Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 60
UMRÆÐAN
60 LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GUÐMUNDUR Hallvarðsson
var aðalhvatamaður að stofnun
sambands eldri sjálfstæðismanna,
en hann varð var við að eldri sjálf-
stæðismenn töldu
sig lenda til hliðar í
störfum sjálfstæð-
isfélaganna í
Reykjavík. Hvatti
Guðmundur því til
og stóð að stofnun
sambands eldri
sjálfstæðismanna. Það hefur sýnt
sig og sannað að samband eldri
sjálfstæðismanna eru með öflugri
félögum eldri borgara í dag. Guð-
mundur vill efla og bæta réttindi
ellilífeyrisþega er vilja búa sem
lengst í eigin húsnæði og njóta
engra aðstoðar við. Með störfum
sínum hjá DAS hefur Guðmundur
Hallvarðsson sannað að betri mál-
svara fyrir hagsmuni eldri borgara
er vart hægt að finna. Um helgina
fer fram prófkjör sjálfstæðismanna
í Reykjavík. Ég hvet því alla þá
sem taka þátt í prófkjörinu til að
setja Guðmund í fimmta sætið og
tryggja þannig að málsvari eldri
borgara fái öruggt sæti.
Guðmundur er
öflugur málsvari
eldri borgara
Svava Sigurjónsdóttir, í stjórn sjálfstæð-
ismanna í Nes- og Melahverfi, skrifar:
Í DAG lýkur prófkjöri sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík. Grundvöllur
stefnu Sjálfstæðisflokksins er ein-
staklingsfrelsið, sem birtist m.a. í
þátttökuréttinum í prófkjörum – að
hafa áhrif á röðun frambjóðenda á
listum hans í sveitar- og þingkosn-
ingum.
Ég hef átt sæti á Alþingi frá 1991
og býð mig nú fram í þriðja sæti
listans í Reykjavík. Í Alþingiskosn-
ingunum í vor verður kosið í fyrsta
sinn skv. nýrri kjördæmaskipan sem
ætlað er að stuðla að auknu jafnvægi
atkvæða landsmanna. Alþingis-
mönnum Reykvíkinga mun fjölga, en
þar ætlum við sjálfstæðismenn okk-
ur stóran hlut. Mikilvægt er að
flokksmenn neyti lýðræðislegs rétt-
ar síns og fjölmenni á prófkjör-
sstaðina. Sýnum í verki öfluga liðs-
heild sjálfstæðismanna og þýðingu
Sjálfstæðisflokksins í forystu í ís-
lenskum þjóðmálum.
Málaflokkar dóms- og kirkjumála-
ráðuneytisins eru umfangsmiklir og
krefjast náins samstarfs við stóran
hóp fólks. Það hefur verið mér sér-
stök ánægja að kynnast öllum þeim
fjölda einstaklinga sem daglega
leggja mikið af mörkum, oft án þess
að áberandi sé, til þess að stuðla að
velferð og öryggi í íslensku sam-
félagi.
Eftir Sólveigu
Pétursdóttur
Höfundur er dóms- og kirkju-
málaráðherra og býður sig fram í 3.
sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna.
„Sýnum í
verki öfluga
liðsheild
sjálfstæð-
ismanna og
þýðingu Sjálfstæð-
isflokksins í forystu í ís-
lenskum þjóðmálum.“
Sjálfstæðismenn –
tryggjum glæsi-
legt prófkjör
ÉG STYÐ frambjóðanda sem vill
létta skattbyrði fólks og veita fyr-
irtækjum og einstaklingum athafna-
frelsi. Ég tel að frambjóðandi sem
leggur áherslu á að
öryggi borgaranna
sé forgangsverkefni
sé verðugur kostur.
Það þarf að einfalda
skattkerfið, leggja af
ósanngjarna skatt-
heimtu eins og eign-
ar- og erfðaskatta. Tolla og marg-
víslegar hindranir þarf að fella
niður. Það þarf að lækka tekju-
skattshlutfallið og skoða áhrif jað-
arskatta. Hagræðingar er þörf í rík-
isfjármálum og forgangsröðunar til
málaflokka eins og löggæslu og rétt-
arkerfis. Sigurður Kári Krist-
jánsson, lögmaður og fyrrverandi
formaður SUS, hefur þessi mál að
sínum stefnumálum. En hann er
ekki bara maður orða heldur at-
hafna, það þekkja þeir sem hafa
kynnst störfum Sigurðar Kára. Við
sjálfstæðismenn verðum að velja
sterkan lista, lista fólks með málefni
og kraftinn til þess að fylgja þeim
eftir. Fáum er betur treystandi til
þeirra verka en Sigurði Kára.
