Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 58

Morgunblaðið - 23.11.2002, Side 58
UMRÆÐAN 58 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KOSTAR MINNA A‹EINS A‹ KEILUGRANDA 1, 200 METRA FRÁ JL HÚSINU í lagerhúsnæ›i Krónunnar OPI‹ VIRKA DAGA 12-18 OG 11-16 UM HELGAR f a s t la n d - 8 4 2 3 50% afsláttur LAGERSALA Á JÓLASKRAUTI, GJAFAVÖRU, VERKFÆRUM, BÚSÁHÖLDUM OG MÖRGU FLEIRA! Á BAKSÍÐU í DV hinn 30. októ- ber sl. birtist frétt með fyrirsögn- inni „Beðið um rannsókn á sér- trúarsöfnuðum“. Þar var fjallað um beiðni Geðhjálpar til heilbrigðisráð- herra og landlæknis um rannsókn á því „hvort svokölluð frjáls trúfélög séu að misnota aðstæður geðsjúks fólks“. Síðan eru embættin beðin um að bregðast við þessu. Í frétt DV er fjallað í einni andrá um öll trúfélög í landinu sem ekki tilheyra þjóðkirkjunni án nokkurrar frekari afmörkunar. Þau eru sökuð um hina lúalegustu hluti, s.s. að fé- fletta geðsjúka og öryrkja. Ásak- anirnar eru til þess fallnar að vekja undrun, reiði, hneykslan og andúð gagnvart þeim sem þær beinast að. Í þessu tilfelli að öllum „frjálsum trúfélögum“. Menn verða að gæta að sér. Í 233.a gr. almennra hegningarlaga segir: „Hver sá sem með háði, rógi, smánun, ógnun eða á annan hátt ræðst opinberlega á mann eða hóp manna vegna þjóðernis þeirra, lit- arháttar, kynþáttar, trúarbragða eða kynhneigðar sæti sektum eða fangelsi allt að 2 árum.“ Má benda á að ofsóknir nasista gegn gyðingum hófust einmitt með rógsherferðum um lúalega hegðun meðal gyðinga. Það vekur sérstaka athygli að rannsóknarbeiðni skuli beint að landlækni og heilbrigðisráðherra í stað lögreglunnar, sem hefur með rannsókn misneytingarmála að gera. Skv. lögum ber henni að gæta að því að rannsaka jöfnum höndum atriði sem styðja sekt eða sakleysi. Með rógsherferð í fjölmiðlum njóta menn ekki þessa réttar. Einstök trúfélög geta ekki varist svona ásökunum nema benda á sjálf sig og segja að þetta gerist ekki innan þeirra vébanda. Skráð trúfélög utan þjóðkirkj- unnar eru t.d. Ásatrúarmenn, Veg- urinn, Baháar, Krossinn, Hvíta- sunnumenn, Fríkirkjan í Reykjavík, Óháði söfnuðurinn og Kaþólska kirkjan. Auk þeirra eru mörg óskráð trúfélög til. Öll falla undir hugtakið „frjáls trúfélög“. Í blaðagrein DV er hugtakið „sér- trúarsöfnuður“ notað um hin „frjálsu trúfélög“. Hugtakið á rætur að rekja til gamalla viðhorfa um að allir landsmenn skyldu vera sömu trúar og þjóðhöfðinginn. Skipti hann um trú bar öllum landsmönn- um að gjöra slíkt hið sama. Þessi regla var afnumin á 19. öld með breyttum viðhorfum. Þá var litið svo á að mönnum væri frjálst hverju þeir tryðu. Á Íslandi var trú- frelsi endanlega lögfest með setn- ingu stjórnarskrár árið 1874. Áður en trúfrelsi komst á höfðu margir hrökklast úr landi um alla Evrópu fyrir að vera annarrar trúar en þjóðhöfðinginn. Flestir héldu til Ameríku. Það er sérkennilegt að DV, sem gengið hefur fram fyrir skjöldu í að gagnrýna ríkisforræði í menningar- legum efnum, skuli nota orðið „sér- trúarsöfnuður“ í fyrirsögnum og uppnefna þannig þá sem ekki til- heyra sama trúfélagi og forseti landsins, herra Ólafur Ragnar Grímsson. Efst á sömu síðu stendur „DV“ og þar fyrir neðan „frjálst, óháð dagblað“. Því spyr maður hvernig DV mönnum litist á að fjöl- miðlar, sem ekki væru á vegum ís- lenska ríkisins, yrðu