Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 23.11.2002, Qupperneq 63
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 63 STEFANÍA Óskarsdóttir, fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæð- isflokksins, vill gæta fyllsta sparn- aðar í rekstri ríkisins. Hún bendir á að skattheimta má aldrei vera svo há að hún dragi úr frumkvæði fólks og að þeir sem veita opinbera þjónustu verði að taka þá ábyrgð alvarlega. Stefanía er talsmaður gæðamats á þjónustu hins opinbera, en umfjöll- un um slíkt gæðamat hefur verið talsverð að undanförnu í tengslum við tillögur HÍ um að koma á fót samræmdu matskerfi á gæðum og afköstum háskóla á Íslandi. Há- skólar á Íslandi eru reknir að mestu leyti fyrir opinbert fjármagn og er mikilvægt að ríkið hafi eftirlit með því hvernig fjármunum skatt- greiðenda er varið. Án aðhalds, þarfagreiningar og stöðugs end- urmats er hætt við að skattgreið- endur og neytendur þjónustunnar kaupi köttinn í sekknum. Stefanía verður öflugur talsmaður skatt- greiðenda og neytenda. Ég hvet kjósendur til að greiða henni at- kvæði í 6. sætið. Stefanía verður öflugur fulltrúi skattgreiðenda Jón Pétur Friðriksson, nemi við HÍ, skrifar: Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík eru sex einstaklingar úr ungliðahreyfingu flokksins og hafa tekið þátt í flokksstarfinu í gegnum tíðina, í framboði. Það er gleðiefni þegar hæfileikaríkt fólk er tilbúið til að leggja allt sitt af mörkum í pólitískri baráttu fyrir hugsjónum ungliða- hreyfingar Sjálfstæðisflokksins og vilji reyna að setja sinn svip á stjórnmálin með þátttöku í eldlínu stjórnmálanna. Í prófkjörinu gefst flokksmönnum hið gullna tækifæri að tryggja ungu fólki öruggt sæti á þingi. Í framboði eru Sigurður Kári Kristjánsson og Ingvi Hrafn Ósk- arsson. Þeir hafa báðir unnið gott verk fyrir ungliðahreyfingu flokksins og verið í forystu SUS. Þeir eru báðir með öflugar hug- sjónir og trúir sannfæringu sinni. Það er mikilvægt að þeir sem fulltrúar ungra sjálfstæðismanna verði fulltrúar þeirra á þingi. Því er það mér bæði ljúft og skylt að lýsa yfir stuðningi við þá í þessum slag. Ég hvet flokksfélaga mína í Reykjavík til að kjósa þá í próf- kjörinu. Kjósum unga hug- sjónamenn á þing í þessu próf- kjöri - fulltrúa nýrrar kynslóðar í íslenskum stjórnmálum. Unga hugsjónamenn á þing Stefán Friðrik Stefánsson, stjórnarmaður í Verði – FUS Akureyri, skrifar: SIGURÐUR Kári Kristjánsson er einn þeirra ungu frambjóðenda sem nú stíga fram á sviðið og sækjast eft- ir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir kom- andi þingkosningar. Sigurði kynntist ég fyrir nokkrum árum, en tel mig þekkja betur en margan sem ég hefi þekkt í ára- fjöld. Fáa veit ég al- þýðlegri og þægilegri í viðmóti, þótt hann sé ekki skoðanalaus jámaður. Þvert á móti hefur hann mjög ákveðnar pólitískar skoðanir, en ber þó í brjósti ríka réttlætiskennd og er alveg laus við fordild og hroka. Það eru kostir sem prýða mættu alla stjórnmálamenn. Sigurður stendur fyrir það sem ég tel að fólk eigi að standa fyrir í pólitík; frelsi á sem flestum sviðum mannlífsins og al- menna skynsemi. Ég skora á allt kosningabært sjálf- stæðisfólk í Reykjavík að setja Sigurð Kára í 7. sætið í prófkjörinu um helgina og veita honum þannig verð- skuldað brautargengi. Hann mun sannarlega ekki valda ykkur von- brigðum. Sigurð Kára í 7. sætið Stefán Hilmarsson tónlistarmaður skrifar: ALÞINGI Íslendinga þarf á fólki að halda sem skilur gangverk efnahagslífsins. Fólki sem skilur samhengið á milli öflugs efnahags- lífs og blómlegrar menningar og mannlífs. Birgir Ármannsson er slíkur maður. Í störfum sínum í Verslunarráði hefur hann öðlast ómet- anlega reynslu og þekkingu á stoðum efnahagslífs okkar og ver- ið um um leið virkur þátttakandi í þeirri uppbyggingu sem átt hefur sér stað til að að auka frelsi og farsæld í viðskiptum hin síðari ár. Birgi Ármannssyni kynntist ég í menntaskóla. Þá þegar var ljóst að þar var á ferðinni greindur leiðtogi sem aðrir nemendur skól- ans leituðu til um forystu í hags- munamálum sínum sem og í fé- lagslífi. Bæði þá og síðar hefur hann valist til ýmissa trún- aðarstarfa innan Sjálfstæð- isflokksins og unnið þar óeig- ingjarnt starf. Hér er á ferðinni fágætur hæfileikamaður sem sjálf- stæðismenn hafa nú kost á að velja til forystu um ókomin ár. Birgi í 6. sæti Tómas Már Sigurðsson verkfræðingur skrifar: www.avon.is Snyrtivöruverslun opin allan sólarhringinn ÉG HEF átt þess kost að starfa að ýmsum málum með Sólveigu Pétursdóttur, dóms- og kirkju- málaráðherra, í Sjálfstæð- isflokknum í um áratug, bæði á þingmannstíma hennar og eftir að hún varð ráðherra. Hún býr yfir marg- víslegri reynslu sem nýtist henni vel í því veigamikla starfi sem hún gegnir nú. Sólveig er atorkumikill stjórnmálamaður sem er bæði gaman og lærdómsríkt að vinna með. Hún hefur skipað sér í fremstu röð íslenskra stjórnmála- manna og mikilvægt er að veita henni áfram brautargengi til góðra starfa. Í dag, á seinni degi próf- kjörs sjálstæðismanna í Reykja- vík, höfum við tækifæri til þess að styrkja forystu flokks okkar með góðri þátttöku í prófkjörinu. Nýt- um okkur tækifærið – kjósum Sól- veigu í þriðja sæti listans fyrir næstu alþingiskosningar. Toppsæti fyrir Sólveigu Ellen Ingvadóttir, lögg. dómtúlkur og skjalaþýðandi, skrifar: Mörkinni 3, sími 568 7477 www.virka.is Opið mán.-fös. frá kl. 10-18 og laugard. frá kl. 10-14 Gallaefni Margar gerðir og fjöldi lita
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.