Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MINNA FYRIR MJÖLIÐ
Færri krónur fást fyrir fiskimjöl
og -lýsi nú í upphafi vetrar-
loðnuvertíðar en við upphaf síðustu
vertíðar, að teknu tilliti til gengis-
breytinga og verðlækkana á heims-
markaði. Þannig hefur verð á lýsi
lækkað um þriðjung frá því í fyrra.
Verðbólgan hjaðnar
Vísitala neyzluverðs miðuð við
verðlag í byrjun þessa mánaðar hef-
ur hækkað um 1,4% síðastliðna tólf
mánuði samkvæmt mælingu Hag-
stofu Íslands. Í janúar á síðasta ári
hafði vísitalan hækkað um 9,4%.
Ólafur Darri Andrason, hagfræð-
ingur hjá ASÍ, segir að þessi mæling
sýni að mikil umskipti hafi orðið á
verðbólgunni.
Forsætisráðherra í Japan
Opinber heimsókn Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra til Japans
hófst í gær. Hann ávarpaði þá stofn-
fund Íslenska verslunarráðsins í
Japan sem haldinn var í sendiráði
Íslands í Tókýó. Davíð hittir for-
sætisráðherra og ríkisarfa Japans á
morgun, fimmtudag.
Styðja virkjunarábyrgðir
Meirihluti borgarfulltrúa hefur
ákveðið að samþykkja að Reykjavík-
urborg gangist í ábyrgðir fyrir lán
vegna byggingar Kárahnjúkavirkj-
unar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri og allir sex borg-
arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
lýstu yfir stuðningi við málið í gær.
Kreppa í landstjórn Færeyja
Jørgen Niclassen, sjávar-
útvegsráðherra í færeysku land-
stjórninni, sagði af sér embætti í
gær, eftir að ljóst varð að meirihluti
lögþingsmanna myndi samþykkja
vantraust á hann. Málið olli klofningi
á milli Þjóðveldisflokksins og Fólka-
flokksins, flokks Niclassens og An-
finns Kallsbergs, lögmanns Fær-
eyja, og mikil óvissa ríkir um
framhaldið.
Handtökur í rísín-máli
Einn lögreglumaður var stunginn
til bana og fjórir aðrir særðust er
sveit lögreglumanna réðst til inn-
göngu í hús í Manchester í gær-
kvöldi til að handtaka þar menn í
nafni hryðjuverkavarnalaga. Hand-
tökurnar tengjast rannsókn á hugs-
anlegri árás með rísín-eitri.
LÚXUS Í OVERLAND
EYÐIMERKURRALL TOYOTA
MAYBACH-JEPPI
VÉLSLEÐAR Á LANGJÖKLI
VIÐREISN MITSUBISHI
DAKAR-RALLIÐ
VOLVO XC
90 JEPPI
ÁRSINS
Alhliða
lausn í
bílafjármögnun
Suðurlandsbraut 22 540 1500
www.lysing. is
Umboðs- og þjónustuaðili
fyrir öryggis- og þjófavarnarbúnað
frá Clifford og Avital.
FLATAHRAUNI 31 • HAFNARFIRÐI
SÍMI 555 6025 • www.kia.is
K IA ÍSLAND
Bílar sem borga sig!
2003 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
MAREL BALDVINSSON SELDUR TIL LOKEREN Á 25 MILLJÓNIR / B3, B4
Guðmundur valdi þann kost að fara meðtvo markverði í keppnina, þá Guðmund
Hrafnkelsson og Roland Val Eradze, og
sagði að það hefði verið niðurstaða sín að það
hentaði þessum hópi best. „Nokkur önnur
lið, meðal annars Svíar, hafa farið þessa leið í
gegnum tíðina. Það er reyndar enn svigrúm
til breytinga ef eitthvað kemur upp á varð-
andi meiðsli áður en keppnin hefst, og síðan
getum við farið þá leið að tilkynna 15 manna
hóp í byrjun hennar og haldið 16. sætinu
opnu eins lengi og við viljum,“ sagði Guð-
mundur.
