Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 25

Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 25
MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 25 STEFNA stjórnvalda í vísind-um var til umræðu á rann-sóknastefnu Reykjavík-urAkademíunnar á föstudaginn, þar sem m.a. var spurt hvert stefni með uppbyggingu há- skóla á landinu. Átökin í umræðunni voru um samkeppni milli háskólanna, skólagjöld, grunnmenntun og fram- haldsmenntun þar sem rannsóknir eru stundaðar, og síðast en ekki síst hvernig veita megi meira fé til þess- ara menntastofnana. Allir vilja byggja upp háskólanna, en áhöld eru um aðferðina til að gera það. Segja má að bæði ríkisháskólarnir og sjálfs- eignaháskólarnir séu að reyna að finna sig betur í umhverfi samkeppni og markaðslögmála. Búast má við að BA-próf fái í fram- tíðinni þá stöðu sem stúdentspróf gegnir núna og að framhaldsmennt- unin öðlist meira gildi. Aukinni þörf fyrir háskólamenntað fólk er talin augljós, en vinna þurfi stíft gegn tregðu stjórnvalda að auka framlög til háskóla. Vilji er hjá atvinnulífinu að styðja við háskólana t.d. með því að kosta starfsmenn í nám eða greiða fyrir rannsóknir. Staða vaxandi fjölda fræðimanna utan háskólanna kom ekki til um- ræðu.. „Hálfur“ skóli í rannsóknum Stefán Arnórsson, prófessor við Háskóla Íslands, sagði að háskólarnir átta hér á landi sinni aðallega grunn- menntun og að í raun mætti segja að aðeins „hálfur“ háskóli sinni rann- sóknum (Háskóli Íslands). „Yfirvöld líta á háskóla sem kennslustofnanir,“ sagði hann, „það sést best af því hvernig fjárveitingum er háttað.“ Stefán sagði að HÍ gæti stundum hvorki útvegað aðstöðu né fé til að háskólamenn gætu sinnt rann- sóknum. „Orsök alls þessa er sú að stjórnvöld taka ákvarðanir við lágt þekkingarstig þegar um fjárveitingar til rannsókna er að ræða,“ sagði hann og vill hverfa frá núverandi kerfi um fjárveitingar hins opinbera. Menntamálaráðuneytið reiknar út fjárþörf Háskóla Íslands og annarra skóla á háskólastigi með reiknilíkani. Fjárþörf ákvarðast af svokölluðum þreyttum (að þreyta próf) einingum nemenda þar sem þeir eru skráðir. Deildir í Háskóla Íslands, eins og guð- fræðideild og heimspekideild, hafa lent í nokkrum erfiðleikum sökum þessa. Á ráðstefnunni kom fram að í kerfinu væri lögð meiri áhersla á magn en gæði og að verulega hallaði á rannsóknarþáttinn. Páll Skúlason, rektor HÍ, sagði að reiknilíkan um rannsóknarþáttinn væri í bígerð. Kolbrún Halldórsdóttir alþingis- maður vill láta endurskoða reiknilík- anið, því það virkaði augljóslega ekki nógu vel. Stefán Baldursson, skrif- stofustjóri menntamálaráðuneytis, sagði lítillega frá reiknilíkaninu og að slík kerfi væru sífellt í skoðun. Tómas Ingi Olrich sagði að í menntamálaráðuneytinu væri hafin vinna við að gera heildstæða úttekt á fjárstreymi til kennslu og rannsókna. „Í fyrsta áfanga þeirrar vinnu er ætl- unin að leiða í ljós hvort ástæða sé til að endurskoða núverandi fyrirkomu- lag á skiptingu fjárveitinga til há- skólastigsins,“ sagði hann. Óraunhæf spá Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður sagðist vilja gera það að grundvallaratriði í stjórnarsáttmála að auka fé til vísinda, og að sérstak- lega þyrfti að huga að rannsóknum. Háskólamenntuðu fólki muni fjölga mjög á næstu tíu árum og að stjórn- málamenn verði að bregðast við. Ólafur Proppé, rektor Kennarahá- skóla Íslands, sagði að ekki virtist lík- legt að framlög ríkisins til háskóla á Íslandi myndu hækka verulega á næstu árum, því í greinargerð með fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir 2003 væri ekki gert ráð fyrir fjölgun háskólanemenda í spá sem nær til 2007. Hann taldi á hinn bóginn ekki líklegt að þessi spá stæðist og benti á að ekki væri nóg að skoða stærðir aldursstiga í þessu skyni. „Í vaxandi mæli munu einstaklingar nánast á öllum aldri sækjast eftir há- skólanámi. Af þeim stúdentum sem t.d. hófu grunnnám við KHÍ haustið 2002 voru innan við 10% nýstúdenta frá skólaárinu á undan.