Morgunblaðið - 15.01.2003, Blaðsíða 15
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 15
BLOSSI ljósmyndavélar lýsir á Ger-
hard Schröder, kanzlara Þýzkalands,
er hann fær sér sæti á blaðamanna-
fundi í Berlín í gær.
Schröder lýsti því yfir í fyrsta sinn í
gær að öryggisráð Sameinuðu þjóð-
anna ætti að afgreiða nýja ályktun um
Írak áður en vopnavaldi yrði beitt.
Þetta viðhorf er nýjung í stefnu þýzku
stjórnarinnar og með því tók kanzl-
arinn afstöðu með Jacques Chirac
Frakklandsforseta til hernaðaríhlut-
unar í Írak. Schröder átti viðræður
við Chirac um það í Berlín í gærkvöld.
Sagði Schröder á blaðamannafund-
inum að Þjóðverjar, sem fengu aðild
að öryggisráðinu nú um áramótin og
gegna formennsku í því í febrúarmán-
uði, myndu „að öllum líkindum“ vinna
náið með evrópskum bandamönnum
sínum að því að greidd verði atkvæði
um nýja ályktun um Írak, fari svo að
stjórnvöld í Bagdad teljist hafa brotið
gegn fyrri ályktun ráðsins um vopna-
eftirlit í landinu.
Schröder tók þó fram, að fulltrúar
Þýzkalands í öryggisráðinu myndu
lýsa andstöðu við hvers konar árásir
og Þjóðverjar myndu ekki taka þátt í
slíkum aðgerðum. Hann gaf þó engin
skýr svör um það hvernig Þjóðverjar
myndu greiða atkvæði um SÞ-álykt-
un þar sem kveðið yrði á um heimild
fyrir hernaðaríhlutun.
Schröder vill nýja SÞ-ályktun
Reuters
LÖGREGLAN í Indónesíu
hefur handtekið tvo menn til
vegna rannsóknar á hryðju-
verkinu á Balí í október sl. en
það kostaði 190 manns lífið. Er
annar þeirra sagður hafa komið
fyrir þeirri sprengjunni, sem
varð flestum að bana. Áður
hafði lögreglan handtekið 15
manns og leitar enn níu. Er
stefnt að því, að réttarhöld yfir
sakborningunum hefjist í
næsta mánuði.
Óvissa um
Erdogan
YFIRVÖLD í Tyrklandi hafa
frestað um einn mánuð eða til
9. mars að endurtaka kosning-
ar í hér-
aðinu Siirt í
suðaustur-
hluta lands-
ins. Búist
var við, að
Recep Ta-
yyip Erdog-
an, leiðtogi
Réttlætis-
og þróunar-
flokksins, sem fer með stjórn í
landinu, myndi bjóða sig fram í
þeim en honum var meinað lög-
um samkvæmt að bjóða sig
fram í þingkosningunum 3.
nóvember síðastliðinn. Var það
vegna dóms, sem hann hafði
hlotið trúarlegan undirróður.
Verði Erdogan kjörinn á þing í
kosningunum í Siirt, getur
hann tekið við forsætisráð-
herraembættinu eins og flokks-
menn hans vilja en ríkissak-
sóknarinn í Tyrklandi heldur
því hins vegar fram, að í Siirt
verði ekki um að ræða nýja
kosningar, heldur endurtekn-
ingu kosninganna frá því í nóv-
ember og þá aðeins á milli
þeirra, sem þá buðu sig fram.
Eru margir lögspekingar sam-
mála því.
Aðstoðuðu
við smíði
risabyssu
TVEIR þýskir kaupsýslumenn
komu fyrir rétt í Mannheim í
gær en þeir eru sakaðir um að
hafa selt Írökum vopn og bún-
að til að smíða langdræga fall-
byssu, sem nota má til að skjóta
kjarnorkusprengjum eða öðr-
um gereyðingahleðslum. Bún-
aðinn keyptu þeir hjá ýmsum
þýskum fyrirtækjum en hann
var fluttur til Jórdaníu og það-
an til Íraks. Saksóknarinn Hu-
bert Jobski sagði í október sl.,
að með búnaðinum hefði átt að
bora út 10 metra langt hlaup
með hlaupvíddinni 209 mm.
Fylgst með
ísnum
GERVIHNETTI, sem ætlað er
að fylgjast með breytingum á
ísbreiðunum á heimskautun-
um, var skotið upp á sunnudag
frá Vandenberg-flugherstöð-
inni í Kaliforníu. Voru hnettirn-
ir raunar tveir, mjög misstórir,
og gekk allt að óskum við að
koma þeim á braut. Vonast er
til, að hnettirnir geti skorið úr
um það hvort heimskautaísinn
er að minnka eða aukast og
einnig hvaða áhrif hugsanlegar
breytingar kunni að hafa á
sjávarhæð.
STUTT
Nýjar
handtök-
ur á Balí
Erdogan
Ú
T
S
A
L
A
Stórútsala á teppasettum
Rúm úr sýningarsal
Komdu og gerðu góð kaup
Heilsunnar vegna
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
03
20-30%afsláttur
Skápar úr sýningarsal
Ótrúlegt verð
®
Takmarkaðmagn
Lúxus hægindastólar
Evrópskst útlit, amerísk þægindi
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið: mán. - fös. frá kl. 10-18
Laugardaga frá kl. 11-15
20-70%afsláttur
15-40%afsláttur