Þeir 14 útileikmenn sem fara til Svíþjóðar
og Portúgals eru eftirtaldir:
Guðjón Valur Sigurðsson, Gústaf Bjarna-
son, Einar Örn Jónsson, Sigfús Sigurðsson,
Róbert Sighvatsson, Gunnar Berg Viktors-
son, Rúnar Sigtryggsson, Heiðmar Felixson,
Snorri Steinn Guðjónsson, Aron Kristjáns-
son, Sigurður Bjarnason, Patrekur Jóhann-
esson, Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðs-
son.
Þrettán af þessum 16 voru í hópnum í Evr-
ópukeppninni í Svíþjóð fyrir ári en þeir Rol-
and Valur, Snorri Steinn og Heiðmar hafa
leyst þá Bjarna Frostason, Ragnar Óskars-
son og Halldór Ingólfsson af hólmi. „Þetta er
sterkasti hópurinn sem völ var á fyrir þessa
keppni, að mínu mati,“ sagði þjálfarinn, en
aðrir sem voru í æfingahópnum verða til taks
ef gera þarf breytingar á síðustu stundu eða
eftir að keppnin er hafin.
Ögrandi verkefni að mæta
Svíum rétt fyrir HM
„Það er mjög ögrandi verkefni á loka-
sprettinum fyrir HM að mæta Svíum og það
á þeirra heimavelli. Þetta er svipað og fyrir
Evrópukeppnina í fyrra, þá lukum við und-
irbúningnum með því að mæta heimsmeist-
urum Frakka og nú leikum við gegn Evr-
ópumeisturum Svía,“ sagði Guðmundur.
Hann verður með tvær æfingar í Svíþjóð á
föstudaginn en á laugardag fer liðið þaðan til
Viseu í Portúgal þar sem það spilar í riðla-
keppni HM.
Guðmundur sagði að undirbúningur liðs-
ins hefði verið stuttur og snarpur. „Nú í jan-
úar höfum við náð tíu æfingum og spilað sex
leiki og höfum því þurft að nýta tímann vel.
Mikill tími hefur farið í varnarleikinn, sér-
staklega 6/0 vörnina, en um leið höfum við
þurft að leggja áherslu á atriði eins og aðrar
útfærslur af vörninni, mismunandi sóknar-
leik, fara yfir hvernig við spilum manni fleiri
eða færri, í sókn sem vörn, viðbrögð við því
þegar Ólafur Stefánsson er tekinn úr um-
ferð, og fleira í þeim dúr. Við höfum því líka
nýtt tímann á milli æfinga og leikja með
fundum og leikmenn hafa getað grandskoð-
að sjálfa sig og leik liðsins í tölvum. Núna á
lokasprettinum erum við að fínpússa leik-
kerfin okkar og vonandi höfum við heppnina
með okkur og sleppum við frekari meiðsli, en
þau hafa sett strik í reikninginn hjá okkur að
undanförnu,“ sagði Guðmundur Þ. Guð-
mundsson.
Handknattleikslandsliðið fer með
tvo markverði á HM í Portúgal
„Sterkasti
hópur sem
völ var á“
GUÐMUNDUR Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, fór þá leið sem
flestir reiknuðu með og skildi eftir þá Róbert Gunnarsson línumann og Birki Ívar
Guðmundsson markvörð þegar hann valdi endanlegan hóp fyrir heimsmeist-
arakeppnina. Guðmundur tilkynnti hópinn í gær og fer með hann af landi brott í
dag. Íslenska liðið mætir Svíum í Landskrona annað kvöld og fer þaðan til Portú-
gals á laugardaginn en fyrsti leikurinn á HM er gegn Ástralíu næsta mánudag.
Reuters
Ég á lítinn skrítinn skugga... Sænski tennisleikarinn Magnus Larsson í leik í gær á
opna ástralska tennismótinu. Hann varð að sætta sig við ósigur fyrir ástralska
tenniskappanum Lleyton Hewitt, sem er talinn sigurstranglegastur. Sjá nánar á B4.
UEFA, Knattspyrnusamband Evrópu, hefur
ákveðið að Slóvakar verði að leika næsta heima-
leik sinn í Evrópukeppni landsliða fyrir luktum
dyrum. Úrskurður UEFA kemur í kjölfarið á
hegðun slóvenskra áhorfenda á leik Slóvakíu og
Englands í október en þá fengu ensku leikmenn-
irnir Emile Heskey og Ashley Cole, sem eru
dökkir á hörund, að heyra það frá áhorfendum.
