Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT
EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS
Sýnd kl. 4.Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
kl. 5.30 og 9.
DV
RadíóX
Sýnd kl. 5, 6.30, 8 og 10. B.i.12.
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV.
MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
YFIR 57.000 GESTIR
Sýnd kl. 6, 8 og10
DV
RadíóX
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
Sýnd kl. 5.45. B.i. 12 ára
YFIR 57.000 GESTIR
ALLIR sem hafa horft eitthvað að ráði á tón-
listarsjónvarpsstöðina MTV þekkja Trevor
Nelson. Þessi geðþekki Breti sér um þáttinn
The Lick, þar sem spiluð er nýjasta r&b- og
hipphopp-tónlistin.
Á laugardagskvöldið verður haldin dansveisla
á vegum The Lick á skemmtistaðnum Broad-
way í Reykjavíkinni og kemur Trevor af því til-
efni hingað til lands.
Hann verður ekki einn á ferð heldur kemur
um 12 manna hópur frá MTV með honum.
Myndatökumenn eru að sjálfsöguðu
með í för og verða herlegheitin tek-
in upp og sýnd í þættinum The
Late Lick tveimur vikum síðar.
Trevor er gestgjafi kvöldsins
og hann verður einnig plötu-
snúður. Með honum verða tveir
plötusnúðar til viðbótar, Dodge
og Hanif, gamlir félagar hans,
er mæta til leiks í Lick-partý að
venju.
Tækifæri til að sjást á MTV
„Við spilum mikið hipphopp í þessum
partýjum. Það er það sem virkar vel á
klúbbunum. Við spilum auðvitað líka
r&b,“ segir Trevor og útskýrir að gott
andrúmsloft sé venjulega ráðandi.
„Fólk er alltaf í svo góðu skapi því
það fær tækifæri til að sjást á
MTV,“ grínast hann.
Trevor er ánægður með hvað
þátturinn hefur notið mikilla
vinsælda, ekki síst á Norð-
urlöndum, en um þessar
mundir eru fimm ár síðan
þátturinn fór fyrst í loftið.
Hann segist hafa velt fyrir
sér strax í upphafi hvernig
hægt væri að gefa almenningi
tækifæri til að taka þátt í
sjónvarpsþætti. Fyrir honum
var svarið að ferðast um og
halda partý.
„Sjónvarp getur verið svo
fjarlægt þrátt fyrir að það sé
í stofunni hjá þér eða svefn-
herberginu. Ég hef alltaf verið
plötusnúður. Partýin eru leið
mín til að ná til fólksins og til að
láta vita af þættinum,“ segir Trev-
or og bætir við að þau hafi gengið
vel frá upphafi.
Hann hefur mikla reynslu af
plötusnúðastarfinu og af því að
skipuleggja uppákomur sem þessar.
Trevor var lengi plötusnúður hjá út-
varpsstöðinni Kiss FM og starfar nú
hjá BBC Radio 1.
Leynigestur með í för
Hann stendur fyrir Lick-
dansveislum um það bil einu sinni í
mánuði. Hann hefur oft ferðast um
Bretland í þessum tilgangi en hygg-
ur nú á frekari Evrópuferðalög.
Hann segist eiga marga vini í Noregi
og Danmörku, sem áreiðanlega eigi
eftir að verða móðgaðir yfir að hann
skuli heimsækja Ísland á undan þeim.
Leynigestur slæst alltaf í för með Trevor í
þessar uppákomur, einhver tónlistarmaður.
Hann hefur bæði verið með þekkt tónlistarfólk í
heimsókn hjá sér sem og nýja listamenn. Ekk-
ert er látið uppi um hver tónlistarmaðurinn
með óvæntu uppákomuna verður að þessu sinni
frekar en venjulega.
Þess má ennfremur geta að í tilefni Íslands-
fararinnar var efnt til leiks á vef MTV í Bret-
landi en vinningurinn var ferð fyrir tvo hingað
og að sjálfsögðu miðar á Lick-partýið.
Spáð í spilin í tónlistinni
Trevor er ánægður með tónlistarárið sem er
að líða. Aðspurður segist hann spá því hvað vin-
sældatónlist varðar að Justin Timberlake eigi
eftir að gera það gott. „Hann er mjög hæfi-
leikaríkur. Það eina sem ég get gagnrýnt hann
fyrir er að aðdáun hans á Michael Jackson er of
augljós. En hann kemst upp með það því hann
hefur hæfileikana,“ segir hann og hlær.
Trevor ræðir velgengni Ms. Dynamite á síð-
asta ári en er ekki viss um að ný stórstjarna í
r&b-heiminum komi fram í Bretlandi á þessu
ári. Hann bendir þó á að tilraunastarfsemi í
tónlist sé alltaf við lýði.
„Fólk er alltaf að prófa sig áfram og reyna
eitthvað nýtt hérna. Þetta er ekki eins og í
Bandaríkjunum þar sem hægt er að slá
því föstu að ef um er að ræða hæfi-
leikaríka unga svarta manneskju
fæst hún við r&b eða hipphopp,“
segir hann en óhætt er að taka
mark á orðum þessa manns, sem
tímaritið Muzik kallaði eitt sinn
„áhrifamesta mann innan svarta
tónlistargeirans í Bretlandi“.
Hann á afmæli í dag …
„Þetta á eftir að verða mjög skemmti-
legt. Ég hlakka mjög til og tökuliðið líka.
Það eru allir svo spenntir að komast til Ís-
lands,“ segir Trevor. Hann verður þó svekkt-
ur þegar hann fréttir af snjóleysinu sem hefur
„hrjáð“ höfuðborgarbúa í vetur og óskar þess
heitt að það snjói fyrir helgina.
Kannski fær Trevor Nelson snjókomu í af-
mælisgjöf en hann á einmitt afmæli í dag. „Ég
held nú sjaldnast sérstaklega upp á það. Ætli
ég verði ekki bara að fagna þeim mun meira á
Íslandi um helgina!“
Vonandi að Íslendingar flykkist á Broadway
til að dilla sér með Trevor og félögum hans á
laugardaginn við taktfasta tónlist. Til hamingju
með daginn Trevor!
MTV-dansveisla á Broadway
Vill snjókomu í afmælisgjöf
Trevor Nelson er þekktur
þáttastjórnandi á sjónvarps-
stöðinni MTV. Inga Rún Sig-
urðardóttir ræddi við hann
um fyrirhugaða Íslands-
heimsókn og dans-
veislu á vegum
þáttar hans,
The Lick.
TENGLAR
........................................................................
www.mtv.co.uk
ingarun@mbl.is
The Lick-partý á Broadway laugardagskvöldið 11.
janúar. Húsið opnað kl. 23. Miðaverð er 1.800 krón-
ur. Forsala á Broadway á milli 13 og 19.
Trevor Nelson er stjórnandi þáttarins The
Lick á MTV en hann er á leið til Íslands.
Síðumúla 24 • Sími 568 0606
Sjónvarpsskápur
139.000 Kr
KONFEKTMÓT
matarlitir
smákökumót
Mikið úrval
PIPAR OG SALT
Klapparstíg 44 Sími 562 3614
Miðbæ Háaleitisbraut 58-60 Sími 553 2300
Góðir skór
Skóbúðin
Ráðgjöf á fimmtud. kl. 15-18 og laugard. kl. 11-15.