Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 52
MINNINGAR 52 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnar Aðils Að-alsteinsson fædd- ist í Brautarholti í Dölum hinn 3. sept- ember 1926. Hann andaðist á Sjúkra- húsi Akraness hinn 16. nóvember síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ingileif Sigríður Björnsdóttir, f. 15.6. 1899, d. 14.6. 1977, og Aðalsteinn Bald- vinsson, f. 12.9. 1897, d. 21.9. 1980. Systkini Gunnars eru: 1) Svafa, f. 1922, nú látin, 2) Ingólfur, f. 1923, 3) Guðrún, f. 1924, nú látin, 4) Svanhildur, f. 1929, 5) Brynjólf- ur, f. 1931, og 6) Emelía Lilja, f. 1934. Gunnar kvæntist 17.6. 1950 Steinunni Árnadóttur, f. 15.5. 1929, dóttur hjónanna Guðrúnar Einars- dóttur, f. 7.1. 1899, d. 1995, og Árna J. Árnasonar, f. 9.5. 1896, d. 1949. Börn Gunnars og Steinunnar eru: 1) Sólrún, f. 25.3. 1950, gift Gylfa Markusi Menczymski, f. 1980. b) Gunnar Aðils, f. 1984. c) Friðrik Árni, f. 1992. 5) Ingileif Aðalheiður, f. 16.12. 1958, gift Magnúsi Vals- syni, f. 2.10. 1955. Dætur þeirra eru: a) Sigríður Aðils, f. 1982. b) Ás- rún Ester, f. 1988. 6) Árný Guðrún, f. 13.5. 1964, í sambúð með Guðjóni Bjarnasyni, f. 26.2. 1963. Gunnar ólst upp í Brautarholti. Hann stundaði nám í Verslunar- skóla Íslands og lauk þaðan prófi 1947. Gunnar var barnakennari og vörubifreiðarstjóri til 1950 og stundaði búskap á nýbýlinu Braut- arholti II 1950–1971. Hann gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í sinni sveit, var m.a. gjaldkeri Ræktunar- sambands Suður-Dala, formaður Sjúkrasamlags Haukdælinga og í kirkjubyggingarnefnd Haukadals. Hann var um nokkurra ára skeið sláturhússtjóri í Brautarholti og síðan í Búðardal. Árið 1971 var hann fenginn til að taka að sér for- stöðu fyrir sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga í Borgarnesi og gegndi hann því starfi til 1989. Eft- ir það stundaði hann ýmis störf hjá sama fyrirtæki til ársins 1993, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Útför Gunnars fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Má Guðjónssyni, f. 19.3. 1943. Börn þeirra eru: a) Sunna Björk, f. 1977, b) Gunnar, f. 1980, c) Haukur, f. 1982. 2) Hafdís, f. 8.5. 1951, gift Nikulási Á. Halldórssyni, f. 3.5. 1946. Börn þeirra eru: a) Gunnur Steinunn, f. 1972, gift Þorkeli Má Hreinssyni, f. 1971. Þau eiga tvö börn, Nikulás Árna og Haf- dísi Guðrúnu. b) Hall- dór Þorsteinn, f. 1974, kvæntur Tunu Metya, f. 1977. c) Steinar, f. 1986. 3) Trausti, f. 30.5. 1953, kvæntur Ástríði Gunnarsdóttur, f. 9.10. 1953. Þeirra synir eru: a) Gunnar Ingi, f. 1976, kvæntur Margréti Heiðu Guðbrandsdóttur, f. 1978. b) Bjarki, f. 1978, í sambúð með Ástu Friðriksdóttur, f. 1978. c) Hlynur Torfi, f. 1988. 4) Tryggvi, f. 9.3. 1956, kvæntur Elsu Friðriksdóttur, f. 4.1. 1957. Þeirra börn eru: a) Jenný Lind, f. 1979, í sambúð með Það er stundum sagt að þau áhrif sem fólk verður fyrir þegar það hittir einhvern í fyrsta sinn ráði miklu um samskipti þess síðar. Þannig var það með mig þegar ég hitti Gunnar Að- alsteinsson fyrst, fyrir bráðum 34 ár- um. Ég var þá farinn að draga mig eftir Sólrúnu, elstu dóttur þeirra Steinunnar, og var boðið með þeim þremur, Guðrúnu heitinni tengda- móður hans og fleiri ættingjum í Þjóðleikhúsið. Þau hjónin voru þá bú- sett vestur í Dölum, en höfðu brugðið sér í bæjarferð og notuðu tækfærið til að njóta menningarinnar. Mér fannst Gunnar strax vera eftirtekt- arverður maður. Það var einhver reisn yfir honum og greinilegt að hann