UEFA tekur hart á öllu kynþáttahatri og dæmdi
Slóvaka í 27.000 punda sekt, en það jafngildir 3,5
milljónum króna, en þeir áfrýjuðu þeim úrskurði.
Niðurstaða UEFA var að lækka sektina í 5.000
pund, um 650.000 krónur, og luktar dyr á næsta
heimaleik í undankeppni Evrópukeppninnar
2004.
Slóvakar taka á móti Liechtenstein 2. apríl og
þá mega engir áhorfendur fylgjast með.
Tómur völlur
í Slóvakíu
KNATTSPYRNUSAMBAND Ís-
lands leitar logandi ljósi að verk-
efni fyrir íslenska A-landsliðið í
knattspyrnu áður en það mætir
Skotum í undankeppni EM í Glas-
gow þann 29. mars. Að sögn Geirs
Þorsteinssonar, framkvæmda-
stjóra KSÍ, er alþjóðlegur leik-
dagur 12. febrúar og hefur KSÍ
reynt að fá landsleik á þeim degi
festa einn vináttuleik á árinu,
gegn Finnum ytra 29. apríl en
lokaleikirnir í riðlakeppni EM
verða á móti Færeyjum á Laugar-
dalsvelli 7. júní, gegn Litháum úti
11. júní, 20. ágúst verður spilað
við Færeyinga í Þórshöfn, 6. sept-
ember við Þjóðverja á Laugar-
dalsvelli og við Þjóðverja í Ham-
borg 11. október.
er ákveðið vandamál þegar vin-
áttuleikir eru annars vegar. Þá er
ekki leyfilegt að hafa leikmenn-
ina nema í skamman tíma og það
gerir þetta erfiðara,“ sagði Geir í
samtali við Morgunblaðið.
Geir segir að KSÍ sé með öll
spjót úti enda telur hann mjög
æskilegt að landsliðið fái einn leik
fyrir átökin við Skota. Búið er að
án árangurs. „Þessi leikdagur er
mjög erfiður fyrir þjóðir í Mið- og
Norður-Evrópu enda aðstæður
ekki upp á það besta á þessum
árstíma. Okkur hafa borist óskir
um að spila á fjarlægum slóðum
og á dögunum barst fyrirspurn
frá Íran. Við gáfum það frá okkur
strax enda viljum við spila ein-
hvers staðar nálægt okkur. Það
Íranar vildu leika við Ísland
Yf ir l i t
Í dag
Sigmund 8 Umræðan 24/31
Viðskipti 12/13 Minningar 32/36
Erlent 14/16 Kirkjustarf 37
Höfuðborgin 17 Staksteinar 38
Akureyri 18 Bréf 40/41
Suðurnes 19 Dagbók 42/43
Landið 20 Fólk 44/49
Listir 21/23 Bíó 46/49
Forystugrein 26 Ljósvakamiðlar 50
Viðhorf 30 Veður 51
* * *
JÓHANNES M. Gunnarsson, framkvæmdastjóri
lækninga á Landspítala – háskólaskjúkrahúsi, segir
það staðreynd að lyf sem spítalinn kaupi hér á landi
séu dýrari og í sumum tilvikum miklu dýrari en á
hinum Norðurlöndunum. Hann segir að forsvars-
menn Landspítalans hafi beint því að heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti að skoða gaumgæfilega
þróun lyfjaverðs hér á landi og ástæður mikillar
hækkunar undanfarin þrjú ár.
