Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.01.2003, Qupperneq 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 13 VÍSITALA neysluverðs miðuð við verðlag í janúarbyrjun 2003 var 224,7 stig samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands og hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði. Vísitalan án húsnæðis hækkaði um 0,14% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,4% og vísitalan án húsnæðis um 0,3%. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur hjá ASÍ, segir að þessi mæling hljóti að teljast mjög jákvæð. Hann segir að mikil umskipti hafi orðið á verðbólgunni. Tólf mánaða verð- bólga hefði mælst 9,4% í janúar á síð- asta ári en mælist nú 1,4%. Einstak- ar hækkanir stingi þó í augu, m.a. hækkun matvöruverðs, sem hafi ver- ið meiri í seinasta mánuði en á und- angengnum mánuðum. Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins, segir að þessi vísitölu- hækkun einkennist af þrennu; gengishækkun krónunnar, verð- bólgu á fasteignamarkaði og opin- berum hækkunum. Hann segir að gengishækkun krónunnar sé að koma fram mjög sterk á öllum vöru- liðum. Síðan haldi verðbólgan sem verið hefur á fasteignamarkaðnum áfram, og sé hún meginskýringin á hækkun vísitölunnar núna. Matvöruverð vegur þungt Af einstökum liðum hækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 1,3% og hefur sú hækkun einna mest áhrif á hækkun vísitölunnar en vísitöluáhrif matvöruliðarins eru 0,2%. Markaðs- verð á húsnæði hækkaði um 1,5% (vísitöluáhrif eru 0,16%) og verð á bensíni og gasolíu hækkaði um 2,7% (0,1% áhrif á vísitöluna). Á móti veg- ur hins vegar að vetrarútsölur leiddu til 8,8% verðlækkunar á fötum og skóm (0,5% áhrif á vísitöluna). Árið 2002 var vísitala neysluverðs að meðaltali 222,6 stig, 4,8% hærri en meðaltalið árið 2001. Sambærileg hækkun var 6,7% árið 2001 og 5,0% árið 2000. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 221,2 stig að meðaltali árið 2002, 4,6% hærri en árið áður. Sambærileg hækkun var 6,8% árið 2001 og 3,6% árið 2000, skv. upplýs- ingum Hagstofunnar. Áhrif hins opinbera 0,21% Ólafur Darri segir að ef einstakar breytingar vísitölunnar séu greindar komi í ljós að ýmsar hækkanir megi rekja til opinberra aðila, s.s. hækk- anir á holræsagjaldi, vatnsgjaldi, tóbaki, 7% hækkun afnotagjalda rík- isútvarpsins, hækkun á gjöldum leik- skóla, gæsluvalla og dagmæðra o.fl. Áætlað sé að heildaráhrif hækkana hjá opinberum aðilum sem orðið hafa á vísitölunni nemi um 0,21%. „Atvinnuleysi er helsta áhyggju- efni okkar í verkalýðshreyfingunni og verðbólgustigið núna hlýtur að ýta undir vaxtalækkun frekar en hitt,“ segir Ólafur Darri. „Við þurf- um á því að halda að hjól atvinnulífs- ins fari að snúast af meiri krafti. Ef rétt er á málum haldið tel ég að við séum að horfa fram á hóflega verð- bólgu. En menn þurfa að hafa varann á, ekki síst ef menn horfa fram á aukin umsvif í efnahagslífinu að ekki sé tal- að um þær miklu framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, má búast við auknum verðbólguþrýstingi þegar fer að líða á árið. En ég tel að menn eigi að hafa allar forsendur til að hafa skynsamlega stjórn á því,“ segir hann. Stefnir í verðhjöðnun Hannes Sigurðsson segir það vera sérstaklega athyglisvert að horfa á síðustu 12 mánuði og sjá hvernig fasteignamarkaðurinn leikur lykil- hlutverk í hækkun vísitölunnar. „Menn hafa einkum leitað skýringa á því í aukinni húsbréfaútgáfu og því hve auðvelt er að fá fyrirgreiðslu fyr- ir húsnæðiskaupum,“ segir Hannes. „Slíkt kemur fram í aukinni eftir- spurn húsnæðis og hærra verðlagi. Í þriðja lagi má nefna þarna sem ástæðu opinberar hækkanir af ýms- um toga. Hann segir að markaðurinn sé að stefna í átt að verðhjöðnun, en verð- hjöðnun sé andstæða verðbólgu. „Það er ekki síður hlutverk Seðla- bankans að sporna gegn verðhjöðn- un en verðbólgu. Of mikil hækkun krónunnar kallar á fall hennar síðar og því er eðlilegt í því ljósi að bank- inn stuðli að stöðugra gengi hennar. Ég tel fulla ástæða fyrir Seðlabank- ann að athuga hvort ekki beri að beita vöxtunum og öðrum aðgerðum eins og að greiða niður erlend lán, til að stöðva þessa gengishækkun,“ seg- ir Hannes. Seðlabankinn lækki vexti Í Morgunpunktum Kaupþings í gær segir að í takt við lægri verð- bólgu hljóti menn að spyrja sig hvort ekki sé kominn tími á aðra vaxta- lækkun þrátt fyrir byggingu álvers á Reyðarfirði. Verðbólgan sé komin vel undir verðbólgumarkmið Seðla- bankans og liggi við neðri þolmörk þeirra. Krónan sé óvenju sterk og vaxtamunur sé enn þó nokkur. Kaup- þing segir að eftirspurnarslaki virð- ist vera í hagkerfinu og enn sé nokk- uð langt í byggingu álvers þó svo að framkvæmdir við virkjun hefjist fljótlega. Aukinn verðbólguþrýstingur Að mati Greiningar Íslandsbanka mun verðbólgan haldast lág enn um sinn og undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans (2,5%) út þetta ár. „Aukins verðbólguþrýstings er hins vegar að vænta á næsta ári samhliða auknum umsvifum í efnahagslífinu tengdum stóriðjuframkvæmdum,“ segir í Morgunkornum Íslands- banka. Greining ÍSB gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn muni bregðast við auknum verðbólguþrýstingi með hækkun stýrivaxta á árinu og spáir því að bankinn byrji að hækka vexti á ný á öðrum ársfjórðungi og að stýri- vextir bankans hækki alls um eitt prósentustig á árinu og fari því upp í 6,8%. Vísitala neysluverðs í janúar hækkaði um 0,36% frá fyrra mánuði Mikil umskipti í verðbólg- unni milli ára                                               !   "# $     %&  "  $'() *   +   !"#    $ '( *!  #(  , ,-- %&' (   ) -'!  ) %. /&!       . $ * +  +  &  .0"   1 % +2"     !  $   !   '" ! !     3    4 " -  !"#$# %&' $(&)* +,- 5% ,  5 / ./01 5 -   6- 6 $ 6.. ,  5  5 , , % - & 5 , $ , $ , Ársverðbólga mælist 1,4% en mældist 9,4% í sama mánuði fyrir ári GENGI krónunnar lækkaði um 0,28% í gær í litlum viðskiptum ef undan eru skilin kaup Seðlabankans. Heildarvelta á millibankamarkaði nam 5 milljörðum en þar af keypti Seðlabankinn gjaldeyri fyrir tæpa 4 milljarða eða 50 milljónir Banda- ríkjadala. Gengisvísitalan var í upp- hafi dags 123,25 stig en fór í 123,60 stig í lok viðskipta. Gengi dollarans var í lok dags í gær 79,50, evran stóð í 79,50 og breska pundið var 127,90. Samkvæmt upplýsingum af milli- bankaborði Íslandsbanka er nokkuð algengt að Seðlabankinn liðki fyrir viðskiptum með því að kaupa eða selja gjaldeyri ef fyrirséð er að við- skiptin muni hafa umtalsverð áhrif á gengi krónunnar. Seðlabankinn hef- ur því með kaupunum í gær keypt rúmlega 9 milljarða af gjaldeyri á millibankamarkaði frá því regluleg kaup hófust í septemberbyrjun 2002. Í hálf fimm fréttum Búnaðarbank- ans segir að inngripi nú virðist sem Seðlabankinn sé að bregðast við styrkingu krónunnar undanfarna mánuði en krónan hefur styrkst um tæp 5% síðan í október síðastliðnum. „Í ljósi þess að krónan hefur verið í miklum styrkingarfasa þá eru við- brögð Seðlabankans eðlileg því hann hefur lýst því yfir að hann telji æski- legt að draga úr sveiflum á gjaldeyr- ismarkaði. Seðlabankinn tilkynnti í upphafi janúar að hann hyggðist auka vikuleg kaup sín á gjaldeyri á markaði. Þessi tilkynning gefur vís- bendingu um að bankinn líti svo á að frekari styrking krónunnar sé óæskileg við núverandi aðstæður,“ að því er segir í hálf fimm fréttum Búnaðarbankans. Seðlabank- inn með gjaldeyris- inngrip

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.