, Narfa og Jörundi,
uns hann hætti á sjónum. Starfaði
hann þá sem vélstjóri í landi, fyrst í
frystihúsi Kaupfélagsins í Stykkis-
hólmi, síðar í Lindu og Sana á Ak-
ureyri.
Hámundur kvæntist Sigríði
12.12. 1963 og eignuðust þau son-
inn Martein. Hann er kvæntur Ros-
alie Alegra. Áður átti Sigríður son-
inn Birgi. Seinustu árin átti
Hámundur við vanheilsu að stríða.
Stór hópur niðja er frá honum
kominn.
Útför Hámundar var gerð frá
kapellu Akureyrarkirkjugarðs í
kyrrþey.
dvelur nú á Hrafnistu.
Þorbjörg ól Gunnar
son hans og Guðrúnar
upp ásamt manni sín-
um Ólafi.
16 ára fór Hámund-
ur til Siglufjarðar, til
móður sinnar og
manns hennar Jó-
hanns. Þau áttu tvö
börn, Matthías og Sig-
urbjörgu, áður átti
Kristjana Ingibjörgu.
Matthías og Ingibjörg
eru látin.
Á Siglufirði kynnt-
ist Hámundur Guð-
rúnu Kristjánsdóttur og giftu þau
sig 16 ágúst 1941. Þau áttu þrjú
börn: Gunnar, kona hans er Guð-
Nú ertu farinn, elsku pabbi minn,
og ég er strax farin að sakna þín. Þú
og mamma áttuð ekki langan tíma
saman, tæp 17 ár. Það er stuttur tími
í mínu lífi, ég var 14 ára þegar
mamma lést eftir veikindi. Og ég
flutti að heiman ári síðar. Öll okkar
sumur komum við norður og seinni
árin oftar, það var ekkert sumarfrí
öðruvísi en að koma til ykkar frá því
að börnin voru lítil. Nú eru þau orðn-
ir foreldrar á svipuðum aldri og þú
þegar þú misstir mömmu. Börnin
höfðu ætíð haft gaman af því að
koma til afa og ömmu og það verður
áfram gaman þó amma sé ein eftir.
Ég hafði mjög gaman af því þegar
þú komst suður í júní 2000. Þá sagðir
þú: „Edda mín, veistu að ef ég ætti
að velja mér konu í dag þá hefði ég
valið Sigríði því hún hefur reynst
mér mjög góð eiginkona.“
Ég veit að það verður skrítið að
koma norður þegar þig vantar, en
maður kíkir þá bara upp í garð og
rabbar við þig, því að það hef ég allt-
af getað gert, og ég hætti því ekki þó
svo að þú sért farinn á annan stað.
Ég veit að það hefur verið vel tekið á
móti þér, bæði mamma, Viggó bróð-
ir, litla stelpan mín Selma og Gabriel
sonur hennar. Hann hefur örugglega
hlaupið á móti þér.
Svo hittumst við síðar, elsku pabbi
minn, þegar minn tími kemur þá veit
ég að vel verður tekið á móti okkur.
Þín dóttir,
Edda J. Hámundardóttir.
Elsku afi, þá er komið að kveðju-
stund. Þegar mamma hringdi í mig á
laugardagsmorguninn og sagði mér
að þú værir dáinn var fyrsta hugsun
mín að nú værir þú kominn til Selmu
systur og litla frænda Gabríels. Ég
veit að þau hafa tekið vel á móti þér,
enda var mikill kærleikur í milli ykk-
ar.
Það er svo margt sem fer í gegnum
hugann þegar einhver sem maður
elskar svona mikið fer frá manni. Ég
man þegar ég var lítil og við fjöl-
skyldan lögðum upp í heljarmikið
ferðalag norður á Akureyri til að
heimsækja ykkur ömmu og alla hina
svona langt, langt í burtu. Og eftir að
ég fékk bílpróf hvað var alltaf gaman
að koma til ykkar og fá signa fiskinn
og búðinginn með saftinu á. Þegar þú
sast við borðið og lagðir kapal sem
alltaf gekk upp með afa-tækni eins og
ég hugsaði þegar restin af spilunum
endaði í réttri röð í bunkanum, svo
stóðstu upp og gekkst fram og aftur
eftir ganginum. Ég man líka svo vel
þegar ég og Rúnar fórum í brúð-
kaupsferðina okkar til ykkar ömmu
og okkur leið eins og á 20 stjörnu hót-
eli, og eftir að strákarnir okkar fædd-
ust hvað við fjölskyldan vörum alltaf
velkomin til ykkar, velkomin til hans
langa-afa. Stundum þegar ég var að
tala við þig og þú einhverra hluta
vegna nenntir ekki að hlusta á mig
lækkaðirðu í heyrnartækjunum og
sagðir svo: „Ha, ég bara heyri ekki
neitt,“ og ég bara hló.
