Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 49
Kvimyndir.is
Sýnd kl. 9.
E I N N I G M E Ð Í S L E N S K U T A L I
DV
ÁLFABAKKI AKUREYRI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 4, 5.45, 8 og 10.10. Sýnd kl. 5, 7, 9 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 8 og 10. Vit 496
ÁLFABAKKI KRINGLAN KEFLAVÍK AKUREYRI
EINNIG SÝND Í LÚXUS VIP Í ÁLFABAKKA KL. 5.45, 8 og 10.10. B. I. 16. VIT 497.
Hún var flottasta
pían í bænum
Það voru 1200 manns
um borð þegar það
týndist fyrir 40 árum..
nú er það komið aftur
til að hrella þig! RadíóX
Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Vit 487
ÁLFABAKKI KEFLAVÍK
Sýnd kl. 3.45 og 5.45. Vit 485
ÁLFABAKKI
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.10. Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 7. Vit 494
1/2 Kvikmyndir.is
04.01. 2003
4
6 1 6 0 7
4 4 1 8 4
5 6 16 38
13
01.01. 2003
7 17 25
32 35 43
34 39
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4741-5200-0002-4854
4548-9000-0059-0291
4539-8500-0008-6066
Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið
ofangreind kort úr umferð og
sendið VISA Íslandi sundurklippt.
VERÐLAUN kr. 5000
VISA ÍSLAND
Álfabakka 16,
109 Reykjavík.
Sími 525 2000.
… RONAN Keating hefur árangurs-
laust reynt að fá Oasis-bræðurna
Liam og Noel til að samþykkja bón
sína um að fá að syngja lag þeirra,
„Cigarettes and Alcohol“ á næstu
plötu sinni. Svarið er þvert nei og
Gallagher-bræður töldu þetta vera
grín. Er þetta tilraun til að grófpússa
glansímynd þá sem Keating hefur en
hann mun dvelja í Ástralíu næsta
hálfa árið við upptökur á næstu plötu
sinni og á nú að gera tilraun til að ráð-
ast inn á Bandaríkjamarkað. Meðal
annars hefur hann samið nokkur lög í
félagi við Bryan Adams … Svo virðist
sem Christina Aguilera, sem eins og
Keating vill rokkaðri ímynd, fari full-
geyst í þeim mál-
um. Þannig hefur
fjölskylda hennar
lýst yfir þungum
áhyggjum af
áfengisneyslu og
partílíferni Aguil-
era sem um þess-
ar mundir er
næsta stjórnlaus.
Frændi hennar
Johann hefur beðið hana opinberlega
að hugsa sinn gang en lífið hefur ekki
beinlínis leikið við söngkonuna und-
anfarið þrátt fyrir frægð og frama,
m.a. fékk hún taugaáfall á dögunum.
Aguilera er ekki nema 22 ára … Elt-
on John hefur boðið Eminem að
gista hjá sér og kærasta sínum, Dav-
id Furnish. Elton kom öllum að óvör-
um er hann söng dúett með rapp-
aranum snemma árs 2001 á
Grammy-verðlaunahátíðinni.
„Hann er algert yndi og ég dáist að
honum,“ segir Elton. „Hann er afar
hæfileikaríkur.“ … Mynddiskaútgáfa
af Hringadróttinssaga: Föruneyti
hringsins, sem er fyrsti kafli þríleiks-
ins, hefur slegið Bretlandsmet í sölu á
þess háttar formum – og ryður þar
með Titanic af toppnum. Tvær og hálf
milljón eintaka seldist fyrstu vikuna.
Radiohead er búin að taka upp nýja
plötu og það aðeins á átta vikum.
Þetta var gert til að forðast sams
konar tafir og urðu á vinnslu tveggja
síðustu platna, Kid A og Amnesiac.
Nú á bara eftir að hljóðblanda plöt-
una og verður það gert í vor … Það
eru gömul brýni sem eru að hala inn
aura af tónleikahaldi vestur í Banda-
ríkjunum, ekki þeir ungu og fersku.
Aðdáendur munar ekki um að punga
út háum fjárhæðum til að sjá goðin
sín en vinsælir listamenn eins og
Paul McCartney, Rolling Stones og
Cher settu tiltölulega hátt verð á
miða sína og það dæmi virðist vera að
ganga upp.
FÓLK Ífréttum
ÞÆR ERU fáar kvikmyndirnar
sem beðið hefur verið með eins
mikilli eftirvæntingu og þriðja
myndin í Tortímanda-röðinni. Svo
óþreyjufullir hafa þeir verið, unn-
endur myndanna tveggja sem
komnar eru, að heill hellingur af
handritstillögum að söguþræði
þriðju myndarinnar er fáanlegur á
Netinu enda velta menn mjög svo
vöngum yfir því hvað gerist næst í
þessari óborganlega fjarstæðu-
kenndu sögu af eilífu stríði manna
og véla í fortíð, nútíð og framtíð.
Tökum lauk í september á síð-
asta ári á þriðju myndinni sem
mun heita Rise of the Machines og
liggja nokkur atriði fyrir – loks-
ins. Í fyrsta lagi mun Arnold
Schwarzenegger endurtaka sitt
frægasta hlutverk sem sjálfur Tor-
tímandinn. En þar með eru upp
taldir leikararnir sem komu fram í
fyrri myndunum. Nýir leikarar
eru Nick Stahl (In the Bedroom,
Man Without A Face), sem mun
leika John Connors 25 ára gaml-
an, Claire Danes (Romeo + Juliet)
og nýstirnið Kristanna Loken sem
mun leika nýjustu ógnina, T-X,
fullkomnara vélmenni en áður hef-
ur komið fram í myndunum.
James Cameron leikstýrir ekki
þriðju myndinni, líkt og þeim
fyrri, heldur hefur hann látið stól-
inn sinn eftir Jonathan nokkrum
Mostow, sem hefur getið sér gott
orð fyrir Breakdown og U-57.
Og svo er það mál málanna,
sagan sem svo mikið hefur verið
skrafað og skrifað um. Hún ku
vera eitthvað á þá leið að þráð-
urinn er tekinn upp áratug eftir
að John Connor hjálpaði Tortím-
andanum að koma í veg fyrir
Dómsdaginn (í annarri myndinn)
og bjarga þannig mannkyninu frá
gereyðingu. En hann er samt
ennþá á stöðugum flótta undan
Skynet – þessu háþróðaða neti vél-
menna sem komu úr framtíðinni í
því skyni að koma honum fyrir
kattarnef og fyrirbyggja þar með
uppreisnina sem hann á eftir að
stjórna. Flókið? Vissulega. En ekki
fyrir innvígða unn-
endur Tortímand-
ans. Þeir vita vel
hvað klukkan slær
og þeir fá líka nett
áfall þegar háþró-
aðri vél úr framtíð-
inni (T-X) tekst loks-
ins að hafa upp á
Connor og að þessu
sinni er kvenfeg-
urðin eitt hættuleg-
asta vopnið. Og að
sjálfsögðu er Tor-
tímandinn eina von
Connors og er
mættur á svæðið áð-
ur en Schwarzen-
egger getur sagt
Kennedy.
Gríðarlegu púðri hefur verið
eytt í að The Rise of the Machines
uppfylli væntingar og segir sagan
að framleiðslukostnaður sé kom-
inn upp í 170 milljónir dala, 13
milljarða króna, sem gerir hana
að einni dýrustu mynd sögunnar.
Það sést svo í sumar hvort aur-
unum hefur verið vel varið en
myndin verður frumsýnd vest-
anhafs 2. júlí og hér heima 18.
þess mánaðar samkvæmt nýjustu
upplýsingum.
Terminator 3: Rise of the Machines
Vélarnar
vakna
Kristanna Loken í hlutverki vélmennisins ógurlega
T-X eða Terminatrix.