Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 33
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 33
✝ Haraldur Ey-vinds er fæddur á
Akranesi 10. nóvem-
ber 1918. Hann lést á
dvalarheimilinu Sól-
túni 27. desember
síðastliðinn. Hann
var sonur Elínar Ey-
vindsdóttur og Jó-
hanns V. Daníelsson-
ar sem bæði bjuggu á
Eyrarbakka. Fóstur-
foreldrar Haralds
voru Hannesína Sig-
urðardóttir og Þor-
leifur Guðmundsson.
Haraldur kvæntist
Unni Guðjónsdóttur, f. 9.10. 1921,
d. 12.2. 1990. Saman áttu þau tvö
börn, stúlku, er lést skömmu eftir
fæðingu árið 1950,
og Þröst Eyvinds, f.
4.1. 1953, kvæntur
Sigurlaugu Bjarna-
dóttur. Jafnframt
gekk Haraldur í föð-
urstað dætrum Unn-
ar, þeim Fjólu Ragn-
arsdótttur, f. 23.6.
1940, og Sigrúnu
Ragnarsdóttur, f.
22.7. 1942, maki
hennar er Skúli
Ólafsson. Fyrir
hjónaband átti hann
eina dóttur, Þór-
unni, sem nú er látin.
Útför Haralds verður gerð frá
Fossvogskapellu í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Tengdafaðir minn, Haraldur Ey-
vinds, lést á 3ja dag jóla, þá 84 ára að
aldri. Hann hafði dvalið á heimili fyrir
aldraða að Sóltúni 2 í um eitt ár.
Heilsunni hafði heldur hrakað síðustu
mánuði og mér er ekki grunlaust um
að hann hafi verið þessari hvíld feg-
inn. Þó alltaf sé erfitt og sárt að hofa á
eftir sínum nánustu verðum við að
horfa fram á veginn og láta góðar
minningar ylja okkur í sorginni.
Ég kynntist Halla, eins og hann var
gjarnan kallaður, árið 1967 er ég kom
á heimili þeirra Unnar, eiginkonu
hans, með Þresti, syni þeirra. Mér
var strax tekið eins og ég væri dóttir
þeirra. Fljótlega fann ég að Halli var
ekki margmáll maður né þá heldur lét
hann mikið fyrir sér fara. Verk sín
vann hann í hljóði af iðni og nærfærni.
Hann reyndist okkur Þresti og son-
um okkar, Haraldi og Bjarna, mikil
stoð. Eftir lát Unnar árið 1990 má
segja að nær daglegt samband hafi
verið milli þeirra feðga og ófáar voru
þær ferðirnar sem Halli kom til okkar
út á Seltjarnarnes. Honum var um-
hugað um bræðurna, eins og hann
kallaði gjarnan syni okkar, fylgdist
með þeim bæði í leik og starfi. Fyrir
það vil ég þakka.
Með þá vissu í huga að betri staður
sé handan móðunnar miklu og að þar
hafi Halli átt frátekið sæti við hlið
Unnar og dóttur þeirra kveð ég góð-
an vin og tengdaföður.
Sigurlaug (Silla).
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Elsku afi Halli, okkur langar að
minnast þín í nokkrum orðum. Frá
því við bræður munum eftir okkur
hefur þú ávallt verið okkur kær. Sam-
verustundir okkar voru ófáar og hver
annarri skemmtilegri. Við munum til
dæmis eftir því eitt skipti þegar þið
amma voruð nýbúin að fá ykkur felli-
hýsið og stefnan var tekin á Hrífunes.
Við bræður og mamma og pabbi
fylgdum ykkur með tjaldvagninn og
slógum upp tjöldum á fallegum gras-
bala. Þetta var ein af mörgun útileg-
um sem við fórum saman í og eftir
hverja og eina komum við bræður
heim örlitlu fróðari um landið og nátt-
úruna því þú varst ætíð með svör á
reiðum höndum við spurningum okk-
ar bræðra. Það var jafnframt alltaf
mjög gaman að koma í heimsókn á
Bárugötuna. Farnar voru sérferðir til
að leika við Títlu og til þess að horfa á
barnaefnið á sunnudagsmorgnum í
sjónvarpinu. Oftar en ekki fengum
við bræður kók í gleri sem voru sóttar
upp á háaloft eftir þrönga stiganum.
Eftir að amma lést varð samband
okkar jafnvel enn nánara. Þú komst
iðulega í mat á kvöldin og oftar en
ekki fylgdu sögur frá siglingunum í
stríðinu eða ferðum þínum um landið.
