Morgunblaðið - 15.01.2003, Síða 16
ERLENT
16 MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
HVERS vegna skyldu svo margir
demókratar í Bandaríkjunum hafa
áhuga á að etja kappi í kosningum
við forseta, sem nýtur gífurlega
mikils fylgis, og hvernig stendur á
því að baráttan fyrir útnefningu
Demókrataflokksins vegna for-
setakosninga haustið 2004 er þeg-
ar farin af stað fyrir alvöru? Þessu
hafa fjölmiðlar beggja vegna Atl-
antsála verið að reyna að svara á
undanförnum dögum, enda skriður
kominn á framboðsmálin.
Nú síðast tilkynnti Joseph Lieb-
erman, öldungadeildarþingmaður
frá Connecticut, að hann sæktist
eftir útnefningu demókrata. Auk
hans hafa þeir Richard Gephardt,
fyrrverandi leiðtogi demókrata í
fulltrúadeildinni, John Edwards,
öldungadeildarþingmaður frá
Norður-Karólínu, John Kerry, öld-
ungadeildarþingmaður frá
Massachusetts, og Howard Dean,
fráfarandi ríkisstjóri í Vermont,
þegar gefið kost á sér.
Afar líklegt þykir að Bob Grah-
am, öldungadeildarþingmaður frá
Florida, Joe Biden, öldungadeild-
arþingmaður frá Delaware, og
séra Al Sharpton, baráttumaður
fyrir réttindum blökkumanna,
bætist í hópinn á næstu dögum.
Og enn fleiri eru nefndir til sög-
unnar. Til dæmis er Gary Hart,
fyrrverandi öldungadeild-
arþingmaður frá Colorado, sagður
íhuga framboð en hann sóttist eft-
ir útnefningunni árið 1988 en varð
síðan að draga sig í hlé vegna
hneykslismála. Sömuleiðis er Wesl-
ey Clark hershöfðingi, fyrrverandi
yfirmaður herja Atlantshafs-
bandalagsins, sagður hugleiða af
fullri alvöru að gefa kost á sér.
Tom Daschle, leiðtogi demó-
krata í öldungadeildinni, hefur
hins vegar ákveðið að fara ekki
fram.
Sérfræðingar segja tilkynningu
Als Gore, fyrrverandi varaforseta,
um að hann sæktist ekki eftir út-
nefningu Demókrataflokksins
vegna forsetakosninganna 2004
ástæðu þess hversu margir hafa
lýst áhuga sínum á undanförnum
vikum. Með brotthvarfi hans sé
keppnin einfaldlega galopin.
„Núna eru ákveðin tækifæri. Bar-
áttan snýst um leiðtogahlutverkið
í flokki sem sárlega vantar for-
ystumann; enginn einn er áber-
andi sterkastur og því þykir ljóst
að hver sem er á möguleika á að
bera sigur úr býtum,“ segir Allan
Lichtman, prófessor í stjórn-
málafræði við Ameríku-háskólann
í Washington.
Hér undanskilur hann að vísu
Sharpton, sem þykir of umdeildur
til að geta tryggt sér útnefn-
inguna.
„Þetta hefur þannig bæði með
aðstæður innan Demókrataflokks-
ins að gera og þá staðreynd, að
þessir menn telja vel hugsanlegt
að sigur vinnist á George W.
Bush,“ bætir Lichtman við í sam-
tali við AFP-fréttastofuna.
Ummælin hljóma kannski und-
arlega, enda hefur fylgi við forset-
ann ekki farið niður fyrir 60% síð-
an þann örlagaríka dag, 11.
september 2001. Kenningin er hins
vegar sú að þessi stuðningur við
Bush sé býsna veikur; að forsetinn
sé risi á brauðfótum, líkt og tíma-
ritið The Economist orðaði það á
föstudag.
Er þar einkum horft til þess að
nú kreppi að í efnahag Bandaríkj-
anna og að það kunni að koma
niður á Bush er fram líða stundir,
rétt eins og það varð til þess að
faðir hans, George Bush eldri, sá á
eftir forsetaembættinu í hendur
Bills Clinton árið 1992 þrátt fyrir
að vinsældir hans hefðu verið
miklar um mitt kjörtímabil.
Bush niður fyrir 60% fylgi
Þessi kenning fær byr undir
báða vængi þegar það er athugað
að einmitt í gær var tilkynnt um
nýja könnun, sem sýndi að fylgi
við Bush hafði farið niður fyrir
60% í fyrsta skipti frá 11. sept-
ember; einmitt á sama tíma og
hagtölur virðast á niðurleið.