bar með sér sterkan persónu- leika. Næst hitti ég Gunnar þegar við Sólrún fórum vestur í Brautarholt um páskana til þess að opinbera trú- lofun okkar og var tekið afar vel, enda hefur einstök gestrisni verið að- alsmerki tengdaforeldra minna alla tíð. Mér er það ennþá minnisstætt hvað það fór um mig þegar Sólrún skildi mig einan eftir í stofunni hjá Gunnari og hann fór að yfirheyra tengdasoninn tilvonandi um allt milli himins og jarðar. Ég var þá ungur og róttækur eins og tíðkaðist mjög á sjö- unda áratugnum, en hann fremur hægfara umbótamaður. Síðar á æv- inni varð hann þó sífellt meira fé- lagslega þenkjandi og réð þar eðlis- læg réttlætiskennd hans. Honum hefur vafalaust þótt ég vera nokkuð hvatvís í skoðunum, en það kom ekki í veg fyrir að við gætum rætt málin í mesta bróðerni, enda hafði Gunnar yndi af rökræðum. Hann rökstuddi mál sitt vel og vildi að viðmælendur hans gerðu það líka, hvort sem þeir voru honum sammála eða ekki Gunnar var félagslyndur og hafði gaman af að hitta fólk. Hann hafði sig aldrei mikið í frammi og krafðist engrar sérstakrar athygli. Hins veg- ar hafði hann svo góða nærveru að fólk laðaðist að honum. Því var það einatt svo þegar stórfjölskyldan kom saman og nóg var af skemmtilegu fólki að tala við, að það endaði samt alltaf með því að við, allir strákarnir hans, synir og tengdasynir, vorum komnir í hnapp í kringum hann, ásamt ýmsum öðrum Gunnar var vel lesinn maður og af því að hann var bæði hrifnæmur og einlægur varð hann oft gagntekinn af því sem hann las. Hann velti fyrir sér efni bókanna og ræddi það fram og til baka. Þegar hann hafði melt það með sér og greint kjarnann frá hisminu, þá fyrst lagði hann það til hliðar og fann sér eitthvað annað til að fást við. Það að hafa búið í sveit meira en hálfa ævina setti mark sitt á Gunnar. Hann var sveitamaður í jákvæðri merkingu þess orðs og var þjóðlegur í háttum. En hann var jafnframt markaður af þéttbýlinu, enda um- gekkst hann marga og stjórnaði fjöl- mennum vinnustað um langt árabil. Gagnstætt því sem tíðkast mjög í þéttbýli skiptir hver einstaklingur máli í sveitinni og þannig horfðu mál- in við Gunnari. Þau Steinunn létu sér annt um annað fólk og gerðu sér far um að sinna þeim sem þau töldu vera einmana og létu þá jafnframt njóta gestrisni sinnar. Þau hjónin höfðu mjög gaman af að ferðast, bæði innanlands og utan. Á seinni árum fóru þau nokkrum sinnum til útlanda, gjarna með Ingu systur Steinunnar og Sigurði manni hennar, sem var sveitungi og æsku- vinur Gunnars. Eitt sinn fóru þau til Finnlands með Norræna félaginu. Þar eignuð- ust þau góða vini, sem þau héldu tryggð við síðan. Það varð til þess að Gunnar fór að læra finnsku á eigin spýtur og tókst með óskiljanlegum hætti að ná nokkrum tökum á málinu. Þetta gerði hann, þrátt fyrir að orða- bækur væru ekki tiltækar og engin kennsla stæði til boða. Hann kom skipverjum á finnsku skipi, sem land- aði timbri í Borgarnesi, mjög á óvart, þegar hann gat ávarpað þá á þeirra eigin tungumáli og hafði hann gaman af. Innanlands voru Dalirnir þeim hjónum kærari en aðrir staðir og höfðu þau alltaf jafn gaman af að fara þar um. Fyrir þremur árum fórum við Sólrún með þeim, ásamt Hafdísi næstelstu dóttur þeirra og Nikulási manni hennar, í Dalina. Við keyrðum vítt og breitt um svæðið og gistum tvær nætur á Stóra-Vatnshorni. Það besta við ferðina var þó hvað við höfð- um gaman af samverunni og langaði okkur öll til að endurtaka ævintýrið. Af því gat því miður ekki orðið, þar sem