Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
M
ARGIR gætu áreiðanlega vel hugsað sér
að til væri einföld leið til að svara erf-
iðum pólitískum spurningum eins og til
dæmis spurningunni um aðild Íslands
að Evrópusambandinu. Að einfaldlega
væri hægt að slá inn í tölvu kosti og galla aðildar, þrýsta
á hnapp og fá afdráttarlaust svar. En þannig er þetta
náttúrulega ekki. Það er vissulega hægt að staðreyna
margt. Við getum upplýst hver tekur ákvarðanir hjá
Evrópusambandinu um hversu mikið hvert aðildarríki
má veiða af fiski á hverju ári. Við getum út frá gefnum
forsendum svarað hagrænum álitaefnum, svo sem hvað
aðild Íslands að Evrópusambandinu kosti Íslendinga ár-
lega eftir fjölgun aðildarríkja um tíu. Svör við afmörk-
uðum álitaefnum geta varpað ljósi á stóru spurninguna
og gert hana skýrari en aldrei svarað henni. Svarið
ræðst af pólitískri sannfæringu hvers og eins. Erum við
til í að fórna a til að fá b? Til að geta myndað okkur skoð-
un á því þurfum við eins áreiðanlegar og hlutlægar upp-
lýsingar um a og b og mögulegt er. Hvað er a og hvað er
b? Er hvort fyrir sig eftirsóknarvert? Er nauðsynlegt að
fórna a til að fá b? Er hægt að fá b eftir öðrum leiðum?
Og ef a er fórnað, fáum við þá örugglega b í staðinn?
Evrópusambandið er frekar flókið fyrirbæri. Þar af
leiðandi hefur umræðan hér á landi verið það líka. Það er
tæplega hægt að ætlast til þess að fólk sé nú svo upplýst
um Evrópumál að það sé raunverulega reiðubúið til að
svara spurningunni um aðild. Ég held annars vegar að
fólk viti lítið um hvaða fórnir þarf að færa. Og hins vegar
viti fólk lítið um hvað kemur í staðinn. Fólk getur sett
fingurinn á hverrar skoðunar einstakir stjórnmálamenn
eru og endurtekið það sem þeir hafa fullyrt. Fólk hefur
heyrt fullyrðingar um að vextir og matvöruverð muni
lækka við aðild að Evrópusambandinu, en hefur hvorki
fengið upplýsingar um á hverju fullyrðingarnar byggjast
né tækifæri til að skoða forsendurnar. Við vitum ekkert
um hvort fullyrðingar sem þessar eru byggðar á hlut-
lægri vísindalegri úttekt eða hvort þær eru bara út í loft-
ið. Fólk getur tæplega sjálft metið hvort fullyrðingarnar
eru réttar eða rangar án frekari skýringa. Ég treysti
mér að minnsta kosti ekki til þess einn og óstuddur.
Margt hefur verið fullyrt í þessari umræðu án
fylgi nokkur nánari rökstuðningur. Formaðu
ingarinnar hefur t.d. fullyrt að hann hafi k
arútvegsstefnu Evrópusambandsins til mer
um skoðun í kjölfarið og sé þess nú fullviss að
ekki missa stjórn á auðlindinni við aðild. Fram
er þannig að það er engu hægt að treysta um
yrðingin sé marktæk. Hún hefur staðið nánas
síðan hún var sett fram og við eigum bara að t
blindni að hún sé rétt. Sem gengur náttúruleg
Málefnalegt framl
Eftir Birgi Tjörva Pétursson
D
AVÍÐ Oddsson forsætisráð-
herra viðraði þá hugmynd í
áramótagrein hér í blaðinu á
gamlársdag að koma á fót
þverpólitískri nefnd um Evr-
ópumál. Með þessu virðist forsætisráð-
herra vera að ganga fram fyrir skjöldu og
hvetja til vopnahlés í Evrópusambandsmál-
inu. Að „stríðandi“ fylkingar þeirra sem
vilja skoða aðild að ESB og þeirra sem telja
enga þörf á slíku slíðri stílvopnið á meðan
málið er tekið fyrir í áðurnefndri nefnd.
Það eru óneitanlega nokkur tíðindi að yf-
irherforingi ESB-andstæðinga, sem hefur
staðið grár fyrir járnum þegar málið ber á
góma, skuli flagga hvíta flagginu með þess-
um hætti og lýsa yfir vilja til að stíga upp úr
skotgröfunum – hætta vígaferlum og ræða
málin. Hvað býr að baki þessum hug-
myndum forsætisráðherra? Er hann að
fara fram í þessu máli með góðu fordæmi
eða er um að ræða hernaðartaktík til þess
ætluð að fresta frekari vígaferlum fram yfir
kosningar í vor?
