Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 14

Morgunblaðið - 07.01.2003, Síða 14
Magnús Gunnarsson Bankarnir eru sameinaðir vorið 2000 og hinn sameinaði banki, Íslandsbanki-FBA, byrjaði að starfa 2. júní árið 2000. Það var ákveðin óánægja hjá einhverjum eig- endum með skiptahlutföllin Íslandsbankameg- in, aðallega munu slíkar raddir hafa heyrst frá fulltrúum lífeyrissjóðanna, en þeir fóru þó ekki hátt með þá óánægju sína. Samkvæmt skipta- samningnum fékk FBA 0,76905 hluti í nýja fé- laginu fyrir hvern sinn hlut í FBA og hluthafar í Íslandsbanka fengu 1,32416 hluti í nýja félaginu fyrir hvern sinn hlut í Íslandsbanka. Markaðs- verðmæti bankanna í apríl 2000 var talið 67 milljarðar króna og heildarhlutafé hins samein- aða banka var 10 milljarðar króna. Hlutafé bankans í dag er 9,5 milljarðar króna, því það hefur verið fært niður um 500 milljónir króna og nú í byrjun árs 2003 verður það fært niður um aðrar 400 milljónir króna og verður því 9,1 millj- arður króna. Markaðsvirði bankans er í dag ekki nema um 48,2 milljarðar króna, þannig að verð- gildi hans hefur á tveimur og hálfu ári rýrnað um tæpa 19 milljarða króna, eða um 28%. Í þessu sambandi er rétt að geta þess, að í apr- ílmánuði árið 2000, þegar ákvörðun var tekin um að sameina bankana, náði hlutabréfavísitalan hámarki. Orca-hópurinn aldrei leystur upp Stærsti einstaki hluthafinn í Íslandsbanka- FBA var FBA Holding, 100% eignarhaldsfélag Orca S.A., með 14,64% hlut í hinum sameinaða banka. Við sameininguna hafði verið gert ráð fyrir að eignarhlutnum sem var í eigu Orca- hópsins yrði skipt á milli þeirra fjögurra hópa fjárfesta sem upphaflega mynduðu Orca-hópinn og hver um sig ætti þannig 3–4% og stærstu hluthafar hins sameinaða banka yrðu tveir líf- eyrissjóðir, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Lífeyrissjóðurinn Framsýn, hvor með um 7% eignarhlut. Formlega var Orca-hópurinn þó aldrei leyst- ur upp, vegna þess að skilmálar Scandinavian Holding, dótturfyrirtækis Kaupþings, spari- sjóðanna og sparisjóðabankans fyrir tæplega 3,25 milljarða króna lánveitingu til Orca, þegar félagið keypti stóran hlut í FBA af Kaupþingi og sparisjóðunum í ágúst 1999, heimiluðu ekki að félagið yrði leyst upp, eins og greint var frá í fyrstu grein. Fljótlega eftir sameiningu kom á daginn að Orca-hópurinn hélt áfram að kaupa bréf í Ís- landsbanka og töldu margir að hópurinn stefndi að auknum áhrifum í hinum sameinaða banka, með það að markmiði að ná yfirráðum í bank- anum. Var ákveðnum forsvarsmönnum bankans og hluthöfum bent á þetta og þeir varaðir við, en hvorki var aðhafst né þessar viðvaranir teknar alvarlega, enda fá eða engin ráð tiltæk, til þess að koma í veg fyrir að menn keyptu hlutabréf í Íslandsbanka á markaði. Aðrir voru rólegir í tíð- inni, einfaldlega vegna þess að þeir höfðu fyrir því ákveðna sannfæringu, að Orca-hópnum tæk- ist ekki að eignast ráðandi hlut í bankanum. Á mánuðunum frá sameiningunni við Íslands- banka og fram til áramóta 2000–2001 og raunar fram eftir ári 2001 vinnur Bjarni náið með Orca- hópnum, með það fyrir augum að Orca-hópurinn í Íslandsbanka myndi bakland hans í bankanum og hann sé framtíðarbankastjóri bankans. Hann reyndi eftir megni að aðstoða einstaklinga innan Orca-hópsins á þessu tímabili, vera þeim innan handar og semja við þá fyrir hönd bankans, þeg- ar á þurfti að halda, en þó með þeim hætti að þeir fengju enga þá fyrirgreiðslu sem talist gæti óeðlileg. Starfshættir Íslandsbanka eru m.a. þeir, að bankaráð fær jafnan yfirlit yfir 30 