sumarleyfi okkar bar ekki upp á sama tíma. Ég minnist líka frábærr- ar verslunarmannahelgar sem þau eyddu með okkur Sólrúnu og strák- unum okkar í sumarhúsi í Vaðnesi. Oft erum við búin að rifja hana upp og hlæja að því sem þar bar við. Gunnar var náttúrubarn og naut þess að bjástra úti við, hvort sem var við gróðurstörf, kartöflurækt eða dytta að og smíða. Honum var ein- staklega lagið að finna sér eitthvað til að gera og vandaði til allra verka. Meðan hann hafði heilsu var allt stærra í sniðum. Til dæmis smíðaði hann safnkassa sem hann gaf vinum og vandamönnum, reisti fallegt torf- hús í garðinum hjá sér og ýmislegt fleira fann hann sér til. Þegar þrekið þraut fór hann að sauma í og eiga nú afkomendur hans fallega púða, sem hann saumaði og gaf í jólagjafir. Gunnar hafði þann eiginleika að geta glaðst yfir litlu. Fugl á grein, köttur á ferð um lóðina eða falleg kartöflugrös voru honum gleðigjafar. Umhyggja fyrir dýrum var mjög ríkjandi þáttur í fari Gunnars. Mér finnst það dæmigert, að þegar þau bjuggu enn í Brautarholti hændu krakkarnir að sér hrafnsunga, Gunn- ari til lítillar þægðar. En það breytti því þó ekki að hann gekk ríkt eftir því að krakkarnir sæju til þess að hrafn- inn fengi alltaf nóg að éta. Það er líka minnisvert hvað hann tók miklu ást- fóstri við tík sem Ingileif dóttir hans og hennar fjölskylda áttu og var það reyndar gagnkvæmt, því þegar Gunnar kom heim eftir sjúkrahús- legu urðu miklir fagnaðarfundir hjá þeim. Þegar tíkin drapst tregaði hann hana mjög. Gunnar var mikill fjölskyldumað- ur, sem naut þess að vera samvistum við börn sín og ættingja. Hann var glaður í góðum hópi og var þá bæði fyndinn og skemmtilegur. Það var því ekki að undra að oft var líflegt í kringum hann. Gunnar fylgdist vel með því hvernig þeim sem voru hon- um nákomnir vegnaði, gladdist þegar vel gekk og sýndi skilning ef á móti blés. Barnabörnum sínum var Gunn- ar góður afi, hlýr og notalegur og átti auðvelt með að ná til þeirra. Fyrir það hvernig hann var upp- skar hann einlæga væntumþykju barna sinna. Það kom glöggt í ljós eftir að hann veiktist. Þá lögðust þau öll á eitt, svo ekki mátti á milli sjá, við að sinna honum og vera til aðstoðar, hvert með sínum hætti. Steinunn tengdamóðir mín lét ekki sitt eftir liggja í þeirri baráttu, þrátt fyrir að vera heilsulítil sjálf. Eins og jafnan áður stóð hún þétt við hlið hans og sparaði ekki krafta sína við að gera honum lífið bærilegra. Steinunn og Gunnar voru afar samrýnd hjón og hrifin hvort af öðru. Þótt þau væru ólík áttu þau mjög margt sameiginlegt. Þar má m.a. nefna einlægan áhuga þeirra fyrir sí- gildri tónlist. Á kvöldin sátu þau gjarna saman, spjölluðu og spiluðu á spil. Þau voru mjög samhent um allt sem laut að heimilinu og bæði höfð- ingjar heim að sækja. Gunnar var einstaklega æðrulaus maður og bar sig alltaf vel, þótt á móti blési. Þessi eiginleiki hans kom ekki síst í ljós í erfiðri baráttu hans við krabbameinið. Hann kvartaði aldrei og hélt sínu striki meðan stætt var. Það er ekki ofsagt að hann hafi lifað með reisn, allt til hinstu stundar. Með Gunnari Aðalsteinssyni er genginn maður sem gott er að minn- ast og á kveðjustund þakka ég hon- um áratuga vináttu og góðvild í minn garð. Steinunn tengdamóðir mín hef- ur misst mikið við fráfall hans. Ég votta henni og öllum afkomendum þeirra einlæga samúð mína og vona að minningin um þennan vandaða og góða mann verði þeim styrkur í sorg þeirra. Gylfi Már Guðjónsson. Hjörtu okkar fyllast af sorg yfir því að hafa misst þig, elsku pabbi og tengdapabbi, og við vitum að þú kem- ur aldrei aftur. En við erum full þakklætis fyrir að hafa átt þig fyrir pabba og tengdapabba. Pabba sem stóð með manni í blíðu og stríðu. Pabba sem átti alltaf stund til að spjalla um alla skapaða hluti milli himins og jarðar. Elsku pabbi, við þökkum þér samveruna. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus er úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku mamma, missir okkar allra er mikill, en þinn þó mestur. Við biðj- um góðan guð að varðveita þig og styrkja. Hafdís og Nikulás. Nú þegar ég sit hér og skrifa minningu um pabba flýgur svo margt um hugann. Pabbi var strangur upp- alandi, en sanngjarn, og færi betur í nútímanum að börn fyndu svolítið fyrir slíkri festu. Pabbi var af þeirri kynslóð sem trúði á merkingu orðanna „orð skulu standa“ og einnig að nýta bæri alla hluti. Oft var hlegið dátt þegar pabbi var spurður um óvenjulega og jafnvel ófáanlega hluti, þá gat hann alltaf gengið að þeim í kompunni sinni, hvort sem um var að ræða ró eða spíss, hurðarhún eða vinkil. Pabbi var mjög hagur í hönd- unum, t.d listasmiður og trúr sjálfum sér í því sem öðru, allt var rammlega og sterklega gert, vandað og óaðfinn- anlegt. Síðustu árin og sérstaklega þegar sjúkdómur hans fór að taka sinn toll og kraftar að þverra, skipti hann á hamri og nagla og tók sér nál í hönd. Eftir hann liggja mörg spor. Að öðrum ólöstuðum er mér ofar- lega í huga þakklæti fyrir ómetan- lega vináttu pabba og Sigurðar Markússonar. Þeir voru æskuvinir og svilar, þar bar aldrei skugga á. Sigurður rabbaði við pabba á hverj- um degi í síma og stytti honum stundir er dagarnir voru farnir að vera langir og erfiðir. Einnig vil ég þakka fyrir þá gef- andi nærveru hjúkrunarkvennanna okkar hér í Borgarnesi og fyrir um- hyggju hjúkrunarfólksins á deild A á Sjúkrahúsi Akraness. Ógerningur er að tala um aðhlynn- ingu og hjúkrun hans án þess að nefna Árnýju systur sem var vakin og sofin yfir velferð hans og okkur hinum ráðgjafi í öllu er sneri að veik- indum og hjúkrun pabba. Þar kom fag hennar og einurð að góðum not- um. Öll reyndum við að gera okkar besta og gott til þess að vita að við systkinin gengum svo vel í takt og af fullum vilja og trúmennsku að því að hlúa sem best að pabba og reyna að gera honum lífið léttbærara. Þar má ekki gleyma tengdabörnum hans. Ég hef grun um að honum hafi fundist hann eiga 12 börn en ekki 6. Nokkrum dögum fyrir andlát sitt sagði hann við mig: „Ég er auðugri en margir mennirnir sem telja sig ríka.“ Ég vissi hvað átt var við, og að mamma og við börnin vorum hans auðæfi. Þegar upp er staðið er mér efst í huga þakklæti til pabba fyrir okkar sérstöku vináttu og stundir saman og allan þann tíma sem hann varði til þess að sinna dætrum mínum. Þær syrgja hann sárt. Síðast en ekki síst þakklæti til mömmu sem hefur geng- ið hönd í hönd með pabba í 53 ár, slíkt er fágætt, dýrmætt og fallegt. Þau máttu ekki hvort af öðru sjá. Hún annaðist hann af alveg sérstakri alúð og ást í veikindum hans og vakti yfir hverju hans spori og hélt í hönd hans allt þar til yfir lauk. Þannig er ástin. Hittumst heil, elsku pabbi. Þín dóttir, Ingileif. Einhvern veginn sér maður föður sinn strax frá barnsaldri sem hinn fullkomna, stóra, sterka og náttur- lega besta pabbann af öllum. Nú á fullorðinsárum sé ég að pabbi hefur svo sannarlega komist ansi ná- lægt þessari ímynd. Pabbi hefði svo sem ekki kært sig um að vera mærð- ur og það geri