Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 44
DAGBÓK 44 MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Árni Friðriksson fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Lómur fer í dag. Selfoss kemur til Straumsvíkur í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Fé- lagsvist kl. 14, sam- söngur þriðjudag kl. 14. Verslunarferð í Hag- kaup miðvikudag kl. 10, skáning í Aflagranda, s. 562 2571, kaffi í boði Hagkaupa. Opið hús fimmtudaginn 9. janúar kl. 19.30, spiluð félagsvist. Árskógar 4. Kl. 9–12 op- in handavinnustofa, kl. 11 boccia, kl. 13–16.30 opin smíðastofa/ útskurður, opin handa- vinnustofa, kl. 13.30 fé- lagsvist, kl. 16 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 16 handavinna, kl. 9–12 bútasaumur, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30– 14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 bútasaumur. Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: Kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 kl. 20.30. Fótaaðgerðastofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 mynd- list, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska, framhald. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 8–16 opin handavinnustofan, kl. 10 leikfimi, kl. 13 brids. Félagsstarfið, Dalbraut 27. Kl. 9–16 handa- vinnustofan opin, kl. 9– 12 myndlist, kl. 13–16 körfugerð, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 spilað, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Böðun kl. 9– 12, opin handavinnu- stofan kl. 9–16.30, fé- lagsvist kl. 14, hár- greiðslustofan opin 9–14. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Félags- heimilið opnað í dag, mánudaginn 6. janúar. Pútt kl. 10, tréskurður kl. 13 og félagsvist og saumaskapur kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Brids kl. 13. Línudans fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla Sigvalda, samkvæmisdansar framh. kl. 19 og byrj- endur kl. 20.30. Skrif- stofa félagsins er í Faxa- feni 12 sími. 588 2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spila- salur opinn, kl. 15.15 dans hjá Sigvalda. Alla virka daga er fjölbreytt vetrardagskrá í boði. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan opin, leiðbeinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 10.45, róleg leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Kynning verður á starfseminni frá janúar til maí miðvikud. 8. jan- úar kl. 14. Skráning á námskeið á sama tíma. Leikfimin byrjar í dag. Opið frá kl. 9–17, heitt á könnunni. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, perlu- saumur og fótaaðgerð, kl. 10 bænastund, kl. 13.30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun og föndur, kl. 13 spilað, kl 13.30 ganga, fótaaðgerðir. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 10–11 ganga, kl. 9–15 fótaað- gerð, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–12 postulínsmálning, kl. 9.15–15.30 alm. handa- vinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl. 10.30–11.30 jóga, kl. 12.15–13.15 danskennsla, kl. 13–16 kóræfing. Lyfjafræð- ingur á staðnum kl. 13 fyrsta og þriðja hvern mánudag. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 9.30 bókband, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og boccia, kl. 13 handmennt, gler- bræðsla og spilað. Gullsmárabrids – brids- deild FEBK, Gullsmára. Næst verður spilað fimmtudaginn 9. janúar kl. 12.45 á hádegi. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborgar- svæðinu, félagsheimilið, Hátúni 12. Kl. 19. brids. Minningarkort Styrktarfélags krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofu- tíma. Gíró- og kred- itkortaþjónusta. Samtök lungnasjúk- linga. Minningarkort eru afgreidd á skrifstofu félagsins í Suðurgötu 10 (bakhúsi), 2. hæð, s. 552 2154. Skrifstofan er opin miðvikud. og föstud. kl. 16–18 en utan skrifstofutíma er sím- svari. Einnig er hægt að hringja í síma 861 6880 og 586 1088. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort MS- félags Íslands eru seld á skrifstofu félagsins, Sléttuvegi 5, 103 Rvk. Skrifstofan er opin mán.–fim. kl. 10–15. Sími 568 8620. Bréfas. 568 8621. Tölvupóstur ms@msfelag.is. FAAS, Félag aðstand- enda alzheimer- sjúklinga. Minningar- kort eru afgreidd alla daga í s. 533 1088 eða í bréfas. 533 1086. Heilavernd. Minning- arkort fást á eftirtöldum stöðum: Í síma 588 9220 (gíró) Holtsapóteki, Vesturbæjarapóteki, Hafnarfjarðarapóteki, Keflavíkurapóteki og hjá Gunnhildi Elíasdótt- ur, Ísafirði. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Ís- landi eru afgreidd á skrifstofutíma í síma 552 4440 frá kl. 11–15. Kortin má einnig panta á vefslóðinni: http://www.parkinson.is/ sam_minningarkort.asp Minningarkort Sam- taka sykursjúkra fást á skrifstofu samtakanna, Tryggvagötu 26, Reykjavík. Opið virka daga frá kl. 9–13, s. 562 5605, bréfasími 562 5715. Minningarkort Krabba- meinsfélags Hafnar- fjarðar (KH) er hægt að fá í Bókabúð Böðvars, Reykjavíkurvegi 64, 220 Hafnarfirði, s. 565 1630, og á skrifstofu KH, Suð- urgötu 44, II. hæð, sími á skrifstofu 544 5959. Krabbameinsfélagið. Minningarkort félagsins eru afgreidd í síma 540 1990 og á skrifstof- unni í Skógarhlíð 8. Hægt er að senda upp- lýsingar í tölvupósti (minning@krabb.is). Minningarkort For- eldra- og vinafélags Kópavogshælis fást á skrifstofu end- urhæfingardeildar Landspítalans, Kópa- vogi (fyrrverandi Kópa- vogshæli), síma 560 2700, og skrifstofu Styrktarfélags vangef- inna, s. 551 5941 gegn heimsendingu gíróseð- ils. Félag MND-sjúklinga selur minningarkort á skrifstofu félagsins á Norðurbraut 41, Hafn- arfirði. Hægt er að hringja í síma 565 5727. Minningarsjóður Jó- hanns Guðmundssonar læknis. Tekið á móti minningargjöfum í síma 588-9390. Minningarsjóður Krabbameinslækn- ingadeildar Landspít- alans. Tekið er við minning- argjöfum á skrifst. hjúkrunarforstjóra í síma 560-1300 alla virka daga milli kl. 8 og 16. Utan dagvinnutíma er tekið á móti minning- argjöfum á deild 11-E í síma 560-1225. Í dag er mánudagur 6. janúar, 6. dagur ársins 2003. Þrettándinn. Orð dagsins: Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég vil vekja morgunroðann. (Sálm. 57, 9.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 letingja, 8 dulið, 9 hljóð- færið, 10 aðgæti, 11 trjá- gróðurs, 13 synja, 15 karlfugl, 18 uppgerðar- veiki, 21 skúm, 22 borga, 23 rándýr, 24 skaplyndi. LÓÐRÉTT: 2 blóðsugan, 3 gera rík- an, 4 ávextirnir, 5 fingur, 6 foxillir, 7 elska, 12 nægilegt, 14 tré, 15 ham- ingjusamur, 16 voru í vafa um, 17 sögn, 18 list- ar, 19 snúa heyi, 20 krota. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 kústs, 4 fimur, 7 lotin, 8 öngul, 9 der, 11 seig, 13 bann, 14 ætlar, 15 hass, 17 úlpa, 20 hné, 22 mælir, 23 tolla, 24 assan, 25 rósin. Lóðrétt: 1 kólfs, 2 sótti, 3 sund, 4 fjör, 5 mugga, 6 rólan, 10 eklan, 12 gæs, 13 brú, 15 himna, 16 sulls, 18 lulls, 19 afann, 20 hrun, 21 étur. Víkverji skrifar... VÍKVERJI hefur lengi taliðbagalegt að fá ekki að láta ljós sitt skína á mánudögum. Hefur hann fundið víða í samfélaginu að margir eru sama sinnis. Er Víkverji sjálfur handviss um að meginorsök þess að ákveðið var að ráðast nú í mánudagsútgáfu á Morgunblaðinu sé sú að lesendur blaðsins hafi gert eigendum þess ljóst að við svo búið yrði ekki unað lengur; fólk vilji sinn Víkverja með morgunkaffinu í upp- hafi nýrrar viku og ekkert múður! En frá og með deginum í dag geta landsmenn semsé gengið að Vík- verja vísum á mánudögum sem öðr- um dögum. Í kaupbæti fá lesendur síðan helstu fréttir, auk umfjöllunar um menningu og listir, að ekki sé talað um íþróttaúrslit helgarinnar. x x x VÍKVERJI er mikill áhugamað-ur um kvikmyndir. Þarf ekki að hafa mörg orð um þá byltingu sem hefur átt sér stað í bíómálum á Íslandi undanfarin ár. Samt sem áð- ur er Víkverji ekki viss um að þró- unin hafi öll verið af hinu góða. Efa- semdum um að við hefðum gengið götuna til góðs skaut alltént upp í huga hans er hann las bíósíðurnar í Morgunblaðinu að morgni aðfanga- dags. Víkverji gat nefnilega ekki séð að hann hefði ýkja mikið val um það hvaða mynd hann færi að sjá á öðr- um degi jóla. Hringadróttinssaga var sýnd í nánast hverjum bíósal í borginni. Víkverji tók sig til og taldi hversu margar bíómyndir voru á boðstólum yfir jólin, skv. aðfangadagsblaðinu. Ekki var verið að sýna nema fimm- tán bíómyndir í Reykjavík, jafnvel þó að 26 bíósalir séu í