Morgunblaðið - 06.01.2003, Síða 39
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 39
ATVINNU-
AUGLÝSINGAR
I
I
Tannlæknastofa
óskar eftir að ráða til starfa aðstoðarfólk.
Umsækjendur þurfa að hafa til að bera hæfni
í mannlegum samskiptum, þjónustulund og
hlýtt viðmót. Um er að ræða aðstoð við sér-
fræðing, móttökustarf og/eða gagnatöku.
Umsóknum ásamt mynd ber að skila til auglýs-
ingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktar:
T—13159, fyrir föstudaginn 10. janúar.
R A Ð A U G L Ý S I N G A R
KENNSLA
Leirmótun í Leirkrúsinni
Ný námskeið á nýju ári
Handmótun byrjendur
Mótun á rennibekk
Upprifjun og annað nýtt
Framhald í handmótun
og mótun á rennibekk
Helgar- dag- og kvöldtímar
Upplýsingar á www.leir.is og í síma
564 0607. Leirkrúsin, Hákotsvör 9, Álftanesi.
Kvöldskóli í Grafarvogi
Innritun í kvöldskóla Borgarholtskóla
verður eftirfarandi daga:
mánudaginn 6. janúar frá 13—19
þriðjudaginn 7. janúar frá 10—19
miðvikudaginn 8. janúar frá 10—19
fimmtudaginn 9. janúar frá 10—19
föstudaginn 10. janúar frá 10—19
laugardaginn 11. janúar frá 10—14
Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir al-
mennt bóknám og málmiðngreinar:
DAN-102 BÓK-102 GRT-103
ENS-102 FÉL-102 GRT-203
ENS-202 EFM-212 ITM-213
ENS-212 ÍSL-102 ITB-allir áfangar
ÍSL-102 ÍSL-202 TTÖ-102
STÆ-102 TÖL-102 VFR-102
STÆ-122 CAD-113 ÖRF-101
Einnig eru kenndar allar suðugreinar, s.s.
MIG/MAG, TIG, log- og rafsuða. Allir
áfangar í rennismíði eru kenndir, ásamt
hand- og plötuvinnu.
Ath: Einhverjir ofantalinna áfanga geta
fallið niður náist ekki nægur fjöldi í hópa.
Námið er ætlað málm- og véltækninemum en
einnig eru almennar greinar opnar öllum sem
vilja hefja framhaldsskólanám. Þeim sem eru
að fara í sveinspróf í málmiðngreinum gefst
hér einnig kostur á að bæta sig.
Kennsla hefst mánudaginn 13. janúar
og lýkur laugardaginn 10. maí.
Innritunargjald er kr. 14.000 og til viðbót-
ar kr. 1250 á hverja bóklega einingu og
kr. 2500 fyrir hverja einingu í verklegum
áföngum.
Nánari upplýsingar á heimasíðu: www.bhs.is .
Skólameistari.
ÞJÓNUSTA
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum
í uppslætti, þökum og klæðningum. Er með
góð mót.
Upplýsingar í síma 698 2261.
ÝMISLEGT
Hús skáldsins
Sigurhæðir - Davíðshús
Eyrarlandsvegi 3, 600 Akureyri
1. Tvær skrifstofur í Sigurhæðum
til boða þeim sem sinna vilja hvers konar orð-
list í hvetjandi umhverfi. Leigjast gegn vægu
gjaldi nokkrar vikur eða mánuði í senn.
2. Gestaíbúð í Davíðshúsi
stendur skáldum, rithöfundum og öðrum lista-
eða fræðimönnum til tímabundinnar dvalar
gegn vægu þjónustugjaldi.
Í umsóknum komi m.a. fram:
a) stutt kynning á umsækjanda og verkum hans,
b) að hverju umsækjandi hyggst vinna,
c) æskilegt tímabil og tímaskeið dvalar.
Umsóknarfrestur vegna afnota á árinu 2003
er til 20. janúar nk.