Þá ber fólk ugg í brjósti vegna
hugsanlegra átaka við Íraka og
Norður-Kóreumenn og það er auð-
vitað nægur tími fyrir Bush yngri
til að klúðra þeim málum þannig,
að hann tapi tiltrú almennings.
Lichtman nefnir einnig að ein-
mitt vegna þess hversu keppnin
virðist jöfn hjá demókrötum sé
hugsanlegt að einhver áhuga-
samra slái óvænt í gegn, rétt eins
og Bill Clinton gerði 1992; eru
menn minnugir þess, að Clinton
var lítt þekktur ríkisstjóri sem
óvænt tryggði sér útnefninguna,
bar síðan óvænt sigurorð af sitj-
andi forseta og sat í kjölfarið sjálf-
ur tvö heil kjörtímabil á forseta-
stóli.
Draumurinn um að endurtaka
afrek Clintons er því ofarlega í
hugum þeirra manna, sem nú
hyggjast reyna fyrir sér.
Til þess að draumurinn rætist
þurfa menn hins vegar að byrja að
safna peningum til að geta háð
öfluga kosningabaráttu; því fyrr
sem þeir fara af stað, því betra.
Þegar fram líða stundir munu
menn auðvitað eiga misauðvelt
með að safna nauðsynlegum fjár-
munum, og þar skilur á milli feigs
og ófeigs: einhverjir munu sjálf-
sagt heltast úr lestinni þegar á
þessu ári.
Búið í haginn fyrir 2008?
Að síðustu benda menn á að
áhugasamir demókratar hugsi sem
svo að jafnvel þó að útnefningin
náist ekki núna, eða ef sigurvegari
prófkjörsins tapar í kosningum
fyrir Bush haustið 2004, þá sé
hann að minnsta kosti búinn að
búa vel í haginn vegna forseta-
kosninga 2008.
Á þetta einkum við um menn
eins og John Edwards, sem þykir
vænlegur forsetaframbjóðandi.
Edwards er nefnilega aðeins 49
ára gamall og getur í reynd beðið.
Með því að vera í framboði núna
tryggir hann sér hins vegar kynn-
ingu sem á eftir að styrkja stöðu
hans eftir fjögur ár, fari svo að
hann nái ekki settu marki að
þessu sinni.
Annað gildir á hinn bóginn um
mann eins og Lieberman. Lieber-
man yrði á sextugasta og sjöunda
aldursári í forsetakosningum 2008
og gæti það dregið úr sigurlíkum
hans þá, enda er horft æ meira í
aldur manna í nútímastjórnmálum.
Ljóst er því að það er nú eða aldr-
ei fyrir Joseph Lieberman.
Sá öflugasti segir pass
Lichtman segir augljóst að Lieb-
erman og Kerry hljóti að teljast
sigurstranglegastir. Þeir séu best
kynntir meðal almennings, þekki
rétta menn í flokknum og hafi
þegar yfir að ráða miklu fé, sem
þeir geta eytt í baráttuna fyrir því
að tryggja sér útnefninguna.
Ekki er hins vegar víst að þetta
nægi þeim þegar á hólminn er
komið.
Á það er bent að Edwards njóti
þess að koma frá Suðurríkjunum,
en demókratar eiga þar gjarnan
undir högg að sækja í forsetakosn-
ingum, komi frambjóðandi þeirra
annars staðar að. Hið sama á
reyndar við um Wesley Clark
hershöfðingja, en talið er að hann
myndi að auki njóta góðs af því að
hafa ekki áður tekið þátt í hinni
pólitísku orrahríð. Þá er andlit
hans býsna þekkt eftir það veiga-
mikla hlutverk, sem hann lék í
Kosovo-stríðinu 1999.
Athygli vekur, þegar litið er yf-
ir sviðið, að sá demókrati sem nýt-
ur mests fylgis (þ.e. 30% á móti
þeim 17% sem Lieberman hefur
skv. könnunum – Kerry hefur 16%
og Edwards 13%) hefur tilkynnt
að hann hafi ekki hug á að vera í
framboði 2004. Þar er auðvitað
um að ræða Hillary Clinton, fyrr-
verandi forsetafrú og núverandi
öldungadeildarþingmann fyrir
New York-ríki.
Ólmir í að
etja kappi
við Bush
Allt að tíu menn munu keppa um út-
nefningu Demókrataflokksins vegna
forsetakosninganna 2004
Reuters
Fylgi við George W. Bush Bandaríkjaforseta fór niður fyrir 60% í janúar í
fyrsta sinn síðan fyrir 11. september 2001.