Þann tíma sem þú bjóst hjá okkur
sátum við oft saman og horfðum á
enska boltann eða dýralífsmyndir,
sem þú hafðir mjög gaman af, og
ræddum mikið það sem fram fór. Þú
sýndir skólagöngu okkar bræðra
mikinn áhuga og gladdist ávallt með
okkur þegar vel gekk. Eftir að Ragn-
heiður Kristín kom í heiminn þurfti
ekki mikið til að færa fram bros á var-
ir þínar enda fann hún strax fyrir
góðvild og hlýju.
Það er því með söknuði sem við
kveðjum þig, því ekki einungis varst
þú afi okkar heldur varstu líka vinur.
Takk fyrir samfylgdina og allt sem
þú hefur gefið okkur í gegnum tíðina.
Guð fylgi þér að eilífu,
Haraldur Eyvinds og
Bjarni Eyvinds.
HARALDUR
EYVINDS
HINN 13. desember 2002 birtist í
Morgunblaðinu heilsíðuauglýsing
frá Eflingu, stéttarfélagi, með glans-
mynd af fjármálaráðherra. Tilefnið
var að ár var liðið frá því að „ráð-
herrann gaf fyrirheit um að jafna
mismunandi réttindi og kjör starfs-
manna í stéttarfélögum ríkisstarfs-
manna og aðildarfélaga ASÍ“, eins
og segir í auglýsingunni.
„Geir H. Haarde lýsti því yfir að
fullur vilji væri til að ná frambúð-
arlausn í þessum málum í samráði
við Alþýðusamband Íslands.“
Á bak við þessi orð liggja trúlega
ýmis réttinda- og kjaraatriði. En líf-
eyrismálin munu vera þung á met-
unum.
Iðgjöld til almennra lífeyrissjóða
hér á landi eru 10% heildarlauna og
er það lágmark samkvæmt lögum frá
1997. Iðgjaldið skiptist yfirleitt
þannig að sjóðfélaginn greiðir 4% og
launagreiðandi 6%.
Í lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins
er iðgjald til A-deildar 15,5%, þ.e.
4+11,5%. A-deildin var stofnuð árið
1997 og er fyrst og fremst fyrir þá
sem koma til starfa hjá ríkinu 1997
og síðar. Eldri starfsmenn eru í B-
deild með óbreyttum reglum frá því
sem áður var.
Það mun vera þessi munur ið-
gjaldanna, annars vegar 10% og hins
vegar 15,5% launa, sem Efling telur
að þurfi að jafna. Réttindi í sjóðun-
um fylgja iðgjöldunum, þ.e. réttindi í
LSR eru sem næst 55% verðmeiri en
í öðrum sjóðum.
Ég geri ráð fyrir að málið snúist
um þá starfsmenn aðildarfélaga ASÍ
sem starfa hjá ríkinu. Varla hefur
mönnum dottið í hug að ríkið greiði
5,5% ofan á öll laun í landinu.
Það kann í fljótu bragði að sýnast
fundið fé að ríkið greiði 5,5% umfram
það sem nú er til lífeyrissjóða starfs-
manna. En hætt er við að það verði
skammgóður vermir. Í næstu samn-
ingum munu samningamenn ríkisins
segja: Herrar mínir. Nú hafið þið
knúið fram 5,5% launa í lífeyrissjóð
umfram það sem félagar ykkar fá frá
öðrum vinnuveitendum.Þið verðið á
móti að sætta ykkur við lægri laun.
Þetta er eðlilegt viðhorf. Fallist ríkið
á að greiða 15,5% í lífeyrissjóði þessa
starfsfólks stendur Efling frammi
fyrir því að þurfa næst að semja um
lægri laun félagsmanna sinna sem
vinna hjá ríkinu heldur en annarra.
Spurning er hvort það verður nokk-
uð þægilegra misræmi en það sem
nú er uppi.
Hafa verður í huga þegar þessi
mál eru á döfinni að iðgjöld til lífeyr-
issjóða eru hluti af kjörum starfs-
manna. Séu iðgjöld há verða útborg-
uð laun þeim mun lægri. Eða á það
ekki að vera svo? Féð kemur allt frá
vinnuveitendum.
Líklega er það ætlun Eflingar að
semja um hærri iðgjöld á almennum
markaði eftir að ríkið hefur gefið eft-
ir og jafna kjörin þannig að allir
greiði að lokum 15,5% launa í lífeyr-
issjóð.
Það hefur lengi valdið ýfingum og
tortryggni í þjóðfélaginu að ríkis-
starfsmenn fá meiri lífeyri en aðrir.
Það byggist reyndar á misskilningi
ef rétt er sem sagt var hér framar að
launin væru þeim mun lægri sem ið-
gjöld væru hærri. En því trúa ekki
allir, enda getur verið erfitt að sanna
slíkt. Mörgum finnst að landsmenn
allir greiði hærri skatta en ella til
þess að standa undir óhóflegum líf-
eyri ríkisstarfsmanna.
Engin skynsamleg rök eru fyrir
því að opinberir starfsmenn leggi
stærri hluta launa sinna í lífeyrissjóð
en aðrir. Ef almennum launþegum
dugar að fá 60% launa í eillilífeyri, af
hverju ætti það ekki einnig að nægja
opinberum starfsmönnum?
Mismunur lífeyrisréttindanna á
sér sögulegar skýringar. Lífeyris-
sjóður ríkisstarfsmanna er eldri en
aðrir lífeyrissjóðir. Fyrstu lög um
hann voru sett árið 1943. Rætur hans
eru þó eldri. Iðgjöld til sjóðsins voru
frá upphafi 10% fastra launa, fyrst
allan starfstímann en síðar í 32 ár.
Mun það hafa nægt til að standa und-
ir réttindunum eins og þau voru í
byrjun. Síðan gerðist aðallega
tvennt. Í fyrst lagi lengdist meðalævi
og lífleyrir varð dýrari af þeirri sök.
Í öðru lagi var með árunum samið
um aukin réttindi. Er nú svo komið
að réttindin (í B-deild) kosta a.m.k.
25% af föstum launum. Mismunurinn
hefur hlaðist upp í formi skuldbind-
inga sem ríkissjóður ber ábyrgð á.
En hvernig má það vera að samið
skuli hafa verið um stóraukin rétt-
indi sem iðgjöld stóðu ekki undir? Þá
sögu leyfi ég mér að túlka þannig:
Aukin lífeyrisréttindi voru lengst af
ekki færð til skuldar hjá ríkinu og
ekki einu sinni reiknuð út eða áætl-
uð. Það kom þannig ekkert við bók-
hald ríkisins þó að réttindin hækk-
uðu. Þau komu ekki til gjalda fyrr en
árum og áratugum síðar. Af þessari
ástæðu freistuðust samningamenn
ríkisins gjarnan til þess að slaka til á
sviði lífeyrisréttindanna til að ná
samningum heldur en að hækka
launin. Lífeyrisréttindin voru þannig
notuð sem skiptimynt í samningum.
Það er velþekkt að gúmmíblaðra
sem er veikari á einum bletti en ann-
ars staðar fær á sig gúl þegar hún er
blásin upp. Á sama tíma þöndust líf-
eyrisréttindin út langt umfram laun-
in vegna þess að þar var mótstaðan
minni.
Þegar kerfið var stokkað upp og
tekin upp A-deild árið 1997 varð ið-
gjaldið þar 15,5% af öllum launum í
stað 25% fastra launa, sem þurft
hefði til að mæta réttindunum, og
var það talið jafngilt.
Misræmi í
lífeyrismálum
Eftir Jón Erling
Þorláksson
„Engin skyn-
samleg rök
eru fyrir því
að opinberir
starfsmenn
leggi stærri hluta launa
sinna í lífeyrissjóð en
aðrir.“
Höfundur er tryggingafræðingur.
TIL hamingju með viðurkenn-
inguna Guðrún Gunnarsdóttir frétta-
kona! Til hamingju með „framúrskar-
andi dómgreind“. Sumir af þínum
kollegum telja að vísu að þú hafir
framið glæp með því að neita að taka
viðtal við klámstjörnuna sem hér reið
húsum fjölmiðla á dögunum. Frétta-
maður nokkur sagði viðurkenning-
unni stríð á hendur hér í blaðinu hinn
14. desember sl. Hann telur hana
vera einn allsherjar misskilning og
vitleysu, sem hafi náð áður óþekktum
stærðum. Hafðu nú ekki áhyggjur af
því Guðrún. Nú vildu þeir allir Lilju
kveðið hafa. Fréttamenn fá svo sjald-
an verðlaun. Ég verð nú reyndar að
taka undir þessi orð fréttamannsins
en með öðrum formerkjum. Athyglin,
sem fjölmiðlar sýndu Sódómustjörn-
unni frægu, hefur náð áður óþekktum
stærðum að mínu mati. Fulltrúi klám-
iðnaðarins fékk höfðinglegar mót-
tökur hjá fjölmiðlum þegar hann
steig fæti á íslenska grundu. Áður-
nefnd viðurkenning er nokkuð merki-
leg. Hún sýnir okkur að til er fólk sem
ýtir við okkur í svefndrunganum.
Vekur okkur af feigðardraumi. Til er
fólk sem þorir að láta skoðun sína í
ljós.
Umræddur fréttamaður gerir hlut-
verk sitt og sinna félaga að umtalsefni
í greininni. Hann ræðir um það hvað
sé fréttaefni og hvað ekki. Starfs síns
vegna verði hann að taka viðtal við
hvers kyns rumpulýð og ógæfufólk,
eins og hann kemst að orði. Ekki skal
dregið úr mikilvægum störfum
fréttamanna en öllum störfum fylgir
ábyrgð. Mismikil eins og gengur.
Fjölmiðlar bera mikla ábyrgð og þeir
hafa mikil völd. Þannig veit öll þjóðin
það á örskammri stundu ef einn
stjórnmálamaður kaupir sér dúk og
steina, fyrir annarra manna peninga.
Maðurinn á sér ekki viðreisnar von og
er dæmdur fyrir lífstíð. Þetta er það
eina sem fjölmiðlar muna af afreka-
lista hans en það er nú önnur saga.
Umfjöllunin um klámstjörnuna var
nú ekki beint á neikvæðum nótum
heldur birtist hún sem einhvers konar
óskilgreint skemmtiefni. Fjölmiðlar
eru þarna að senda ákveðin skilaboð.
Skilaboð sem mjög auðvelt er að mi-
stúlka. Ungt fólk er áhrifagjarnt og
meðal unglinga eru fyrirmyndir ákaf-
lega mikilvægar. Skilaboðin hér eru á
þá leið að klám sé nú eitthvað sem
ekki þurfi að hafa miklar áhyggjur af.
Fréttamenn og fjölmiðlar eru ekki
hafnir yfir gagnrýni. Það hefur hins
vegar sýnt sig að þeir eru ákaflega
viðkvæmir fyrir henni. Í grein frétta-
mannsins segir, að ekki sé verið að
gera lítið úr þeirri viðleitni að veita
viðurkenningar fyrir þjóðþrifamál.
Ekki veit ég hvað fréttamaðurinn tel-
ur vera þjóðþrifamál. Barátta gegn
klámiðnaðinum, sem stöðugt sækir í
sig veðrið hér á landi, er það greini-
lega ekki. Augljóst er hins vegar af
skrifunum að hann gerir lítið úr því
ágæta fólki sem tekur ekki öllu því er
fjölmiðlar matreiða steinþegjandi og
hljóðalaust.
Ron Jeremy, sá ólánsami maður, er
fulltrúi fyrir klámiðnaðinn, það er
óumdeilt. Ég veit ekki betur en sá
iðnaður sé bannaður með lögum hér-
lendis. Það eru einnig fíkniefni. Ekki
hef ég orðið var við að fíkniefnasölum
hafi verið tekið opnum örmum, ekki
heldur af fjölmiðlum.
Vöknum af vondum draumi fyrir-
hyggjuleysis. Tökum afstöðu gegn of-
beldisdýrkuninni í þjóðfélaginu og
mótmælum með framúrskarandi
dómgreind að vopni.
Framúrskar-
andi dómgreind
Eftir Birgi
Þórarinsson
„Vöknum af
vondum
draumi fyrir-
hyggjuleys-
is. Tökum af-
stöðu gegn ofbeldis-
dýrkuninni í þjóðfélag-
inu og mótmælum með
framúrskarandi dóm-
greind að vopni.“
Höfundur er BA í guðfræði og situr
í samstarfsnefnd lögreglu og
sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Erfidrykkjur
Heimalöguð kaffihlaðborð
Grand Hótel Reykjavík
Sími 514 8000
Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is!
upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum.
gardur.is
Blómastofa Friðfinns,
Suðurlandsbraut 10,
sími 553 1099, fax 568 4499.
Opið til kl. 19 öll kvöld
Kransar • Krossar • Kistuskreytingar
UMRÆÐAN