Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 23
JÓLIN voru kvödd á þrettándagleði
í Reykjaneshöll í gærkvöldi og álfa-
brennu og flugeldasýningu á Iða-
völlum. Reykjanesbær stóð fyrir
þrettándagleðinni sem var með
hefðbundu sniði.
Yngsta kynslóðin fjölmennti í
Reykjaneshöllina seinnipart dags
til þess að fá andlitsmálun og hoppa
í hoppukastölum sem bærinn hafði
sett þar upp. Ekki spillti heldur fyr-
ir að fá hressa sveiflutóna frá Létt-
sveit Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar, sem sá um að hita fólk upp
fyrir þrettándagleðina, ásamt fé-
lögum úr Leikfélagi Keflavíkur
sem skemmtu yngstu
kynslóðinni.
Rétt áður en kveikt
var á álfabrennunni
við Iðavelli fóru íbúar
Reykjanesbæjar og
aðrir gestir í skrúð-
göngu ásamt Grýlu,
Leppalúða og öðru
jólahyski sem vildi kveðja áður en
haldið yrði heim á leið. Gönguna
leiddi álfakónur og álfadrottning,
ásamt fylgdarliði þeirra og þegar
komið var að bálkestinum var boðið
upp á fjölbreytta skemmtidagskrá.
Meðal annars voru sungin áramóta-
og þrettándalög.
Margir Suðurnesjamenn mættu
þrátt fyrir að ekki hafi viðrað til
útiskemmtana fram eftir kvöldi.
Raunar rættist úr veðrinu áður en
kveikt var í brennunni.
Að venju voru jólin í Reykja-
nesbæ kvödd með veglegri flug-
eldasýningu á vegum Björg-
unarsveitarinnar Suðurnes við
mikla hrifningu brennugesta.
Jólin kvödd á
viðeigandi hátt
Ljósmynd/Hilmar Bragi
Ýmsar furðuverur, þessa heims og annars, voru við álfabrennuna á Iðavöllum í Keflavík í gærkvöldi.
Reykjanesbær
Drengirnir náðu sér í stríðsmálningu áður en
haldið var til brennu.
NÝ mynd mánaðarins hefur verið
sett upp í Kjarna, Hafnargötu 57 í
Keflavík. Listamaður þessa mánaðar
í Reykjanesbæ er Steinar H. Geir-
dal.
Mynd mánaðarins er kynning á
myndlistarmönnum í Reykjanesbæ
sem menningar-, íþrótta- og tóm-
stundasvið bæjarins annast. Hver
mynd er til sýnis í Kjarna í mánuð.
Steinar H. Geirdal er fæddur í
Reykjavík árið 1938 og ólst þar upp.
Hann hóf störf hjá Keflavíkurbæ ár-
ið 1972 og hefur búið í Reykjanesbæ
síðan. Steinar lauk námi í húsasmíði
frá Iðnskólanum í Reykjavík og síð-
an í byggingarfræði frá Bygnings-
konstruktörskolen í
Kaupmannahöfn árið
1966. Hann vann sem
byggingarfulltrúi hjá
Keflavíkurbæ 1972 til
1984 en opnaði þá
teiknistofuna Artik í
Reykjanesbæ og hefur
rekið hana síðan.
Fram kemur í fréttatilkynningu
frá menningarfulltrúa að Steinar hóf
nám í myndlist árið 1976 hjá Eiríki
Smith í Baðstofunni, félagi áhuga-
fólks um myndlist í Reykjanesbæ, og
var þar næstu tíu árin. Hann sótti
einnig ýmis námskeið hjá Myndlist-
arskóla Reykjavíkur frá 1987 og
voru kennarar hans þar m.a. Val-
gerður Bergsdóttir, Katrín Briem,
Hringur Jóhannesson og Daði Guð-
björnsson.
Steinar hefur tekið þátt í nokkrum
samsýningum á vegum Baðstofunn-
ar og nemendasýningum á vegum
Myndlistarskóla Reykjavíkur. Hann
hefur einnig haldið einkasýningar
bæði í Keflavík og Kaupmannahöfn.
Steinar Geirdal er í upphafshópi
Baðstofunnar sem hlaut menningar-
verðlaun Reykjanesbæjar árið 2002.
Steinar Geirdal
myndlistarmað-
ur mánaðarins
Reykjanesbær
Steinar Geirdal við mynd janúarmánaðar.
GLEÐIÓP barst út þegar fjórir jóla-
sveinabræður birtust á sviðinu í
Stapa sl. sunnudag. Þá fór fram ár-
legt jólaball Sparisjóðsins í Keflavík
en á það er öllum meðlimum í
krakkaklúbbnum boðið. Króni og
Króna dönsuðu með krökkunum í
kringum jólatréð. Rúsínan í pylsu-
endanum var svo sælgætispokinn
sem hvert barn fékk afhent.
Birgitta Hallgrímsdóttir var
greinilega ekki hrædd við Giljagaur
og settist í kjöltu hans. Skyldi hann
vera að segja: hittumst að ári? Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Hittumst
að ári
Njarðvík