Nú ertu kominn í friðinn og para-
dísina sem bíður okkar allra. Megir
þú hvílast vel, elsku afi minn, við hitt-
umst seinna.
Hrönn Jóhanns.
HÁMUNDUR ELD-
JÁRN BJÖRNSSON
Flestar af mínum
fyrstu minningum eru
tengdar ömmu minni
og það þrátt fyrir að
hún byggi á Akureyri
og ég í Reykjavík. Það var nefnilega
líkast hátíð þegar amma kom í bæinn
og ekki var tilhlökkunin minni þegar
ég fékk að fara til hennar á Akureyri.
Ég var elsta barnabarnið og nafna
hennar og milli okkar var alltaf alveg
einstakt samband. Í fyrsta sinn sem
ég fékk að vera hjá henni um tíma
var ég tæplega fimm ára gömul og
flaug ein norður þar sem amma tók á
móti mér. Ég var svo hjá henni í
þrjár vikur og kynntist þar líka
Guðna langafa mínum sem hún hélt
heimili með. Jakobína kona hans og
langamma mín var þá nýlátin. Margt
úr þessari dvöl stendur mér ljóslif-
andi fyrir hugskotssjónum, rétt eins
og það hefði gerst í gær. Ég grét
fyrstu kvöldin af heimþrá en amma
huggaði mig og söng mig í svefn og
brátt fannst mér eins notalegt að
lúra fyrir ofan ömmu mína eins og ég
væri heima hjá mér. Eftir þessa vist
sóttist ég sífellt eftir að fá að fara aft-
ur til ömmu og það fékk ég svo sjö
ára gömul og var hjá henni fyrsta
sumarið af fjórum. Þá var Einar Sig-
urðsson orðinn sambýlismaður
hennar og reyndist hann mér og öll-
um sonarbörnum ömmu minnar eins
og afi. Það var hreinasta sæluvist að
vera hjá ömmu. Hún var róleg og
aldrei neinn asi á hlutunum. Fólk leit
inn í kaffi og spjall í eldhúsinu, bæði
systur hennar og þeirra fjölskyldur
úr Sigtúnum og Geldingsá. Þá var
heimilið hennar ömmu eins og mið-
stöð fyrir þá sem voru í bænum. Það
þurfti gjarnan að baka og ömmu
fannst sjálfsagt að ég fengi að að-
stoða hana við það og var hún fljót-
lega farin að treysta mér fyrir því að
baka vöfflur og kleinur þótt ég fengi
ekki að steikja þær ein. Hún hafði
takmarkalausa þolinmæði gagnvart
mér og systrum mínum sem bættust
HULDA
GUÐNADÓTTIR
✝ Hulda Guðna-dóttir fæddist á
Krossi í Ljósavatns-
hreppi í S.-Þing. 10.
apríl 1913. Hún lést á
dvalarheimilinu Hlíð
á Akureyri 11. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Akureyrar-
kirkju 20. nóvember.
í hópinn næstu sumur.
Það var nefnilega eig-
inlega allt leyfilegt hjá
ömmu, nema það væri
beinlínis hættulegt. Ég
man ekki eftir því að
amma hafi nokkru sinni
skammað mig eða
amast við nokkrum
sköpuðum hlut sem
mér eða systrum mín-
um datt í hug að gera.
Ég veit samt og man að
við settum stundum allt
á annan endann. Við
fengum að mála og
smíða inni í geymslu.
Við fengum að sauma á gömlu
saumavélina hennar föt á dúkkur og
bangsa og klipptum í sundur alls
kyns efnisbúta og dreifðum út um
alla stofuna í leiðinni. Við settum upp
leikrit í suðurherberginu og seldum
krökkunum í nágrenninu aðgang.
Við fengum að fara í sund á hverjum
degi og vera í sundi hálfan daginn og
svo máttum við leika okkur úti fram
á kvöld. Amma kímdi bara góðlát-
lega, fjargviðraðist aldrei út af
óþarfa og hún treysti okkur alltaf.