“ Ólafur Proppé velti einnig skóla- gjöldum ríkisskóla fyrir sér sem standa ættu straum af hluta kostn- aðar við háskólanám, og taldi að huga þyrfti vandlega að þeim afleiðingum sem þau hefðu í för með sér. Þau gætu t.d. orðið þau að ríkið dragi úr framlögum sínum. Páll Skúlason sagðist búast við umræðu á næstu misserum um skólagjöld vegna meist- ara- og doktorsnáms við HÍ. Ólafur Proppé sagði að ef innleiða ætti formlega samkeppni ríkishá- skóla og sjálfseignarháskóla þyrfti að sjá til þess að keppt yrði við sama borð hvað rekstrarumhverfi snerti til að jafnræði beggja yrði tryggt. „Mik- ilvægt er að fá óháðan aðila á borð við Ríkisendurskoðun, Samkeppnisstofn- un eða viðurkennda endurskoðendur til að gera úttekt á rekstrarskilyrðum og starfsumhverfi háskóla.“ Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði að áhersla atvinnulífsins væri að skil- greina þyrfti svigrúm til skólagjalda fyrir aukna þjónustu og leita beri nýrra leiða hvað snertir rekstrarform skóla. Hann sagði áhrif af samkeppni augljóslega jákvæð og að kostnaðar- þátttaka nemenda vinni á móti offjár- festingu. Hann sagði að samkvæmt könnun SA vildi allur þorri fyrirtækja koma að kennslu, rannsóknum eða stjórnun háskóla, og um helmingur þeirra vill auka framlög til rannsókna og menntunar, verði skattafrádráttur aukinn vegna slíkra framlaga. Háskólar þurfa tíma Guðfinna Bjarnadóttir, rektor Há- skólans í Reykjavík, sagði að sam- starf skólans við atvinnulífið væri mikilvægt og að skólagjöldin væru m.a. notuð til að bæta aðstöðu nem- enda. Hún sagði að skólinn væri í þró- un. „Háskólinn í Reykjavík er í gerjun og það er ekki tími til að setja á hann asklok,“ sagði hún að hann hefði verið stofnaður til að verða fyrsta flokks háskóli. Hún vill öflugt framhaldshá- skólanám og rannsóknir og vera í góðri samvinnu við atvinnulífið. Páll Skúlason sagði að Háskóli Ís- lands væri ekki sem slíkur í sam- keppni við aðra háskóla á landinu, heldur væri samkeppni milli ein- stakra deilda. Hann sagði að stefna stjórnvalda væri ekki nægilega skýr, og að stjórnvöld gerðu sér ekki næga grein fyrir aukinni fjölbreytni. Þau þyrftu einnig að spyrja sig hvað það fæli í sér að vera rannsóknarháskóli. HÍ vilji ekki höggva að rekstrar- grundvelli sjálfseignastofnana, held- ur aðeins tryggja eigin grundvöll í samkeppni við erlendar og innlendar menntastofnanir. Viðskiptaleg verðmæti Fram kom einnig að samkeppnin milli háskólanna verði sennilega ein- ungis á ákveðnum sviðum því nokkrir þeirra eru þjóðskólar og hafa það hlutverk að kenna og stunda rann- sóknir á fyrirfram ákveðnum sviðum, hver þeirra hafi sína köllun. Þannig hefði HÍ m.a. rannsóknir sem köllun, KHÍ kennaramenntun, Háskólinn á Akureyri hefði landsbyggðina. Og Landbúnaðarháskólinn, ,Tæknihá- skólinn hvor sína. Skjálfseignastofn- anirnar; Listaháskóli Íslands hefði listir, og til vill mætti segja að Við- skiptaháskólinn á Bifröst og Háskól- inn í Reykjavík hefðu samkeppni og markaðinn sem köllun. Að lokum: Tomas Ingi Olrich sagði í ávarpi sínu að nýtt vísinda- og tækniráð myndi m.a. sækja stefnu sína til háskólanna og atvinnulífsins. „Við þurfum sérstaklega að einbeita okkur að því að gera sem mest við- skiptaleg verðmæti úr þeirri miklu uppbyggingu þekkingar, sem hér hef- ur átt sér stað,“ sagði hann. Háskólamenntun/ Á næstu misserum verður sennilega tekist á um skólagjöld, rannsóknir, samkeppni og rekstrarfé íslenskra háskóla. Gunnar Hersveinn sat fjölsótta rannsóknastefnu ReykjavíkurAkademíunnar um hvert stefni í málefnum háskóla á Íslandi. Óljóst er hvort stefnan í háskólamálum sé skýr eða óskýr. Ljós og óljós stefna háskóla guhe@mbl.is  Búast má við að BA-próf fái þá stöðu sem stúdentspróf gegnir.  Gera þarf sem mest viðskiptaleg verðmæti úr þekkingunni. Morgunblaðið/Sverrir Umræða um stefnu háskólanna og fjármögnun þeirra virtist vera mjög knýjandi á ráðstefnunni.  „Háskóli í hvert kjördæmi – hvert stefnir með uppbyggingu háskóla í landinu?