Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 35

Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 35 sú sem fór síðast að sofa á kvöldin. Einhvern tímann spurði ég hana hvernig hún færi að því að vera alltaf í svo góðu formi. Sagði hún mér að það væru Mullersæfingarnar sem héldu henni síungri en þær hefði hún lært á sínum sokkabandsárum. Ekki kann ég mikil skil á þessum æfingum nema þær líkjast kannski nútíma teygjuleikfimi. Það er ekki langt síð- an ég sá ömmu taka síðustu Mull- ersæfinguna, fágaðar og taktfastar hreyfingar við undirspil harmoníku- tónlistar. Það eru slíkar stundir sem nú eru horfnar á braut að eilífu en minningarnar hverfa ekki. Lífið er stundarinnar minning og handan móðunnar miklu hefur amma nú horfið þar sem hennar bíða nýjar og ókannaðar lendur. Hugi Hreiðarsson. Nú hefur einasta amman mín fengið hvíldina. Mér finnst ég vera svo ótrúlega heppin að hafa kynnst þessari konu og að hafa átta hana að ömmu. Við nöfnurnar höfum alltaf verið mjög samrýndar og ég held að varla hafi liðið sú vika í lífi mínu sem ég hitti ekki ömmu. Ég man fyrst og fremst eftir henni á Hjallabrautinni í Hafnarfirði. Þar var ég hjá henni og afa heilu og hálfu dagana að föndra, prjóna, syngja eða lesa. Ég man ekki einu sinni eftir því að það hafi verið sjónvarp í íbúðinni því við amma fundum okkur alltaf eitthvað skap- andi að gera. Það er ótrúlegt hvað amma var alltaf í góðu skapi, samt ekki með nein læti heldur bara glöð og brosandi og síðast en ekki síst syngjandi. Hún kenndi mér helling af gömlum lögum og ég man að fólk rak oft upp stór augu þegar ég kunni lagið um Stínu, sem var lítil stúlka í sveit og Ég giftist Gústa á Sandi bet- ur en leikskólalögin. Eitt sinn var ég spurð að því hvaða poppstjarna hefði verið mín fyrir- mynd á unglingsárunum og mér vafðist heldur en ekki tunga um tönn. Poppstjarna …? Síðan þá hef ég velt þessu mikið fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að amma er mín poppstjarna. Hún er fyrir- myndin mín. Ég vil verða eins og hún var, létt í lund, gjafmild, góð við alla, félagslynd, falleg, hrókur alls fagn- aðar, réttsýn, trúuð, ljóðelsk, mús- íkölsk og klár. „En hvað þú hefur stækkað,“ sagði amma býsna oft er við hittumst þó svo að sentimetrarn- ir hafi nú eitthvað látið á sér standa síðustu árin. En ég veit að ég mun halda áfram að stækka á öðrum svið- um með konu eins og hana ömmu mína sem fyrirmynd. Þannig er ég svo ótrúlega þakklát Guði fyrir að hafa sent mér hana til að vera amma mín. Nú er hún komin til skaparans eftir ríkt ævistarf þar sem hún ef- laust syngur við eilífan harmóniku- hljóm og tekur kannski nokkrar Möllersæfingar inn á milli. Auður Magndís. Þá er komið að því að kveðja ömmu í síðasta sinn. Hún er farin á eitthvert annað tilverustig, eins og hún trúði og talaði stundum um þeg- ar dauðann bar á góma. Það var alltaf gott að koma til ömmu og afa á Urðargötu 26, enda kom ég þangað á hverju sumri og oft í jóla- og páskafríum þangað til þau fluttu í Hafnarfjörð 1990. Fyrstu tvö ár ævi minnar var ég hjá þeim meðan foreldrar mínur stunduðu nám í Reykjavík. Þessi tími í frumbernsku minni gerði það að verkum að milli okkar var alltaf mjög sterkur tilfinn- ingastrengur sem aldrei rofnaði. Það fyrsta sem situr eftir í minn- ingunni þegar ég var að koma til þeirra vestur á vorin er garðurinn í kringum fallega húsið þeirra. Garð- urinn sem var ræktaður í mold sem þurfti að bera á staðinn, trén og blómin sem hún gróðursetti, lagði metnað sinn og ástúð í að hlúa að. Á kvöldin var oft setið með kaffibolla við stofugluggann, horft yfir þorpið, fylgst með bátunum koma að landi, með bílaumferðinni, með þeim sem voru á kvöldgöngu og amma sagði sögur frá í gamla daga. Hún sagði skemmtilegar sögur af atburðum á fyrri hluta síðustu aldar, frá því er hún var að alast upp á Bakka í Tálknafirði, þegar hún kynntist afa í hvalstöðinni á Suðureyri. Frá stofn- un verkalýðsfélagsins, frá stofnun slysavarnafélagsins. Svo kunni hún ógrynni af ljóðum, þulum og vísum sem hún gat skotið inn í sögurnar þegar við átti. Afi var oft að stússast í bátunum sínum og hitti alls konar karla og dró þá oft þá ályktun að þeir hefðu gott af því að kynnast húsmóðurinni Möggu Magg. Hún tók vel á móti þeim, skveraði þá af, þvoði af þeim fötin og þá var hægt að setjast til borðs. Þetta voru aðkomutrillukarl- ar sem gerðu út frá Patró. Það var sama í hvernig ástandi þeir voru, alltaf tók hún á móti þeim og gaf þeim að borða áður en þeir fóru aftur um borð í bátana sína. Á sunnudagsmorgnum eftir göngutúr komu oft gömlu vinkon- urnar hennar inn í kaffi, þá vaknaði ég stundum við skellihlátur í þeim. Þá voru lagðar við hlustir því þær gátu verið skemmtilegar sögurnar sem þær sögðu. Fermingarárið mitt byrjaði ég að fara með afa á sjóinn, fyrst var það grásleppa á vorin og dragnót seinni- part sumars. Amma sá alltaf um að taka til nestið fyrir okkur, hún bak- aði nánast allt sjálf. Á kvöldin þegar von var á okkur í land fylgdist hún með þegar báturinn nálgaðist og var alltaf með heitan mat fyrir okkur, sem var vel þeginn eftir langan vinnudag. Yfirleitt fengum við hvor sinn réttinn því að ég gat ómögulega borðað signa grásleppu eða reyktan rauðmaga sem afa fannst gott að fá. Nú þegar komið er að kveðjustund vil ég þakka þér, elsku amma, fyrir allar þær ánægjustundir sem ég átti hjá þér á Patró og að Þórdís dóttir mín fékk að kynnast þér og eignast kærar minningar um langömmu. Kristinn Samsonarson. Elsku amma. Nú er komið að hinstu kveðjustund okkar. Ég mun ávallt minnast þín með hlýju og þeirra stunda sem við áttum saman. Alltaf var jafngott að koma til ykkar afa á Patró og í íbúðina ykkar í Hafn- arfirði eftir að þið fluttust þangað. Ómetanlegt var að fá að kynnast manngæsku þinni, gleði og þínum hárfína húmor sem þú gladdir alla með. Ég kveð þig með þessum orð- um: Nú finn ég angan löngu bleikra blóma, borgina hrundu sé við himin ljóma, og heyri aftur fagra, forna hljóma, finn um mig yl úr brjósti þínu streyma. Ég man þig enn og mun þér aldrei gleyma. Minning þín opnar gamla töfraheima. Blessað sé nafn þitt bæði á himni og jörð. Brosin þín mig að betra manni gjörðu. Brjóst þitt mér ennþá hvíld og gleði veldur. Þú varst mitt blóm, mín borg, harpa og eldur. (Davíð Stef.) Magni Þór Samsonarson. Elsku langamma mín. Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt, um varpann leikur draumsins perluglit. Snert hörpu mína, himinborna dís, og hlustið, englar Guðs í paradís. (Davíð Stef.) Þakka þér fyrir allar yndislegu stundirnar sem við áttum saman á Hrafnistu nær daglega síðustu mán- uði. Það voru forréttindi að fá að kynnast þér. Og glæðir nokkur gleði meiri yl en gleðin yfir því að vera til og vita alla vængi hvíta fá, sem víðsýnið – og eilífðina þrá? (Davíð Stef.) Englarnir varðveiti þig, elsku langamma mín. Þinn Máni Þór Magnason. Að liðinni nóttu flýgur lítill fugl yfir lygnan fjörð með þögn í hjarta, þrána í brjósti og þakkargjörð. (Þorsteinn Grétar Þorst. avíólóg.) Mín yndislega föðursystir Magn- dís Magnúsdóttir eða Magga Magg, eins og hún var jafnan kölluð, hefur kvatt þetta líf og er flogin á vit feðra sinna, frjáls eins og fuglinn. Laus úr viðjum líkama sem farinn var að kröftum eftir langa lífsgöngu. Eftir standa minningarnar um Möggu mína, samofnar lífi mínu frá fyrstu tíð. Hún var ekki bara föðursystir mín, heldur líka besta vinkona móð- ur minnar og eftir að báðar voru gift- ar bjuggu þær lengi í sama húsi á Patreksfirði. Magga, Kristinn og dæturnar bjuggu niðri – mamma, pabbi og við systkinin uppi. Sam- gangur var því mjög mikill á þessum árum og æ síðan hefur Magga átt stóran sess í hjarta mínu. Hún var afskaplega glaðlynd og skemmtileg kona, hafði þessa einstöku útgeislun sem allir heilluðust af, fullorðnir sem börn. Mér er afar minnisstætt þegar ég, eitt sumar sem oftar, var stödd hjá foreldrum mínum fyrir vestan og dóttir mín átti sex ára afmæli og Möggu var að sjálfsögðu boðið í kaffi. Ekki var fögnuðurinn dóttur minnar lítill þegar hún frétti að Magga kæmi í afmælið, því eins og hún sagði: „Þá verður dansað!“ Þetta einfalda dæmi sýnir að Magga kom ávallt með gleði og fjör í farteskinu hvar sem hún átti leið um. Hún elsk- aði lífið og naut þess að vera til, sann- kallaður gleðigjafi og gestrisin með afbrigðum. Ég er því sannfærð um að allir sem nutu nærveru hennar fóru betri og glaðari af hennar fundi. Magga hafði mörg áhugamál, starf- aði bæði í slysavarnafélaginu og kvenfélaginu á Patreksfirði meðan hún bjó þar, hafði líka mikið yndi af hannyrðum og var ljóðelsk með af- brigðum. Þessi fátæklegu orð eru sett á blað til þess að þakka minni elskulegu frænku samfylgdina sem hefur í alla staði verið yndisleg. Ástvinum öllum sendi ég samúðarkveðjur, minnug orða frelsarans: „Ég lifi og þér mun- uð lifa.“ Hvíl í friði. Sigríður Friðriksdóttir (Sísí). Söknuður er mér efst í huga þegar ég kveð mína kæru vinkonu, Magn- dísi Magnúsdóttur eða hana Möggu Magg eins og hún var ætíð kölluð í okkar hópi. Við áttum samleið í um fimm áratugi og aldrei féll skuggi á þá samleið allan þann tíma, þvert á móti treystist vináttan eftir því sem árin liðu. Nú þegar ég sit og hugsa til genginnar vinkonu leita margar góð- ar minningar á hugann frá árunum á Patreksfirði, minningar sem oft voru rifjaðar upp eftir að við fluttum báð- ar „suður“. Þessar stundir eru mér mjög dýrmætar. Sama má segja um stundirnar sem við áttum á Hrafn- istu ásamt Björgu, Sigurjóni og Kidda, jafnvel eftir að minni þitt fór að bila, minni sem áður hafði verið ótrúlega gott og magnað. Birtist það m.a. í áhuga þínum á ljóðlistinni sem var þér svo kær, svo kær að þú kunn- ir utanbókar alla helstu kvæðabálka Davíðs Stefánssonar og fleiri góðra skálda. Þú varst í essinu þínu þegar tækifæri gafst á góðum stundum til ljóðaflutnings og söngs. Oftar en ekki enduðu heimsóknirnar á Urð- argötunni í „þættinum við gluggann“ þar sem við gátum fylgst með lífinu við höfnina, fylgst með bátunum fara og koma og við dáðumst að fjöllunum hinum megin við fjörðinn. Við kom- um okkur upp siðum eins og að kveikja á „siglingaljósunum“ sem var lampi í stofuglugganum hjá mér sem ég kveikti á svo að þú og Kiddi gætuð séð hvenær ég væri komin heim eftir að það rökkvaði. Eftir að minnið bilaði breyttust heimsóknirn- ar talsvert þar sem við skemmtum okkur við dans og söng þar sem þú gleymdir ekki svo glatt öllum gömlu kvæðunum og lögunum sem þú lærð- ir sem ung stúlka. Þetta voru ómet- anlegar stundir. Þar sem þú elskaðir sérstaklega ljóðin hans Davíðs Stefánssonar er mér ljúft að fá tækifæri til að kveðja þig með ljóði hans. Hafðu þökk fyrir allt og allt frá mér og börnum mín- um. Ég sendi Kidda, Dísu og Auði og fjölskyldum einlægar kveðjur. Nú dreymir allt um dýrð og frið við dagsins þögla sálarhlið, og allt er kyrrt um fjöll og fjörð og friður drottins yfir jörð. (Davíð Stef.) Erla Gísladóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS INGJALDSSON, áður Kleppsvegi 76, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mið- vikudaginn 8. janúar kl. 13.30. Júlíana Árnadóttir, Guðrún E. Magnúsdóttir, Hafliði Jónsson, Bergþór Magnússon, Helga Hákonardóttir, Ingveldur J. Magnúsdóttir, Auðunn Sigurjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, JÓHANN E. KRISTJÁNSSON kaupmaður, Skólagerði 6, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum Hringbraut sunnu- daginn 5. janúar. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Klein Kristjánsson. Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtu- daginn 9. janúar klukkan 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög. Halldóra Steindórsdóttir, Björn Jóhann Jónsson, Sigurbjörg Steindórsdóttir, Bernharð Steingrímsson, Steindór Geir Steindórsson, Hlédís Hálfdanardóttir, Sigurgeir Steindórsson, Rósa Sigurlaug Gestsdóttir og ömmubörn. Hjartkæri sonur okkar, RAGNAR VALDI RAFNSSON, lést miðvikudaginn 25. desember. Útförin hefur farið fram. Karolína Eiríksdóttir, Rafn Helgason og systkini hins látna. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG K. ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis í Grýtubakka 2, Reykjavík, lést á Landakotsspítala fimmtudaginn 2. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 10. janúar kl. 13.30. Betty Ann Garrett, Hafsteinn Viðar Jónsson, Örn Viðar Erlendsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Elskuleg tengdadóttir mín, HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR KARLSSON, lést í Petaloma Kaliforníu mánudaginn 16. desember. Jarðarförin hefur farið fram. Hansína V. Jónsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.