Hún kenndi mér að afgreiða í hreins-
uninni sem hún og Einar ráku og
þegar hún var þess fullviss að ég
vissi hvað ég var að gera treysti hún
mér til að passa hreinsunina ef hún
þurfti að bregða sér frá. Í hreins-
uninni var stundum rólegt og þá not-
aði hún tímann til að kenna mér að
hekla. Hún vann líka við saumaskap
og hún kenndi mér að sauma á gömlu
saumavélina sína. Amma kenndi mér
líka að meta landið og náttúruna allt
í kringum okkur. Hún og Einar voru
óþreytandi að ferðast með okkur
systurnar og í lengri og styttri ferð-
um náðum við á fjórum sumrum að
ferðast um nær allt Norðausturland-
ið. Eftir því sem ég eltist fór ég að
átta mig betur á því að kjör ömmu
minnar voru ekki alltaf auðveld. Hún
var komin af fátæku bændafólki og
hafði þurft að vinna frá því hún var
barn, bæði heima hjá sér og síðar í
sveitunum í kring. Þegar hún giftist
varð sambúðin ekki löng og hún
flutti aftur til foreldra sinna með
pabba tæplega ársgamlan og Hrein
rétt ófæddan. Þegar hún fór svo það-
an til að vinna fyrir sér gat hún ekki
haft nema annan drenginn með sér
og pabbi varð eftir hjá afa sínum og
ömmu. Þegar hún var búin að fá hús-
næði og vinnu á Akureyri og komið
að skólagöngu hjá drengjunum gat
hún sent eftir pabba mínum og
nokkrum árum síðar fluttu foreldrar
hennar til hennar og bjuggu hjá
henni þar til þau létust. Amma átti
þess ekki kost að ganga í skóla nema
í farskóla eins og þá tíðkaðist í sveit-
um og svo var hún einn vetur í Hús-
mæðraskólanum á Laugum. Hún
hefði gjarnan viljað mennta sig
meira og henni var það mikils virði
að geta komið sonum sínum í góða
skóla og stutt þá til að komast í há-
skóla. Hún hvatti mig til að standa
mig vel í skólanum og gladdist með
mér þegar áföngum var náð í mínu
námi. Auk vinnu og heimilisstarfa
kom það í hlut ömmu minnar að ann-
ast um veika móður sína og síðan um
aldraðan föður sinn. Síðustu æviár
sín var svo Einar, sambýlismaður
hennar, mikill sjúklingur og átti
amma því erfitt með að fara frá hon-
um. Eftir sumardvalir mínar á Ak-
ureyri hittumst við amma eins oft og
því varð við komið, ýmist þegar hún
kom suður til foreldra minna eða
þegar ég fór norður í styttri heim-
sóknir. Þegar ég var nýútskrifaður
læknir vann ég svo eitt ár á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri og þá
var notalegt að geta litið inn til
ömmu og leyft strákunum mínum að
kynnast henni og Einari betur. Þeg-
ar hún varð áttræð buðum við Didda
systir henni að koma til okkar til
Englands og dvelja hjá okkur og
hafði hún mjög gaman af því að sjá
hvernig við byggjum og kynnast
landinu.
Þegar ég kom frá Englandi í heim-
sókn fyrir 6 árum var greinilegt að
farið var að halla undan fæti hjá
ömmu minni. Þó að líkamleg heilsa
hennar væri góð var minnið farið að
gefa sig. Mér brá við næsta sumar
þegar ég hitti hana, hún var ekki
sjálfri sér lík og hugurinn var eins og
annars staðar. Þannig lifði hún síð-
ustu árin, bjó á Dvalarheimilinu Hlíð
þar sem var annast um hana af alúð
en ég vissi aldrei hvort hún þekkti
mig þegar ég heimsótti hana. Það
var sárt að horfa upp á þessa konu
sem hafði verið svo sjálfstæð og stolt
í þessum fjötrum. Þegar ég var lítil
hugsaði ég oft að það versta sem
gæti komið fyrir mig væri að missa
hana ömmu mína. Núna er ég sátt
við endalokin, hennar tími var kom-
inn. Ég er þakklát forsjóninni fyrir
að fá að njóta samvista við ömmu
mína í fjörutíu ár. Amma mín var
mér fyrirmynd í sjálfstæði sínu og
hugrekki í lífinu, hún veitti mér hlýju
og öryggi í uppvextinum og gaf mér
trú á sjálfa mig og að allir vegir væru
manni færir ef maður vildi. Ég hefði
ekki getað átt betri ömmu.
Hulda Hjartardóttir.
Ástkær systir okkar,
GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR,
Fagurhólsmýri,
Öræfum,
lést á Landspítalanum Hringbraut miðviku-
daginn 20. nóvember.
Nanna Sigurðardóttir,
Tryggvi Sigurðsson,
Ari B. Sigurðsson.
Ástkær eiginmaður minn,
HAUKUR GUÐMUNDSSON,
Æsufelli 2,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtudaginn
21. nóvember.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurbjörg Eiríksdóttir.