“ var yf- irskrift rannsóknarstefnu sem Reykjavík- urAkademían hélt föstudaginn 3. janúar. Spurt var um framtíðarstefnu m.a. vegna þess að fjöldi nemenda á háskólastigi hér á landi hefur fjórfaldast frá árinu 1977 og frá árinu 1980 hefur fjöldi þeirra sem útskrifast úr háskólum hér á landi tvöfaldast. Ríflega átján hundruð manns útskrifast árlega úr háskólunum sem starfræktir eru í landinu. Fram til 1971 var Há- skóli Íslands eini skólinn sem útskrifaði nem- endur á háskólastigi. Árið 2000 voru háskól- arnir í landinu átta. Hvert stefnir í málefnum háskóla á Íslandi? Er rétt að fjölga skólunum enn eða eru menn með því að dreifa takmörkuðum fjármunum og kröftum of mikið?  Tómas Ingi Olrich, menntamálaráðherra flutti ávarp. Stefán Arnórsson prófessor í Há- skóla Íslands talaði um rannsóknir og háskóla. Ólafur Proppé rektor Kennaraháskóla Íslands fjallaði um rekstrarskilyrði háskóla. Ari Ed- wald framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins velti fyrir sér háskólamenntun og atvinnulífinu.  Í pallborði sátu Ólafur Örn Haraldsson varaformaður menntamálanefndar Alþingis, Kolbrún Halldórsdóttir fulltrúi vinstri-grænna í menntamálanefnd, Guðfinna Bjarnadóttir rekt- or Háskólans í Reykjavík, Páll Skúlason rektor Háskóla Íslands og Stefán Baldursson skrif- stofustjóri í menntamálaráðuneytinu. Fundarstjóri var Erna Indriðadóttir. Háskóli í hvert kjördæmi? ÓLAFUR PROPPÉ  „Ekki er ólíklegt að um 14 þúsund ein- staklingar stundi nú háskólanám á Íslandi. Í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu fyrir 2003 er gert ráð fyrir að þessir há- skólanemendur sam- svari tæplega 9 þúsund „ársnemendum“. Tæplega 85% „ársnemenda“ stunda nám við ríkisháskóla og rúmlega 15% við sjálfs- eignarháskóla. Ef reiknað er með að skóla- gjöld við ríkisháskólana yrðu að meðaltali kr. 150.000 á „ársnemanda, sem er að ein- hverju leyti sambærilegt við skólagjöld við sjálfseignarháskóla, er um að ræða upp- hæð sem mundi nema um 1,1 milljarði króna“. TÓMAS INGI OLRICH  „Við þurfum að búa yfir mikilli þekk- ingu almennt til að efla með þjóðinni við- bragðsflýti og aðlög- unarhæfni við sí- breytilegum aðstæðum í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. [...] Við höfum svarað þessum þörfum með því að stórefla menntakerfið hér á landi og sérstaklega háskólastigið hin síðari árin, en jafnframt að halda áfram að sækja til annarra þjóða þekkingu og reynslu. Við höfum gengið lengra en flest önnur Evrópuríki í því verki að byggja framtíð okkar á menntun, vís- indum og menningu. Við höfum líka gengið lengra en flest önnur ríki í þeirri viðleitni að bjóða sem flestum, óháð búsetu og aldri, aðgang að námi og sérstaklega að há- skólanámi.“ STEFÁN ARNÓRSSON  „Í Háskóla Ís- lands hefur ríkt og ríkir enn sérkennileg staða gagnvart rann- sóknum. Annars veg- ar er vilji fyrir því innan skólans að þar séu stundaðar rann- sóknir en hins vegar skortur á skipulagi, í víðustu merkingu þess orðs, til þess að svo geti orðið nema þá fyrir atbeina ein- staklinga innan skólans. Núverandi kerfi er þannig: 1. Starf er auglýst. Valinn er hæfasti einstaklingurinn úr hópi umsækjenda hvað tekur til rann- sóknarferils. 2. Háskóli Íslands útvegar hvorki aðstöðu né fé til að hinn nýráðni geti stundað rannsóknir. 3. Afleiðingarnar eru þær að Háskóli Íslands getur ekki gert neinar kröfur á starfsmanninn um árangur í starfi hvað varðar rannsóknir. Orsök alls þessa er sú að stjórnvöld taka ákvarðanir við lágt þekkingarstig þegar um fjárveitingar til rannsókna er að ræða.“ ARI EDWALD  „Skilgreina þarf svigrúm til skóla- gjalda fyrir aukna þjónustu og leita ber nýrra leiða hvað snertir rekstrarform skóla.“ „Kostnaðarþátttaka nemenda vinnur á móti offjárfestingu.“ „Rekstrarumgjörð ríkisins getur verið til trafala í samkeppni um mannauð.“ „Ekki hægt eða æskilegt að „stýra“ námsvali.“ „Æskilegt að uppbygging náms mótist á grundvelli framboðs og eftirspurnar og að samkeppni ríki á milli aðila.“ „„Alvöru“ rannsóknir geta farið fram víðar en áður.“ „Allur þorri fyrirtækja vill koma að kennslu, rannsóknum eða stjórnun há- skóla, og um helmingur þeirra vill auka framlög til rannsókna og menntunar, verði skattafrádráttur aukinn vegna slíkra framlaga.“ (Setningar af glærum Ara.) Skoðanir á háskólamálefnum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.