Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 9
„Nemendur sem eru eldri og ekki
eru í framhaldsskóla greiða allt að
þriðjungi kennslukostnaðar. Það
skýrir þessa hækkun.“ Sölvi segir að
fjarnám í FÁ hafi verið langódý-
rasta fjarnám á landinu fyrir áramót
og sé ennþá í ódýrara kantinum.
Hægt er að taka allt að níu ein-
ingum í fjarnámi hjá FÁ. Kostnaður
fyrir framhaldsskólanema með
skráningargjaldi og námsefni er
5.750 krónur. Þeir sem ekki stunda
nám í dagskóla þurfa að greiða
24.500 krónur fyrir níu eininga nám.
Þessir nemendur þurftu að greiða
sama gjald og dagskólanemendur á
síðasta hausti.
Enn í ódýrari kantinum
„Þetta hefur ekki dregið úr að-
sókn,“ fullyrðir Sölvi. Hann segir að
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hafi
verið tilraunaskóli með notkun upp-
lýsingatækninnar við nám og
kennslu í nokkur ár. Haustið 2001
hafi 50 nemendur stundað fjarnám
NEMENDUR í fjarnámi í Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla greiða
tæplega 20 þúsund krónum hærri
skólagjöld í ár en fyrir áramót.
Þetta á við nemendur sem ekki
stunda nám í einhverjum af fram-
haldsskólum landsins.
Sölvi Sveinsson, skólameistari í
FÁ, segir að menntamálaráðuneyt-
inu hafi þótt eðlilegt að skipta nem-
endum í fjarnámi upp eins og í öðr-
um í framhaldsskólum landsins.
„Nemendur sem eru í venjulegum
dagskóla borga aðeins innritunar-
gjald auk efniskostnaðar. Eldri
nemendur, sem eru í kvöldskóla,
greiða allt að þriðjungi áætlaðs
kennslukostnaðar. Þennan hátt vildi
ráðuneytið hafa á fjarnáminu okkar
líka,“ segir Sölvi.
Framhaldsskólanemendur
greiða skráningargjald
Það þýðir að frá áramótum greiða
nemendur í framhaldsskólum ein-
ungis skráningargjald í fjarnám.
við skólann og um vorið hafði þeim
fjölgað í 100.
„Þá kviknaði hugmynd að hafa
slagorð, fjarnám allt árið – þitt nám
þegar þér hentar, og við sóttum um
heimild til menntamálaráðuneytis-
ins að bjóða upp á slíkt nám. Þessar
hugmyndir voru samþykktar í til-
raunaskyni þá. Við auglýstum fjar-
nám fyrir sumarið 2002 og þá
skráðu sig nær 700 nemendur,“ seg-
ir Sölvi.
Aftur fjölgaði nemendum síðasta
haust þegar 1.100 manns skráðu sig
í fjarnám. Sölvi segir að þegar litið
var yfir farinn veg núna um áramót-
in hafi menntamálaráðuneytinu þótt
eðlilegt að skipta nemendum upp
eins og í öðrum skólum og þeir sem
ekki séu í framhaldskólum greiði
hærra verð.
Innritun í fjarnám fyrir vormiss-
eri lýkur í FÁ í kvöld. Sölvi segir að
þegar séu komnar á tólfta hundrað
skráningar og lítur því út fyrir að
aðsókn aukist enn frekar.
Fjölbrautaskólinn við Ármúla hækkar gjöld fyrir fjarnám
Nemendur greiða allt
að þriðjung kostnaðar
Opið virka daga frá kl. 10.00–18.00, laugardaga frá kl. 10.00–15.00.
Stórútsala
Engjateigi 5, sími 581 2141.
ALVÖRU ÚTSALA
Dæmi um verð: Áður: Nú:
Flíspeysa 3900 900
Bómullarpeysa 6900 1900
Jakkapeysa 5800 900
Tunika 3900 1200
Dömublússa 3100 900
Gallajakki 4800 1900
Teinóttur blazer 5900 900
Hlýrakjóll 4600 1200
Sett bolur og pils 7800 1900
Dömugallabuxur 4900 1900
Rúskinnsbuxur 8900 2900
Herrapeysa 6100 1900
Herraskyrta 3100 1200
...og margt margt fleira
60—80%
afsláttur
Síðumúla 13, sími 568 2870,
108 Reykjavík.
Opið frá kl. 10.00-18.00
www.friendtex.is
Stærðir frá 36-52
Bolir á útsölunni
Eddufelli 2 Bæjarlind 6
s. 557 1730 s. 554 7030.
Opið mán.—fös. frá kl. 10—18,
lau. 10—15.