borginni, skv. útreikningum Víkverja. Hins vegar komst Víkverji að raun um að skv. Morgunblaðinu sunnudaginn 22. desember 1991 var um 38 kvik- myndir að velja fyrir bíóáhugamenn þau jólin. Staðfestir þessi mjög svo vísindalega rannsókn Víkverja (eða þannig) þann grun hans, að þó að myndirnar hafi áður fyrr ekki borist jafnhratt til landsins þá var til skamms tíma um öllu meiri fjöl- breytni að ræða. Það væri auðvitað synd og skömm ef alger flatneskja yrði afleiðing bíó- byltingarinnar, eða er ekki svo? EITT er það sem setti svip sinn áárið 2002 framar öllu öðru: hin vályndu veður í heimsmálunum. Þar er vísað til hryðjuverkaógnarinnar, átaka í Mið-Austurlöndum, spennu á Kóreuskaganum og hugsanlegrar hernaðarárásar Bandaríkjanna á Írak. Ekki er útlit fyrir annað en að sömu mál verði efst á baugi á nýju ári, jafnvel enn frekar en á árinu 2002. Það vakti því óneitanlega athygli Víkverja að hvorki forseti landsins né forsætisráðherra minntust á þessi mál í áramótaávörpum sínum til íslensku þjóðarinnar. Ekki sáu þáttastjórnendur Kryddsíldar á Stöð 2 og Silfurs Egils á Skjá einum heldur ástæðu til að brydda upp á þessu umræðuefni, svo neinu næmi, þegar árið 2002 var gert upp á gaml- ársdag. Vissulega var eðlilegt að væntan- legt þingframboð borgarstjórans í Reykjavík bæri nokkuð á góma. Getur samt ekki verið að menn hafi misreiknað sig aðeins, er þeir lögðu niður fyrir sér hvaða málefni skiptu mestu máli á því herrans ári, 2002? Frábært Skaup MÉR fannst Áramóta- skaupið vera alveg frábært. Fyndin og skemmtileg ádeila á atburði ársins 2002. Það er enn ein fjöðrin í hatt þeirra Óskars, Hall- gríms og Hjálmars og jafn- gott og skaupið 2001. Það er erfitt verkefni að skemmta allri þjóðinni á einni klukkustund en sumir eru einfaldlega fæddir spaugarar. Skaupið var ekki einungis fyndið heldur virkilega vel unnið og allur leikur til fyrirmyndar. Strákar, þið eruð æviráðn- ir. Valdimar Leó Friðriksson. Áramótaskaupið 2002 MÉR fannst Áramóta- skaupið 2001 og 2002 frá- bært. Skari skrípó stendur sig alveg í stykkinu. Það á að leyfa honum að sjá um næsta skaup pottþétt. Það var mikið af skemmtilegum húmor og öllum í fjölskyld- unni minni og vinnunni minni fannst það frábært og öll tóku þau undir að skaupið væri frábært. Syst- ur minni, sem kom alla leið frá Danmörku, fannst það alveg ómótstæðilegt. Mér finnst að Skari skrípó og allt samstarfsfólk og allir sem komu að skaupinu eigi að halda upp á þennan ár- angur allhressilega og hrósa sjálfum sér fyrir frá- bæra vinnu. Því ef skaupið er ekki gott er stór partur af gamlárskvöldinu farinn á haugana. Takk æðislega fyrir að gera gamlárskvöld kraft- mikið og frábært. Kveðja, Engli úr firðinum. Eldri borgara afsláttur VIÐ erum eldri borgarar í Kópavogi og fórum í Hús- dýragarðinn nýlega þar sem við þurftum að borga fullt gjald. Við fengum sem sagt ekki neinn eldri borgara af- slátt þar sem við erum ekki Reykvíkingar. Finnst okk- ur að önnur sveitarfélög ættu að styrkja þessa starf- semi svo eldri borgarar úr öðrum sveitarfélögum fái afslátt eins og tíðkast á mörgum opinberum stöð- um. Finnst okkur þetta mjög óréttlátt. Sigríður. Íslendingar í New Jersey ÉG er 20 ára og bý í New Jersey og hef mikinn áhuga á að komast í samband við aðra Íslendinga búsetta þar. Þeir sem hefðu áhuga vinsamlega hafið samband í tölvupósti: siggavald@vis- ir.is eða í síma 856 3071106. Sigríður Valdimarsdóttir, New Jersey. Hvað þarf mörg gull? HVAÐ þarf Kristín Rós mörg gull til að verða valin íþróttamaður ársins? Er það af því hún er bæði kona og fötluð að hún hefur ekki orðið fyrir valinu? Ein reið. Tapað/fundið Gullarmband týndist GULLARMBAND týndist í ágúst, líklega við Hótel Esju eða á Suðurlands- braut/Lágmúla. Skilvís finnandi hafi samband í síma 617 6661. Fundarlaun. Karlmannsúr týndist GROVA-karlmannsúr gull- litað með gulllitaðri keðju, týndist aðaranótt nýárs- dags, sennilega nálægt Hafnarstræti. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 588 8663 eða 692 6053. Fundarlaun. Svört kápa týndist SVÖRT Mia-kápa týndist á Sóloni á gamlárskvöld. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 866 9252. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.