Morgunblaðið - 23.11.2002, Page 75
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. NÓVEMBER 2002 75
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
eft ir Frances Drake
BOGMAÐUR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert sjálfstæður og ferð
þínar eigin leiðir. Á sama
tíma ertu umburðarlyndur.
Á komandi ári muntu leggja
áherslu á fjölskyldulíf þitt
og náin sambönd.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fólk og aðstæður geta sleg-
ið þig út af laginu í dag og
vakið þig til umhugsunar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú munt gera breytingar í
vinnunni eða fagna því að
einhver annar geri það. Þú
finnur á þér að þessar
breytingar verði til batnað-
ar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Daður og rómantík liggja í
loftinu og geta lífgað upp á
daginn.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Atburðir dagsins geta orðið
til þess að leysa þig undan
skyldum þínum á heimilinu.
Þetta veitir þér aukið frelsi
til að sinna öðrum málum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú ert ekki sáttur við hvers-
dagslífið. Þú þarft að brjót-
ast undan vananum og leita
leiða til að gera líf þitt fjöl-
breyttara.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Breytingar í vinnunni leysa
þig undan hömlum sem hafa
haldið aftur af þér. Líttu á
þetta sem skref í átt til
frelsis.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Óvænt ástarævintýri og
skapandi tækifæri geta gert
þetta að góðum degi. Njóttu
þess sem að höndum ber.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ættir að endurskoða
skilgreiningu þína á raun-
veruleikanum. Fólk lítur líf-
ið misjöfnum augum og þér
er frjálst að velja þá sýn
sem hentar þér best.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú ættir að hlusta á vin sem
hvetur þig til að gera eitt-
hvað nýtt og ögrandi. Hér
hefurðu tækifæri til vaxtar
og þroska.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þér gefst tækifæri til að
sýna nýjar hliðar á þér.
Vertu óhræddur við að sýna
öðrum hver þú ert.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Láttu ekki fólk draga úr þér
kjark til að gera eitthvað
nýtt og spennandi. Þú ert
tilbúinn að taka áhættuna
og víkka sjóndeildarhring
þinn.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður tími til vaxt-
ar og þroska. Þú hefur tæki-
færi til að læra meira um
sjálfan þig en þú hefur gert
í langan tíma.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
LJÓÐABROT
ÁST OG ÓTTI
Gagntekinn, hrifinn, utan við mig enn
af æsku þinnar fyrstu munarkossum
ég finn í hjarta ást og ótta í senn
slá undarlega saman heitum blossum.
Þú ert svo björt, svo ung og blíð og góð,
önd þín er gljúp sem mjúk er höndin ljúfa.
En ég á dökkt og órótt ólgublóð,
og ungur sló ég sigg á mína hnúa.
Það stingur mig í hjartað eins og ör:
Felst ef til vill í bylgjum sálar minnar
eitthvað, sem kynni að setja fingraför
á fagurhreinan spegil sálar þinnar.
Hannes Hafstein
Árnað heilla
EDDIE Kantar kemur oft
með skemmtilegar ábend-
ingar. Ein er svona: Ef spil
lítur út eins og einspil, hagar
sér eins og einspil og lyktar
sem einspil, þá eru allar lík-
ur á því að um einspil sé að
ræða.
Norður gefur; allir á
hættu.
Norður
♠ 73
♥ D954
♦ ÁG73
♣ÁG5
Suður
♠ 652
♥ ÁG1087
♦ K5
♣K93
Suður verður sagnhafi í fjór-
um hjörtum eftir þessar
sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
– 1 tígull Pass 1 hjarta
1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 4 hjörtu
Pass Pass Pass
Vestur spilar út spaða-
drottningu (ofan af röð) og
skiptir yfir í laufdrottningu í
öðrum slag. Hvernig myndi
lesandinn spila?
Á það verður að fallast
með Kantar að laufdrottn-
ingin ber öll einkenni þess
að vera ein á ferð. Og þá er
stunga yfirvofandi ef vestur
á hjartakóng. Og auðvitað er
hjartakóngurinn í vestur,
því eftir útspilinu að dæma á
austur ÁK í spaða og getur
varla átt meiri styrk.
Hjartasvíningin kemur því
ekki til álita, en það er lítið
betra að spila hjartaás og
hjarta. Vestur á mjög lík-
lega Kxx í trompi, og raunar
bendir allt til þess að spilið í
heild líti svona út:
Norður
♠ 73
♥ D954
♦ ÁG73
♣ÁG5
Vestur Austur
♠ DG1094 ♠ AK8
♥ K62 ♥ 3
♦ D1084 ♦ 962
♣D ♣1087642
Suður
♠ 652
♥ ÁG1087
♦ K5
♣K93
Ef þetta er legan er hægt
að klippa á samgang varn-
arinnar í spaða. Til að byrja
með leggur sagnhafi niður
hjartaásinn. Síðan tekur
hann tígulkóng, svínar gos-
anum, hendir spaða niður í
tígulás og líka niður í fjórða
tígulinn. Vörnin fær þá slag
á tígul í staðinn fyrir spaða,
en stunguhættan er liðin
hjá.