Sigurð Kára
í 7. sætið
Haukur F. Leósson skrifar:
BJÖRN Barnason er einn of okk-
ar merkustu stjórnmálamönnum,
kraftmikill, réttsýnn og staðfastur
einstaklingur með ríka forystuhæfi-
leika.
Okkur sjálfstæð-
ismönnum og raunar
Íslendingum öllum
er akkur í því að eiga
slíka fulltrúa á Al-
þingi og í stjórn-
málum yfirleitt. Á
Alþingi er mikilvægt að sitji fólk sem
við borgararnir treystum til að vinna
mál af alúð og festu en jafnframt af
virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum.
Björn Bjarnason er einn þeirra.
Sem náinn samstarfsmaður og
síðar aðstoðarmaður Björns í
menntamálaráðuneytinu fylgdist ég
með Birni takast á við og ljúka fjöl-
mörgum verkefnum sem öðrum
hafði reynst um megn, ekki hug-
kvæmt eða slegið á frest. Ef eitt-
hvert eitt hugtak lýsir tíð Björns
sem menntamálaráðherra er það
„árangur“.
Í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík sem fram fer í dag sækist
Björn Bjarnason eftir 3. sæti. Hvet
ég flokksfólk í Reykjavík eindregið
til að veita honum brautargengi í það
sæti.
Réttsýnn og
staðfastur
Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri á
Seltjarnarnesi, skrifar:
NÚ er gaman að vera sjálfstæð-
ismaður, frambjóðendur eru hver
öðrum hæfari og getur vart komið
annað en góður listi fram, slíkt er
mannvalið.
Þó er þannig með
hvern og einn að
hann hallast frekar
að einum en öðrum
og liggja til þess
ýmsar ástæður.
Svo er með mig.
Ég notast oft við að inna eftir því
hverra manna einhver er þegar
nokkrir koma til greina.
Tveir ungir menn biðja um stuðn-
ing í kjörinu og ætla ég að verða við
því. Þeir eru Sigurður Kári Krist-
jánsson og Birgir Ármannsson, báð-
ir úr forystuliði ungra flokksmanna
og hertir af vopnaskaki ungliða og
áttu báðir góðan feril í SUS.
Feðrum þessara heiðursmanna
hef ég báðum kynnst;
Kristján er duglegur, útsjón-
arsamur og fylginn sér. Svo mun
einnig með son hans Sigurð Kára.
Ármanni heitinn var prúður og
gegn maður, en samt fastur fyrir.
Svo mun einnig með son hans Birgi.
Ég hvet alla miðaldra íhaldsmenn
að líta til þessara sómamanna þegar
þeir ákveða sig um röðun á listann
góða.
Tveir góðir
Bjarni Kjartansson verkefnastjóri skrifar:
GUÐMUNDUR Hallvarðsson
gegndi formennsku í þing-
mannanefnd um tillögugerð að
stefnumarkandi áætlun í öryggis-
málum sjómanna.
Nefndin fór yfir
slysamál sjómanna
og gerði tillögur um
18 atriði til úrbóta er
varða öryggismál
sjómanna. Öll þessi
atriði sem nefndin
benti á hafa verið tekin upp sem eitt
af meginmálum langtímaáætlunar í
öryggismálum sjómanna, en sam-
gönguráðuneytið gaf út áætlunina
sem stefnumarkandi áhersluatriði er
varðar fækkun slysa á sjó. Ég hvet
alla sem þátt mega taka í prófkjöri
sjálfstæðismanna í Reykjavík að
setja Guðmund Hallvarðsson í
fimmta sætið – því þar fer maður
sem lætur málefni sjómanna í land-
inu sig varða.
Guðmundur vinn-
ur að öryggis-
málum sjómanna
Jóhann Gíslason vélstjóri skrifar:
GUÐRÚN Inga Ingólfsdóttir er
ung kona með skýra framtíðarsýn
sem gefur kost á sér í níunda sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Hún
leggur áherslu á að
dregið verði úr
skattlagningu þegn-
anna og allt gert til
að einfalda skatt-
kerfið, draga úr tví-
sköttun og síðast en
ekki síst afnema tolla. Tollar eru
skaðlegasta form skattlagningar,
þeir eru neyslustýrandi, hækka
vöruverð á nauðsynjavörum eins og
matvælum og fatnaði og eru faldir.
