Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 11
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞETTA auglýsingaskilti sem stendur
við Austurvöll varð fyrir barðinu á
skemmdarvörgum á dögunum. Búið
var að mölbrjóta glerið öðrum megin
og lá það á víð og dreif um gangstétt-
ina vegfarendum til ama.
Hans Kaalund, framkvæmdastjóri
AFA JCDecaux á Íslandi, sem sér
um rekstur á 41 auglýsingaskilti, seg-
ir að talsverða kunnáttu þurfi til að
brjóta glerið sem sé mjög sterkbyggt,
átta millimetra þykkt hert gler. Ekki
dugi að sparka í það og ekki sé sama
hvar sé barið í það. Augljóst sé því að
sá eða þeir sem brutu skiltið hafi not-
að til þess verkfæri og vitað hvar ætti
að láta höggin dynja. Að hans sögn
voru átta slík skilti brotin um liðna
helgi, flest á miðborgarsvæðinu.
Auk skiltanna sér fyrirtækið um
rekstur á um 200 strætisvagnab-
iðskýlum en nokkuð hefur borið á því
að rúður í skýlunum séu brotnar.
Að sögn Hans er það með meira
móti að átta skilti skulu brotin um
eina helgi. Ekki eitt einasta skilti hafi
verið brotið um jólin og eitt á gaml-
árskvöld.
Þess má geta að nýtt gler með
ísetningu kostar um 20 þúsund krón-
ur og samtals voru því mölvaðar rúð-
ur í þessum tilteknu skiltum fyrir
hátt á annað hundrað þúsund um síð-
ustu helgi.
Hans vildi ekki gefa upp hversu
miklu tjóni fyrirtækið hefði orðið fyr-
ir vegna rúðubrota og skemmd-
arverka en sagði að það væri „allt of
mikið“. Fyrirtækið hefur starfað hér
á landi síðan 1998.
Það þarf
kunnáttu til …
Gler í átta auglýsingaskiltum í
Reykjavík voru brotin um helgina
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 11
JÓHANN Kjartansson, formaður
kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins í
Norðvesturkjördæmi, segir að það
sé ekki kjörnefndar að taka fyrir
kærur vegna prófkjörsins fyrir
áramót heldur sé það hlutverk
stjórnar kjördæmisráðsins. Þórólf-
ur Halldórsson, formaður stjórnar-
innar, segir að niðurstöður próf-
kjörsins standi en kærur verði
ræddar á næsta stjórnarfundi.
Guðrún Stella Gissurardóttir
sagði sig úr kjörnefndinni eftir
fund nefndarinnar á sunnudag,
eins og fram kom í Morgunblaðinu
í gær, vegna þess að nefndin vildi
ekki taka til umfjöllunar kærur frá
Vilhjálmi Egilssyni, alþingismanni,
og stuðningsmönnum hans. Stein-
inn hefði tekið út þegar formaður
nefndarinnar hefði sagt að hann
hefði ekki áhuga á að lesa grein-
argerð Vilhjálms.
„Ég hef ekki séð þessa grein-
argerð,“ segir Jóhann, „og hún hef-
ur ekkert verið til umræðu í kjör-
nefnd enda kjörnefnd ekki
vettvangur fyrir svona hluti. Kær-
ur eru eingöngu teknar fyrir í
stjórn kjördæmisráðsins og þær
eru ekki á könnu kjörnefndar, en
hún vinnur að því að stilla upp
lista.“
Prófkjörið fór fram 9. nóvember
og hlutu alþingismennirnir Sturla
Böðvarsson, Einar K. Guðfinnsson,
Einar Oddur Kristjánsson og Guð-
jón Guðmundsson kosningu í fjögur
efstu sætin. Vilhjálmur Egilsson
varð í fimmta sæti, en fyrir liggur
að hann verður ekki á listanum. Að
sögn Jóhanns er stefnt að því að
ganga frá niðurröðun á listann um
næstu helgi en næsti stjórnarfund-
ur kjördæmisráðs Sjálfstæðis-
flokksins í Norðvesturkjördæmi
verður síðar í þessari viku.
Þórólfur Halldórsson segir að þá
verði erindi Vilhjálms tekið fyrir
eins og önnur erindi, en eins og
fram hafi komið áður, m.a. í Morg-
unblaðinu 17. desember, standi nið-
urstöður prófkjörsins, og bréf Vil-
hjáms breyti engu þar um.
