Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 54
UMRÆÐAN
54 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
CARITAS á Íslandi efnir til tón-
leika í Kristskirkju, Landakoti, til
styrktar foreldrafélagi misþroska
barna, sunnudaginn 24. nóv. kl. 16.
Foreldrafélag misþroska barna
hefur starfað frá árinu 1988 og tel-
ur nú tæplega 800 fjölskyldur hvað-
anæva á landinu. Undirrituð tók við
formennsku í félaginu á þessu ári af
Matthíasi Kristiansen sem er orð-
inn landsmönnum að góðu kunnur
ásamt konu hans Heidi Kristiansen.
Fyrir þeirra tilstilli og fleiri sem
starfað hafa með þeim hjónum er
aukinn skilningur í samfélaginu á
málefnum misþroska og ofvirkra
barna. Foreldrar hafa getað sótt
bæði stuðning og fræðslu til for-
eldrafélagsins og samstarfsaðila
þess, s.s. fagaðila í fræðsluþjónust-
unni Eirð. Starfsemi foreldra-
félagsins er mjög víðtæk. Árlega
eru í starfsáætlun þess fyrirlestrar
og námskeiðahald, auk rekstrar
upplýsinga- og fræðsluþjónustu og
útgáfu fréttabréfs ársfjórðungs-
lega.
Stöðugt fleiri börn greinast nú
hérlendis með það sem kallast á ís-
lensku athyglisbrestur með eða án
ofvirkni, á alþjóðamáli AD/HD eða
Attention Deficit Hyperactivity
Disorder. Einkennin geta verið
mismikil og ólík hjá mismunandi
eintaklingum. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt fram á að 3–5% barna í
hverjum árgangi greinast með
þessa röskun. Rannsóknir hafa sýnt
fram á að athyglisbrestur með eða
án ofvirkni, AD/HD, stafar af trufl-
un boðefna í miðtaugakerfinu sem
m.a. gegna mikilvægu hlutverki í
stjórn hegðunar. Einkennin geta
einnig komið fram í tengslum við
sjúkdóma eða höfuðáverka. Rann-
sóknir hafa ennfremur sýnt fram á
að athyglisbrestur með eða án of-
virkni gengur í erfðir. Grunnorsök-
in fyrir ofvirkni er því líffræðileg og
hægt er að fullyrða að ekki er um
að kenna uppeldi barna. Aðstæður
á heimili og í skóla geta aftur á móti
haft áhrif á hvernig tekst að vinna
úr þeim erfiðleikum sem að barninu
eða unglingnum steðja.
Hjá Barna- og unglingageðdeild
geta foreldrar sótt þjálfunarnám-
skeið og margs konar sérhæfða ein-
staklings- og fjölskylduráðgjöf,
sem og hjá Greiningar- og ráðgjaf-
arstöð ríkisins og fræðslu- og ráð-
gjafarþjónustunni Eirð. Fé-
lagsþjónustan í Reykjavík hefur
einnig nýverið sett á laggirnar sam-
starfshóp um heildræna þjónustu
fyrir ofvirk börn og fjölskyldur
þeirra. Fræðsla og þekking á at-
hyglisbresti og ofvirkni er forsenda
fyrir því að við getum veitt barninu
sem greinst hefur með athyglis-
brest og ofvirkni viðeigandi aðstoð
og stuðlar að betri líðan allra sem
tengjast barninu og ekki síst
barninu sjálfu.
Hjá foreldrafélaginu er á þessari
önn í boði aukin sérfræðiþjónusta í
formi stuðningshópa undir hand-
leiðslu fagaðila; s.s. félagsfærn-
inámskeið fyrir unglinga, sjálfs-
styrkingarhópvinna fyrir foreldra
og stuðningshópur fullorðinna með
AD/HD. Fræðslunámskeiðin hafa
og verið endurskipulögð til að mæta
ólíkum þörfum foreldra eftir aldri
barnanna.
Skólamálin brenna mjög á öllum;
börnunum, foreldrunum og kennur-
um. Börn með athyglisbrest eiga í
erfiðleikum með að einbeita sér að
námi, ná takmarkað fyrirmælum
kennara, eiga í erfiðleikum með að
hafa skipulag á náminu, námsbók-
unum og tíma sínum og eru oft
mjög gleymin. Hjá foreldrafélaginu
erum við að skoða hvernig við get-
um best komið til móts við kennara,
en mikið af börnum með athyglis-
brest með eða án ofvirkni er í al-
mennum bekkjum grunnskólans
jafnvel án stuðnings eða aðstoðar.