kallaðir „sér- skoðunarfjölmiðlar“. Tekið skal fram að fréttamenn Ríkisútvarpsins nota einnig hugtakið „sértrúarmað- ur“. Þeir hafa þó ekki eins og DV flykkt sér um þau viðhorf að ríkið skuli ekki koma nálægt fjölmiðlum eða trúarstarfsemi. Reyndar er það Íslendingum líkt að halda að venju- legur kristindómur sé lúterskur þótt lúterskir séu aðeins lítill hluti kristinna manna. Oft er hugtakið „sértrúarmaður“ notað um kristið fólk sem ekki er í þjóðkirkjunni. Slík viðhorf eru æva- forn og ná aftur fyrir siðaskipti. Þá var þeim, sem ekki voru kristnir, oft liðið að hafa sína eigin siði, s.s. gyð- ingum. Kristnir, sem hins vegar viku frá siðum kaþólsku kirkjunnar, voru iðulega bannfærðir eða jafnvel brenndir á báli. Það sem vekur stærstu spurn- ingar hjá undirrituðum er hvers vegna menn telja sér heimilt að rægja svokölluð „frjáls trúfélög“. Mönnum hefði aldrei dottið í hug að senda erindi til heilbrigðisráðherra eða landlæknis með ásakanir um að svart fólk misnotaði öryrkja og geð- sjúka jafnvel þótt t.d. einn svartur maður lægi undir grun. Sömuleiðis myndu menn ekki ásaka samkyn- hneigða sem einn hóp um slíkan verknað þótt einn slíkur lægi undir grun um að hafa framið refsivert at- hæfi. Hvernig mönnum datt í hug að fara með þessum hætti fram gagnvart „frjálsum trúfélögum“ er undirrituðum hulin ráðgáta. Að lokum vil ég hvetja Geðhjálp til að gæta hófs og fjölmiðla til að bera ekki út rógburð af þessu tagi. Hér er í eðli sínu um hatursáróður að ræða. Hamfarir fyrirsvars- manna hjá Geðhjálp Eftir Einar Gaut Steingrímsson „Það sem vekur stærstu spurningar hjá undirrit- uðum er hvers vegna menn telja sér heimilt að rægja svokölluð „frjáls trúfélög“.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÞÓRA Ellen Þórhallsdóttir pró- fessor gaf út yfirlýsingu vegna matsskýrslu um Norðlingaöldu- veitu í Mbl.-grein 15. nóv. Þunga- miðja hennar er að ekki skuli hafa verið vitnað til rannsókna Þóru í skýrslunni í ákveðnu vatnafarslegu og grasafræðilegu álitamáli heldur aðeins í mig. Jafnframt vitnar hún orðrétt og með gæsalöppum í viðtal við mig í RÚV 14. maí sl. Það merkilega við þetta útvarpsviðtal er að það var aldrei flutt. Útvarpsmað- ur hringdi að vísu í mig til Kaup- mannahafnar, þar sem ég hafði dvalið í nokkra mánuði, til að spyrja mig um skoðanir mínar á fjölmiðla- umræðu sem þá var í gangi varð- andi Norðlingaöldu. Ég hafði lítt fylgst með henni og gat fátt sagt en spurði þó hvort hann væri að taka við mig viðtal. Hann kvað nei við, sagðist vera að afla sér bakgrunns- upplýsinga. Viðtalið, sem aldrei var tekið og aldrei flutt, hefur þrátt fyrir það hvað eftir annað borið á góma á op- inberum vettvangi. Ég sá fyrst vitn- að til þess í skýrslu Þjórsárvera- nefndar um Norðlingaölduveitu sl. vor, síðan í skýrslu Náttúruverndar um sama mál, næst nefndi Gísli Már Gíslason prófessor það í Mbl. 12. júní og nú birtir Þóra Ellen orð- rétta glefsu úr því. Ég lýsti því reyndar yfir í Mbl. strax í vor að ég hefði ekki komið í útvarp þennan dag og ekki sent frá mér neinskon- ar tilkynningar. Nú endurtek ég þá yfirlýsingu. Ég bið því alla sem vilja deila á skoðanir mínar, hvort heldur sem það eru háskólaprófessorar, sérfræðinganefndir eða ríkisstofn- anir, að leita sér haldbetri gagna en felast í viðtali sem enginn heyrði og