Ólíkt virðisaukaskatti sem prent-
aður er á kvittanir hefur neytandinn
ekki greiðan aðgang að upplýsingum
um hversu stór hluti vöruverðsins er
tollur. Þess vegna er það svo að fæst
okkar gera sér grein fyrir að við
borgum samtals um 10 milljarða á
ári í gjöld af innfluttum varningi eins
og mat og fatnaði. Þetta vill Guðrún
Inga afnema og því styð ég hana í ní-
unda sætið í prófkjörinu um næstu
helgi. Veljum nýja rödd, nýja konu í
níunda sæti. Veljum Guðrúnu Ingu.
Nýja rödd í 9. sæti
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, verkefnastjóri
Auðs í krafti kvenna, skrifar:
Prófkjör
Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði
nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram-
bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir
liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is.
UNDANFARNAR vikur hefur
staðið yfir kosningabarátta vegna
prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Sú barátta hefur verið
drengileg og ég hef haft ánægju af
því að kynnast betur stuðnings-
mönnum flokksins sem og frambjóð-
endum.
Málflutningur minn hefur einkum
beinst að fimm málefnum. Tollum,
sköttum, jafnrétti, menntamálum og
heilbrigðismálum. Menntun mín er
á sviði hagfræði og því hafa efna-
hagsmál og þá sérstaklega skatta-
mál verið mér hugleikin. Tollar eru
að mínu viti tímaskekkja. Þeir valda
verðhækkunum og eru neyslustýr-
andi. Ég vil afnema þá í skrefum
eins og ég hef áður skrifað um hér í
blaðinu.
Í starfi mínu innan SUS þar sem
ég er ritari framkvæmdastjórnar
hef ég lagt áherslu á jafnréttismál.
Hvetja þarf ungar konur til að vera
meira áberandi bæði í atvinnulífinu
og í stjórnmálum. Þetta var m.a.
markmiðið með stofnun vefritsins
Tíkin.is sem ég kom að. Mikilvægt
er þó að gera sér grein fyrir því að
jafnréttisumræðan nær til fleiri
sviða en jafnréttis kynjanna, svo
sem skattlagningar einstaklinga.
Mikið réttlætismál er að leggja af
eignaskatt og erfðafjárskátt, enda í
báðum tilvikum um tvísköttun að
ræða.
Ég tók virkan þátt í starfi Vöku á
námsárum mínum. Námslánakerfið
er eitt af stærstu hagsmunamálum
stúdenta en endurgreiðslur geta
reynst þungar þegar þær hefjast
tveimur árum eftir að námi lýkur.
Þetta er óheppilegur tími því al-
gengt er að námsmenn séu um leið
að fjárfesta í fyrstu fasteign. Létta á
endurgreiðslurnar fyrst í stað og
þyngja þær svo smám saman á
fimm ára tímabili þar til þær ná full-
um þunga sjö árum eftir að námi
lýkur.
Heilbrigðiskerfið tekur til sín æ
meira fjármagn á Íslandi. Mikilvægt
er að stemma stigu við útgjalda-
aukningu. Verja þarf fénu á mark-
vissari hátt og ein leið er að skilja á
milli þess aðila sem veitir þjón-
ustuna og greiðir fyrir hana. Minnk-
uð miðstýring og aukin tækifæri til
sjálfstæðs rekstrar heilbrigðis-
starfsmanna er lykill að farsælli
hagræðingu sem tekur fullt tillit til
þarfa sjúklinga.
Ungt fólk á ekki marga fulltrúa í
þingflokki sjálfstæðismanna og því
er mikilvægt að flokksmenn hafi það
í huga þegar gengið verður til at-
kvæða í dag og greiði ungum fram-
bjóðendum atkvæði sitt. Pólitísk
reynsla mín úr starfi í Vöku, SUS og
skattanefnd Sjálfstæðisflokksins
ásamt menntun minni á sviði hag-
fræði og fjármála auk reynslu af
fjármálamarkaðnum tel ég að muni
verða mér styrkur komist ég á þing.
