Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 27 SMÆRRI fíkniefnasending-ar koma til landsins meðflugvélum en stærstu send-ingarnar berast hingað með skipum. Þetta er álit Ásgeirs Karlssonar, yfirmanns fíkniefna- deildar lögreglunnar í Reykjavík. Í Reykjavík, þar sem er stærsta inn- flutningshöfn landsins, skoðaði toll- gæslan árið 2001 um 1% af vöru- sendingum sem fóru um tollsvæðið í Reykjavík og um 6% af hraðsend- ingum. Tugþúsundir gáma á ári Langmest af vöruinnflutningi til Íslands kemur um Reykjavíkur- höfn. Samkvæmt upplýsingum frá tollstjóranum í Reykjavík koma þangað um 600 skip frá útlöndum á ári og árið 2001 var áætlað að 85.000 gámaeiningar hafi komið til lands- ins frá útlöndum. Með gámaeiningu er átt við 20 feta gám en 40 feta gámur telst tvær einingar. Allur póstur sem kemur til landsins fer um póstmiðstöð Íslandspósts í Reykjavík og um 1.500 flugvélar frá útlöndum lenda á Reykjavíkurflug- velli. Um 45 tollverðir starfa á toll- gæslusviði tollstjórans í Reykjavík og er þeim ætlað að sjá um eftirlit með öllum þessum gámum, skipum, pósti og flugvélum. Tollverðirnir vinna samkvæmt vaktakerfi. Þeir ganga ekki næturvaktir en sinna eftirlitsstörfum að næturlagi ef sér- stök ástæða þykir til. Hluti þeirra starfar eingöngu við upplýsinga- og áhættugreiningarmál og að skoða farmskrár og til að kanna feril vöru- sendinga til undirbúnings aðgerða á vettvangi. Nýleg dæmi um smygl með skipum Á síðustu árum hefur lögreglan í Reykjavík upplýst nokkur umfangs- mikil fíkniefnamál þar sem fíkniefn- um var smyglað í skipum. Í mars 2002 skilaði rannsóknarvinna lög- reglu þeim árangri að lagt var hald á 30 kíló af hassi í vörugámi í Reykjavíkurhöfn. Þetta var eina stóra fíkniefnasendingin sem kom með skipi til landsins sem var stöðv- uð af lögreglu eða tollgæslu í fyrra. Árið 2000 upplýstist hið svokall- aða „sjópakkamál“ og mál því tengt en fyrir skömmu voru sakborningar í þeim málum dæmdir fyrir að reyna að smygla samtals um 15 kíló- um af hassi með flutningaskipum til landsins. Meðal þeirra sem voru dæmdir voru háseti á Goðafossi og 3. stýrimaður á Mánafossi. Fyrir dómi kom m.a. fram að þegar ekki tókst að koma annarri sendingunni frá borði í Reykjavík, eltu sakborn- ingarnir Mánafoss til Reyðarfjarðar til að freista þess að koma fíkniefn- unum í land þar. Í Stóra fíkniefnamálinu svo- nefnda, sem komst í hámæli árið 1999, var meginhluti fíkniefnanna fluttur með flutningaskipum til landsins. Þá var það einnig rann- sóknarstarf lögreglunnar í Reykja- vík sem skilaði þessum árangri. Ásgeir Karlsson segir ljóst að fíkniefnasmygl með vörusendingum krefjist meiri undirbúnings en smygl með flugi. Smyglarinn verði að afla sér ýmiss konar sambanda til að tryggja sem best að sendingin komist á leiðarenda og væntanlega krefjist fleiri þess að fá hlutdeild í hugsanlegum gróða af smyglinu. „Á móti kemur að menn líta oft svo á að það hljóti að vera minni áhætta fólgin í því að senda eina stóra sendingu en margar litlar,“ segir hann. Mun meira tekið á Keflavíkurflugvelli Í fyrra komu upp 72 mál hjá toll- stjóranum í Reykjavík þar sem fíkniefni fundust í innflutningi til landsins. Lagt var hald á um 60 grömm af kókaíni, tæplega 120 grömm af maríjúna og um 30 grömm af hassfræjum. Þá var lagt hald á rúmlega 30,5 kg af hassi sem komu um Reykjavíkurhöfn en af því náðust tæplega 30 kíló í einni aðgerð sem var árangur af rann- sókn fíkniefnadeildar lögreglunnar í Reykjavík, eins og fyrr sagði. Því var lagt hald á um eitt kíló af hassi í aðgerðum tollstjórans. Ef ofannefnd 30 kíló af hassi eru ekki talin með, er ljóst að lagt er hald á mun meira af fíkniefnum á Keflavíkurflugvelli en á tollsvæð- inu í Reykjavík. Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli lagði í fyrra hald á tæplega 24 kíló af hassi, um 1,5 kíló af kókaíni, tæplega 1,2 kíló af amfetamíni, um 40 grömm af marijúana og rúmlega 400 skammta af sterum. 65 fíkniefna- mál komu upp hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli í fyrra. Ekki hægt að grandskoða hvern gám Sigurður Skúli Bergsson, for- stöðumaður tollgæslusviðs toll- stjórans í Reykjavík, var spurður hvort ekki mætti búast við að fíkni- efnasmyglarar notuðu skip, vöru- og póstsendingar ekki síður en flugvélar og hvort ekki mætti bú- ast við að tollgæslan næði meira af fíkniefnum sem koma þá leið. „Það er afskaplega erfitt að segja nákvæmlega til um hvernig fíkniefnunum er smyglað inn í landið,“ sagði hann. Þó sé líklegt að smyglararnir noti allar mögu- legar leiðir til að flytja fíkniefnin, hvort sem um er að ræða flug, vörusendingar, póst eða ferjur. Það sé á hinn bóginn ekki hægt að segja til um hvort fíkniefnin séu frekar flutt um Keflavíkurflugvöll eða Reykjavíkurhöfn. Aðspurður hvort fyrrnefnd 30 kíló sem fund- ust í gámi í fyrravetur bendi ekki eindregið til þess að fíkniefnum sé smyglað með vörusendingum segir Sigurður að vissulega hljóti stærri sendingar að koma með skipum, enginn reyni að bera slíkt magn með sér um borð í flugvélar. Sigurður Skúli segir að það verði aldrei svo að tollgæslan geti grandskoðað hvern einasta gám sem kemur til landins. Slíkt sé óvinnandi verk og tíðkist hvergi í þeim löndum sem hann þekki til í. Tollgæslan beiti ýmsum aðferðum við að fylgjast með vörusendingum sem fara um höfnina en hann geti eðlilega ekki greint nákvæmlega frá því í hverju þær felist þar sem það gæti auðveldað smyglurunum starfið og hann vill ekki gefa upp í hversu mörgum gámum er leitað gaumgæfilega. Áhættugreining á sendingum Sigurður Skúli segir að tollgæsl- an forgangsraði verkefnum og grandskoði þær sendingar þar sem helst sé talin hætta á smygli. Um þessar mundir vinni embættið að því að byggja upp svokallaða áhættugreiningu sem felst í kerf- isbundinni greiningu á vörusend- ingum til landsins. Lagt verður mat á hversu mikl- ar líkur séu á að smygl geti leynst í sendingunum og starf tollgæslunn- ar miðað við það. Spurður um eft- irlit með póstsendingum segir Sig- urður Skúli að fíkniefna- leitarhundar leiti í nánast öllum pósti sem kemur til landsins. Tals- vert af fíkniefnum hafi fundist í póstinum í gegnum tíðina og einnig hafi nokkrir verið stöðvaðir á Reykjavíkurflugvelli með fíkniefni. Stóru fíkniefnasending- arnar koma með skipum Árið 2001 skoð- uðu tollverðir í Reykjavík um 1% af vörusend- ingum öðrum en hraðsendingum Morgunblaðið/Golli Um 85.000 gámaeiningar fóru um Reykjavíkurhöfn árið 2001 og þangað koma um 600 skip frá útlöndum á hverju ári. Talið er að stærstu fíkniefnasendingar til landsins berist hingað með skipum. stjórn og nnst hon- afnvægi í lmiðlum. aðstand- Þeir hafa óðin hef- f framtíð ar alvar- anna og með órök- g ómál- a veikir þessara væmilega og störf ginniður- ekki ver- erið uppi ætti í or- ann yfir- ardeildar F. Hann a í starfi nnsókn á m skotin an. „Hér ð að flug- mann í ð draga nst þetta a barna- að ICAO ða einnar eru 188 rþáttur í ir starfs- s og ein- þess að heim all- eðst líka varðandi ðinganna ra ofan í mir fjöl- u þeirra en Cran- rð í nafni 5 ár rfaði að r en hann ð farmið- nds árin með sölu- Eftir nám Ó. John- ns, Gunn- ltrúa hjá nu árin til ri til að nn gerði Hélt hann ðst hafa lft annað na kostn- um heim kostnað við að stjórna flugumferð heldur allt sem henni tilheyrir svo sem kostnað vegna veðurupplýsinga, fjarskipta og annars. Ég vann að því að taka saman yfirlit yfir þenn- an kostnað um heim allan. Næsta verkefni var að gera yfirlit yfir tekjumyndun alþjóðaflugvalla og mikilvægi tekna annarra en beinna gjalda á umferðina. Þetta veitti mér dýrmæta innsýn í það sem varð svo starf mitt næstu áratugina sem snerist mest um stjórnunar- og skipulagssvið sem og fjármál flugvalla, flugumferðarstjórnar og flugmálastjórna,“ segir Gunnar og kvaðst í fyrstunni hafa ætlað að starfa í fimm ár eða svo hjá ICAO en ílengst þar nokkuð. Hann kveðst mjög sáttur við hlutskipti sitt, telur sig gæfumann með góða eiginkonu, góða menntun, skemmtilegt ævi- starf, heimsóknir til fjölmargra landa og nýtur þess að búa aftur á Íslandi. Gunnar þurfti á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda fyrr á árinu sem hann segir firnagóða og segir það alltaf hafa verið stefnuna að búa á Íslandi eftir starf sitt hjá ICAO. Hefur stofnunin reyndar óskað eftir liðveislu hans áfram í einstökum verkefnum og telur Gunnar ekki alveg útilokað að hann sinni einu og einu verkefni ef að- stæður leyfa. En í lokin er hann spurður hvað honum finnist um stöðu íslenskra flugmála. Staðan góð „Almennt er staða flugmála á Ís- landi góð. Vegakerfið er stærsti áhrifavaldurinn í innanlandsfluginu og við þurfum að skoða samgöngur okkar í samhengi eins og gera á með nýlegri samgönguáætlun. En ég sé fyrir mér áframhaldandi inn- anlandsflug með stórum og öflug- um vélum því aðstæður okkar eru erfiðar og stærri vélar klára sig betur. En smáflugið á rétt á sér og við þurfum að styrkja það. Helsti gallinn hér eins og annars staðar finnst mér vera að í náminu eru það oftast ungir flug- menn sem kenna. Þeir hafa ekki reynsluna og þess vegna væri best ef við gætum til dæmis fengið flug- menn sem eru að hætta störfum hjá stóru félögunum til að taka að sér flugkennslu í einhverjum mæli. Á þann hátt myndi þekking þeirra og reynsla skila sér beint í unga fólkið. Ég tel líka framtíð stóru flug- félaganna nokkuð vænlega. Mér finnst aðdáunarvert hvernig stjórnendum Flugleiða tókst að stýra félaginu framhjá áföllum eftir hryðjuverkin 11. september og hjá Flugfélaginu Atlanta hafa menn verið sérlega duglegir við að finna verkefni á erlendum vettvangi og byggt upp mikla starfsemi. Ég er því bjartsýnn á íslensk flugmál.“ lastjórn rirtæki Morgunblaðið/Þorkell ninni, ICAO. joto@mbl.is Flugmálastjórn nýtur mikillar alþjóðlegrar virðingar GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þingmaður úr Reykjavík, spurði Sólveigu Pétursdóttur dómsmálaráðherra á Alþingi í haust um eftirlit með vöruinn- flutningi í gámum. Í svari dómsmálaráðherra kemur fram að aðeins liggja fyrir tölur um fjölda skoðaðra sendinga í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði. Um 1% sendinga, annarra en hrað- sendinga, var skoðað í Reykja- vík árið 2001 og um 6% hrað- sendinga. Í Hafnarfirði og Kópavogi var áætlað að um 4–5% af vörum hafi verið skoð- uð. Einnig kemur fram að vöruskoðun í gámum á Norð- urlöndum sé svipuð og á Ís- landi. Tollgæsla í Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi hafi þó yfir að ráða öflugri gegnumlýsing- artækjum en tollgæsla hér á landi. Í þessum löndum geti búnaðurinn gegnumlýst heila gáma en hér á landi er nauð- synlegt að taka vörubrettin út úr gámunum til þess að gegn- umlýsing geti farið fram. Leitað var upplýsinga hjá tollyfirvöldum á Norðurlöndum um hve hátt hlutfall gáma væri skoðað við innflutning og komu upplýsingar frá Danmörku og Svíþjóð. Í hvorugu tilfellinu var um að ræða aðgreint yfirlit um hversu stórt hlutfall gáma væri skoðað við innflutning. Í Svíþjóð var skoðað um 0,18% af heildarinnflutningi með gámum, fletum og flutnings- vögnum árið 2001. Í Danmörku fengust aðeins upplýsingar um eftirlit með heildarinnflutningi óháð því með hvaða hætti inn- flutningur átti sér stað. Á árs- grundvelli var eftirlitshlutfall allra framlagðra tollskýrslna um 2% í Danmörku. 1% af vörusendingum og 6% af hraðsendingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.