Jóhannes segir ekki hægt að kyngja þeirri skýr-
ingu eingöngu að ástæðan fyrir háu heildsöluverði á
lyfjum sé vegna smæðar markaðarins. Skýringa
gæti einnig verið að finna í fákeppni. „Það er ljóst að
mörg lyfjafyrirtæki hafa verið að sameinast und-
anfarið. Mörg þeirra lyfja, sem eru sömu tegundar
og hafa sömu grunnefnin, eru komin á eina hendi
hjá sama umboðsaðila hér á landi. Í þeim tilvikum
er um einokun að ræða en ekki bara fákeppni.“
Jóhannes segir að það kreppi að fjárhagslega hjá
Landspítalanum og leita verði allra leiða til að
draga úr sívaxandi lyfjakostnaði. Spítalinn sjái
sjálfur um að kaupa lyf sem eingöngu eru notuð
þar, svokölluð S-merkt lyf. „Þau hækka svo gríð-
arlega á milli ára. Á síðasta ári hækkuðu þau um
28% þrátt fyrir hagstæða gengisþróun. Meðal-
hækkun á milli ára, mörg undanfarin ár þar á und-
an, var um 12 til 14%, sem er tvöföld til þreföld
hækkun miðað við almennt verðlag.“ Hann segir að
spítalinn hljóti að reyna að spyrna fótum við þessari
þróun.
Halldór Árnason, formaður lyfjaverðsnefndar,
staðfestir orð Jóhannesar og segir að lyf hér á landi
hafi hækkað um 10 til 15% að raungildi undanfarin
ár. Nefndin miði við að lyf sem heyri undir hana séu
um 15% dýrari hér en á Norðurlöndum. Sé mun-
urinn meiri sendi nefndin lyfjafyrirtækinu bréf og
fari fram á lækkun. Annaðhvort bregðist fyrirtækið
við þeirri beiðni eða svari erindinu og rökstyðji
verðmuninn. Lyf sem eingöngu eru notuð á spítöl-
um heyra ekki undir nefndina heldur lyfseðilskyld
lyf.
Skráð lyf eru háð eftirliti lyfjaverðsnefndar. Hins
vegar er hægt að fá undanþágu frá skráningu lyfja
og þá er álagning á þeim frjáls. Jóhannes segir slá-
andi dæmi til um algeng og ódýr lyf sem áður voru
skráð en síðan afskráð. Verð hafi hækkað í kjölfarið
og enginn annar tilgangur hafi verið sjáanlegur
með afskráningunni.
Jóhannes bendir á aðrar skýringar sem gætu
haft áhrif til hækkunar á lyfjaverði. Sem dæmi sé
skylt að láta notkunarleiðbeiningar á íslensku fylgja
með öllum lyfjapakkningum. Þá séu reglur um
skráningu lyfja þunglamalegar. Fyrirtæki þurfi að
leggja í nokkurn kostnað og vinnu til að skrá lyf og
halda þeim þar.
„Við viljum athuga hvort mögulegt sé að auð-
velda okkur að vera með í stærri útboðum, t.d. nor-
rænum útboðum á lyfjum,“ nefnir Jóhannes sem
leið til að lækka lyfjakostnað Landspítalans. Hann
segir algengt að sjúkrahús og jafnvel heilu löndin
slái saman í útboð til að halda niðri verðinu.
„Hækkunin á þessum sjúkrahúslyfjum hefur
orðið svo gríðarlega mikil að þetta getur ekki annað
en endað með ósköpum,“ segir Jóhannes. Fyrir
þremur árum hafi um milljarður króna farið í lyfja-
kaup á S-merktum lyfjum. Nú sé áætlað að sú upp-
hæð verði á þessu ári 1,5 milljarðar. „Svona getur
þetta ekki haldið áfram án þess að það hrikti í ein-
hverju.“
Lækningaforstjóri segir lyfjakostnað Landspítalans fara sívaxandi
Telur fákeppni skýra
hátt verð á lyfjum
ÞAÐ var kuldalegt um að litast í
Reykjavík í gær og víða föl á götum
borgarinnar. Þessar konur höfðu þó
vaðið fyrir neðan sig og klæddust
vetrarflíkum þar sem þær örkuðu
upp Barónsstíginn. Framan af þess-
um vetri hafa vetrarflíkur komið í
litlar þarfir víðast hvar enda hefur
einmuna blíða ríkt á landinu í vetur.
Útlit er þó fyrir kólnandi veður á
næstu dögum og í dag og á morgun
verður frost víða 1–8 stig.
Morgunblaðið/Kristinn
Kappklæddar
upp Barónsstíginn
VLADIMÍR Pútín Rússlandsforseti
hefur þegið boð Ólafs Ragnars
Grímssonar forseta Íslands um að
koma hingað til lands í opinbera
heimsókn. Að sögn Örnólfs Thors-
sonar, sérfræðings á skrifstofu for-
seta Íslands, hefur ekki verið ákveð-
ið hvenær af heimsókn hans verður
en rætt er um að hann komi til lands-
ins næsta haust en líklegast á næsta
ári.