Allar nánari upplýsingar veita forstöðumaður,
Erlingur Sigurðarson, s. 462 6648; skaldhus@-
akmennt.is, eða menningarfulltrúi, Þórgnýr
Dýrfjörð, s. 460 1461; torgnyr@akureyri.is .
mbl.is
ATVINNA
✝ Heba OttósdóttirHertervig fæddist
í Reykjavík 24. maí
1933. Hún lést á líkn-
ardeild Landsspítalans
16. desember síðastlið-
inn. Foreldrar hennar
voru Ottó J. Ólafsson
skrifstofumaður í
Reykjavík, f. 7. mars
1902, d. 25. desember
1994, og kona hans
Borghildur Ólafsdótt-
ir, f. 16. október 1905,
d. 11. október 1989.
Systur Hebu eru Guðrún Sigríður,
látin, og Helga Kristín.
Heba giftist í febrúar 1956 Há-
koni Hertervig arkitekt, f. 20. júní
1932, d. 16. júlí 2001. Hann var son-
ur hjónanna Óla Jakobs Hertervig,
bakarameistara og bæjarstjóra á
Siglufirði, og Abelínu Guðrúnu Sig-
urðardóttir. Börn þeirra Hebu og
Hákons eru 1) Borghildur G Hert-
ervig bankamaður, f. 25. október
1956, maki Ísleifur Friðriksson
járnsmíðameistari, börn þeirra eru
Bárður, f. 25. ágúst
1991, og Kári 17. febr-
úar 1996. Synir Ísleifs
frá áður eru Ragnar
Már og Friðrik Rafn. 2)
Óli Jón Hertervig
tæknifræðingur, f. 14.
desember 1958, maki
Ingibjörg Gunnars-
dóttir kennari, börn
þeirra eru Svandís Rós
Hertervig, f. 3. apríl
1980, Óli Hákon Her-
tervig, f. 28. maí 1986,
og Jón Gunnar Herter-
vig, f. 30. júlí 1994. 3) Heba Herter-
vig arkitekt, f. 21. júlí 1963, maki
Sigurður Jónsson veðurfræðingur,
börn þeirra eru Davíð Sigurðarson,
f. 8. október 1985, og Snorri Sigurð-
arson f. 28. ágúst 1989.
Heba lauk verslunarskólaprófi
og starfaði hjá utanríkisráðuneyt-
inu þar til hún stofnaði heimili. Síð-
ar vann Heba fyrir Menningarstofn-
un Bandaríkjanna í rúm tuttugu ár.
Útför Hebu var gerð í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Mig langar að minnast Hebu
tengdamóður minnar með örfáum
orðum. Þessi fíngerða kona með fal-
legu brúnu augun var mér afar kær.
Hún tók mér opnum örmum og sýndi
mér ávallt ómetanlega ástúð og um-
hyggju.
Ég gleymi aldrei ástúðinni sem
skein úr augum hennar þegar hún
hélt á barnabörnunum sínum í fyrsta
sinn. Henni þótti afar vænt um þau öll
og fylgdist alltaf vel með því hvað þau
voru að gera.
Heba var félagslynd og átti fallegt
heimili. Hún naut þess að hafa fólkið
sitt og vini í kringum sig. Ógleyman-
legar eru allar helgarnar þar sem
fjölskyldan var saman komin við
veisluborð. Öll aðfangadagskvöldin
og áramótin. Þegar Hákon tengda-
faðir minn lést fyrir rúmu ári síðan,
missti Heba mikið því þau voru mjög
náin.
Söknuður hennar var sár en nú eru
þau sameinuð á ný. Þau lifa í minn-
ingunum og verða þannig alltaf ná-
læg okkur. Ég kveð Hebu mína með
sömu orðum og ég kvaddi Hákon.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Að lokum vil ég þakka öllum sem
hjálpuðu og glöddu Hebu í veikindum
hennar og sérstakar þakkir fær
Hrund besta vinkona hennar.
Ingibjörg Gunnarsdóttir
(Inga tengdadóttir).
Þegar við nú kveðjum Hebu Hert-
ervig hvarflar hugurinn aftur í tím-
ann. Við kynntumst Hebu fyrst, þegar
Óli Hákon Hertervig, bróðir undirrit-
aðrar, Ingu Dóru, kynnti okkur fyrir
henni. Mun það hafa verið á árinu
1955. Þau gengu síðan í hjónaband í
byrjun árs 1956. Bjuggu þau um tíma í
Bandaríkjunum, en fluttu aftur til Ís-
lands 1959, þegar Hákon lauk þar
námi í arkitektur.
