Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 13. TBL. 91. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 mbl.is Franskar myndir Frönsk kvikmyndavika að hefj- ast í Háskólabíói Fólk 46 Víðförul lopapeysa Ólöf Björnsdóttir sýnir lopa- peysu um allan heim Listir 23 Spánskt fyrir sjónir Rúnar Sigtryggsson segir frá lífinu á Spáni Íþróttir B2 JØRGEN Niclassen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, sagði af sér embætti í gær. Stóð þá yfir umræða í Lögþinginu um vantraust á hann og ljóst, að það yrði samþykkt. Mikil óvissa er nú í færeyskum stjórnmálum. Dagar Niclassens í embætti voru taldir þegar Høgni Hoydal, leiðtogi Þjóðveldis- flokksins, tilkynnti í umræðunum, að flokk- ur hans, sem á aðild að landstjórninni, ætl- aði að greiða vantraustinu atkvæði. Niclassen hefur verið sakaður um að brjóta lög í sambandi við skuldbreytingu hjá útgerðum þriggja rækjutogara og lög- fræðinganefnd, sem Lögþingið skipaði til að fara ofan í málið, komst að þeirri niður- stöðu, að hann hefði ekki farið eftir settum reglum. Flokksbróðir Niclassens, Anfinn Kallsberg lögmaður og leiðtogi Fólka- flokksins, sýknaði hann þó í raun og sagði, að málið snerist um ólíka túlkun á lögunum. Þá ákvað stjórnarandstaðan að bera fram tillögu um vantraust á Niclassen. Fyrir umræðuna í Lögþinginu í gær hafði Kallsberg hótað Þjóðveldisflokknum hörðu ef hann styddi vantrauststillöguna og gaf þá í skyn, að landstjórnin yrði leyst upp. Færeyska landstjórnin í kreppu FÆRRI krónur fást fyrir fiskimjöl og -lýsi nú í upphafi vetrarloðnu- vertíðar en við upphaf síðustu ver- tíðar, að teknu tilliti til gengis- breytinga og verðlækkana á heims- markaði. Þannig hefur verð á lýsi lækkað um þriðjung frá því í fyrra. Fiskimjölsverksmiðjur greiddu sjómönnum mest um 9.500 krónur fyrir loðnutonnið við upphaf vetr- arloðnuvertíðarinnar á síðasta ári en verðið við upphaf vertíðarinnar sem nú er nýhafin er um 7.500 krónur. Lækkunin nemur því rúmu 21% sem aðallega má rekja til gengisþróunar íslensku krónunn- ar. Þar að auki hefur afurðaverð á mjöli og lýsi lækkað nokkuð að undanförnu. Verð á hefðbundnu mjöli hefur reyndar ekki lækkað á síðastliðnu ári, er nú í kringum 450 pund, en var um 420 pund í upphafi síðasta árs. Gengi pundsins gagnvart ís- lensku krónunni hefur hinsvegar lækkað um rúm 13% á síðastliðnu ári. Þannig fást nú rúmar 57 þús- und krónur fyrir tonnið af mjöli, borið saman við rúmar 62 þúsund krónur í upphafi síðasta árs, sem er um 8% lækkun. Um þriðjungur mjölframleiðsl- unnar hérlendis á síðasta ári var svokallað gæðamjöl. Það er að mestu selt til Noregs og greitt í norskum krónum. Í upphafi árs 2002 voru greiddar rúmar 6 norsk- ar krónur fyrir kílóið af gæðamjöli en verðið er nú komið niður í 5,5 norskar krónur. Afurðaverð hefur lækkað Gengi norsku krónunnar hefur ekki breyst gagnvart íslensku krónunni á síðastliðnu ári og verð- lækkunin er því aðeins vegna lægra afurðaverðs. Nú fást rúmar 60 þúsund krónur fyrir tonnið af gæðamjöli, borið saman við um 66 þúsund krónur í upphafi síðasta árs, sem er um 9% lækkun. Lýsisverð hefur hinsvegar lækk- að umtalsvert á liðnu ári. Lýsi er aðallega selt í dollurum og í upp- hafi síðasta árs fengust um 630 dollarar fyrir lýsistonnið en verðið er nú um 540 dollarar fyrir tonnið. Ríflega 20% lækkun á gengi doll- arans hefur sömuleiðis leitt til þess að enn minna fæst fyrir lýsið í krónum talið. Miðað við gengi íslensku krón- unar gagnvart dollara í upphafi síð- asta árs fengust rúmar 64 þúsund krónur fyrir lýsistonnið. Nú fást um 43 þúsund krónur fyrir tonnið af lýsi. Þannig hefur styrking krón- unnar og afurðaverðslækkun leitt til þess að verð á lýsi hefur lækkað samtals um 21 þúsund krónur fyrir tonnið eða um 33%. Þrátt fyrir að heimsmarkaðs- verð á mjöli og lýsi hafi lækkað nokkuð í erlendri mynt að undan- förnu er það engu að síður fremur hátt í sögulegu samhengi. Verðvísi- tala loðnumjöls í nóvember sl. var þannig um 26% hærri en hún var í janúar árið 2001 og verðvísitala loðnulýsis hafði hækkað um 42%. Frá janúar á síðasta ári og fram í nóvember sl. lækkaði vísitala mjöl- verðs hinsvegar um tæp 10% og lýsisverðs um rúm 9%. Þróun gengisins hefur áhrif á mjöl- og lýsisverð Allt að þriðjungs verðlækkun á lýsi                       MEIRIHLUTI borgarfulltrúa hefur ákveðið að samþykkja að Reykjavíkurborg gangist í ábyrgð- ir fyrir lán vegna bygging- ar Kárahnjúka- virkjunar. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og allir sex borgar- fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins lýstu yfir stuðn- ingi sínum við málið í gær. „Það er alveg ljóst að ég mun ekki bregða fæti fyrir þetta verkefni,“ segir Ingibjörg Sól- rún. „Ég hef metið það ann- ars vegar út frá þeim ábyrgðum sem borgin gengst í gagnvart Landsvirkjun og þeirri áhættu sem er á því að ábyrgðir af lánum falli á borgina, sem ég tel að sé lítil þótt hún sé alltaf til staðar, og hins vegar útfrá arðseminni.“ Eftir að hafa farið yfir fyrirliggj- andi gögn telja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins að samþykkja beri ábyrgðina. Björn Bjarnason, oddviti sjálfstæðismanna, segir að aldrei hafi verið ágreiningur um málið. „Við ákváðum að taka af skarið og tilkynna afstöðu okkar formlega í borgarráði því það var augljóst af umræðum á þeim fundi sem við sátum þar að það átti enn að draga málið á langinn, afla enn meiri gagna og efna til funda til þess að spyrja og skeggræða.“ Borgarstjóri um virkjunarábyrgð Bregð ekki fæti fyrir verkefnið  Meirihluti fyrir/10 Ingibjörg Sólrún Björn EINN lögreglumaður var stunginn til bana og fjórir aðrir særðust er sveit lögreglu- manna réðst til inngöngu í hús í Manchester í gærkvöldi til að handtaka þar menn í nafni hryðjuverkavarnalaga. Að sögn brezkra yfirvalda eru hinir hand- teknu, þrír menn sem sagðir eru vera frá Norður-Afríku, taldir tengjast rannsókninni á hryðjuverkaárás með rísín-eitri, sem grun- ur hefur leikið á að væri í undirbúningi í Bretlandi frá því vottur af þessu sterka eitur- efni fannst í Lundúnum fyrr í mánuðinum. Þegar lögreglan kom að hinum grunuðu í íbúð í norðurhluta Manchester í gærkvöld snerust þeir til varnar með hnífum með þeim afleiðingum að einn lögreglumaður hlaut banvæn sár í brjóstið, annar særðist alvar- lega og þrír aðrir minna, að sögn sjúkrahúss- starfsfólks. AP Tæknideildarmenn lögreglunnar á vett- vangi við húsið í Manchester í gærkvöldi. Lögreglu- maður stung- inn til bana Handtökur í Manchester í tengslum við rísín-málið Lundúnum. AP. ÞRÍHLIÐA viðræður standa yfir um sölu á hluta lóðar Landspít- alans – háskólasjúkrahúss í Kópa- vogi. Lóðin sem um ræðir er við voginn þar sem Kópavogshæli var áður til húsa. Fyrirhugað er að selja 8,5 hektara lands. Nú er þar m.a. starfrækt endurhæfingar- og líknardeild Landspítalans. Ingólfur Þórisson, fram- kvæmdastjóri tækni og eigna Landspítalans, segir að ekki sé stefnt að því að hrófla við þeirri starfsemi sem þegar er á svæðinu. Kópavogur hefur þegar lagt drög að skipulagningu svæðisins, sem verður í samhengi við um- hverfi og starfsemi spítalans. „Þetta er til að fjármagna breytingar og uppbyggingu í tengslum við sameiningu spít- alanna,“ segir Ingólfur. Kópavogur falast eftir lóð Landspítalans ♦ ♦ ♦ Roskinn Palestínumaður reykir vatnspípu í verzlun sinni í Gaza-borg í gær og fylgist með fréttum af ráð- stefnu um friðarhorfur í Mið-Austurlöndum, sem fór fram í brezka utanríkisráðuneytinu í Lundúnum. Fulltrúar palestínsku heimastjórnarinnar hétu því á ráðstefnunni, sem þeir gátu ekki sótt vegna ferða- banns sem þeir sæta af hálfu ísraelskra yfirvalda, að leggja fljótlega fram uppkast að nýrri stjórnarskrá fyrir sjálfstjórnarsvæði Palestínumanna. Í gegn um fjarfundabúnað frá Vesturbakkanum tjáðu þeir öðr- um þátttakendum að pólitísk lausn á deilum Palest- ínumanna og Ísraela sé útilokuð nema sjálfsmorðs- árásum linni og höftum sem ísraelsk stjórnvöld beita Palestínumenn verði aflétt. Reuters Sjálfsmorðsárásum linni Lundúnum. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.