Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 57

Morgunblaðið - 23.11.2002, Síða 57
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 57 ÉG hef ekki lagt í vana minn að gera athugasemdir við það sem skrif- að er um bækurnar mínar. Fólki er vitaskuld frjálst að hafa sínar skoð- anir. Stöku sinnum bregður manni svolítið, ef ósanngirni eða misskiln- ingur er á ferðinni. En svo bítur mað- ur á jaxlinn og hristir það af sér. En miðvikudaginn 13. nóvember skrifar Sigrún Klara Hannesdóttir um nýútkomna bók mína, Út í blám- ann, í bókablað Morgunblaðsins. Eða telur sig gera það. Henni ferst hins vegar ekki betur en svo að hún stend- ur í þeirri meiningu að bókin heiti: Út í bláinn og kynnir hana með því nafni fyrir lesendum sínum. Mér fannst þetta afar sérkennilegt því satt best að segja hélt ég að titillinn væri þrung- inn merkingu og hann átti að gefa tón- inn fyrir verkið. Síst af öllu átti ég von á að lesendum fyndist heiti bókarinnar „út í bláinn“. Ástæða þess að ég geri undantekn- ingu og gríp nú til pennans til varnar verki okkar Freydísar Kristjánsdóttur, því hún á þar ekki lítinn hlut, er sú, að sá sem um vélaði er vörður bóka lands- ins. En hvorki það né mikill lærdómur verður trygging fyrir marktæku viti í ritdómi þegar lesandinn vandar sig ekki þá vitundarögn að geta farið rétt með það sem máli skiptir, hefur ekki lagt eyrað við textanum. Það er ekki nóg með að Sigrún Klara, doktor í bókasafnsfræðum, viti ekki hvað bókin heitir sem hún tekur að sér að gagnrýna, heldur hefur einnig farið fram hjá henni að það séu myndir í henni, ekki færri en tuttugu og þrjár, auk bókarkápunnar. Gullfal- legar myndir Freydísar Kristjáns- dóttur eru þó óaðskiljanlegur hluti af verkinu og falla að efni og atburðum hvers kafla. Má það vera mikil blinda að sjá ekki myndirnar þær. Og það er óvirðing við listamanninn að láta þeirra í engu getið. Sigrún Klara segir mér mistakast að skapa „verulega spennu í ævintýr- ið sem gert hefði bókina meira aðlað- andi fyrir lesendur“. Ég fullvissa hana um að verk mitt átti aldrei að verða reyfari. Satt best að segja finnst mér það furðuleg óskammfeilni að ganga út frá spennusöguviðmiðun sem einhvers konar algildi, en það sýnir ef til vill viðhorf ritdómarans til barnabóka. Bókin, Út í blámann, fjallar ekki um baráttu við samvisku- lausa dópsala eða eltingaleik við óþokka og bófa með tilheyrandi skot- hríð. Hún er óður til blámans, ís- lenskrar náttúru og fugla himinsins og er ætlað að veita lesendum innsýn í sköpunarverkið með fugls augum. Reyndar tala fuglarnir í bókinni hver sína mállýsku, breyta ófáum orðatil- tækjum og laga að sínum veruleika. En á þær tungur er gagnrýnandi heldur ekki læs. Erfitt er að skilja hvers vegna Sig- rún Klara Hannesdóttir landsbóka- vörður sýnir þessari bók okkar Frey- dísar þá lítilsvirðingu sem raun ber vitni. Maður skyldi halda að virðing fyrir bókum sæti í fyrirrúmi hjá þeim sem falið hefur verið að geyma bóka landsins. En ef til vill á það aðeins við um hinar virðulegu og stóru bækur sem standa í röðum með veggjum í hinu háa safni. Aðgát skal þó höfð, líka í nærveru lítilla fugla. Út í blámann Eftir Eystein Björnsson Höfundur er rithöfundur. Opið bréf til dr. Sigrúnar Klöru Hann- esdóttur lands- bókavarðar. virðingu og sjálfsstjórn. Ég dáist að því unga fólki sem tilbúið er að leggja spilin á borðið og opinbera það hörmungarlíf sem það lifir og lof skilið fyrir að vera tilbúið að rekja harmsögur þeirra fjölskyldna þar sem eiturlyf hafa lagt börn þeirra að velli. Við verðum öll að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að sporna við þessari óheillaþróun, eit- urlyfjum, ógninni miklu. Það eru uggvænleg tíðindi að í ljós hefur komið að næsti markhópur eitur- lyfjasala er grunnskólanemendur. Við verðum svo sannarlega öll að vera á verði, foreldrar, kennarar, nemendur og aðrir íbúar þessa lands. Ég hvet alla sem möguleika eiga á að sjá kvikmyndina „Hættu áður en þú byrjar“. Forráðamenn Marita, sem eru Lögreglan í Reykjavík, Fé- lagsþjónustan í Reykjavík og Marita á Íslandi, eiga mikinn heiður skilinn fyrir framtakið. Höfundur er alþingismaður. Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Falleg efni í jólaföt barna AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Aðventuhringir úr smíðajárni bæði fyrir stór og lítil kerti, verð frá kr. 3.900 Iðnbúð 1., Garðabæ, sími 565 8060 Gjafavörur - Gardínustangir - Sérsmíði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.