Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 59

Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 59
Fundarherbergi UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 59 ÞAÐ kom mér ekki á óvart að sjá grein eftir Jakob Björnsson, fyrrver- andi orkumálastjóra, um virkjana- áform og stóriðju á Íslandi í Morg- unblaðinu 6. október sl. Það kom mér aftur á móti á óvart að hann skyldi ráðast á Halldór Laxness fyr- ir greinina Hernaðinn gegn landinu, sem hann skrifaði á gamlársdag 1970. Þarna var Jakob að reyna að sýna fram á að Halldór hefði haft rangt fyrir sér, og áform Landsvirkj- unar og stjórnvalda hefðu verið allt önnur og betri. Hann velur það að skýra ekki frá því sem hann og skoð- anabræður hans sögðu og skrifuðu á þessum tíma og Halldór var að svara, heldur ber skrif Halldórs við nútímann, sem skoðanir Halldórs og annarra hafa mótað og gert yfir- bragð virkjanaáætlana aðeins mild- ara gagnvart náttúrunni en það var fyrir 32 árum. Jakob skýrir frá því að þrátt fyrir að hrakspár Halldórs um framtíð Mývatns vegna „efnabrennsluhelvít- is“ Kísiliðjunnar hafi Mývatni ekki verið tortímt. Satt er, Mývatn er enn á sínum stað, en lífríki þess hefur tekið miklum breytingum síðan Kís- iliðjan hóf rekstur sinn og framhald- ið er óljóst. Næst reynir Jakob að sýna fram á að það hafi ekki verið ætlun Lands- virkjunar eða stjórnvalda að eyði- leggja Þjórsárver og „reynt hefur verið að draga úr skaðlegum áhrifum á umhverfið“. Sem betur fer tókst að koma í veg fyrir ráðagerðir um 200 km² lón í Þjórsárverum, m.a. fyrir tilstilli greinar Halldórs, en 15. júní 1969 hafi framkvæmdastjóri Lands- virkjunar „frá því skýrt“ í Morgun- blaðinu „að á fyrsta virkjunarstigi yrði að öllum líkindum aðeins stíflað upp í hæð 582. Við slíka stíflu færi nokkurt graslendi í kaf, en þó lítið. Aðalgæsavarpið er nú rétt innan þess svæðis sem færi undir vatn. Yrði í því tilfelli að flytja varpstöðvar sínar um 2 km til vesturs“ og „síðar yrði hins vegar að reikna með að lón- ið yrði hækkað um eða yfir 10 metra. Þá yrði að hefja ræktun á svæðinu til að sjá gæsinni fyrir nýjum beitilönd- um og gera aðrar þær ráðstafanir sem niðurstöður rannsókna segðu fyrir um“. Í gegnum þessa vitleysu sá Halldór, en ekki Jakob. Nú sækir Landsvirkjun enn í að stækka lónin í Þjórsárverum. Ef áform Landsvirkj- unar verða að veruleika verða lón í Þjórsárverum orðin 60–70 km², þrátt fyrir samkomulag um að Náttúru- vernd ríkisins sé leyfisveitandi, og hefur hún lagst gegn framkvæmd- unum þar sem þær rýra náttúru- verndargildi Þjórsárvera óhæfilega. Jakob ásakar einnig Halldór um þann „misskilning“ „að rafmagn frá 54 megawatta virkjun í Laxá hafi verið ætlað til þarfa „stórra orkunot- enda““. Þarna fer Jakob alveg yfir strikið, því hann gleymir sjálfur frægri grein sem hann skrifaði í 2. tbl. Samvinnunnar 1970 um virkj- anaáform í Laxá í Suður-Þingeyjar- sýslu. Þar segir hann: „En Laxá býð- ur upp á enn meiri virkjunar- möguleika en við Brúar. Frá Mývatni niður að fyrirhuguðu lóni í Laxárdal er á annað hundrað metra fall, og í Kráká er sömuleiðis svipuð fallhæð tiltæk. Með Suðurárveitu verða þessar fallhæðir álitlegri til virkjunar. Með veitu úr Skjálfanda- fljóti eykst enn hagkvæmni þeirra. Virkjunin við Brúar er þannig aðeins byrjunin og Gljúfurver er aðeins hluti af fullvirkjun við Brúar.“ – „Með hliðsjón af þeim margvíslegu auðlindum, sem Laxár-Mývatns- svæðið hefur að geyma, og að fram- an er vikið að, virðist mér það nálg- ast barnaskap að ímynda sér, að núverandi umhverfi á svæðinu geti haldizt óbreytt. Með því er vitanlega ekki sagt, að einstakir staðir, svo sem gígar, eldfjöll, eyjar o.fl., geti ekki haldizt óbreyttir innan skyn- samlegs heildarskipulags.“ Þrátt fyrir samkomulag við bændur 1973 um að fara ekki fram á hækkun stíflu í Laxá hefur Landsvirkjun boðað hækkun hennar nýlega, kannski sem næsta skref til að uppfylla gamlan draum. Það er alveg skýrt hver áformin voru 1970 þegar Halldór skrifaði sína grein og þau eru uppi enn. Grein Jakobs er einfaldlega uppspuni frá rótum, til að sverta minningu mesta skálds 20. aldarinnar og á sama tíma hvítþvo sjálfan sig og aðra náttúru- böðla. Grein Halldórs, „Hernaðurinn gegn landinu“, á sama erindi til les- enda í dag og hún átti fyrir þremur áratugum. Skáldaníðingur Eftir Gísla Má Gíslason Höfundur er prófessor í vatna- líffræði við Háskóla Íslands. „Grein Jak- obs er ein- faldlega uppspuni frá rótum. “ í p r ó f k j ö r i S j á l f s t æ ð i s f l o k k s i n s í R e y k j a v í k Kosningaskrifstofan, Suðurlandsbraut 8, verður opin frá kl. 11 – Kosningavaka hefst kl. 18 · sími: 594 7660 · www.astamoller.is Ég gef kost á mér til áframhaldandi setu á Alþingi Sjálfstæðismenn í Reykjavík Stöndum saman og tökum þátt í prófkjörinu Góð þátttaka er þýðingarmikið veganesti fyrir alþingiskosningarnar að vori og vonast eftir stuðningi ykkar í 4.-5. sæti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.