Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 12

Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ DELOITTE & Touche hefur að beiðni stjórnenda Búnaðarbankans metið virði Frjálsa fjárfestingar- bankans hf. fyrir Pétur Blöndal, Svein Valfells, Ingimar Jóhanns- son, Gunnlaug Sigmundsson og Gunnar Jóhannsson. Fimmmenn- ingar gerðu síðasta sumar tilboð í stofnfé Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Hinn 30. september síðastliðinn seldi Kaupþing Frjálsa fjárfestingarbankann til SPRON. Niðurstaða verðmats Deloitte & Touche er sú að verðmæti Frjálsa fjárfestingarbankans sé á bilinu 2,4 til 2,9 milljarðar króna þegar tæplega 330 milljóna króna arð- greiðsla til fyrri eiganda, Kaup- þings, hefur verið dregin frá. Arð- greiðslan var ákveðin í tengslum við sölu Frjálsa fjárfestingarbank- ans en innt af hendi í október síð- astliðnum. SPRON greiddi 3.844 milljónir króna fyrir bankann, auk arðgreiðslunnar. Greiðsla SPRON fyrir bankann er því rúmum níu hundruð til rúmlega fjórtán hundr- uð milljónum króna yfir verðmati Deloitte & Touche. Verðmat Deloitte & Touche byggist á fjórum aðferðum. Út- reikningar á núvirði frjáls fjár- flæðis til eigenda vegur þyngst, eða 70%. Hinar aðferðirnar eru samanburður á kennitölum og vega þær 10% hver. Þær kennitöl- ur sem Deloitte & Touche velur að líta á eru tvær útgáfur af mati á hlutfalli virðis fyrirtækisins á móti eigin fé þess og hlutfall arðsemi eigin fjár á móti ávöxtunarkröfu eigin fjár. Ávöxtunarkrafan sem miðað er við í verðmatinu er 13,32%. Í verðmatinu er ekki litið til seljanleikaáhættu Frjálsa fjár- festingarbankans. Aðferð frjáls fjárflæðis Niðurstöður einstakra aðferða verðmatsins eru ólíkar. Aðferð frjáls fjárflæðis gefur verðmæti á bilinu 2,2 til 2,6 milljarðar króna, en þess er getið í verðmatsskýrsl- unni að smáar breytingar á helstu forsendum við matið geti breytt niðurstöðunni verulega. Ávöxtunarkrafan er ein þessara forsendna og í skýrslunni er meðal annars sýnt hvernig metið virði breytist með breyttri ávöxtunar- kröfu. Að öðrum forsendum óbreyttum hækkar verðmæti bankans til að mynda úr 2 millj- örðum króna í 3 milljarða króna þegar ávöxtunarkrafan er lækkuð úr 15,98% í 10,65%, en með lægri ávöxtunarkröfu hækkar verðmæt- ið. Þar sem Deloitte & Touche tel- ur að hæfileg ávöxtunarkrafa sé 13,32% fást 2,4 milljarðar króna út úr þessari aðferð. Verðmatið er þó ekki gefið upp sem ein tala heldur á ákveðnu bili, 2,2 til 2,6 millj- örðum króna, eins og áður sagði. Aðrar forsendur sem geta haft áhrif á verðmatið eru til dæmis kostnaðarhlutfall, vaxtamunur og framlag í afskriftasjóð útlána. Samanburður á kennitölum Í þeim þremur aðferðum sem notast var við í verðmatinu og fel- ast í samanburði á kennitölum úr rekstri og efnahag Frjálsa fjár- festingarbankans við önnur fyrir- tæki eru samanburðarfyrirtækin bandarísk og bresk með þekkt markaðsvirði. Í skýrslu Deloitte & Touche kemur fram að einn af göllunum við þessa aðferð sé að aldrei sé hægt að finna fullkom- lega sambærileg fyrirtæki, en þau bresku og bandarísku fyrirtæki sem miðað er við starfa innan at- vinnugreinar sem á ensku heitir consumer financial services og samkvæmt skýrslunni er það sú atvinnugrein sem Frjálsi fjárfest- ingarbankinn tilheyrir. Eins og að framan segir er not- ast við tvær útgáfur af kennitöl- unni virði á móti eigin fé og við þá útreikninga er eigið fé leiðrétt með tilliti til arðgreiðslunnar til Kaupþings. Önnur útgáfa þessarar aðferðar gefur verðmæti Frjálsa fjárfestingarbankans á bilinu 3,9 til 4,8 milljarðar króna en sam- kvæmt hinni liggur verðmætið á bilinu 2,5 til 