Flísjakkapeysur
kr. 2.500
Laugavegi 34, sími 551 4301
Laugavegi 63, sími 551 4422
STÓR
Ú
T
S
A
L
A
Viðbótar-
afslættir
NÁNARI samvinna heilbrigðis-
starfsfólks, þar með talinna lyfja-
fræðinga, og rafrænn gagnagrunnur
með upplýsingum um lyfjanotkun
sjúklinga og sjúkrasögu þeirra eru
einar helstu forsendur þess að hægt
verði að draga úr misnotkun lyfseð-
ilsskyldra lyfja hér á landi. Þetta kom
m.a fram á málþingi um lyfjaávísanir
og eftirlit með þeim á Læknadögum
sem nú standa yfir.
Á þinginu kom fram að í kjölfar
mikillar umræðu um svokallað
„læknadóp“ sl. vor hafi ýmsar tillög-
ur til úrbóta komið fram. Nú liggi t.d.
fyrir Alþingi tillögur um breytingar á
lyfjalögum, læknalögum og almanna-
tryggingalögum í þessum tilgangi. Á
þinginu komu einnig fram þau sjón-
armið að hert eftirlit eitt og sér væri
ekki nóg, læknar þyrftu að geta með
einföldum hætti séð hvort viðkom-
andi sjúklingur hafi fengið ávísun á
lyf hjá öðrum lækni, hversu mikið og
hversu oft, í þeim tilgangi að koma
auga á hugsanlega misnotkun.
Enn sem komið er er enginn slíkur
persónugreinanlegur gagnagrunnur
til en með breytingu á lækna- og
lyfjalögum gæti hann orðið að veru-
leika að sögn Hauks Valdimarssonar,
aðstoðarlandlæknis. Hann segir að
gerð slíks gagnagrunns gæti tekið
tvö ár.
Þá eru einnig hjá landlækni tillög-
ur varðandi verkjamiðstöð, þ.e. stofn-
un eða deild sem gæti tekið til með-
ferðar sjúklinga sem ofnota verkjalyf
og önnur lyfseðilsskyld lyf. Ýmsar
aðrar tillögur til að draga úr „lækna-
dópi“ voru viðraðar á málþinginu.
Magrét Georgsdóttir, yfirlæknir á
Heilsugæslustöð Miðbæjar, benti á
að ef læknar væru ekki heimilislækn-
ar sjúklings sem til þeirra leitar eftir
ákveðnum lyfjum ættu þeir aðeins að
skrifa út lyf til 1–2 daga í senn. Síðan
ætti að senda upplýsingar um út-
gefna lyfseðla til heimilislæknis við-
komandi sjúklings svo hann fengi
hugmynd um heildarnotkun.
„Læknar eiga að taka afstöðu til
lengdar meðferðar með sterkum
verkjalyfjum og svefnlyfjum og fá
sjúklinginn til samvinnu um að með-
ferð ljúki á eðlilegum tíma og að með-
ferðinni stjórni einn læknir,“ sagði
Margrét.
Morfínnotkun hefur
þrefaldast á 10 árum
Orðið „læknadóp“ er notað yfir þau
lyf sem fíkill eða söluaðili fær ávísað
hjá lækni án þess að þurfa á þeim að
halda vegna sjúkdóma eða verkja og
annarra óþæginda t.d. í kjölfar slysa
eða í mun meira magni en eðlilegt
getur talist. Lyf sem fíklar sækjast í
hjá læknum eru vímugefandi ávana-
bindandi lyf, sterk verkjalyf, svefn-
lyf, róandi lyf og örvandi lyf.
Einar Axelsson, vímuefnalæknir á
Vogi, sagði að af þeim 1.800 einstak-
lingum sem kæmu inn á Vog árlega
eigi 400 í vanda vegna „læknadóps“.
Haukur aðstoðarlandlæknir benti á
að morfínneysla hefði þrefaldast und-
anfarin tíu ár og sömuleiðis hefði
notkun sterkra verkjalyfja farið ört
vaxandi.
Í máli Unnar Björgvinsdóttur
lyfjafræðings kom fram að alltaf væri
töluverður fjöldi af fölsuðum lyfseðl-
um í umferð á ávanabindandi lyf og
önnur lyfseðilskyld lyf. Með tilkomu
nýrra seðla fyrir nokkrum mánuðum
var vonast til að minna yrði um fals-
anir en fljótlega fór að bera á því að
seðlunum var breytt eða að lyfseð-
ilsheftum var stolið. Þá er að sögn
Unnar allaf eitthvað um það að fólk
sé að nota aðrar kennitölur til að fá
lyfseðla í gegnum síma, leiti til
margra lækna og fái sömu lyfin hjá
þeim öllum, hvort sem tilgangurinn
er einkaneysla eða sala.
Tillögur um lyfjaávísanir og eftirlit
ræddar á Læknaþingi
Rafrænar sjúkra-
skrár nauðsyn-
legt hjálpartæki
Til að nálgast lyfseðilsskyld lyf eru lyfseðlar m.a. falsaðir en misnotkun á
slíkum lyfjum hefur færst í vöxt á undanförnum árum.
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir