Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 67
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 67
Hús Kattavinafélags Íslands,
Kattholt, verður opið á morgun,
sunnudaginn 24. nóvember, kl. 13–
17. Starfsemi Kattholts verður
kynnt og sýndir kettir sem fundist
hafa í Reykjavík og nágrenni og
vantar heimili. Þeir sem týnt hafa
kekki geta kannað hvort hann sé í
Kattholti. Jólamarkaðurinn verður
opinn og rennur allur ágóði af sölu
hans til katta. Allir velkomnir.
Ferðafélag Íslands efnir til göngu-
ferðar á Reykjanesskaga á morgun,
sunnudaginn 24. nóvember. Gengið
verður af Grindavíkurvegi austan
Þorbjarnarfells á Melhól og síðan á
Sundhnúksgíga. Gangan endar við
Festarfjall austan Grindavíkur.
Gangan tekur um 3 klukkustundir.
Fararstjóri í ferðinni er Sigurður
Kristjánsson. Brottför er frá BSÍ kl.
11 og komið við í Mörkinni 6. Þátt-
tökugjald er 1.700 kr. fyrir fé-
lagsmenn og 1.900 kr. fyrir aðra.
Á MORGUN
Ráðstefna um nýtingu lands
norðan Vatnajökuls verður haldin á
á Hótel Héraði, Egilsstöðum,
fimmtudaginn 28. nóvember til efl-
ingar byggðar á Austur- og Norður-
landi. Ráðstefnan er haldin að frum-
kvæði þróunarfélaga og
landshlutasamtaka sveitarfélaga á
svæðinu. Fjallað verður um þjóð-
garðinn með tilliti til fyrirhugaðra
virkjanaframkvæmda. Sérfræðingar
lýsa viðhorfum til landnýtingar og
náttúruverndar. Upplýsingar veita
Óðinn Gunnar Óðinsson, Þróun-
arstofu Austurlands og Tryggvi
Finnsson, Atvinnuþróunarfélagi
Þingeyinga.
Garðyrkjuskólinn stendur fyrir
tveimur jólaskreytingarnám-
skeiðum. Námskeiðunum verður
skipt upp í tvo þætti, jólaskreytingar
fyrir hádegi en jólaeftirréttir og
jólakonfekt eftir hádegi. Nám-
skeiðin verða laugardaginn 30. nóv-
ember kl. 10–16 og laugardaginn 7.
desember kl. 10–16 í húsakynnum
skólans. Leiðbeinandi í blóma-
skreytingahlutanum verður Júlíana
Rannveig Einarsdóttir, fagdeild-
arstjóri á blómaskreytingabraut.
Sólveig Eiríksdóttir á Grænum kosti
kennir fólki að útbúa sykurlaust
jólakonfekt og eftirrétti. Skráning
og nánari upplýsingar fást hjá end-
urmenntunarstjóra skólans eða á
heimasíðunni, www. reykir.is.
Á NÆSTUNNI
Sýning í Skála Alþingishússins á
munum og skjölum í tilefni þess að
50 ár eru liðin frá því að vélræn upp-
taka á þingræðum hófst stendur nú
yfir. Á sýningunni má m.a. sjá gömul
hljóðupptökutæki og hraðrit-
unargögn. Einnig gefst tækifæri til
að hlusta á raddir allra forsætisráð-
herra frá 1952. Jafnframt er hægt að
heyra brot af fyrstu tilraunaupptök-
unni sem gerð var 1949. Sýningin í
Skálanum er opin almenningi kl. 10–
12 og kl. 14–16 á virkum dögum til
13. desember. Í dag, laugardaginn
23. nóvember er sýningin opin kl.
13–17.