Sáttaleið eða hernaðarkúnst
Það er kunnara en frá þurfi að segja að á
hinum pólitíska vígvelli getur verið þægi-
legt að fresta átökum eða forðast þau um
einstök mál með því að setja á fót nefnd
sem hefur það hlutverk að ræða tiltekið mál
með það að markmiði að leita sátta og skila
áliti. Svo fer það eftir eðli viðkomandi máls
hvort nefndin skili af sér eða hvort málið
hreinlega sofni í meðförum nefndarinnar
og komi aldrei til afgreiðslu. Í þessu tilfelli
er óhætt að fullyrða að málið kemur ekki til
með að sofna svefninum langa í meðförum
hinnar þverpólitísku ESB-nefndar – hér er
um slíkt stórmál að ræða. Hins vegar getur
þessi nefndarleið haft áhrif á umfjöllun um
Evrópumál í aðdraganda Alþingiskosninga
á komandi vori.
Nú er allsendis óljóst hversu mikið
næstu kosningar munu snúast um Evr-
ópumál. Það fer allt eftir þróun innanlands-
og alþjóðamála á næstu misserum. Yfirvof-
andi stríð í Írak getur haft mikil áhrif þar á
að ógleymdum viðræðum um framtíð EES-
samningsins í ljósi væntanlegrar stækk-
unar ESB sem fyrirhugað er að hefjist 9.
janúar. Hvernig þær viðræður fara af stað
getur haft afgerandi áhrif á Evrópuumræð-
una í kosningabaráttunni. Hvernig sem
þessi mál koma til með að þróast læðist sá
grunur að undirrituðum að nefndarleiðin
hafi verið teiknuð upp í forsætisráðuneyt-
inu og lögð fram af forsætisráðherra með
það að markmiði að drepa málinu eins mik-
ið á dreif og mögulegt er fram yfir kosn-
ingar. Málið er í nefnd og þar með ekki á
dagskrá fyrr en nefndin hefur skilað nið-
urstöðu!
Þrátt fyrir að ofangreind skýring á þessu
nefndarupphlaupi forsætisráðherra sé lík-
leg, þ.e. að markmiðið sé að þæfa málið eins
og hægt er fram yfir kosningar, er ekki
hægt að útiloka þann möguleika að Davíð
Oddsson sé að mýkjast í afstöðu sinni til
ESB. Niðurstaða nefndarinnar gæti þess
vegna orðið til þess að forsætisráðherra
skipti aftur um skoðun en Davíð hefur lýst
því yfir að Íslendingar ættu að sækja um
aðild að ESB. Í skýrslu aldamótanefndar
Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1989 fjallar
Davíð Oddsson um viðræður sem EFTA-
ríkin áttu þá í við ESB (þá EB) og segir að í
þeim kunni að nást samkomulag sem við
getum sætt okkur við til frambúðar.
„Hugsanlega verður þó skynsamlegast að
óska beinlínis eftir viðræðum um inngöngu
í Evrópubandalagið, þótt menn séu um leið
reiðubúnir að láta inngönguna ráðast af því,
hvort þau skilyrði, sem henni kunna að
fylgja, þykja aðgengileg eða ekki. Verði sú
niðurstaðan, að þau séu óaðgengileg talin,
hafa menn heldur engar brýr brotið að baki
sér. Og þrátt fyrir allt er líklegt að smæð
okkar verði styrkur ásamt með því að við
erum að véla við bandalagsþjóðir okkar í
Atlantshafsbandalaginu og margar hefð-
bundnar vinaþjóðir, þar sem við njótum
trausts. Það er því óheppilegt að borið hef-
ur á því, að við séum sjálfir að búa okkur til
skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar
með að veikja okkar eigin samningsstöðu
er við mætum með sjálfskapaða annmarka
til viðræðna við Evrópubandalagið Við
megum síst af öllu ganga að þessu viðfangs-
efni með þrá fyrir forna innilokun og ein-
angrun, alteknir af ótta og kjarkleysi. Við
verðum að sýna reisn og styrk og forðast
einangrunarþörf og minnimáttarkennd. Til
slíkra viðræðna hljótum við að ganga sann-
færðir um það að reyna að ná fram hinu
bezta, en jafnframt tilbúnir að hverfa frá
þeirri leiðinni, ef niðurstaðan er ekki þol-
anleg.“ Svipuð ummæli viðhafði Davíð
Oddsson í bókinni Island – Arvet Från
Thingvellir eftir Hannes H. Gissurarson
sem kom út í Svíþjóð árið 1990. Þar sagði
Davíð að við yrðum að laga okkur að þeirri
staðreynd að meirihlutinn af viðskiptum
okkar væri við ESB og að hann hafi lagt til
opinberlega a
ild. Það hefur
neinum að Da
umpólast frá
13 árum. En
skipt um skoð
aftur.