Örnólfur segir að hér sé um mik-
ilvæga heimsókn að ræða í samskipt-
um ríkjanna og að mikið verði lagt
upp úr að vanda til undirbúnings
hennar. Pútín muni væntanlega eiga
viðræður við íslenska ráðamenn þar
sem rædd verði ýmis mál, menning-
arlegs og viðskiptalegs eðlis, sem
snerti báðar þjóðir.
Ólafur Ragnar fór sem kunnugt er
í opinbera heimsókn til Rússlands á
síðasta ári og bauð þá Pútín að koma
í heimsókn hingað tl lands.
Pútín þiggur boð
um heimsókn
TVEIR hundar komu við sögu lög-
reglunnar í Kópavogi í gærkvöldi.
Annar þeirra hljóp fyrir bíl á Engi-
hjalla og drapst. Þá hljóp hundur
fyrir bíl á Kringlumýrarbraut um kl.
22 og þurfti ökumaður að snögg-
hemla og fékk við það bifreið aftan á
sig. Ekki urðu slys á fólki, en þegar
bílstjórinn sem lenti í aftanákeyrsl-
unni kom heim til sín í Smárahverfi
hafði hundurinn elt hann heim. Öku-
maðurinn tók hundinn inn til sín og
lét lögregluna í Kópavogi vita og
sagðist vilja losna við þennan hund –
hann væri búinn að gera nóg af sér.
Lögreglan sótti hundinn og kom
honum fyrir í hundageymslu.
Hundur
elti ökumann
heim til sín
UMDÆMISDÓMSTÓLL í Flórída-
ríki í Bandaríkjunum hefur fellt úr
gildi lögbann á að Jón Gerald Sullen-
berger selji skemmtibátinn Thee
Viking. Gaumur hf., fjárfestingar-
félag í aðaleigu Jóhannesar Jónsson-
ar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar,
hafði krafist lögbannsins.
Umdæmisdómstóllinn í Dade-
sýslu hafði áður fallist á lögbanns-
kröfuna en síðastliðinn mánudag var
tekið fyrir staðfestingarmál vegna
hennar.
Í afriti af framburði fyrir dómn-
um, kemur fram að lögbannið byggð-
ist á eiðsvarinni yfirlýsingu frá Jó-
hannesi Jónssyni. Yfirlýsingin er
rituð á ensku en fyrir dómi sagðist
Jóhannes ekki sjálfur geta lesið
ensku. Hann staðfesti að hafa fengið
dóttur sína til að lesa yfirlýsinguna
yfir og hún hafi síðan ráðlagt honum
að skrifa undir. Þegar þetta kom
fram lýsti dómarinn því yfir að yf-
irlýsingin væri úr gildi fallin. Og þar
sem lögbannið byggðist á yfirlýsing-
unni, sem sá sem skrifaði undir hana
vissi ekki hvað innihéldi, felldi hann
lögbannið úr gildi.
Í lögbannskröfunni kemur m.a.
fram að Gaumur hefði lánað rúmlega
465 þúsund Bandaríkjadali, jafnvirði
um 37 milljóna íslenskra króna, til
kaupa og reksturs á Thee Viking.
Þetta hefði verið gert gegn því að
Jón Gerald myndi gefa út hlutabréf í
fyrirtæki sem skráð var fyrir bátn-
um. Það loforð hefði hann svikið og
hygðist hann nú selja bátinn til að
greiða skuldir sínar. Lögmenn
Gaums kröfðust að fá afhent öll skjöl
varðandi viðskipti með bátinn fyrir
dómi en auk þess fóru þeir fram á að
fá afhent öll skjöl um samskipti Jóns
Geralds við íslensk lögregluyfirvöld
og íslenskar stofnanir.
Í samtali við Morgunblaðið sagði
Jón Gerald að hann færi fram á 1,2
milljónir bandaríkjadala fyrir Thee
Viking, jafnvirði um 95 milljóna ís-
lenskra króna.
Lögbann á sölu
á Thee Viking
fellt úr gildi
♦ ♦ ♦