Sjálfstæðisflokkurinn
í Norðvesturkjördæmi
Ekki á könnu
kjörnefndar
HEIMILDAMYNDIN „Norðureyr-
arjarlinn“ var sýnd á lokaðri for-
sýningu á Suðureyri á sunnudag en
myndin fjallar um Þorleif Guðna-
son, öðru nafni Leifa Nogga, bónda
frá Norðureyri við Súgandafjörð,
sem nú er búsettur á Suðureyri.
Í frétt Bæjarins besta af sýningu
myndarinnar kemur fram að Þor-
leifur stundaði aukabúgreinar eins
og veiðar og verkun á hrognkels-
um og hákarli. Í myndinni er stikl-
að á ævi hans auk þess sem farið er
með Leifa og Örlygi Ásbjörnssyni,
samstarfsmanni hans, til rauð-
magaveiða, fylgst með þeim við
verkun rauðmagans og rætt við þá
félaga.
Framleiðandi er kvikmynda-
félagið „Í einni sæng“, sem m.a.
hefur gert kvikmyndina „Í faðmi
hafsins“, en handritið skrifaði Sig-
urður Ólafsson yfirverkstjóri á
Suðureyri. Kvikmyndatakan var í
höndum Lýðs Árnasonar læknis á
Flateyri en það er Carl Johan
Carlsson á Flateyri sem leikur
Leifa ungan í myndinni.
Heimildamynd gerð
um Leifa Nogga
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Við sýningu myndarinnar bar Þor-
leifur heiðursmerki sem honum var
veitt við hátíðlega athöfn á Norður-
eyri á Sæluhelgi Súgfirðinga 11. júlí
1998, þegar hann varð áttræður.
LÍFEYRISSJÓÐURINN Fram-
sýn hefur sent frá sér yfirlýsingu
vegna ásakana sem fram hafa kom-
ið í fjölmiðlum um örorkumat.
„Lífeyrissjóðurinn Framsýn vís-
ar algerlega á bug þeim ásökunum
sem formaður Sjálfsbjargar á höf-
uðborgarsvæðinu hefur borið fram
í fjölmiðlum að undanförnu á hend-
ur sjóðnum og trúnaðarlækni hans.
Formaðurinn hefur haldið því fram
að Framsýn hafi markvisst unnið
að því að lækka örorkumat sjóð-
félaga í því skyni að losna við að
greiða bætur. Þessum fullyrðingum
hafnar sjóðurinn alfarið sem ósann-
indum. Sjóðurinn harmar að for-
maðurinn skuli hafa valið að fara
með mál þessi beint í fjölmiðla án
þess að leita fyrst til forráðamanna
sjóðsins.
Framsýn undrast einnig það sem
fram hefur komið í fjölmiðlum að
fjölmargir sjóðfélagar álíti sig
hlunnfarna af sjóðnum. Hvorki
trúnaðarlækni né öðrum starfs-
mönnum sjóðsins hafa borist kvart-
anir frá sjóðfélögum vegna þessa.
Ef kvartanir berast eða nýjar upp-
lýsingar frá sjóðfélögum, fer sjóð-
urinn yfir þær með faglegum hætti.
Réttur sjóðfélaga er að þessu leyti
tryggður í samþykktum sjóðsins og
þeir geta jafnframt skotið málum
til gerðardóms. Í gerðardómi sitja
þrír sérfræðingar; einn tilnefndur
af sjóðfélaga, einn af sjóðnum og
oddamaður af Fjármálaeftirlitinu.
Enn fremur hefur verið látið að
því liggja í fjölmiðlum að óeðlilegt
sé að trúnaðarlæknir Framsýnar
skuli ekki skoða þá sjóðfélaga sem
hann metur. Tekið skal fram að
trúnaðarlæknir sjóðsins byggir mat
sitt á ítarlegum gögnum um heilsu-
far sjóðfélaga og er þetta venju-
bundin tilhögun. Þetta hefur m.a.
verið staðfest af tryggingayfirlækni
Tryggingastofnunar ríkisins.
Rétt er að taka fram að forsend-
ur mats á örorku eru ekki þær
sömu hjá Tryggingastofnun ríkis-
ins og hjá lífeyrissjóðum.
Að gefnu tilefni er rétt að geta
þess að sjóðurinn getur ekki fjallað
um mál einstakra sjóðfélaga og
mun ekki gera það.“
Yfirlýsing frá Lífeyrissjóðnum Framsýn
Framsýn vísar ásök-
unum alfarið á bug
MÖRG dæmi eru um að dómkvaddir
matsmenn hafi hrakið niðurstöður
örorkumata Lífeyrissjóðsins Fram-
sýnar og komist að þeirri niðurstöðu
að lækkun örorkumatanna ætti ekki
rétt á sér, en mið þýddi að viðskipta-
vinir sjóðsins töpuðu réttindum.