Richard Gephardt John Edwards Joseph Lieberman John Kerry
’ Kenningin er sú að George W.
Bush sé risi á
brauðfótum. ‘
BRESKI rokktónlistarmaðurinn
Pete Townshend fékk í gær að
fara frjáls ferða sinna eftir að hafa
verið handtekinn seint á mánu-
dagskvöld vegna gruns um að
hafa barnaklám í fórum sínum.
Townshend var ekki ákærður en
honum var sleppt gegn tryggingu
og þarf hugsanlega að svara frek-
ari spurningum síðar.
Townshend er í hópi þekktustu
rokktónlistarmanna Breta. Hann
fór forðum fyrir hljómsveitinni
„The Who“ og er trúlega þekkt-
astur fyrir rokkóperuna
„Tommy“ sem hann samdi seint á
sjöunda áratugnum. Í óperunni er
aðalsöguhetjan, Tommy, misnot-
uð kynferðislega af frænda sínum.
Townshend er 57 ára og þriggja
barna faðir.
Hann hefur viðurkennt að hafa
farið inn á síður á Netinu sem
höfðu að geyma barnaklám. Það
kveðst hann hins vegar hafa gert í
því skyni að rannsaka þetta fyr-
irbrigði en hann
kveðst hafa við-
bjóð á barna-
klámi og þeim
sem misnota
börn. Towns-
hend kveðst
telja að hann
hafi orðið fórn-
arlamb barna-
níðings í æsku og segist vera að
rannsaka fyrirbrigðið í tengslum
við ævisögu sína.
Fleiri þekktir viðskiptavinir?
Listann yfir viðskiptavini fyrir-
tækisins tóku yfirvöld í Banda-
ríkjunum saman að beiðni breskra
stjórnvalda sem nú standa fyrir
herferð gegn barnaklámi. Bresk
blöð segja að nöfn um 7.000
breskra ríkisborgara sé að finna á
nefndum lista. Því hefur verið
haldið fram að þar sé m.a. að finna
tvo þingmenn og þekkt sjónvarps-
fólk.
Townshend
ekki ákærður
Pete Townshend STJÓRNVÖLD í nágrannaríkjum
Japans lýstu í gær hneykslun sinni á
því, að Junichiro Koizumi, forsætis-
ráðherra Japans, skyldi hafa vitjað
skríns, sem helgað er minningu fall-
inna, japanskra hermanna en þeirra
á meðal eru nokkrir dæmdir stríðs-
glæpamenn. Voru sendiherrum Jap-
ans í Peking í Kína og Seoul í Suður-
Kóreu afhent formleg mótmæli og
sagt, að Koizumi væri með þessu að
stefna samskiptum ríkjanna við Jap-
an í hættu.
Yasukuni-skrínið er í miðborg
Tókýó og helgað minningu 2,5 millj-
óna Japana, sem fallið hafa í stríði.
Finnst mörgum það táknrænt fyrir
hernaðarhyggju Japans fyrir miðja
síðustu öld en 1978 var nöfnum 14
dæmdra stríðsglæpamanna bætt við
þau, sem fyrir voru.
Daðrað við aukna
þjóðernishyggju
Nokkur hópur Japana mótmælti
heimsókn Koizumis og einn þeirra,
Shinkichi Eto, prófessor í alþjóðleg-
um samskiptum við Toyo Eiwa-
kvennaháskólann, sagði, að Koizumi
væri með heimsókninni að daðra við
aukna þjóðernishyggju í Japan.
Hann teldi það augljóslega þess virði
að móðga dálítið Kínverja og Kór-
eumenn ef það yrði til að auka vin-
sældir hans heima fyrir. Annar pró-
fessor í alþjóðasamskiptum, Kaoru
Okano, sagði, að heimsókn Koizumis
sýndi, að kosningar væru í nánd.
Yang Wenchang, aðstoðarutanrík-
isráðherra Kína, sagði, að Koizumi
hefði óvirt minningu þeirra tugmillj-
óna Kínverja og annarra Asíu-
manna, sem Japanar hefðu drepið og
spillt með samskiptum ríkjanna,
Kína og Japans. Voru viðbrögð ráða-
manna í Suður-Kóreu og Taívan á
sömu lund en Japanar hafa ekki
sendiherra á Taívan.
Kínverjar segja sam-
skiptin við Japan í hættu
Koizumi hneyksl-
ar enn með því
að vitja Yasukuni-
skrínsins
Peking, Seoul, Tókýó. AFP.
Reuters
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, er hann gekk að
skríninu í fylgd með shinto-presti.