Mikilvægt er að vinna lausnamiðað
að þessum málum og leita leiða sem
virka fyrir alla. Það krefst sam-
vinnu margra aðila, foreldra og
skóla og fagfólks með sérþekkingu
á athyglisbresti og ofvirkni.
Eftir Ingibjörgu
Karlsdóttur
„Stöðugt
fleiri börn
greinast hér-
lendis með
athyglis-
brest með eða án of-
virkni.“
Höfundur er formaður foreldra-
félags misþroska barna og fé-
lagsráðgjafi hjá þróunarsviði
Félagsþjónustunnar í Reykjavík.
Til styrktar börnum með
athyglisbrest og ofvirkni
TUGÞÚSUNDIR kvenna hér á
landi taka hormónalyf vegna tíða-
hvarfa. Ætla má að stór hluti þeirra
taki lyfin vegna einkenna sem fylgja
þessu aldursskeiði, en margar hafa
eflaust byrjað meðferð í forvarnar-
skyni þar eð talið var að hormónin
gætu verndað konur gegn hjarta- og
æðasjúkdómum auk þess að koma í
veg fyrir beinþynningu síðar meir.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um og í Morgunblaðinu nýverið hafa
nýjustu rannsóknir sýnt að samsett
hormónameðferð vegna tíðahvarfa
getur gert meiri skaða en gagn sem
fyrsta stigs heilsuvernd. Það er því
full ástæða til að heimilislæknar
endurmeti ábendingar fyrir horm-
ónameðferð við tíðahvörf og upplýsi
konur um kosti og galla þessarar
meðferðar. Einnig er mikilvægt að
að konur geti tekið sjálfstæða
ákvörðun um það hvort þær vilji
fara í þessa meðferð eða ekki. Þær
konur sem eru þegar í meðferð geta
einnig endurmetið nauðsyn með-
ferðarinnar. Margar konur kvarta
hins vegar undan því að enda þótt
þær hafi í upphafi haft lítil sem eng-
in einkenni tíðahvarfa svo sem hita-
og svitakóf þegar þær byrjuðu á
lyfjameðferð hafi þær fengið alls
kyns fráhvarfseinkenni þegar þær
reyna nú að hætta hormónameðferð
eftir langvarandi notkun þeirra og
una því illa þessum valkosti. Margar
konur hafa einnig farið á hormóna-
meðferð eftir brottnám legs og/eða
eggjastokka. Margar þeirra hafa
staðið í þeirri trú að þær þyrftu að
taka hormóna ævilangt.
Til þess að auðvelda konum sem
það vilja, að hætta á hormónameð-
ferð vegna breytingaskeiðsins, hafa
verið samdar leiðbeiningar fyrir
heimilislækna og konur almennt um
það hvernig notkun verður best
hætt án þess að það valdi of miklum
fráhvarfseinkennum. Efnislega er
hluti þessara leiðbeininga á þessa
leið:
Ráðlagt er að draga úr horm-
ónameðferðinni hægt og sígandi á 6
til 12 vikum. Sumar konur geta þó
þurft lengri tíma. Væg hita- og
svitakóf geta gert vart við sig á tím-
anum en hverfa fljótlega.
Töflumeðferð
Fyrstu 3 vikurnar er reynt að
minnka hormónamagnið, t.d. með
því að fá vægari hormónatöflur hjá
lækni, eða að skipta hverri töflu í
tvennt (í sumum töflutegundum er
skora sem hentar vel til þess að
kljúfa töflurnar).
Næstu vikur þar á eftir má
taka töflur annan hvern dag, þar á
eftir töflumeðferð í einn dag og hafa
síðan tvo daga án töflu o.s.frv. þar til
meðferð er hætt.
Plástrar
Fyrir þær sem nota hórmóna-
plástra er hægt að minnka horm-
ónamagnið sem fer inn í líkamann
með því að klippa ræmu af plástr-
inum, t.d. 1⁄4 fyrstu 2–4 vikurnar, ½
næstu vikur þar á eftir o.s.frv.
Í sumum tilvikum geta konur
skipt töflum yfir í plástra til að
minnka skammtana.