3,1 milljarður króna. Þegar verðmætið er reiknað út frá kennitölunni arðsemi eigin fjár á móti ávöxtunarkröfu eigin fjár fæst út verðbilið 2,2 til 2,9 millj- arðar króna. Endanlegt verðmat Deloitte & Touche felst í því að reikna eitt verðbil út úr þeim fjórum sem fást með fyrrgreindum fjórum aðferð- um miðað við það vægi sem að framan greinir, þ.e. frjálst fjár- streymi hefur 70% vægi og hver hinna hefur 10% vægi. Verðmæti Frjálsa fjárfestingarbankans ligg- ur samkvæmt þessu á bilinu 2,4 til 2,9 milljarðar króna. Bankinn metinn á 2,4–2,9 milljarða Morgunblaðið/Árni Sæberg Nýtt verðmat á Frjálsa fjárfestingarbankann PÉTUR H. Blöndal er einn fimm- menninganna sem Deloitte & Touche vann verðmatsskýrsluna um Frjálsa fjárfestingarbankann fyrir og hann segir að skýrslan sýni að stjórn SPRON hafi keypt bankann af Kaupþingi hf. á allt of háu verði. „SPRON virðist hafa tapað um 1.000 milljónum króna á þessum viðskiptum og Kaupþing, sem lýtur forystu sparisjóðsstjór- ans, hefur þá grætt að sama skapi. Það að stjórn SPRON geti keypt heilan banka fyrir hærra verð en nemur eigin fé sparisjóðsins án þess að spyrja kóng eða prest vek- ur jafnframt upp spurningar um það hver hefur eftirlit með því og hver gerir eitthvað í málinu. Nú er það þannig að ef einhver á að hafa eitthvað með það að gera þá eru það stofnfjáreigendur, sem eiga að gæta hagsmuna sparisjóðsins. Vandinn er sá að hagsmunir ein- staks stofnfjáreiganda, sem á í mesta lagi um 700.000 króna stofnfé, eru svo litlir miðað við kostnaðinn við að reka slíkt mál, að það er mjög hæpið að stofnfjár- eigendur væru til í að fylgja mál- inu eftir. Nú mun stjórn SPRON vænt- anlega svara þessu og mér þætti mjög eðli- legt að hún kall- aði til óháðan aðila til að bera saman það verð sem hún borgaði og verðmatið samkvæmt þessari skýrslu. Þannig gæti fengist úr þessu skorið, en ég vek athygli á því að þessi skýrsla er samin af sama aðila og mat SPRON fyrir stjórn SPRON vegna hluta- fjárvæðingar sparisjóðsins. Hann hlýtur því að vera óháður, að minnsta kosti okkur. Í þessu sam- bandi er ástæða til að minna á að stjórn SPRON taldi síðastliðið sumar að eigið fé sparisjóðsins væri svo göfugt að það skyldi ekki notað til að braska með það.“ Pétur segir að þetta mál varpi ljósi á það að fé sem enginn á þarfnist sérstakrar verndar og að ef til vill þyrfti að skerpa á laga- setningu um það fé til að þess sé betur gætt. Best væri að finna eig- endur að því, hvort sem það væru stofnfjáreigendur eða menningar- og líknarfélög. Hann segir að menn verði að vera vakandi vegna þessa og fé sem enginn á sé víðar, svo sem í mjólkursamlögum og öðrum sparisjóðum. „Varðandi það hvort sú hug- mynd sem kom upp síðasta vor að selja stofnféð á yfirverði, sem er heimilt, gangi eftir, þá rann samn- ingur okkar fimmmenninganna við Búnaðarbankann út um ára- mótin. Það er hins vegar til leið til að ná fram því verðmæti stofnfjár- ins sem stofnfjáreigendur óskuðu eftir á sínum tíma, og ég mun upp- lýsa stofnfjáreigendur um það hafi þeir áhuga á því,“ sagði Pétur, en aðspurður vildi hann ekki greina frá því hver sú leið er. „Það er ljóst að þessi kaup verða til umræðu þegar stjórn SPRON heldur aðalfund, eða hugsanlega fyrr ef einhverjir stofnfjáreig- endur fara fram á fund til að ræða við stjórn sína um þá ákvörðun hennar að kaupa þennan banka,“ segir Pétur H. Blöndal. SPRON greiddi allt of hátt verð Pétur H. Blöndal BAUGUR-ID tilkynnti í gær að fyr- irtækið hefði aukið hlut sinn í breska matvörurisanum Big Food Group. Baugur keypti 500.000 hluti og er kominn upp í 68.641.564 hluti, eða 20,1% af heildarhlutafé. Big