Morgunblaðið - 06.01.2003, Síða 35

Morgunblaðið - 06.01.2003, Síða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 35 var kosin til að gegna. Orð hennar um að hún gefi ekki eftir þau sjálfsögðu réttindi sem hún hafi eins og aðrir til að setjast á lista og fylgja sinni póli- tísku sannfæringu eru meðal annars til vitnis um það. Borgarstjóri ætlaði sér eins og hún marglýsti yfir að vera hvort tveggja í senn sameiningartákn og verkstjóri Reykjavíkurlistans en jafnframt í einhvers konar tímabundnu hluta- starfi í framboði fyrir Samfylk- inguna. Mér finnst ógeðfellt hvernig hún beitti stöðu sinni og valdi og reyndi að beygja og kúga samstarfs- menn sína og samstarfsflokka Sam- fylkingarinnar í kjölfar þess að skoð- anakönnun leiddi í ljós að hún gæti orðið til að þyngja heldur pundið í Samfylkingunni. Það var auðvitað fráleitt af henni að ætla að hinir flokkarnir féllust á þessa ætlan henn- ar og eðlilegt að þeir gerðu þá kröfu að hún veldi á milli þess að standa við skuldbindingar sínar gagnvart þeim og borgarbúum eða fylgja nýlega op- inberri pólitískri sannfæringu sinni. Hún verður sjálf að axla ábyrgðina af vali sínu og þeirri forgangsröðun að fórna borgarstjórastólnum fyrir Samfylkinguna. – Við höfum orðið margs vísari á síðustu dögum. Ingibjörg Sólrún er vissulega ekki öfundsverð af því klúðri sem hún og Össur Skarphéð- insson, svili hennar, hafa komið henni í og vísast margt sem hún vildi hafa látið ógert og ósagt. Ofan á annað hefur hún á nýliðnum vikum sýnt af sér slíkan pólitískan sjálfsbirgings- hátt að gengur drambi næst. Hún vill á þing og setja málefni borgarinnar á dagskrá í kosningunum því … það skorti umræðu og skilning hjá ráða- mönnum á mikilvægi hennar fyrir þjóðfélagsþróunina og Ísland á þess- ari öld. Eftir kjördæmabreytinguna á sveitarfélagið Reykjavík 22 þingsæti. Treystir hún engum þeirra sem skipa munu þau sæti til að tryggja umræðu og auka skilning á mikilvægi Reykja- víkur – ekki einu sinni þingmönnum Samfylkingarinnar? Hún prísar á hinn bóginn óflokksbundna óháða borgarfulltrúa sérstaklega sem „ … fólk sem hefur mikinn áhuga á borgarmálum og vill leggja borgar- málum lið og krafta sína. Hvað ætlar hún öllum hinum borgarfulltrúunum? Og Ingibjörgu Sólrúnu líkar ekki heldur það sem hún segist á liðnum vikum hafa séð til stjórnmálaflokk- anna. Þeir virðast henni ekki þókn- anlegir, jafnvel ekki Samfylkingin, en Framsóknarflokkurinn, sem þó á heiðurinn af því að bjarga Reykjavík- urlistanum, finnst henni þó verstur. Ég get fullvissað Ingibjörgu Sólrúnu um að til bjargar Reykjavíkurlistan- um var innan Framsóknarflokksins unnið eftir leikreglum lýðræðisins í víðtæku samráði við að leita lausna á þeim vanda sem hún og formaður Samfylkingarinnar skópu. Brotthlaup Ingibjargar Sólrúnar og atburðir undanfarinna tveggja vikna vekja hvorki hjá mér ótta né reiði. Ég finn fyrst og fremst til von- brigða við að sjá á bak borgarstjóra, sem ég til skamms tíma taldi verðuga þess trausts er ég og svo margir aðrir báru til hennar. Til komandi alþing- iskosninga horfi ég hins vegar full bjartsýni. (Tilvitnanir eru í viðtal við ISG í Mbl. 30. des. 2002.) Höfundur er alþingismaður. Gjafavara – matar- og kaffistell . All ir verðflokkar. - Gæðavara Heimsfrægir hönnuðir m.a. Gianni Versace. VERSLUNIN Laugavegi 52, s. 562 4244. Síðumúla 34 - sími 568 6076 Antik er fjárfesting Antik er lífsstíll AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgð

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.