Við vorum nágrannar um langt ára-
bil í Kópavogi og nánast daglegur
samgangur milli heimilanna. Þágum
við gagnkvæm heimboð og var oft
glatt á hjalla.
Margar ferðir fórum við líka saman
innanlands. Eru margar góðar minn-
ingar frá þeim árum.
Heba eignaðist marga vini og kunn-
ingja, því að hún var mannblendin og
viðræðugóð. Þessir eiginleikar komu
sér vel við starf hennar hjá Menning-
arstofnun Bandaríkjanna, þar sem hún
vann um árabil, þar til sú stofnun var
lögð niður hér á landi. Síðustu árin
vann hún á Kjarvalsstöðum.
Hjónaband Hebu og Óla Hákons var
mjög ástríkt. Voru þau hjónin mjög
samhent og samrýmd. Það var því mik-
ið áfall fyrir hana þegar Hákon lést 16.
júlí 2001 eftir langvarandi veikindi.
Heba veiktist í byrjun þessa árs.
Sýndi hún óvenju-mikið andlegt þrek
og sálarró í baráttu sinni við ólækn-
anlegt krabbamein. Aldrei heyrðist
hún kvarta, þrátt fyrir þjáningar og
vitneskju um að hverju stefndi. Í
veikindunum var henni það þó mikil
stoð, að börnin önnuðust hana af ein-
stakri umhyggju og ástúð. Ennfrem-
ur kom þá í ljós hve hún átti margar
sannar vinkonur sem léttu henni
mjög raunirnar síðustu mánuðina
með umönnun og heimsóknum.
Við viljum að lokum þakka Hebu
fyrir vináttu og margar ánægju-
stundir undanfarna áratugi.
Börnum Hebu, barnabörnum og
tengdafólki eru færðar innilegar
samúðarkveðjur.
Inga Dóra Hertervig og
Agnar Gústafsson.
HEBA OTTÓS-
DÓTTIR HERTERVIG
Margs er að minnast
og margs er að sakna.
Nú hefur Didda eins og
hún var alltaf kölluð
kvatt okkur. Við vorum bekkjarsyst-
ur úr Menntaskólanum í Reykjavík
og urðum stúdentar vorið 1948. Það
fór mjög vel á með okkur. Hún var
góð, skemmtileg, létt í skapi og stutt
í hláturinn. Góður námsmaður var
hún og mikil íþróttakona, enda hlaut
KRISTRÚN J. KARLSDÓTTIR
✝ Kristrún J.Karlsdóttir fædd-
ist í Keflavík 14.
ágúst 1928. Hún lést í
Sjúkrahúsinu á
Húsavík 26. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Húsavíkur-
kirkju 7. desember.
hún titilinn sund-
drottning Suðurnesja á
unglingsárum, þegar
hún átti heima í Kefla-
vík.
Hún kynntist eigin-
manni sínum, Ásmundi
Bjarnasyni, ættuðum
frá Húsavík, fljótlega
eftir að hún lauk námi
og fluttust þau til Húsa-
víkur, hvar hún bjó æ
síðan.
Didda sat ekki auðum
höndum, því að hún
kenndi við Framhaldsskólann á
Húsavík og ól upp sex börn þeirra
Ásmundar. Ég hef heyrt mjög vel
látið af henni sem kennara.
Fjarlægðin milli okkar var þó
nokkur öll þessi ár en á hverju sumri
fórum ég og fjölskylda mín í sum-
arleyfi til Akureyrar í heimsókn til
ættingja og vina og þá var leiðin til
Húsavíkur orðin stutt. Nutum við
hjónin þess að heimsækja þau Ás-
mund í fallega húsið þeirra í hlíðinni.
En allt hefur sinn endi. Á liðnu
sumri hitti ég vinkonu mína á
Reykjalundi, þar sem hún var sér til
lækninga og heilsubótar. Þótt hún
væri mikið veik og langt leidd var
fallega brosið enn á sínum stað og
dillandi hláturinn vantaði ekki. Það
geymi ég með mér til minningar um
þessa gömlu, góðu bekkjarsystur og
vinkonu mína.
Það var farið að halla af degi. Það
fór ekki framhjá mér. Megi hún næð-
is og hvíldar njóta. Blessun Drottins
sé með henni. Eiginmanni og fjöl-
skyldu sendi ég mínar innilegustu
kveðjur.
Ingibjörg Ólafsdóttir.