aldrei var flutt. Þetta mál minnir mig á bókina um Meistarann og Margarítu eftir Búlgakoff. Þar segir frá rússnesk- um rithöfundi sem skrifaði skáld- verk sem ritskoðun ríkisins bannaði að yrði gefið út. Það kom þó ekki í veg fyrir að gagnrýnendur og bók- menntaprófessorar skrifuðu um söguna og harkaleg krítikk fór að birtast á hana í blöðum og tímarit- um. Rithöfundurinn lenti sem sé í hinum verstu málum vegna bókar sem aldrei var lesin og aldrei kom út. Allt endaði þetta síðan með ósköpum því Djöfullinn komst í spilið, en það er önnur saga. Málið sem hér um ræðir hófst raunar með sakleysislegri setningu sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum í skýrslu um vatnafar í Þjórsárver- um, en þar segir: „Sveiflur á grunn- vatnsborði að vetri hafa ekki mikil áhrif á vöxt eða vaxtarskilyrði gróð- urs.“ Skýrslu mína geta menn lesið á vefslóðinni nordlingaalda.is. Ég skýrði þetta atriði nánar í Mbl. 8. júní. Fyrirhugað Norðlingaöldulón á að standa fullt frá vori og fram á haust, en að vetri á að tappa af því svo vatnsborð þess lækkar veru- lega. Fyrir vikið geta orðið allmikl- ar sveiflur á grunnvatnsborðinu við lónið að vetri til, einkum við strönd- ina ofan stíflu. Þessar sveiflur fara svo dvínandi upp með lóninu og verða litlar í verunum ofan þess. Þar eru það jökulkvíslarnar frá Hofsjökli sem ráða grunnvatnshæð- inni og halda henni víða upp undir yfirborði. Niðurstaða mín var og er því sú, að vetrarsveiflur í grunn- vatnsborði komi ekki til með að hafa mikil áhrif á vöxt eða viðgang gróðurs við Norðlingaöldulón. Hitt er svo annað mál að gróður í lóninu sjálfu mun hverfa, um það er ekki deilt. Þóra Ellen gagnrýnir að ekki skuli getið um rannsóknir hennar á Kvíslaveitusvæði í matsskýrslu um Norðlingaölduveitu jafnhliða tilvitn- un í mína frægu setningu. Það kann að vera réttmætt, en þó verð ég að bera blak af skýrsluhöfundunum í þessu efni. Það er alls ekki auðsætt að rannsóknir Þóru Ellenar eigi hér við. Þær fjalla um krapastíflur og af- leiðingar vetrarflóða á gróður í Kvíslaveitu. Sem sagt um áhrif yf- irborðsvatns í Kvíslaveitu en ekki grunnvatns við Norðlingaöldu. Þær eru um vatnavexti að vetri en við Norðlingaöldulón á vatn að vera í lágstöðu að vetri, sem dregur mjög úr áhrifum vetrarflóða á gróður utan lóns. Lónin sem hér um ræðir eru líka ólík og illa sambærileg. Í Kvísla- veitu er einfalt rennslislón með frjálsu vatnsborði en við Norðlinga- öldu á að vera miðlunarlón með botnlokum, yfirfalli og stýrðu vatns- borði. Rannsóknir Þóru Ellenar á vetr- arflóðunum í Kvíslaveitu eru ágæt- ar og niðurstöðurnar athyglisverð- ar og svo einkennilegt sem það kann að virðast þá er ekkert í grein hennar í Arctic and Alpine Rese- arch sem stangast á við það sem ég hef sagt og ekkert sem breytir rök- studdum niðurstöðum mínum um áhrif grunnvatnssveiflna á gróður í verunum ofan við Norðlingaöldulón. Samskonar vetrarflóð og Þóra Ell- en lýsir í Kvíslaveitu á ekki að þurfa að óttast. Viðtal sem enginn heyrði Eftir Árna Hjartarson Höfundur er náttúrufræðingur sem vinnur að jarðfræðilegum rann- sóknum við Geologisk Museum í Kaupmannahöfn. „Viðtalið, sem aldrei var tekið og aldrei flutt, hefur þrátt fyrir það hvað eftir ann- að borið á góma á opin- berum vettvangi.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.