Í dag er tækifæri til að kjósa ungt
fólk, ekki vegna þess að við erum
ung heldur vegna þess að við höfum
góða og þarfa hluti fram að færa.
Ég býð mig fram í 9. sætið.
Í dag er
tækifærið
Eftir Guðrúnu Ingu
Ingólfsdóttur
„Í dag er
tækifæri til
að kjósa
ungt fólk,
ekki vegna
þess að við erum ung
heldur vegna þess að
við höfum góða og þarfa
hluti fram að færa.“
Höfundur gefur kost á sér í níunda
sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík.
SJÁLFSTÆÐISMENN, nýtum
tækifærið til þess að tryggja Sól-
veigu Pétursdóttur dóms- og
kirkjumálaráðherra forystusæti á
lista sjálfstæð-
ismanna í Reykjavík
fyrir komandi Al-
þingiskosningar.
Hún er ötull og
atorkumikill stjórn-
málamaður sem
gengur að hverju
verki af festu og öryggi. Reynsla
hennar og þekking á þjóðmálum
hefur birst margsinnis á und-
anförnum árum þegar hún hefur
tekið á hverju umfangsmiklu málinu
á fætur öðru og leyst þau vel af
hendi. Ég hef þekkt Sólveigu og
fylgst með störfum hennar um ára-
bil og skora á alla sjálfstæðismenn
að veita henni brautargengi í þriðja
sæti listans í dag. Prófkjörið veitir
okkur tækifæri til þess að hafa
áhrif á val frambjóðenda á listann.
Nýtum okkur það!
Þriðja sætið fyrir
Sólveigu!
Guðmundur Jónsson, formaður hverfa-
félags Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfis, skrifar:
SÓLVEIG Pétursdóttir, dóms-
og kirkjumálaráðherra hefur sýnt
það og sannað á undanförnum árum
að hún er stjórnmálamaður í allra
fremstu röð.
Síðan hún tók við
ráðherraembætti
vorið 1999, hefur
fjölmargt áunnist í
þeim stóru og mörg-
um hverjum vanda-
sömu málaflokkum
sem heyra undir ráðuneytið.
Sólveig hefur augljóslega ekki
veigrað sér við að setja sig vel inn í
málin og taka síðan á þeim af ör-
yggi og festu.
Verkin tala sínu máli. Í ráðherra-
tíð Sólveigar hefur alþjóðlegt sam-
starf á sviði löggæslu, tollgæslu og
öryggismála verið aukið til muna.
Umferðar-, grenndar- og fíkniefna-
löggæsla hefur verið efld, ný og
betri lög um málefni útlendinga,
fasteignakaup og persónuvernd
hafa verið sett og svo mætti lengi
telja.
Ég hvet allt Sjálfstæðisfólk í
Reykjavík til að taka þátt í próf-
kjörinu og tryggja Sólveigu 3. sætið
á listanum.
Sólveigu Péturs-
dóttur í 3. sæti
Þórunn Pálsdóttir fjármálastjóri skrifar:
MEÐAL frambjóðenda í prófkjöri
Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er
ung kona, Guðrún Inga Ingólfs-
dóttir. Hún er hagfræðingur að
mennt og hafa
stuðningsmenn
hennar að und-
anförnu auglýst að
hún sé ný rödd og
nýr styrkur fyrir
Sjálfstæðisflokkinn.
Þetta tel ég að séu
orð að sönnu. Sjálfstæðisflokkurinn
og þjóðin öll þurfa á ungu, duglegu
fólki að halda og menntun Guðrúnar
Ingu í hagfræði og reynsla hennar
úr atvinnulífinu munu gagnast þjóð-
inni í framtíðinni. Skoðanir hennar
endurspegla þá frelsis- og sjálfstæð-
ishyggju sem best er til þess fallin
að tryggja hagsæld. Guðrún telur að
ekki megi skerða þjónustu í heil-
brigðis- og menntamálum, en að
skilja verði milli greiðanda og
rekstraraðila með því að hvetja til
sjálfstæðs rekstrar. Þessar hug-
sjónir eru grundvöllur sjálfstæð-
isstefnunnar og flokkurinn á bjarta
framtíð ef hann ber gæfu til að velja
slíkt fólk á þing. Guðrúnu Ingu í ní-
unda sætið.
Nýr styrkur
fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn
Bjarney Sonja Ólafsdóttir handboltakona
skrifar: