Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 14
ERLENT
14 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
MARGAR þjóðir eru andvígar því að
taka þátt í baráttunni gegn hryðju-
verkum með Bandaríkjamönnum
vegna þess að stjórnvöld í Wash-
ington hneigjast til þess að hunsa
mannréttindi ef þau eru talin flækjast
fyrir í baráttunni. Mjög skorti á sam-
kvæmni í málflutningi Bandaríkja-
stjórnar, hún sýni tvöfalt siðgæði er
hún fordæmi mannréttindabrot í Írak
en sjái í gegnum fingur sér með sams
konar brot í Sádi-Arabíu og Ísrael.
Kemur þetta fram í ítarlegri skýrslu
samtakanna Human Rights Watch
um ástand mannréttindamála í heim-
inum sem nú er komin út.
„Það er ekki nóg með að það sé
uggvekjandi hvernig Bandaríkja-
stjórn hneigist til að hunsa mannrétt-
indi í baráttunni gegn hryðjuverk-
um,“ segir í skýrslu Human Rights
Watch. „Þetta framferði er hættulegt
vegna þess að það kemur síðar í bakið
á mönnum. Það hefur þau áhrif að
undir niðri kraumar andúð sem getur
valdið því að auðveldara verði að fá
nýja liðsmenn inn í raðir hryðju-
verkasamtaka, hrekur á brott þá sem
hefðu ella getað orðið bandamenn í
baráttunni og dregur þrótt úr tilraun-
um til að hafa hemil á hryðjuverkum.“
Kínverjar ganga á lagið
Bent er á að ríkisstjórn George W.
Bush forseta hafi gagnrýnislaust
stutt Pervez Musharraf, forseta í
Pakistan, sem hrifsaði völdin með
byltingu árið 1999. Stjórnvöld í Wash-
ington hafi einnig gert lítið úr kúgun
sem stjórn Kína beitir gegn múslím-
um í Xinjiang-héraði í vestanverðu
landinu og gegn Tíbetum. Kommún-
istastjórnin í Peking ver aðgerðirnar
með því að hún sé að berjast gegn
hryðjuverkamönnum.
Loks er sagt að túlkun Bandaríkja-
stjórnar á Genfarsamningnum frá
1949 um réttindi stríðsfanga valdi því
að menn sem teknir voru í Afganistan
og hafðir eru í haldi í Guantanamo-
herstöð Bandaríkjamanna á Kúbu
svífi nú í lagalegu tilliti í lausu lofti.
Um öll Miðausturlönd, frá Mar-
okkó til Írans, hafi brot stjórnar Bush
á alþjóðalögum valdið mikilli gremju
og einnig stuðningur við stjórn Ariels
Sharons í Ísrael er beiti Palestínu-
menn mikilli hörku. Röksemd Banda-
ríkjastjórnar sé að grundvallarrétt-
indi og reglur sem eigi að tryggja þau
hljóti að víkja þegar neyðarástand
ríki en það séu „einmitt sömu rökin og
ríkisstjórnir á svæðinu hafa lengi not-
að til að réttlæta umfangsmikil brot á
mannréttindum eigin borgara“.
Fjallað er um mannréttindamál í
alls 58 ríkjum á árinu 2002 og tekið
fram að sums staðar hafi þokast í
rétta átt, til dæmis hafi verið bundinn
endi á ófrið á Sri Lanka og í Sierra
Leone og friðarviðræður hafist milli
deiluaðila á Sri Lanka. En eftir sem
áður séu óbreyttir borgarar drepnir á
átakasvæðum víða um heim, meðal
annars í Kólumbíu og í Tétsníu, í
Kongó og í átökum Ísraela og Palest-
ínumanna. Og stjórnvöld í Kína,
Búrma [Myanmar], á Kúbu, í Íran,
Írak, Líberíu og Víetnam haldi áfram
að fylgja kúgunarstefnu.
Evrópuríki búin að gefast upp
„Bandaríkin er alls ekki versta
dæmið um þá sem brjóta gegn mann-
réttindum,“ sagði Kenneth Roth,
framkvæmdastjóri Human Rights
Watch. „En stjórnin í Washington er
svo valdamikil að þegar hún virðir
ekki mannréttindi skaðar það málstað
mannréttinda um allan heim.“
Höfundar segja að Evrópusam-
bandið hafi reynst ófært um að taka
forystu í baráttu fyrir mannréttind-
um vegna þess að sambandið sé svo
upptekið af því að ná fram málamiðl-
un um ýmis mál að það sé oft eins og
lamað. Leiðtogar Evrópuríkjanna
hafi í reynd gefið upp á bátinn allar
tilraunir til að fá Rússa, bandamenn í
baráttunni gegn alþjóðlegum hryðju-
verkasamtökum, til að beita mildari
aðferðum í stríðinu í Tétsníu.