stærstu skuldara bankans og þá 10 sem eru í mestum vanskilum. Félög, sem einstaklingar innan Orca-hópsins áttu í eða tengdust, voru yfirleitt á þessum listum þegar kom fram á vorið 2001 og mikið af starfsorku Bjarna Ármannssonar fór í það, ekki svo löngu eftir að hann tók við sem annar forstjóri Íslandsbanka, að semja við ein- staklinga innan Orca og félög, sem tengdust þeim, um framlengingu á lánum, auknar trygg- ingar, endurfjármögnun og þess háttar, til þess að koma vanskilum í skil og var þetta gert með vitund og vilja annarra í Íslandsbanka. Bjarna, sem fyrrverandi forstjóra FBA og samstarfsmanni Orca-hópsins, var auðvitað um- hugað um að Orca-hópurinn stæði sig í hinum nýja banka og hann hafði áhyggjur af því, hversu daglegt brauð það var, að þessir menn stæðu ekki í skilum. Sumarið 2001 og fram eftir hausti eru þessi vandamál að koma stöðugt meira upp á yfirborðið, þannig að í hreint óefni stefnir. Hér var um að ræða ýmis félög tengd þeim feðgum Sveini R. Eyjólfssyni og Eyjólfi Sveinssyni, en einnig voru félög eins og Baugur, Gaumur (eignarhaldsfélag Bónusfjölskyldunn- ar) og Fjárfar (fjárfestingarfélag í eigu Bónus- feðga og fleiri) ítrekað í vanskilum, en þau voru allt annars eðlis, því vanskilin hjá þessum fé- lögum vörðu yfirleitt í mjög skamma hríð, áður en lánum var á nýjan leik komið í skil. Slík skammtímavanskil munu alvanaleg í viðskipta- lífinu. Mest voru samt sem áður vandræðin með vanskil FBA-Holding (dótturfélags Orca S.A.) í Íslandsbanka vegna fjármögnunar á hluta af bréfunum sem upphaflega voru keypt af Kaup- þingi í FBA haustið 1999, en þegar kom fram í september 2001, þá var ljóst að eins milljarðs króna lán FBA-Holding í Íslandsbanka var í vanskilum. Þegar sú staða var komin upp, var ljóst að áhættunefnd bankans og æðstu stjórn- endur gátu ekki lengur látið eins og ekkert hefði í skorist. Ekkert samráð við Kára Stefánsson Um vorið 2001 hafði Hannes Smárason, að- stoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, keypt tæplega 5% hlut í Íslandsbanka, með það beinlínis að markmiði að starfa með Orca-hópn- um og ná undirtökum í bankanum í samvinnu við þá. Hannes hafði áður kynnst Jóni Ásgeiri og starfað talsvert með honum, m.a. við uppbygg- ingu Smáralindar. Þessi kaup Hannesar fóru ekki hátt til að byrja með, því hlutur hans, 4,554%, var skráður á Kaupthing Luxembourg S.A. Hannes gerði að vísu þau reginmistök að kaupa þessi bréf í Íslandsbanka án þess að hafa um það sérstakt samráð við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, jafnframt því sem hann samdi við Bjarna Ármannsson, annan forstjóra Íslandsbanka, um fjármögnun á þessum kaupum með þeim hætti, að Hannes fékk lán í bankanum gegn veði í eignum er- lendra eignarhaldsfélaga í eigu hans og Kára Stefánssonar og fleiri aðila. Þessir fjármögnun- arsamningar þeirra Hannesar og Bjarna voru einnig gerðir án vitundar eða samþykkis Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagrein- ingar. Þessi gjörningur þeirra Bjarna og Hannesar hafði viss eftirmál, sem þó fóru aldrei hátt og þrátt fyrir mikið uppnám og óánægju með það hvernig að málum hafði verið staðið, voru mál leyst í kyrrþey. Þeir Hannes Smárason, Jón Ásgeir Jóhann- esson og Bjarni Ármannsson tóku upp allnáið samstarf sín á milli, eftir að Hannes hafði keypt sig inn í Íslandsbanka fyrir hálfu öðru ári. Hann- es Smárason gerði sér á þessum tíma ekki grein fyrir því, hvað það gat verið pólitískt eldfimt fyr- ir Kára Stefánsson og Íslenska erfðagreiningu, að hann efndi til samstarfs við Orca-hópinn inn- an Íslandsbanka, jafnvel með það að markmiði að ná undirtökunum í bankanum. Hannes var fremur að hugsa um hversu mik- ilvægt það væri að vera í góðu samstarfi við Bjarna Ármannsson, sem hafði unnið mikið að málefnum tengdum Íslenskri erfðagreiningu allar götur frá árinu 1997, fyrst fyrir hönd FBA og síðar fyrir hönd Íslandsbanka. Andrúmið í Orca-hópnum að kólna Jón Ólafsson kom ekki mikið við sögu Orca- hópsins á þessum tíma enda mikið erlendis. Það voru aldrei neinir kærleikar með honum og Eyj- ólfi Sveinssyni og lítið sem ekkert samstarf. Raunar mun Jón Ólafsson ítrekað hafa gagn- rýnt það hvernig Eyjólfur Sveinsson hélt á mál- efnum Orca fyrir hönd hópsins og að minnsta kosti í tvígang var Jón kominn á fremsta hlunn með að segja skilið við Orca, einkum vegna óánægju sinnar með störf Eyjólfs. Nú var hins vegar farið að gegna sama máli með Jón Ásgeir, hvað varðar afstöðuna til Jóns Ólafssonar, að því er virðist, einkum vegna þess að mennirnir virðast ekki hafa átt skap saman, báðir sagðir skapstórir, stjórnsamir, jafnvel yf- irgangssamir og ekki þekktir fyrir að gefa eftir eða láta í minni pokann. Þorsteinn Már var ekki þátttakandi í prímadonnuleik þeirra Jónanna þótt hann sé sagður jafnskapstór og þeir, enda löngum staddur norður á Akureyri að stjórna einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins, Samherja. Á aðalfundi Íslandsbanka-FBA árið 2001 gerðist fátt markvert annað en það, að Jón Ólafsson kom inn í bankaráðið, en Finnbogi Jónsson fór úr ráðinu og kunni meirihlutinn í bankaráðinu Orca-hópnum litlar þakkir fyrir þessa breytingu. Jón Ólafsson mun hins vegar hafa sótt það fast að fá sæti í bankaráðinu og gat knúið fram þá niðurstöðu í skjóli eignarhlutar síns með stuðningi Þorsteins Más Baldvinsson- ar. Þeir Eyjólfur Sveinsson og Jón Ásgeir Jó- hannesson gerðu sér fulla grein fyrir því þegar þarna var komið sögu, að það myndi valda miklu fjaðrafoki að Jón Ólafsson tæki sæti í bankaráði Íslandsbanka og lögðust því gegn því. Kváðust meira að segja vera reiðubúnir að láta reyna á það í kosningu á aðalfundinum, hvort hann næði kjöri. En Þorsteinn Már Baldvinsson tók af skarið og ákvað að styðja Jón Ólafsson og því var ekki kosið á milli manna á fundinum. Reyndu að fá Jón Ólafsson til að selja Fljótlega eftir það, eða strax um vorið 2001, eru þeir Bjarni Ármannsson, Hannes Smára- son, Jón Ásgeir Jóhannesson og Þorsteinn Már Baldvinsson búnir að skynja svo harða pólitíska og viðskiptapólitíska andúð á veru Jóns Ólafs- sonar í bankaráði Íslandsbanka og eignarhlut hans í bankanum, að þeir telja það orðið deg- inum ljósara, að Orca-hópurinn verði að losna við Jón Ólafsson úr sínum röðum, því ella muni ekkert geta orðið af fyrirhugaðri yfirtöku þeirra á Íslandsbanka. Hófust því árangurslitlar til- raunir í þá veru að fá Jón Ólafsson til þess að selja sinn hlut í bankanum. Vanskil félaga sem tengjast Orca Um vorið 2001 eru þau áform Orca-hópsins að auka eignarhlut sinn í Íslandsbanka með það að markmiði að eignast ráðandi hlut í bankanum orðin mjög áberandi og gagnsæ, að margra mati. Þá fara viðvörunarljós að kvikna víða um kerfið, en á sama tíma eru vanskil einstaklinga innan Orca-hópsins, félaga og fyrirtækja sem þeim tengjast, að koma æ meir upp á yfirborðið og héldu áfram að gera fram eftir sumri 2001. Orca-hópurinn gætti þess jafnan að halda 3,25 milljarða láninu frá Scandinavian Holding, dótt- urfélagi Kaupþings, frá haustinu 1999 í skilum, því skilmálar þeirrar lánveitingar voru með þeim hætti, að ef um vanskil væri að ræða, gat Scandinavian Holding tekið bréfin í Íslands- banka til sín. Hins vegar voru önnur lán Orca vegna kaupanna á bréfum Kaupþings í FBA, sem tekin höfðu verið í Kaupþingi og í nokkrum sparisjóðum, í umtalsverðum vanskilum. Stór hluti þeirra lána hafði, þegar þetta var, verið fluttur yfir í Íslandsbanka, eða samtals um einn milljarður króna. Í samningnum á milli Orca og Scandinavian Holding um 3,25 milljarða króna lánið, við upp- haflega fjármögnun kaupanna í FBA, var ákvæði um að verðmæti hlutabréfanna í FBA (sem við sameiningu bankanna urðu hlutabréf í Íslandsbanka-FBA) yrði að vera svo og svo miklu meira en verðmæti lánsins. Ef verðmæti bréfanna færi niður fyrir verðmæti lánsins, þá gat Kaupþing tekið bréfin af Orca. Á þeim tíma sem liðinn var frá sameiningu bankanna, frá vorinu 2000 fram á haust 2001, hafði krónan hrapað, lánið hækkað og verðmæti bréfanna í bankanum lækkað. Þannig að þótt stóra lánið væri ekki í vanskilum, þá voru ónógar trygg- ingar fyrir hendi og staða Orca því í raun og veru komin í uppnám. Þar að auki var FBA- Holding-lánið í Íslandsbanka, upp á liðlega einn milljarð króna, í vanskilum. Af þessum sökum gerðist það í september 2001 að Íslandsbanki varð að setja bankaráðsmönnum í Orca-hópnum stólinn fyrir dyrnar, krefjast þess að þeir bættu veð sín, kæmu með frekari tryggingar, kæmu vanskilum í skil og efldu eiginfjárstöðu. Ótækt þótti að bankaráðsmenn væru í hópi stærstu vanskilamanna bankans. Reyndu þeir í Orca að semja við Íslandsbanka um endurfjármögnun FBA-Holding-lánsins og að einhverju leyti Scandinavian-Holding-lánsins og að þeir fengju það flutt í Íslandsbanka, að minnsta kosti að einhverju leyti, en ekki var tal- inn vera grundvöllur fyrir slíkum samningum í Íslandsbanka og þessari málaleitan Orca-hóps- ins var synjað. Þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Jón Ólafsson og Þorsteinn Már Baldvinsson gátu allir uppfyllt þau skilyrði sem þeim voru sett og bætt tryggingar sínar, en Eyjólfur Sveinsson gat það ekki. Raunar hafði hið sama gerst árinu á undan hvað varðaði stöðu Orca gagnvart Scandinavian Holding, því haustið 2000 átti Hreiðar Már Sig- urðsson, aðstoðarforstjóri Kaupþings og fram- kvæmdastjóri Scandinavian Holding, langan og erfiðan fund með Eyjólfi Sveinssyni, þar sem farið var yfir stöðuna hvað varðaði samskipti Orca við Kaupþing í Lúxemborg, sem Eyjólfur var ábyrgur fyrir. Hreiðar Már lagði á þessum fundi hart að Eyjólfi að semja við Kaupþing í Lúxemborg um endurfjármögnun á hluta af Hreggviður Jónsson Einar SveinssonValur Valsson Jón Ásgeir JóhannessonHannes Smárason Bjarni Ármannsson Eyjólfur Sveinsson Kristján Ragnarsson Sameinaðir stöndum vér Sömdu fyrir Íslandsbanka: Valur Valsson leiddi viðræðurnar fyrir hönd Íslandsbanka og með honum voru þeir Kristján Ragnarsson, for- maður bankaráðsins, og Einar Sveinsson varaformaður. Aðalágrein- ingsefnið í viðræðunum var hver skiptahlutföllin ættu að vera. Sömdu fyrir FBA: Bjarni Ármannsson leiddi viðræðurnar fyrir hönd FBA en þeir Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðsins, og Eyjólfur Sveinsson varaformaður tóku fljótlega fullan þátt í viðræðunum og Eyjólfur jafnvel meiri en Magnús, því hann var fulltrúi 45% eigenda. Áætlunin sem rann út í sandinn: Hreggviður Jónsson var frambjóð- andi til bankaráðs að undirlagi Hannesar Smárasonar, en hann dró framboð sitt snarlega til baka, eftir að Jón Ásgeir Jóhannesson hafði merkt Orca-hópnum framboð hans. 14 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.