Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 6
FRÉTTIR
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Í TILEFNI þess að Morgunblaðið kemur nú út
alla daga vikunnar með útgáfu mánudagsblaðs
gafst landsmönnum í gær tækifæri til að fá blað-
ið án endurgjalds á öllum helstu sölustöðum út
um landið á meðan upplag entist. Þá fengu gest-
ir Kringlunnar og Smáralindar einnig blaðið í
hendur. Er ekki annað að sjá en að mánudags-
útgáfunni hafi verið vel tekið af háum sem lág-
um.
Morgunblaðið/Þorkell
Mánudags-
útgáfu
tekið vel
SAMKVÆMT skoðanakönnun
Fréttablaðsins um fylgi stjórnmála-
flokkanna og afstöðu til ríkisstjórn-
arinnar sem birt var í gær mælist
fylgi Samfylkingarinnar nú 39,3% á
landsvísu og fengi flokkurinn 25
menn kjörna en flokkurinn fékk 17
þingmenn í síðustu kosningum.
Könnunin var gerð á laugardag og
miðast fylgi flokkanna við þá sem
tóku afstöðu.
Samkvæmt henni fengi Fram-
sóknarflokkurinn 10% atkvæða og
sex menn kjörna en flokkurinn fékk
18,4% í alþingiskosningunum árið
1999 og 12 menn kjörna. Sjálfstæð-
isflokkurinn fengi 37,0% og 24 þing-
menn en hann fékk 40,7% atkvæða í
síðustu kosningum og 26 þingmenn.
Frjálslyndir fengju 2,1 prósent at-
kvæða og einn mann kjörinn, þeir
fengu 4,2% atkvæða í síðustu kosn-
ingum og tvo menn kjörna. Vinstri
grænir bæta við sig fylgi samkvæmt
könnuninni, þeir fengju 11,1% at-
kvæða og sjö menn kjörna en þeir
fengu 9,1% fylgi í síðustu kosningum
og sex menn kjörna.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns á kosningaaldri og skiptust
þeir jafnt á milli kynja og hlutfalls-
lega á milli landsbyggðarkjördæma
og þéttbýliskjördæma samkvæmt
áætluðum kjósendafjölda í alþingis-
kosningum í vor. Fjórðungur að-
spurðra var óákveðinn, 5,5% sögðust
ekki ætla að kjósa og 4,7% neituðu að
svara.
Þá var einnig spurt hvort fólk væri
fylgjandi eða andvígt ríkisstjórninni.
41,7% aðspurðra sögðust fylgjandi
henni og 40,7% andvíg. 13,8% voru
óákveðin og 3,8% neituðu að svara.
Af þeim sem tóku afstöðu voru
50,6% fylgjandi ríkisstjórninni en
andvíg 49,4%.
R-listi tapar meirihluta
Samkvæmt skoðanakönnun DV
sem gerð var í fyrrakvöld um fylgi
borgarstjórnarflokkanna og birt var
í gær tapar R-listi meirihluta í borg-
arstjórn, fengi sjö menn kjörna og
missti þar með einn mann ef kosið
væri nú, en Sjálfstæðisflokkurinn
fengi átta menn kjörna. Frjálslyndi
flokkurinn fengi engan mann kjör-
inn.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns og var skipt jafnt á milli
kynja. Afstöðu tóku 82,6% og af þeim
sögðust 48,2% myndu kjósa D-lista,
46,4% R-lista, 4,6% ætluðu að kjósa
F-lista og 0,8 myndu kjósa aðra lista.
Í borgarstjórnarkosningum sl. vor
fékk D-listi 40,2% atkvæða, R-listi
fékk 52,6% og F-listi 6,1%.
Fram kemur í frétt DV að í und-
anförnum könnunum hafi um þriðj-
ungur aðspurðra ekki tekið afstöðu
en í könnuninni nú hafi hlutfallið ver-
ið 17,4%.