ég ekki – hann var ein- faldlega svona. Annað eins ljúfmenni var vandfundið. Mikil kurteisi og prúðmennska var honum í blóð borin. Hann var sérstaklega góður við gam- alt fólk og þá sem minna máttu sín og kom fram við alla á jafningjagrund- velli. Mömmu er sérstaklega minn- isstætt þegar hann kom heim með einstæðing, fárveikan af lungnabólgu og sagði að heima hjá mömmu fengi hann bestu hjúkrunina – og hann var svo sannarlega ekki sá eini sem naut umhyggju þeirra. Eftirfarandi vísu skrifaði pabbi í minningabókina mína: Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga og lýsa þeim sem ljósið þrá en lifa í skugga. (Ók. höf.) Þetta segir svo margt um pabba minn og hans lífsviðhorf. Pabbi var mjög nákvæmur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Oft kímdum við systkinin þegar við litum inn í „kompuna“ hans. Þar var hver nagli og skrúfa á sínum stað. Í gamla daga var hann fljótur að sjá ef ein- hver hafði komist í áhöldin hans og var viðkvæðið þá jafnan: „Drengirnir mínir hafa komist í þetta.“ Tilfinn- ingar sínar tjáði hann ekki í orðum en faðmlagið var hlýtt og umvefjandi. Hann leit stoltur yfir hópinn sinn þegar fjölskyldan hittist og í sumar gladdi það hann mjög að heyra að von væri á þriðja langafabarninu. En stoltastur var hann af mömmu. Það lifnaði alltaf yfir honum þegar mamma birtist og víst var að þar sem sást til annars var hitt skammt und- an. Ást þeirra var einstaklega falleg og skilyrðislaus. Ég minnist ein- stakrar umhyggju hennar og umönn- unar í veikindum hans, þar sem hún vék ekki frá honum til hinstu stund- ar. „Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn vold- uga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindin- um, þá fyrst munt þú hefja fjallgöng- una. Og þegar jörðin krefst líkama þíns muntu dansa í fyrsta sinn.“ (Úr Spámanninum.) Ég kveð ástkæran föður minn með þakklæti fyrir allt sem hann var mér. Minning hans lifir í hjarta mínu. Nú er hans fjallganga hafin. Árný. Í dag er til moldar borinn ástkær tengdafaðir minn, Gunnar A. Aðal- steinsson. Ég kynntist honum fyrst er ég hóf búskap með Ingileif dóttur hans í október 1976. Síðan þá má segja að við höfum búið í sömu götu og mikill samgangur á milli heimila. Í upphafi fannst mér Gunnar frekar dulur og ekki gefa mikið af sér, en er ég kynntist honum nánar kom í ljós opinn og skemmtilegur maður. Hann var mjög tryggur sínum og mjög trúr í starfi og leik. Dætur okkar Ingileif- ar sóttu mjög til ömmu og afa. Þar lærðu þær að spila og tefla og mikið höfðu þær gaman af því að smíða með afa. Hann var mjög duglegur að smíða í frístundum sínum, hann smíðaði m.a. kofa í garðinn fyrir þær ásamt ýmsu öðru. Þessar stundir voru þeim og okkur mjög dýrmætar. Síðustu átta árin var á heimili okkar hundurinn Perla og var mikil vinátta á milli þeirra tveggja, fóru þau oft saman í göngutúra hér um bæinn og áttu góðar stundir saman. Oft áttum við Gunnar orðastað við eldhúsborðið hjá þeim hjónum um lífsins gagn og nauðsynjar, pólitík og fjármál. Sjaldan vorum við sammála, en þó við brýndum raust og bönk- uðum í borð þá var alltaf endað í góðu og helst fór maður ekki úr húsi án þess að kyssast bless. Að leiðarlokum vil ég þakka frá- bær kynni í rúman aldarfjórðung og bið góðan Guð að blessa Steinunni og gefa henni styrk í þeirri sorg er hún upplifir nú. Magnús Valsson. Nú er Gunnar, bróðir minn, farinn frá okkur til hins óþekkta. Minning- GUNNAR A. AÐALSTEINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.