Meðferð vegna brottnáms
legs og/eða eggjastokka
Enn sem komið er skortir vísinda-
lega þekkingu á lengd hormónameð-
ferðar eftir skurðaðgerðir eða
snemmbær tíðahvörf af öðrum
ástæðum. Líklegt er talið að horm-
ónameðferð gagnist þessum konum
til fimmtugs. Eftir þann tíma geta
þá ofannefndar leiðbeiningar komið
að gagni.
Staðbundin östrogenmeðferð
Athygli er vakin á því að stað-
bundin östrógenmeðferð í leggöng (í
formi krems eða hrings, sem komið
er fyrir í leggöngum) er árangursrík
til þess að koma í veg fyrir þurrk í
slímhúð og til að hindra endurtekn-
ar þvagfærasýkingar. Slík meðferð í
hæfilegum skömmtum er talin
örugg við langtímanotkun.
Að hætta á horm-
ónameðferð
vegna tíðahvarfa
Eftir Jóhann
Ág. Sigurðsson og
Hildi Kristjánsdóttur
Jóhann er prófessor í
heimilislæknisfræði við HÍ og
Hildur er yfirljósmóðir á Heilsu-
gæslustöðinni Sólvangi í Hafnarfirði.
„Vísindalega þekkingu
skortir á lengd horm-
ónameðferðar eftir
skurðaðgerðir eða
snemmbær tíðahvörf.“
Löggilding Landnámu
og máldaga
Síðastliðið vor birtist fyrsti úr-
skurður óbyggðanefndar. Þar er hlið-
sjón höfð af dómum Hæstaréttar í
áþekkum málum. Athygli vekur tal
um landnám og tilvitnanir í Land-
námu. Löngu glötuð frumgerð henn-
ar var frá því um 1100. Elsta heila
gerð er Sturlubók, kennd við Sturlu
Þórðarson (d. 1284). Aðrar miðalda-
gerðir, Hauksbók og Melabók, eru
yngri og óheilar. Varðveittar gerðir
Landnámu eru umsamdar og auknar
og um 400 árum yngri en landnámið.
Ekki sést að Hæstiréttur eða
óbyggðanefnd ræði neitt um aldur
hennar eða heimildagildi, en líta á
hana eins og löggilta bók um upphaf
byggðar. Landnáma var aldrei löggilt
til að hafa réttarverkan og heimilda-
gildi vafasamt.
Í lagasafninu er konungsbréf frá 5.
apríl 1749 og þar löggilt „kirkjureg-
istur, sem ... Gísli heitinn Jónsson, á
að hafa samið árið 1575. Fleiri mál-
dagabækur eru í erindisbréfi biskups
1. júlí 1746 „er allar þrætur um eignir
kirkna og réttindi skulu dæmd og út-
kjáð eftir. Í „Almennum niðurstöðum
óbyggðanefndar stendur í lok greinar
„10.5.3 Máldagar og vísitasíur: „Af
úrlausnum dómstóla má ráða að
heimildargildi máldaga og vísitasía
um tilvist eignarréttinda er metið af
mikilli varfærni en þessar heimildir
geti þó, ásamt öðru haft nokkra þýð-
ingu. Ekki fylgir dæmi.
Hvernig var land numið?
Á sama stað segir óbyggðanefnd að
2/3 hlutar lands voru grónir við land-
nám, en nú ¼. Aftur á móti er lítið um
að byggð náði hærra til fjalla á fyrstu
öldum Íslandsbyggðar. Einnig vekur
athygli að báðir aðilar ganga fram hjá
rannsóknum á því hvernig land
byggðist. Sigurður Þórarinsson sagði
(Árbók fornleifafélagsins, 1976, s. 35)
að „byggð hafi allvíða snemma, eða á
tíundu öld og sumstaðar jafnvel þeg-
ar á landnámsöld náð að teygja sig
lengra inn í landið en hún hefur
nokkru sinni síðar gert.
Seinni rannsóknir eru, t. d. Svein-
björn Rafnsson og fleiri, sem rann-
sökuðu Hrafnkelsdal og Brúardali,
en þar eru leifar eftir byggð frá land-
námstíð í nærri 600 metrum yfir sjó.
Við Hvítárvatn á Kili voru tveir bæir,
sem eyddust 1104. Niðurstaða Guð-
rúnar Sveinbjarnardóttur er að
byggð hófst snemma til fjalla en stóð
ekki lengi (Farm Abandonment ...