Hlut
Á undanför
sætisráðherr
máti ekki flík
vilja til að kau
ingu er ráðhe
ing þeirra sem
inga að skilgr
það í huga að
Menn myndu
sér með því a
með slík sam
Ólíkt því sem
herrann nú u
legan málflut
skapaðir ann
viðræðna við
ræða að gang
um að reyna
framt vera til
inni, ef niðurs
er þó hægt að
Oddsson sé a
sinni og hver
Það er alveg
verður að ver
baki, önnur e
kosningar, ve
uð stjórnmála
sitja fulltrúar
skólasamféla
slík nefnd á a
urstöðu þarf
hátt í hugarlu
okkar eru ef v
að sækja um
getur hún ek
grein fyrir ko
nokkru viti. M
Davíð Oddsso
Evrópuumræ
þau sjónarmi
greina samni
kostur er. Hv
farið er ómög
víst að nefnda
lega í snið og
Vopnahlé í Evrópumá
Eftir Úlfar B. Hauksson
Höfundur e
stjórnarma
MORGUNBLAÐIÐ
Á MÁNUDÖGUM Á NÝ
Í dag hefst útgáfa Morgunblaðsinsá nýjan leik á mánudögum enblaðið kom út sjö daga vikunnar
frá stofnun þess 2. nóvember 1913 til
júníloka 1919. Þá var útgáfu blaðsins
á mánudögum hætt en í stað þess gaf
Árvakur hf., útgáfufélag Morgun-
blaðsins, út vikublaðið Ísafold á
mánudögum fram á síðari hluta árs
1921, þegar útgáfa Ísafoldar færðist
yfir á miðvikudaga. Ísafold hóf göngu
sína sem þjóðmálablað haustið 1874.
Er þessi saga öll rakin í fróðlegri
grein eftir Freystein Jóhannsson,
blaðamann, sem birtist í Morgun-
blaðinu í dag.
Eftir að reglulegri útgáfu Morgun-
blaðsins á mánudögum var hætt sum-
arið 1919 kom blaðið við og við út á
mánudögum, þegar stórtíðindi urðu.
Síðasta útgáfa á mánudögum af því
tagi var útgáfa Morgunblaðsins hinn
3. janúar árið 2000 í tilefni árþús-
undaskipta.
Mánudagsútgáfa Morgunblaðsins
hefur verið reglulega til umræðu í
stjórn útgáfufélags Morgunblaðsins,
Árvakurs hf., undanfarna áratugi,
þótt ekki hafi komið til þess fyrr en
nú að hún hæfist á nýjan leik. Har-
aldur Sveinsson, stjórnarformaður
Árvakurs hf., sem tók sæti í stjórn út-
gáfufélagsins árið 1951 og hefur setið
alla stjórnarfundi síðan, ýmist sem
stjórnarmaður, stjórnarformaður eða
framkvæmdastjóri, segir í samtali í
Morgunblaðinu í dag, að „í hörðum
átökum í kringum 1920 hafi prentarar
náð fram sterkri stöðu og vinnu á
sunnudögum settir slíkir afarkostir
að ekki var áratugum saman talið
fært að setja hana á. Almennar prent-
smiðjur voru þungamiðjan í samtök-
um prentsmiðjueigenda og forráða-
mönnum þeirra fundust hagsmunir
blaðanna léttvægir í samanburði við
annað.“
En hvers vegna nú?
Hallgrímur B. Geirsson, fram-
kvæmdastjóri Morgunblaðsins, tók
ákvörðun um það sl. haust að leggja
til við útgáfustjórn Morgunblaðsins
að útgáfa Morgunblaðsins á mánu-
dögum yrði hafin í byrjun þessa árs.
Tillaga hans var samþykkt á fundi
stjórnar Árvakurs hf. hinn 28. nóv-
ember sl. Hallgrímur B. Geirsson
skýrir þessa ákvörðun í Morgun-
blaðinu í dag með þessum orðum:
„Samverkandi forsendur fyrir
ákvörðun stjórnar nú voru í fyrsta
lagi að sæmilega hefur tekizt til um
aðhalds- og hagræðingaraðgerðir
undanfarin tæp tvö ár, sem hefur
skapað grunn að þessari ákvörðun,
þótt enn gæti nokkuð óhagstæðra ytri
rekstrarskilyrða og áframhaldandi
aðhalds sé þörf. Í öðru lagi hefur sam-
keppni almennt á fjölmiðlamarkaði
farið vaxandi og þá ekki sízt meðal
prentmiðla.
Í þriðja lagi fannst mönnum rétt,
þrátt fyrir verulegan kostnað umfram
áætlaðar tekjur í upphafi, að líta á
mánudagsútgáfuna og möguleg tæki-
færi, sem henni fylgdu til beinnar og
óbeinnar hagræðingar, sem fjárfest-
ingu sem gæti skilað arði þegar til
lengri tíma væri litið, auk þess sem
fjárfestingin styrkti samkeppnisstöð-
una. Í fjórða lagi sakaði svo ekki að
það ár, sem nú fer í hönd, er 90. af-
mælisár Morgunblaðsins og hvatning
þess vegna til að efla og styrkja hag
þess enn.“
Útgáfa Morgunblaðsins á mánu-
dögum mun verða til þess að bæta
mjög þjónustu blaðsins við lesendur
þess. Undanfarna áratugi hafa fréttir
verið skrifaðar fram að hádegi á laug-
ardögum en síðan hafa fréttir af at-
burðum, sem gerzt hafa frá því síð-
degis á laugardag og fram á
mánudagskvöld, ekki birzt fyrr en í
þriðjudagsblaði. Um helgar er jafnan
mikið um að vera í íþróttum og frá-
sagnir af þeim viðburðum hafa heldur
ekki birzt fyrr en í þriðjudagsblaði.
Nú munu fréttir af viðburðum heima
og heiman um helgar birtast á mánu-
dögum eða sólarhring fyrr. Þetta er
ekki sízt fagnaðarefni fyrir starfs-
menn Morgunblaðsins sem hafa alla
tíð talið mjög eftirsóknarvert að blað-
ið kæmi út á mánudögum, þannig að
ekki væri verið að skrifa á mánudög-
um gamlar fréttir í þriðjudagsblað.
Þjónusta blaðsins við lesendur mun
batna að öðru leyti vegna þessara
breytinga. Minningargreinar vegna
útfara á mánudögum hafa birzt í
sunnudagsblaði en munu nú birtast á
útfarardegi eins og tíðkast aðra daga
vikunnar. Útgáfa blaðsins sjö daga
vikunnar styrkir stöðu blaðsins sem
vettvangs fyrir almennar þjóðfélags-
umræður, sem mikill fjöldi lands-
manna tekur þátt í á ári hverju á síð-
um Morgunblaðsins og svo mætti
lengi telja.
Með útgáfu Morgunblaðsins sjö
daga vikunnar verður þjónusta við
auglýsendur einnig aukin. Þeir eiga
þess nú kost að birta auglýsingar í
blaðinu alla daga vikunnar. Auk þess
má minna á að á sl. ári var útgáfudög-
um Morgunblaðsins fjölgað að öðru
leyti með útgáfu á ýmsum frídögum,
sem áður höfðu ekki verið útgáfudag-
ar blaðsins.
Árvakur hf. starfrækir annan fjöl-
miðil, auk Morgunblaðsins, sem er
netútgáfa blaðsins, mbl.is. Netútgáfa
Morgunblaðsins nýtur mikilla vin-
sælda og er ljóst að Morgunblaðið sjö
daga vikunnar auk netútgáfu, sem er
svo mikið notuð sem raun ber vitni,
eru sameiginlega mjög fýsilegur kost-
ur fyrir auglýsendur, sem vilja ná til
breiðs hóps landsmanna.
Hinn 2. nóvember sl. varð sú rót-
tæka breyting á Morgunblaðinu, að
innlendar fréttir voru færðar að hluta
til á forsíðu blaðsins. Sú venja, að ein-
göngu erlendar fréttir væru á forsíðu,
var ekki eins gömul og margir héldu.
Innlendar fréttir mótuðu mjög for-
síðu blaðsins alveg fram undir 1970
og töluvert fram undir 1980 en þá að
vísu vegna tveggja þorskastríða fyrst
og fremst. Síðustu tvo áratugi hafa
erlendar fréttir hins vegar verið yf-
irgnæfandi á forsíðu blaðsins.
Með útgáfu Morgunblaðsins sjö
daga vikunnar og þeim breytingum,
sem sl. haust voru gerðar á forsíðu
þess, er ljóst að fréttaþjónusta blaðs-
ins hefur verið efld og slagkraftur
Morgunblaðsins hefur aukizt mjög.
Það er von útgefenda Morgunblaðsins
og starfsmanna þess, að lesendum
blaðsins og auglýsendum muni þykja
þessar breytingar nokkurt framfara-
spor.