Það er lykilatriði að taka
fyrst á hjartaásinn, því ella
getur austur stungið í fjórða
tígulinn og eyðilagt þannig
skærabragðið.
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
60 ÁRA afmæli. Mánu-daginn 25. nóvember
er sextugur Þórður Kr.
Kristjánsson. Eiginkona
hans er Ásta Guðmunds-
dóttir. Í tilefni dagsins taka
þau á móti ættingjum og
vinum á heimili sínu Heið-
arbakka 6, Keflavík, á
sunnudag frá kl. 16.
1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6
4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3
Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4
Bc5 9. Dd2 a6 10. O-O-O
O-O 11. h4 Rxd4 12. Bxd4
b5 13. h5 Dc7 14. Hh3 b4
15. Ra4 Bxd4 16. Dxd4 a5
17. h6 g6 18. Kb1 Ba6 19.
Bd3 Hfc8 20. Df2 Bxd3 21.
Hhxd3 Ha6 22. He1 Hc6
23. Hd2 Rc5 24. Rxc5 Hxc5
25. g4 a4 26. f5 b3 27. c3
bxa2+ 28. Kxa2 Hb5 29.
fxg6 fxg6 30. Df6 Hb6 31.
Hf1 a3 32. b3 He8 33. Hdf2
Hbb8 34. Kxa3
Staðan kom
upp á Ólympíu-
skákmótinu sem
lauk fyrir
skömmu í Bled.
Harpa Ingólfs-
dóttir hafði svart
gegn Dörju Kaps
(2224). 34...Da5+!
35. Kb2 Hxb3+!
36. Kxb3 Hb8+
37. Kc2 Da2+ 38.
Kd3 Dc4+ 39.
Kc2 De4+ 40.
Kc1 Hb1+ 41.
Kd2 Hb2+ og
hvítur gafst upp
enda verður hann mát eftir
42. Kc1 Db1#. Úrslitavið-
ureign í bikarkeppni ÍAV
og Taflfélags Garðabæjar
fer fram í kvöld, 23. sept-
ember, kl. 20.00 í húsa-
kynnum Skáksambands Ís-
lands. Öllum er velkomið
að fylgjast með viðureign-
inni á staðnum eða á Net-
inu.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Svartur á leik.
Hlutaveltur
Morgunblaðið/Ragnhildur
Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 3.000 kr.
til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Thelma Rut og
Áslaug Dóra. Á myndina vantar Önnu Katrínu.
60 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 23.
nóvember, er sextug Val-
gerður Bjarnadóttir,
Hvassaleiti 60, Reykjavík. Í
tilefni afmælisins býður hún
fjölskyldu, vini og vanda-
menn velkomna á heimili
sitt kl. 17 á afmælisdaginn.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
YOGA
Ný námskeið hefjast 25. nóvember.
Kennari er Arnhildur S. Magnúsdóttir sem m.a. byggir námskeiðin á sinni
eigin reynslu. Tilgangur námskeiðsins er að takast á við daglegt líf að nýju
með aðstoð yoga, styrkja sig líkamlega og andlega auk þess að sættast við
líkamann.
Námskeiðin verða haldin í sal Lífssýnar, Bolholti 4, 4. hæð til vinstri.
fyrir alla sem eru að ganga
í gegnum eða hafa lokið
krabbameinsmeðferð
Skráning og upplýsingar eru hjá Arnhildi í síma 895 5848.
Gallafatnaður
Bankastræti 11 • sími 551 3930
Rauðagerði 26, sími 588 1259
Haust – Vetur 2002
Útsala
Útsala
á vönduðum dömufatnaði
í dag, laugardag,
frá kl. 10–18.
30-75% afsláttur
Stærðir 36-48
Kjólar, pils, peysur,
bolir frá kr. 1.800
Verið velkomin
Lára Margrét áfram í 5. sæti
Kynntu flér stefnumálin á www.laramargret.is
e›a hringdu í síma 551 3339 og 861 3298
Næsta námskeið
verður haldið á morgun,
sunnudaginn 24. nóvember
Aðventukransar, hurðaskeytingar og jólaskreytingar.
Skráning í síma 555 3932 • Upplýsingar í síma 897 1876
VR-styrkurSölusýning á staðnum Uffe Balslev blómaskreytir
Jólaskreytingar í Hvassahrauni