Iceland). Mjög gott dæmi er bær við
Einhyrning inn af Fljótshlíð í 310
metra hæð, þar sem byggð hófst eftir
900 en var fáar aldir (Eldur er í norðri
1982). Fjallabyggðirnar eru oft
nefndar í Landnámu (Ísl. fornrit. I.
cxliii). Bújarðir voru numdar til eign-
ar, og jarðir eiga oftast land hærra en
bæir standa.
Eignir kirkjustaða
og „afréttareign“
Fyrir söguþingið s.l. vor rannsak-
aði ég eignir allra alkirkna í Dala-
sýslu og allar nema ein áttu fjalllendi
eða afrétti misjafnlega langt frá að-
aljörðinni. Hálfkirkjur gátu átt veru-
legar eignir. Heimildir eru misgaml-
ar, en landnám til fjalla styrkir, að
afréttir hafi fylgt jörðum frá upphafi.
Við bændakirkjur þurfti ekki að geta
þess í máldögum, að jarðir áttu af-
rétti. Öðru máli gegndi með staði, þar
sem öll jörðin tilheyrði kirkjunni. Til-
gáta Gunnars F. Guðmundssonar um
að afréttir kirkna hafi oftast aðeins
verið beitarítak sem síðar var farið að
„eigna þeim, stenst ekki, enda ekkert
dæmi finnanlegt.
Eignir kirkjustaða beindu athygl-
inni að hæstaréttardómum um Auð-
kúlu- og Eyvindarstaðaheiðar. Auð-
kúla er kirkjustaður og á
Eyvindarstöðum var hálfkirkja. Í
dómnum um Eyvindarstaðaheiði seg-
ir um Landnámu: „Ekkert er þar
minnst á Eyvindarstaðaheiði. Rétt er
að heiðin er ekki nefnd, en getið er
könnunarferða þangað, nefnd ör-
nefni, Vékelshaugar, og sagt frá helg-
un lands. Samkvæmt heimildamati
Hæstaréttar eru hér fullgild rök fyrir
því, að heiðin var numin í öndverðu. Í
dómi Hæstaréttar segir síðan að
heimildir bendi til, „að um afréttar-
eign eigenda heimalands Eyvindar-
staða hafi verið að ræða í þeim skiln-
ingi, að aðrir hafi átt þar rétt til
upprekstrar og ef til vill annarra
nota, en gegn gjaldi til Eyvindar-
staðamanna. Þá eru staðhættir og
víðátta heimalanda þannig, að líkur
mæla gegn óskoruðum eignarráðum
jarðeigenda.
Í frumriti er til bréf gert „í Blöndu-
dal 3. apríl 1380 (Islandske original-
diplomer. nr. 57). Þar stendur m.a.
(stafsetning samræmd): „Gaf fyrr-
nefndur Bessi Þórði syni sínum heim-
an jörð á Eyvindarstöðum fyrir níu
tigi hundraða með þeim jarðarspott
er fylgt hafði áður Bollastöðum, og
öllum skógi í Blöndugili með um-
merkjum, er Brekkur heita fyrir ofan
Þvergeil, og afrétt er heita Guðlaug-
stungur, og önnur afrétt í milli
Kvísla. Eyvindarstaðir eru geysilega
hátt metnir, en ekki er annað sjáan-
legt en sama gildi um eign á jörðinni
og afréttunum.
Hæstiréttur notar „afréttareign
um afrétt sem ekki er undir beinum
eignarrétti, en ekki sem „bein eign á
afréttum. Orðið „afréttareign finnst
ekki í orðabókum eða seðlasafni
Orðabókar Háskólans. Fyrst annað á
að gilda um „afréttareign en aðrar
eignir, má þá ekki eins tala um „eyja-
eign, „jarðaeign, „lóðaeign og fleira?
Yrði þá ekki hægt að sanna, að allt
landið væri ekki undir beinum eign-
arrétti, en væri „þjóðlenda?
Söguleg rök Hæstarétt-
ar og óbyggðanefndar
Eftir Einar G.
Pétursson
„Fyrst ann-
að á að gilda
um „afrétt-
areign“ en
aðrar eignir,
má þá ekki eins tala um
„eyjaeign“, „jarðaeign“,
„lóðaeign“ og fleira?“
Höfundur er handritafræðingur
við Árnastofnun.
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18, lau. kl. 11-15
Þú færð jólagjafirnar
fyrir starfsfólkið hjá okkur
Jólagjafir
starfsfólksins