Uppákomur í Smáralind um
helgina Í dag, laugardaginn 23. nóv-
ember, kl. 14–16, Listahátíðin Láttu
drauminn rætast fer fram í boði Æv-
intýraklúbbsins-Félagsstarfs
þroskaheftra og Clarins. Blikandi
stjörnur taka lög úr Hárinu og Jesus
Christ Superstar. Tónlistar-
myndband með Margréti Eiri söng-
konu og leikurum í myndinni ,,Láttu
drauminn rætast“ verður frumflutt
auk þess sem atriði úr myndinni
verða sýnd. Tískusýning verður á
vegum Debenhams og Magadans.is
þar sem módel frá Ævintýraklúbbn-
um, Sólheimum og Hinu húsinu sýna
ásamt magadansmeyjum. Sóley
dansari frá Skálatúni sýnir listir sín-
ar og hljómsveitin Daysleeper leikur
lög af plötu sinni Evealice. Þá gefst
gestum tækifæri á að skoða mynd-
listarsýningu Ævintýraklúbbsins og
Sólheima í Vetrargarðinum.
Sunnudaginn 24. nóvember mun Ís-
lenskum tónlistardögum sem staðið
hafa yfir í verslun Hagkaupa í
Smáralind ljúka með tónleikum í
Vetrargarðinum. Þar koma m.a.
fram Írafár, Í svörtum fötum, Rott-
weiler, Geirmundur Valtýsson, Eyj-
ólfur Kristjánsson, Papar, Bjarni
Ara og Silja, Daysleeper, Selma og
Hansa. Allar hljómsveitir sem fram
koma árita plötur sínar að lokinni
spilun auk þess sem öll íslensk tón-
list verður seld á staðnum og í versl-
un Hagkaupa með 25% afslætti.
Tilboð verða á bíómiðum í Smárabíói
til sunnudags á allar myndir nema
Swimfan og kostar bíómiðin 300 kr.
Tilboðið gildir ekki í lúxussal, segir í
fréttatilkynningu.
Jólalandið í Vetrargarðinum í
Smáralind hefur verið opnað.
Opið hús hjá Félagi húsbílaeig-
enda verður í Húnvetningabúð
laugardaginn 23. nóvember kl. 14–
17. Sýndar verða myndir fá liðnu
sumri og verða félagsmenn með
handverk sitt til sýnis og sölu. Heitt
kaffi verður á könnunni. Kl. 21 verð-
ur skemmtum fram eftir kvöldi.
Tískusýning í Hafnarborg Menn-
ingar og listastofnun Hafnarfjarðar,
í dag, laugardaginn 23. nóvember,
kl. 17. Sýndur verður fatnaður frá
Ástu Guðmundsdóttur sem er ein af
meðlimum Kirsuberjatrésins, Vest-
urgötu 4, og Ingibjörgu Hönnu Pét-
ursdóttur, hún leggur áherslu á
hönnun á kvenfatnaði úr þæfðri ís-
lenskri ull. Einnig verða til sýnis
skartgripir frá Aurum, Laugavegi
27, hannaðir af Ásu Gunnlaugs-
dóttur og Guðbjörgu Kr. Ingv-
arsdóttur.
Í DAG
Stuðningsmenn
Katrín Fjeldsted
4.
sæti
•Fylgir sannfæringu sinni
•Rödd hins hófsama sjálfstæðismanns
•Eini læknirinn á Alþingi
Ljúffengur kostur!
Op ið a l l a daga t i l 21
www.noa tun . i s
f
a
s
t
la
n
d
-
8
4
5
3
Hagsýnar húsmæður og heimilisfeður vita að kjúklingur er ódýr og ljúffengur
kostur sem má nota á hundrað mismunandi vegu. Nú erum við með leggi og
læri á sérstöku tilboði, 449 kr./kg og ferskar, beinlausar og skinnlausar bringur
á 1399 kr./kg., en þær eru tilvaldar í ýmsa austurlenska rétti, sallöt og smárétti.
Fyrir heilan eða grillaðan kjúkling mælum við með að þú prófir villisveppasósuna
okkar eða púrtvíns- eða rauðvínssoð að hætti Nóatúns.
Nýtt!
Verði þér að góðu!
Ferskar Móa skinnlausar bringur
pr
.k
g.1399
Ferskir Móa leggir og læri
pr
.k
g.449
Ferskur Móa kjúklingur
pr
.k
g.395
www.bolstrun.is/hs
Allt um bólstrun