Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 55 ÞAÐ hefur verið afskaplega ánægjulegt að fylgjast með störf- um utanríkisþjónustu okkar og ís- lenskra fyrirtækja í New York og nágrenni þessar tvær vikur sem nú eru að líða. Hér hefur okkur verið tekið af miklum hlýhug og gestrisni sem ég þakka af heilum hug. Við vorum svo lánsöm að vera hér stödd þegar Íslensk-ameríska (og Amerísk-íslenska) verslunar- ráðið ásamt viðskiptaþjónustu ut- anríkisráðuneytisins og Íslend- ingafélaginu héldu fjölþætta ráðstefnu um fjárfestingartæki- færi og starfsumhverfi fjárfesta á Íslandi og málþing um nóbels- skáldið Halldór Laxness. Allir þessir viðburðir voru afar vel und- irbúnir og vel sóttir. Efni var fjöl- breytt, áhugavert og vel framsett, enda góður rómur gerður. Ísland og SÞ Erindi okkar til New York er heimsókn til fastanefndar Íslands við SÞ sem hefur orðið reglubund- inn þáttur í starfi þingmanna. Ég kom áður í slíka heimsókn snemma á síðasta áratug og síðar til starfa með fulltrúum okkar við gerð alþjóðasamningsins um veið- ar úr flökkustofnum (úthafsveiði- samningsins). Þá birtist mér aftur og enn betur en áður hve fulltrúar Íslands léku stórt hlutverk við gerð alþjóðahafréttarsáttmálans, sem á einmitt tuttugu ára afmæli síðar á þessu ári. Á þessum áratug hefur fastanefndinni vaxið fiskur um hrygg og er nú fjölmennari en áður. Samt þarf hver og einn þeirra sem hana skipa að gegna mörgum hlutverkum og starfar því við talsvert álag og þarf ávallt að velja hvaða verkefni skuli sinna á hverjum tíma. Þegar þetta er haft í huga er sérstaklega ánægjulegt að sjá þá virðingu sem fulltrúar okkar njóta, sem birtist vel í þeirri ábyrgð sem þeim er falin af fulltrúum annarra þjóða og stjórn- endum samtakanna. Besta dæmi þess snertir Öryggisráð SÞ en Ís- land hefur aldrei tekið sæti í ráðinu. Þrátt fyrir það var formað- ur fastanefndar Íslands, Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, valinn í stjórn vinnuhóps um framtíðarþró- un Öryggisráðsins. Hann hefur oftar verið valinn til að finna lausn á mjög erfiðum viðfangsefnum í starfi allsherjarþings SÞ og ávallt tekist vel. Í samstarfi þjóðanna á vettvangi SÞ hefur Ísland notið hins nána samstarfs Norðurlandanna. Þau hafa oft sameiginlega afstöðu og vinna saman að mörgum málum, einkum á sviði mannréttinda. Sam- starf þeirra hefur líka styrkt að- komuna að einstökum stórmálum þótt afstaða allra hafi ekki verið hin sama. Þannig eigum við og Norðmenn áfram afar gott sam- starf um hafréttarmál þótt á milli hafi borið við gerð úthafsveiði- samningsins. Með samstarfi um þróunarhjálp hefur stundum tekist að ná betri og meiri árangri og skilvirkni en hver og einn hefði getað. Sama á við um friðargæslu og aðstoð við að treysta lýðræð- islegt stjórnarfar t.d. í nýfrjálsum ríkjum Austur-Evrópu. Ísland og Öryggisráðið Það er ekki sjálfgefið að fámenn sendinefnd standi svo vel að störf- um sínum að veki athygli og virð- ingu. Þess verður líka að geta að á þeim rúma áratug sem liðinn er frá hruni Varsjárbandalagsins og Berlínarmúrsins og síðar falli Sov- étríkjanna og endalokum kalda stríðsins hefur þátttaka í alþjóða- samstarfi tekið gríðarmiklum breytingum. Áður gátu smærri ríki leyft sér að taka afstöðu á grundvelli þess í hvaða ríkjahóp þau höfðu skipað sér og athuganir á efni máls gátu að mestu átt við um afstöðu þeirra allra, ekki ein- ungis á sviði öryggismála heldur einnig í mörgum öðrum málaflokk- um. Nú verður hvert og eitt ríki að vinna sína eigin heimavinnu og móta afstöðu á eigin forsendum. Í okkar tilviki, Íslendinga, hefur þessi þróun skapað okkur nýjar byrðar sem við verðum að axla. Gerum við það ekki verður Ísland hornreka í samstarfi þjóðanna og hagsmuna þess verður þá ekki gætt. Ein birtingarmynd þessa er þörfin til að fjölga í fastanefnd Ís- lands við SÞ á þessum síðasta ára- tug. Önnur birtingarmynd er ákvörðun ríkisstjórnar Íslands að sækjast eftir kosningu í Örygg- isráð SÞ árið 2008 til að skipa þar sæti árin 2009 og 2010. Kjarni málsins er að við getum ekki leng- ur skorast undan þótt í því felist kostnaður. Forsendan er að störf fulltrúa okkar hafa verið unnin með þeim hætti að við þykjum hafa mikið fram að færa í sam- starfi þjóðanna. Tilkostnaður og fyrirhöfn munu fara vaxandi eftir því sem nær dregur. Afla verður Íslandi fylgis, en þá vinnu er of seint að hefja þegar að kosningum kemur. Jafn- framt verður að halda áfram upp- byggingu utanríkisþjónustu okkar, einkum fastanefndarinnar og utan- ríkisráðuneytisins, en líka sendi- nefnda sem koma að þátttöku Ís- lands í þeim stofnunum SÞ sem einnig fjalla um öryggismál, svo sem afvopnun, friðargæslu o.fl. Ég tel að alls ekki megi hverfa frá þessum fyrirætlunum vegna kostn- aðar eða af öðrum ástæðum. Því hvet ég eindregið til þess að vel og tímanlega verði unnið til að tryggja Íslandi kosningu í Örygg- isráðið. Nokkrir góðir dagar utan Alþingis Eftir Árna Ragnar Árnason „Ég hvet eindregið til þess að Ís- landi verði tryggð kosn- ing í Öryggisráðið.“ Höfundur er alþingismaður.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.