Skoðanakannanir DV og Fréttablaðs-
ins um fylgi stjórnmálaflokka
Samfylkingin
með 39,3% fylgi
á landsvísu
ÞAÐ ER erfitt fyrir flugfélag að
hafna fullyrðingum farþega um að
þeir hafi orðið mjög hræddir
vegna atvika sem koma upp í flugi
og að ekki hafi verið veittar nægar
upplýsingar. Fólk verður ávallt
hrætt ef eitthvað ber út af í flugi
en fyrsta skylda flugáhafnar er að
einbeita sér að því að bregðast við
vandanum og lenda vélinni, allt
annað hlýtur að víkja meðan unnið
er að því. Þetta grunnatriði vill
stundum falla í skuggann af frétt-
um um skelfilega lífsreynslu far-
þeganna,“ segir Guðjón Arn-
grímsson, upplýsingafulltrúi
Flugleiða, þegar hann er spurður
um flugatvikið við Malaga.
Talað fjórum sinnum við farþegana
Guðjón segir að farþegarnir með Flugleiða-
vélinni hafi fengið góðar upplýsingar. „Hægri
hreyfill vélarinnar bilaði skömmu eftir flugtak.
Flugstjórinn stöðvaði hreyfilinn, sneri vélinni
við og flaug inn til lendingar. Við bilunina heyrð-
ist hvellur og glampar sáust úr farþegarýminu.
Á þeim tólf til fimmtán mínútum sem þetta flug
tók gaf áhöfnin fjórum sinnum upplýsingar um
það sem gerðist. Flugstjórinn og fyrsta flug-
freyja skýrðu farþegum frá því að hreyfill hefði
bilað, að slökkt hefði verið á honum, að ekkert
væri að óttast, að snúið yrði inn til lendingar í
Malaga og beðist væri velvirðingar á þessum
óþægindum.“
Guðjón leggur áherslu á að þegar frávik eins
og þetta verði skömmu eftir flugtak sé öryggi
flugsins algjört forgangsatriði áhafnarinnar.
Hún styðjist við vinnureglur, þjálfun og reynslu
til að koma í veg fyrir að hætta skapist. „Við vilj-
um held ég öll að þessi forgangsröð sé einmitt
þannig, þótt það sé einnig mikilvægt að upplýsa
farþega um það sem er að gerast. Krafan um
upplýsingagjöf má þó aldrei trufla
vinnu áhafnar við að tryggja ör-
yggið. Við viljum fremur fá á okk-
ur gagnrýni fyrir skort á upplýs-
ingum en fyrir skort á öryggi.“
Guðjón segir að atvikið verði
ekki rannsakað sérstaklega og
þarna hafi ekki verið um nauð-
lendingu að ræða. „Flugstjórarnir
slökktu einfaldlega á öðrum
hreyflinum þegar eldur kom upp
og lentu á hinum. Þegar búið var
að skoða vélina var henni flogið
heim á báðum hreyflum þannig að
það var nú ekki meira að en það.“
Aðspurður hvort flugfreyjur
eigi að setjast í sæti og spenna ör-
yggisbelti við aðstæður sem þess-
ar segir Guðjón svo vera, það sé
hluti af öryggisreglum. „Ef ástandið er metið
þannig geta þær gengið um og róað farþega. En
reglurnar eru mjög einfaldar; þar til flugstjór-
inn gefur merki um annað eiga flugfreyjur að
halda kyrru fyrir í sætum sínum eins og aðrir.
Það er einfaldlega verið að hugsa um líf og limi
þeirra eins og farþeganna.“
Guðjón segist engan veginn vilja gera lítið úr
ótta fólks: „Það hafa verið nefndar tölur um að í
venjulegu flugi eigi á milli 10 og 20% farþega við
umtalsverða flughræðslu að stríða og þegar eitt-
hvað bregður út af hækkar sú prósentutala
hratt.“
Guðjón segir að Flugleiðir telji sig hafa staðið
vel að málum við að koma fólki á hótel og síðan
heim. „En það er ómögulegt að fara út í opinber
skoðanaskipti við farþega um slíkt, jafnvel þótt
viðkomandi farþegi hafi augljóslega einhverja
sérshagsmuni að leiðarljósi. Það er því mjög
snúið mál þegar birtast æsifregnir í fjölmiðlum
eins og í þessu tilviki. Við höfum farið yfir þessi
mál með okkar fólki og við getum ekki séð að
það hafi staðið sig illa.“
Verðum alltaf
að setja öryggið
í fyrsta sæti
Guðjón
Arngrímsson
Skelfing greip um sig þegar eldur kom upp í leiguvél frá Flugleiðum sem lenti á Malaga á Spáni
Leon Dahl var með
fjölskyldu og vinum í
Flugleiðavélinni
Sátum bara
dauðskelfd
í myrkrinu
Ljósmynd/NF- Joergen Jessen
Leon og Inger Dahl.
LEON Dahl, sem var á leið frá Spáni með
leiguvél Flugleiða með konu sinni, fjölskyldu,
ættingjum og vinum, alls 28 manns, sagðist í
samtali við Morgunblaðið vera ósáttur við
hvernig áhöfn flugvélarinnar brást við að-
stæðum. Að hans mati skorti töluvert á að
nógu faglega hafi verið tekið á málum.
Dahl segir þær mínútur hafa verið skelfi-
legar þegar vélinni var flogið einhvers staðar
yfir Miðjarðarhafinu með eldtungurnar út úr
hreyflinum. Farþegarnir hafi setið í myrkr-
inu án þess að hafa verið greint nokkuð frá
því hvað væri að gerast. Það hafi ekki verið
fyrr en að um tíu mínútum liðnum að flug-
stjórinn hafi sagt að þetta myndi fara vel og
beðið fólk að halda ró sinni.
Viðbrögð áhafnarinnar
ekki nógu fagleg
„Ég vil nú ekki vera að gagnrýna flug-
félagið að óþörfu en myndi vilja orða þetta
þannig að áhöfn Flugleiðavélarinnar hafi alls
ekki brugðist rétt við eða komið faglega fram
við þær aðstæður sem þarna sköpuðust. Þetta
var ekki skemmtileg upplifun, við sáum út um
gluggana að það logaði í hreyflinum. Við sát-
um bara í myrkrinu í vélinni sem sveimaði
einhvers staðar yfir Miðjarðarhafinu. Þetta
var ákaflega óþægileg ef ekki hreinlega
skelfileg upplifun. Þetta var dauðans alvara
meðan á þessu stóð. Fólk reyndi samt að
halda ró sinni og sem betur fer var enginn
sem missti alveg stjórn á sér. En menn voru
órólegir, það heyrðist víða grátur í vélinni á
milli þess sem grafarþögn ríkti eins og við
jarðarför. Það er frekar óskemmtilegt að
leiða hugann að því að ef illa hefði farið hefði
öll fjölskylda mín farist á einu bretti,“ sagði
Dahl en hann var eins og áður segir í flugvél-
inni í hópi 28 ættingja og vina.
Sátu kyrrar og sögðu ekki neitt
Dahl segir að sér finnist að flugfreyjurnar
hafi ekki átt að sitja kyrrar í sætum sínum all-
an tímann. „Þær hefðu átt að fara um á meðal
farþeganna og róa þá. Þarna var t.d. tólf ára
drengur einn á ferð sem grét stöðugt. Flug-
freyjurnar sátu bara í sætum sínum með belt-
in spennt eins og við hin, þær hvorki gerðu né
sögðu nokkurn skapaðan hlut til þess að róa
farþegana meðan á þessu stóð. Þær hafa hlot-
ið þjálfun til þess að bregðast við svona að-
stæðum og hefðu átt að nýta hana til þess að
róa okkur hin en gerðu ekki neitt.“
Dahl segir að langflestir farþeganna í vél-
inni hafi verið Danir en auk þeirra hafi þarna
verið einhverjir Svíar. „En það litla sem við
heyrðum flugstjórann og síðan flugfreyj-
urnar segja í gegnum frekar lélegt hátal-
arakerfið var á ensku. Það hefði örugglega
virkað vel á farþegana að fá upplýsingarnar
á dönsku eða að minnsta kosti á skandinav-
ísku. Fyrst Flugleiðir leigja vélar sínar til
Krone Rejser, sem er dönsk ferðaskrifstofa,
finnst mér að það eigi þá að minnsta kosti að
vera einn í áhöfninni sem getur talað
dönsku.“