Segja ríkisstjórn Bush
hunsa mannréttindabrot
Human Rights Watch minnir
á að kúgun ali oft af sér nýja
liðsmenn hryðjuverkahópa
Washington. AP, AFP.
FJÖRUTÍU til fimmtíu þúsundir Kýpur-Tyrkja
söfnuðust í gær saman í Nikósíu, hinni skiptu höf-
uðborg eyjarinnar, til að krefjast endursamein-
ingar landsins, gríska og tyrkneska hlutans, en
hún er helsta forsendan fyrir Evrópusambands-
aðild eyjarinnar. „Við viljum ekki vera fangar
lengur“ sagði meðal annars á mótmælaspjöldum
og beindi fólkið ekki síst spjótunum að eigin leið-
toga, Rauf Denktash, sem það kallaði „fornald-
areðlu“ en hann hefur verið andvígur ESB-aðild.
Voru tveir námsmenn handteknir fyrir að vera
með borða þar sem tyrkneski herinn, sem réðst
inn í tyrkneskan hluta Kýpur 1974, var kallaður
„hernámslið“. „Við verðum að horfa til fram-
tíðar,“ sagði einn mótmælendanna, maður á sjö-
tugsaldri, „tryggja frið og aðild að ESB.“ Mikil
þátttaka í mótmælunum þykir sæta tíðindum og
telja fréttaskýrendur hugsanlegt að vatnaskil séu
að verða í tyrkneska hlutanum nú þegar andstaða
við Denktash fer svo vaxandi sem raun ber vitni.
Reuters
Krefjast sam-
einingar Kýpur
ÞAR til fyrir um tíu árum var Bekaa-dalurinn í
Líbanon alræmdur fyrir þá hassræktun sem
þar var stunduð og fyrir að geyma bækistöðvar
íslamskra skæruliðahópa, sem á tímum borg-
arastríðsins í landinu rændu Vesturlandabúum
í tugatali. Um þessar mundir er dalurinn hins
vegar í umræðu manna í millum sökum þeirrar
„vínbyltingar“ sem þar hefur átt sér stað.
Víngerð á sér djúpar rætur í líbanskri menn-
ingu. Undanfarinn áratugur hefur hins vegar
þótt afar góður að þessu leytinu til. Útflutn-
ingur hefur tvöfaldast, ný vínræktarbú sprott-
ið upp og það er ekki síst á grundvelli hinna
ágætu vína sem reynt hefur verið reynt að
markaðssetja Líbanon sem ferðamannastað
síðustu misserin.
Á milli fimm og sex milljón vínflöskur eru
framleiddar árlega og breska tímaritið Dec-
anter útnefndi Líbanon nýverið sem sérlega
efnilegt vínræktarland. Framleiðslan er ekki
jafn umfangsmikil og í hinum gamalgrónari
vínræktarlöndum en gæði vínsins eru hins veg-
ar mikil, að mati þeirra sem til þekkja. Mörg af
bestu veitingahúsum Evrópu leggja það í
metnað sinn að geta boðið upp á líbönsk úr-
valsvín.
„Þetta eru spennandi tímar fyrir vínfram-
leiðendur í Líbanon,“ segir Michel de Bustros,
forstjóri Chateau Kefraya, sem er eitt af helstu
vínbúunum þar í landi, en það er í um 900 hæð
yfir sjávarmáli, mitt á milli tveggja fjallabálka.
Víngerð hefur verið stunduð í Líbanon í um
4.000 ár og er það vel skiljanlegt, enda gott
ræktarland þar að finna og sólin skín þar sjö
mánuði á ári, hið minnsta. Þessu til staðfest-
ingar byggðu Rómverjar á sínum tíma hof til
heiðurs Bakkusi, vínguðinum, í borginni Baal-
bek í Bekaa-dal. „Líbanon er vínlandið góða.
Víngerð er stór hluti menningar landsmanna,“
segir Gabriel Rivero, spænskur víngerðarmað-
ur hjá Kefraya.
Kefraya og Ksara-víngerðin, sem er sú elsta
í Líbanon – var sett á laggirnar af jesúítaprest-
um árið 1857 – ráða um 70% markaðarins í
landinu. Um þriðjungur framleiðslu Kefraya
er ætlaður til útflutnings. Vínin frá Kefraya
hafa unnið til verðlauna á erlendum vettvangi,
eins og Bustro þreytist ekki á að rekja, en ekki
er nema um aldarfjórðungur síðan fyrirtækið
tók til starfa.
Eiga í harðri samkeppni
Borgarastyrjöldin í Líbanon á árunum
1975–1990 gerði auðvitað næstum því út af við
vínræktarframleiðsluna í landinu. Skriðdrekar
skemmdu ræktarlandið, ofbeldi dró úr allri
framtakssemi framleiðenda og iðnaðurinn var í
upplausn. Raunar eru ekki nema fjögur ár síð-
an Evrópusambandið varaði líbönsk stjórnvöld
við því að setja þyrfti skýrar reglur um fram-
leiðslu víns í landinu, ella væri hætta á því að
banna þyrfti innflutning vína þaðan til ESB-
ríkjanna.
Friðsamlegra er nú um að litast í Líbanon og
einnig samþykkti þing landsins lög í tæka tíð til
að koma mætti í veg fyrir aðgerðir af hálfu
ESB. Fyrir vikið hefur víngerðariðnaðurinn
tekið kipp, sem fyrr segir. Áfengi er að vísu lit-
ið hornauga víða í arabaheiminum en í Líbanon
– þar sem trúarhópar eru margir og misjafnir
(um 40% af þeim 3,5 milljónum manna sem búa
í Líbanon eru kristin) – hafa menn reynt að
stuðla að vexti greinarinnar.
„Markmið okkar er að búa til vín á heims-
mælikvarða,“ segir Ramzi Ghosn, einn af eig-
endum Massaya, fyrirtækis sem stofnað var
1998 en sem er í hvað mestri sókn á líbönskum
markaði. Hann segist telja að öll vínræktarbú-
in í Líbanon eigi að vinna saman. „Við erum all-
ir í sama liðinu,“ segir hann. „Sameiginlega
eigum við í samkeppni við vín frá Chile, Ástr-
alíu og Suður-Afríku.“
AP
Líbanskir verkamenn safna saman vínberjum í Kefraya-þorpi í Bekaa-dalnum.
„Vínbylting“ í
stað borgarastríðs
Kefraya. AP.
Gæði líbanskra vína þykja nú vera með
þeim mestu sem bjóðast á markaðnum
SÍAMSTVÍBURARNIR Maria Ter-
esa og Maria de Jesus Quiej Alvar-
ez, sem voru aðskildar í Bandaríkj-
unum sl. sumar, eru nú komnar
heim til foreldra sinna í Gvatemala
en þær voru útskrifaðar af barna-
sjúkrahúsi Kaliforníu-háskóla í Los
Angeles í fyrradag eftir sjö mánaða
dvöl þar. Þeim var vel fagnað við
heimkomuna en forsetafrú Gvate-
mala, Evelyn Morataya, fór fyrir
opinberri móttökunefnd.
Stúlkurnar fæddust í þorpi í
Gvatemala fyrir 17 mánuðum. Höf-
uð þeirra voru samvaxin og stúlk-
urnar sneru hvor í sína áttina. Að
meðaltali fæðast fimm síams-
tvíburar á hverja milljón barnsfæð-
inga og þar af eru aðeins 2% tvíbur-
anna með samvaxin höfuð.
Heilar stúlknanna voru ekki sam-
vaxnir. Áhættusamasti þáttur að-
gerðarinnar var að aðskilja æðar
sem tengdu höfuð stúlknanna.
Hætta var á að stúlkurnar fengju
heilablóðfall ef læknunum tækist að
aðskilja æðarnar þannig að blóð
streymdi til heilanna. Slík aðgerð
hafði áður verið gerð fjórum sinn-
um á síðustu tíu árum og nokkur
barnanna dóu.
Jorge Lazareff, yfirtaugalæknir
á sjúkrahúsinu þar sem aðgerðin
fór fram, sagði að allt útlit væri fyr-
ir að báðar stúlkurnar myndu ná
góðum bata. Stúlkurnar, sem eru
eins og hálfs árs, þurfa þó að gang-
ast undir fleiri aðgerðir, m.a. vegna
afbrigðilegs höfuðlags, þegar þær
verða fjögurra eða fimm ára.
Um 50 læknar og hjúkrunarfræð-
ingar tóku þátt í aðgerðinni sem
kostaði tæpar 130 millj. kr. þótt
margir hefðu gefið vinnu sína.
Sjúkrahúsið stóð einnig fyrir söfn-
un ásamt líknarsamtökunum Heal-
ing the Children.
AP
Vel fagnað
við heim-
komuna