Að sögn Jóhannesar Alberts Sæv-
arssonar hæstaréttarlögmanns sem
rak tæpan tug mála á hendur Lífeyr-
issjóðnum Framsýn á árunum 1998
til 2000 fékkst leiðrétting á langflest-
um þeirra með því að lífeyrissjóður-
inn féllst á niðurstöðu dómkvaddra
matsmanna. Til Jóhannesar leitaði
fólk sem lífeyrissjóðurinn hafði
lækkað niður fyrir 50% örorku, sem
er lágmarksörorka fyrir greiðslu úr
sjóðnum. Þegar dómkvaddir mats-
menn voru fengnir til að endurskoða
ákvörðun sjóðsins komust þeir oftast
að því að ekki voru efni til lækkana
niður fyrir þetta mark og gat fólkið
því sótt rétt sinn á hendur sjóðnum á
grundvelli niðurstöðu matsmann-
anna. Þar sem algengast var að sjóð-
urinn féllist á niðurstöðu matsmann-
anna fóru málin ekki svo langt að
þeim lyki með dómsuppsögu.
Jóhannes segir að fróðlegt væri að
vita hversu margir viðskiptavinir líf-
eyrissjóðsins hafi farið niður fyrir
50% orkutap eftir ákvörðun sjóðsins
um lækkun örorkumatanna, en hann
telur að flesta skorti beinlínis þrek
til að standa á rétti sínum. Fólk
skynji vissulega að það sé órétti beitt
þegar það er svipt örorkulífeyri en
sættir sig við þau svör sem fást hjá
sjóðnum þegar eftir þeim er leitað.
Þannig virðist margir gefast upp í
stað þess að leita eftir leiðréttingu.
Lækkun örorku-
mats átti oftast
ekki rétt á sér
GENGIÐ hefur verið frá fram-
boðslista Vinstrihreyfingarinn-
ar-græns framboðs í Norð-
austurkjördæmi fyrir
alþingiskosningarnar í vor og
var tillaga uppstillingarnefnd-
ar afgreidd á fundi kjördæm-
isráðs. Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður VG, skipar efsta
sætið á listanum.
Listann skipa eftirtaldir:
1. Steingrímur J. Sigfússon,
alþingismaður, Þistilfirði.
2. Þuríður Backman, alþing-
ismaður, Egilsstöðum.
3. Hlynur Hallsson, mynd-
listarmaður, Akureyri.
4. Bjarkey Gunnarsdóttir,
skrifstofumaður og leið-
beinandi, Ólafsfirði.
5. Trausti Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri, Húsa-
vík.
6. Jóhanna Gísladóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðs-
stofu Austurlands, Seyð-
isfirði.
7. Ríkey Sigurbjörnsdóttir,
aðstoðarskólastjóri, Siglu-
firði.
8. Karólína Einarsdóttir,
nemi, Neskaupstað.
9. Inga Margrét Árnadóttir,
leiðbeinandi og bóndi,
Þórisstöðum Svalbarðs-
strandarhreppi.
10. Hörður Flóki Ólafsson,
nemi, Akureyri.
11. Gunnar Pálsson, bóndi,
Refsstað, Vopnafirði.
12. Anna Margrét Birg-
isdóttir,
íslensku- og bókasafns-
fræðingur, Breiðdalsvík.
13. Þórhildur Örvarsdóttir,
verslunarmaður, Ak-
ureyri.
14. Skarphéðinn Þórisson, líf-
fræðingur, Egilsstöðum.
15. Gunnar Ólafsson, kennari,
Neskaupstað.
16. Björn Valur Gíslason,
stýrimaður, Ólafsfirði.
17. Bjarni Guðleifsson,
náttúrufræðingur, Möðru-
völlum, Arnarneshreppi.
18. Margrét Ríkharðsdóttir,
þroskaþjálfi, Akureyri.
19. Kristján Ásgeirsson, fv.
bæjarfulltrúi, Húsavík.
20. Málmfríður Sigurð-
ardóttir, fv. alþing-
ismaður, Akureyri.
Listi VG í Norðaust-
urkjördæmi tilbúinn
Steingrím-
ur og Þur-
íður í efstu
sætum