Food á sem kunnugt er verslanakeðjuna Ice- land. Lokagengi bréfa í fyrirtækinu var 58 pens í gær og hafði hækkað um 2,2% frá því í fyrradag. Miðað við lokagengið í gær er markaðsvirði hlutar Baugs í Big Food Group rúmir fimm milljarðar íslenskra króna. Í hálf fimm fréttum Búnaðarbank- ans í gær kemur fram að Big Food Group hafi tilkynnt Paul Smiddy, starfsmanni greiningadeildar hjá Ba- ird & Co., að hann væri ekki „velkom- inn“ á kynningarfundi hjá félaginu í kjölfar þess að Baird & Co. mæltu með sölu á bréfum félagsins. „Töldu forsvarsmenn Big Food Group það ófagmannlega framkomu af hálfu Smiddy að sýna þeim ekki greiningarskýrsluna áður en hún var birt. Segja þeir ennfremur að um mistök sé að ræða í skýrslunni, án þess þó að tilgreina eðli þeirra. Deil- an milli þessara aðila þykir sýna þann þrýsting sem starfsmenn greiningar- deilda geta orðið fyrir frá þeim fyr- irtækjum sem þeir greina. Í nóvem- ber fór annað fyrirtæki, LVMH Moet Hennessy Louis Vuitton, í mál við Morgan Stanley eftir að að Morgan Stanley lækkaði verðmat sitt á félag- inu. Skýrsla Smiddy hefst á umfjöllun um að nýtt stjórnendateymi Big Fo- od Group hafi náð litlum árangri á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því að skipt var um stjórnendur fé- lagsins. Spáir hann því að tekjur muni dragast saman um 2% hjá félag- inu á rekstrarárinu sem lýkur 31. mars 2003 auk þess að gagnrýna háar launagreiðslur til stjórnenda og mikil fríðindi. Gengi bréfa í Big Food Gro- up hefur lækkað um 64% á síðastliðnu ári en um 1,3% frá því að skýrsla Smiddy var gerð opinber. Þess má einnig geta að fimm af þeim ellefu fyrirtækjum sem hafa unnið verðmat á Big Food Group síðastliðna þrjá mánuði mæla með sölu á bréfum fé- lagsins,“ að því er segir í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans. Baugur með 20,1% í Big Food Group BANDARÍSKA stórmarkaðskeðjan Wal-Mart, sú stærsta í heimi, er með í athugun að leggja fram tilboð í bresku stórmarkaðskeðjuna Safe- way. Breskir fjölmiðlar sögðu frá því í gær að Wal-Mart hefði staðfest áhuga sinn á Safeway en ekki liggi fyrir verðhugmyndir. Ef til þessa kemur mun stórmarkaðskeðjan ASDA í Bretlandi, sem er í eigu Wal- Mart, greiða fyrir Safeway með reiðufé. Baráttan um Safeway hófst í síð- ustu viku með tilboði WM Morrison, fimmtu stærstu stórmarkaðskeðju Bretlands. Tilboðið hljóðaði upp á 2,9 milljarða sterlingspunda , sem skyldi greiðast með hlutabréfum í Morr- ison. Þau hafa síðan lækkað í verði. Síðastliðinn mánudag var síðan til- kynnt að önnur stærsta stórmark- aðskeðja Bretlands, Sainsbury, hefði í hyggju að bjóða 3,2 milljarða sterl- ingspunda í Safeway, sem skyldi greiðast til helminga með reiðufé og hlutabréfum. Þetta verð þýðir að verð á hlut í Safeway myndi vera um 300 pens. Í frétt á vefsíðu BBC í gær segir að ekki liggi fyrir hvaða verð Wal-Mart muni bjóða fyrir Safeway. Greinend- ur á markaði eru hins vegar sagðir telja að Wall Mart eigi alla möguleika á að yfirbjóða aðra keppendur um Safeway. Þá mæli það einnig með hugsanlegu tilboði Wal- Mart að það verði í reiðufé, ef af verður. Gengi hlutabréfa Safeway lækkaði um 3,7% á hlutabréfamarkaðinum í Lundúnum í gær og var lokaverð þeirra 292,25 pens á hlut. Hlutabréf Sainsbury lækkuðu einnig í verði, um 1,13%, enduðu í 239,0 pensum. Þá lækkuðu hlutabréf WM Morrison í verði um 0,54% og enduðu í 184,0 pensum á hlut. Wal-Mart í barátt- una um Safeway Reuters Staðfest hefur verið að bandaríska stórmarkaðakeðjan Wal-Mart er með í athugun að leggja fram tilboð í bresku stórmarkaðakeðjuna Safeway.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.