Morgunblaðið - 07.01.2003, Page 34
MINNINGAR
34 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Magndís Magnús-dóttir fæddist á
Bakka í Tálknafirði
12. júlí 1912. Hún lést
á Hrafnistu í Hafnar-
firði 30. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru hjón-
in Magnús Friðriks-
son bóndi í
Stóra-Laugadal og
síðar á Bakka,
Tálknafirði, f. 16. maí
1879, d. 27. des. 1918,
og Þórdís Guðmunds-
dóttir húsfreyja, f.
22. maí 1877, d. 18.
sept. 1950. Systkini hennar voru
María, f. 20. des. 1903, Friðrik, f. 14.
apríl 1905, Sara, f. 20. apríl 1908,
Guðrún, f. 12. maí 1909, og Hall-
dóra, f. 10. des. 1910. Þau eru öll
látin.
Hinn 21. maí 1944 giftist Magndís
eftirlifandi eiginmanni sínum,
Kristni J. Jónssyni, f. 19. feb. 1917,
útgerðarmanni á Patreksfirði. For-
eldrar hans voru Ólína Guðmunds-
sonar skipstjóra, f. 10. okt. 1945, d.
10. jan. 1970, er Hugi, f. 17. des.
1969. Sambýliskona hans er Lilja
Harðardóttir, f. 30. sept. 1975, son-
ur Huga og Carmen Valencia er
Francisco Snær, f. 7. júní 2000.
Börn Auðar og Leiknis Jónssonar
málarameistara, f. 22. okt. 1943,
eru Bogi, f. 20. ágúst 1974, sam-
býliskona hans er Lilja Kristbjörg
Sæmundsdóttir, f. 16. jan. 1976,
dóttir þeirra er Telma Sól, f. 15.
mars 2001. Auður Magndís, f. 15.
apríl 1982.
Magndís missti föður sinn ung og
ólst upp hjá móður sinni í Tálkna-
firði til níu ára aldurs er hún flutti
til Patreksfjarðar. Þar bjó hún þar
til hún fluttist til Hafnarfjarðar árið
1990. Á Patreksfirði gegndi hún
meðal annars ýmsum afgreiðslu-
störfum og var í vist en vann síðar
við hlið eiginmanns síns við útgerð
og fiskvinnslu. Hún var virk í fé-
lagsmálum Patreksfjarðar og var
einn af stofnendum Verkalýðs-
félags Patreksfjarðar, Slysavarna-
félagsins Unnar og Kvenfélagsins
Sifjar þar sem hún var heiðurs-
félagi. Síðustu sex árin dvöldu þau
hjón á Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför Magndísar verður gerð frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
dóttir, f. 17. okt. 1893,
d. 5. ág. 1969, og Jón
Jóhannesson, f. 4. apríl
1884, d. 18. feb.1950.
Þau eignuðust tvær
dætur. 1) Þórdís Bakk-
mann hjúkrunarfræð-
ingur, f. 6. des. 1944,
búsett í Hafnarfirði,
maki Samson Jóhanns-
son bifvélavirki, f. 7.
júlí 1943. Synir þeirra
eru Kristinn, f. 1. júní
1965, kona hans er
Pálína Samúelsdóttir,
f. 17. maí 1969, og eiga
þau dótturina Þórdísi,
f. 13. jan. 1995. Jóhann, f. 8. apríl
1969, kona hans er Þórunn Stefáns-
dóttir, f. 30. sept. 1971. Þeirra börn
eru Ingibjörg Ýr, f. 11. ág.1995, og
Samson, f. 11. ág. 1997. Magni Þór,
f. 23. júní 1970, kona hans er Krist-
björg Leifsdóttir, f. 1. okt. 1969, og
sonur þeirra er Máni Þór, f. 22. maí.
2000. 2) Auður framkvæmdastjóri,
f. 17. ágúst 1946, búsett í Kópavogi.
Sonur hennar og Hreiðars Árna-
Ég veit að vorið kemur,
og veturinn líður senn.
Kvæðið er um konu,
en hvorki um guð né menn.
Ég bý að brosum hennar
og blessa hennar spor,
Því hún var mild og máttug
og minnti á – jarðneskt vor.
(Davíð Stef.)
Magndís Magnúsdóttir, tengda-
móðir mín, lést eftir um það bil mán-
aðar sjúkdómslegu, en hún hafði um
nokkurn tíma glímt við fylgikvilla
ellinnar og hafði orð á að hún væri
tilbúin til að ljúka lífsgöngu sinni
hérna megin. Magga var mjög trúuð
og það var enginn efi í hennar huga
að hennar biði framhald eftir þetta
líf.
Magga Magg eins og hún kynnti
sig og var ávallt kölluð af samferða-
fólki sínu var ákaflega glaðlynd og
skemmtileg og hreif alla með sér, en
undir bjó staðfesta og alvara. Hún
var mjög félagslynd og tók virkan
þátt í ýmsum félögum og var ávallt
tilbúin í slaginn þegar fólk vildi koma
saman til að skemmta sér, þar sem
hún var ævinlega hrókur alls fagn-
aðar. Magga hafði sérstakt yndi af
söng og dansi, á heimili hennar var
mikið sungið. Oft var brugðið undir
sig betri fætinum, dansspor tekið í
eldhúsinu eða stofunni, eða hvar sem
var og þurfti lítið tilefni til, kannski
bara fjörugt harmonikulag í útvarp-
inu.
Það er eftirminnilegur tími þegar
fjölskylda mín dvaldi um jól fyrir
vestan, en það gerðum við um árabil.
Þá var sólarhringnum snúið við eins
og oft vill verða um hátíðar. Magga
hafði góðan frásagnarhæfileika svo
unun var að hlýða á frásagnir hennar
og hún kunni ógrynni af vísum og
kvæðum svo undrun sætti. Margar
af þessum vísum höfðu orðið til í fisk-
vinnunni í gamla daga, þegar menn
voru að gantast og þá væntanlega til
að létta sér erfiðisvinnuna. Davíð
Stefánsson skáld var henni einkar
hugleikinn og notaði hún oft á tíðum
tilvitnanir í ljóð hans þegar henni
fannst ástæða til að auðga mál sitt.
Þá gat hún mælt af munni fram heilu
ljóðabálkana eftir Davíð okkur til
skemmtunar.
Magga fæddist á Innri-Bakka í
Tálknafirði og ólst þar upp til sjö ára
aldurs, en þá missti hún föður sinn.
Móðir hennar, Þórdís Guðmunds-
dóttir, varð að bregða búi og fluttist
til Patreksfjarðar, þar sem hún bjó
börnum sínum nýtt heimili. Þórdís
sýndi einstakan dugnað og ákveðni
gagnvart yfirvöldum í sveit sinni
þegar hún neitaði að láta börnin frá
sér og flutti til Patreksfjarðar, en á
þeim tíma var það venja að leysa upp
heimilin þegar annar makinn féll frá.
Á þessum tíma var engin félagsleg
aðstoð eins og tíðskast í dag, þess
vegna reyndi mikið á dugnað og út-
sjónarsemi til að komast af. Vafa-
laust hefur sú reynsla að alast upp
hjá einstæðri móður kennt henni að
fjölskyldur þurfa að standa saman ef
vel á að ganga, að rækta fjölskyldu-
bönd stórfjölskyldunnar var hún sér-
fræðingur í. Samband hennar við
systkini sín og frændgarð fyrir vest-
an var alla tíð mjög náið þar sem
virðing og væntumþykja einkenndi
samskipti þeirra. Magga bar velferð
annarra fyrir brjósti, sérstaklega
þeirra er minna máttu sín í lífinu.
Þeir voru ófáir sem leituðu til hennar
og hún aðstoðaði með ýmsum hætti.
Hún minntist uppvaxtaráranna
með mikilli gleði þrátt fyrir að hafa
þurft að leggja hart að sér, en
snemma fór hún að vinna í fiskvinnu
sem var aðalatvinnan á Patreksfirði
eins og víða annars staðar. Seinna
fór hún í vist sem kallað var, og um
tíma vann hún við matseld í hvalstöð-
inni á Suðureyri í Tálknafirði.
Magga var komin um þrítugt þeg-
ar leiðir hennar og Kristins Jónsson-
ar frá Arnarstapa í Tálknafirði lágu
saman, en Kristinn var þá nýlega
kominn frá Akureyri þar sem hann
hafði verið við nám í Gagnfræðaskóla
Akureyrar undangengin ár, en verið
á síldveiðum á sumrin. Þau gengu í
hjónaband 21. júlí 1944 og stofnuðu
heimili sitt á neðri hæð í húsi Frið-
riks bróður Möggu. Árið 1952 fluttu
þau í nýbyggt hús sitt á Urðargötu
26 og bjuggu þar öll sín athafnaár.
Um þessar mundir var Kristinn að
stíga sín bernskuspor í útgerð, hafði
keypt bát ásamt félaga sínum. Með-
fram heimilisstörfum vann Magga að
útgerð og fiskvinnslu þeirra hjóna og
studdi mann sinn með ráðum og dáð.
Hjónaband Möggu og Kristins var
sérstaklega hamingjusamt og gæfu-
ríkt. Ástúð, tillitssemi og gagnkvæm
virðing einkenndi samband þeirra og
viðmót. Það þarf engan að undra að
heimili þeirra væri með eindæmum
gestkvæmt, því viðmót þeirra og
gestrisni var einstök og munaði um
dugnað Möggu við móttöku gest-
anna, þar sem hún lét sig ekki muna
um að baka heilu staflana af hveiti-
kökum, kleinum, vínarbrauðum o.fl.
Það er til marks um dugnað hennar
og alúð hvernig henni tókst að græða
upp urðina kringum húsið sitt svo úr
varð fallegur unaðsreitur.
Þegar leið að efri árum og starfs-
getan að dvína fluttu þau til Hafn-
arfjarðar. Þar undu þau hag sínum
vel í návist fjölskyldu sinnar og vina.
Nú þegar leiðir skilur um stund vil
ég þakka Möggu um 40 ára sam-
fylgd. Ég vil þakka henni alla þá ást,
umhyggju og ósérhlífni sem hún alla
tíð sýndi okkur hjónum, sonum,
tengdadætrum og barnabörnum.
Mér finnst það hafa verið gæfa
mín þegar ég ungur maður var boð-
inn velkominn í fjölskylduna þegar
ég kom til þeirra með tilvonandi eig-
inkonu minni, Þórdísi dóttur þeirra
hjóna. Þar kynntist ég fljótlega
hversu opinská, einlæg og hreinskil-
in samskipti þeirra hjóna og dætra
þeirra voru. Frá fyrstu tíð hefur mér
verið tekið eins og ég væri sonur
þeirra. Þegar ég lít til baka finnst
mér að Magga, með sinni jákvæðu
lífssýn, hafi mótað ýmis viðhorf mín
til góðs.
Þrátt fyrir sjúkdóma sem oft
fylgja háum aldri og hnignandi getu
til athafna daglegs lífs hlotnaðist
Möggu sú gæfa að geta búið með
fullri reisn í íbúð á Hrafnistu í Hafn-
arfirði ásamt Kristni manni sínum.
Allt fram á síðasta dag naut hún
nærveru hans, umhyggju og ástúðar.
Starfsfólki hjúkrunardeildar 3b
eru færðar sérstakar þakkir fyrir
frábæra hjúkrun sem veitt var af
hlýju og nærfærni.
Blessun fylgi minningu Möggu
Magg.
Samson Jóhannsson.
Amma mín Magndís Magnúsdótt-
ir hefur nú kvatt þennan heim níræð
að aldri. Eftir sitja ljúfar minningar
um konu sem aldrei varð misdægurt
og aldrei lét verk úr hendi falla.
Ömmu kynntist ég vel en í 12 sumur
dvaldi ég hjá henni og afa á Patreks-
firði á Urðargötu 26. Það var spenn-
ingur í hvert sinn sem einkenndi
heimsóknir mínar til þeirra öll þessi
sumur og í minningu eru þau sveipuð
ævintýraljóma. Fyrstu sumrin hjá
þeim fóru í leik og íþróttir en síðar
meir í að afla tekna og vinna. Afi
Kristinn Jónsson, eða Kiddi á Bakka
eins og hann er oft nefndur, rak út-
gerð þar sem róið var eftir grá-
sleppu, hörpudisk, steinbít eða
þorski, allt eftir því hvað tíðarfarið
gaf af sér. Það kom í hlut ömmu að
halda mannskapnum, sem hjá hon-
um starfaði, í fæði og stundum klæði
og var því oft margt um manninn á
heimili þeirra.
Ég minnist fjölda síðdegiskvölda
þegar við amma og afi sátum við
stofugluggann á Urðargötunni, spil-
uðum rússa eða manna og spjölluð-
um um heima og geima. Amma var
yfirleitt ekki mikið að velta sér upp
úr heimsmálunum og aldrei talaði
hún neikvætt um aðra. Fjölskyldan
var henni allt og segja má að hún hafi
hugsað um barnabörn sín öll sem sín
eigin. Fyrir mig var hún í móðurhlut-
verkinu öll þessi sumur en kannski
myndu ekki allir telja að uppeldis-
fræði hennar gengi upp í dag. Orð
eins og þetta má ekki, þetta er bann-
að, eða gerðu þetta aldrei aftur voru
ekki til í hennar orðaforða en í stað-
inn leiðbeindi hún með góðmennsku
sinni. Vissulega var hún mishrifin af
sumu því sem við frændurnir, sem
hjá henni dvöldum, tókum okkur fyr-
ir hendur. Sérstaklega fannst henni
ótækt að við færum á sjó með afa.
Hræðsla hennar við sjóinn var skilj-
anleg enda fá ef nokkur sjávarpláss
sem ekki hafa þurft að greiða sinn
toll af vályndum veðrum í gegnum
tíðina. Hún gaf þó eftir, en í hvert
sinn sem lagt var úr höfn bað hún
okkur að fara varlega og koma fljótt
heim.
Allt frá því ég man eftir mér var
amma fyrst á fætur á morgnana og
MAGNDÍS
MAGNÚSDÓTTIROkkar hjartkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSLAUG SIGGEIRSDÓTTIR
húsfreyja,
Skaftahlíð 14,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum Landakoti föstudaginn
3. janúar.
Útför hennar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
10. janúar og hefst athöfnin kl. 13.30.
Kolfinna Gunnarsdóttir,
Sigurður H. Friðjónsson,
Jón G. Friðjónsson, Herdís Svavarsdóttir,
Ingólfur Friðjónsson, Sigrún Benediktsdóttir,
Friðjón Örn Friðjónsson, Margrét Sigurðardóttir,
sonabörn og aðrir aðstandendur.
Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar og
afi,
HREINN SNÆVAR HJARTARSON,
Hólmgarði 26,
Reykjavík,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 3. janúar sl.
Útför hans verður gerð frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 8. janúar kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á minningarsjóð hjúkrunar-
þjónustunnar Karitasar, (s. 551 5606).
Sólbjört Kristjánsdóttir,
Arna Hreinsdóttir,
Snævar Hreinsson,
Vilhjálmur Thomas
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar,
LILJA BJÖRNSDÓTTIR,
áður til heimilis í Rofabæ 29,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn
3. janúar.
Ragnheiður Th. Andersson,
Hrafnhildur Þorgrímsdóttir,
Björn Ingi Þorgrímsson.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR FRIÐRIK JÓNSSON
fyrrverandi lögregluþjónn,
Hringbraut 50,
Reykjavík,
lést á elliheimilinu Grund föstudaginn 3. janúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
mánudaginn 13. janúar kl. 13.30.
Júlíus Sigurðsson, Jóhanna Ellý Sigurðardóttir,
Sigurður Sigurðsson, Guðríður Einarsdóttir,
Jórunn Sigurðardóttir, Sigurður K. Eggertsson,
Sigrún Sigurðardóttir, Gísli Már Gíslason,
Jón Sigurðsson, Jónína Arnardóttir,
Hilmar Steinar Sigurðsson, Þórdís Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
JÓN STEFÁN HANNESSON
byggingameistari,
Bollasmára 6,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi,
mánudaginn 6. janúar.
Droplaug Benediktsdóttir,
Benedikt Jónsson,
Hannes Jónsson,
Kristjana Jónsdóttir,
Andrea Jónsdóttir.