Morgunblaðið - 15.01.2003, Page 17
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 2003 17
BÆJARSTJÓRA Garðabæjar hefur
verið falið að leita eftir frekari við-
ræðum við eigendur Héðinslóðarinn-
ar svokölluðu um kaup á hluta henn-
ar undir nýjan barnaskóla fyrir Ása-,
Grunda- og Strandhverfi. Þetta var
ákveðið á bæjarráðsfundi í gær-
morgun.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær voru þrjár tillögur til umræðu
hjá bæjaryfirvöldum um staðsetn-
ingu skólans.
Að sögn Ásdísar Höllu Bragadótt-
ur bæjarstjóra var sú hugmynd
rædd á fundinum að skólinn yrði
hannaður þannig að ekki þyrfti að
kaupa alla Héðinslóðina og þær eign-
ir sem á henni standa. „Bæjarráði
fannst vera viðræðugrundvöllur til
að þreifa á því frekar þannig að ég
fer í það núna,“ segir hún.
Verðhugmyndir
ekki nefndar
Hún vill ekki gefa upp hvaða hug-
myndir menn hafa um verð fyrir
þann hluta lóðarinnar sem bærinn
hefur hug á að kaupa. „Ég held við
verðum að fá að fara í þessar við-
ræður áður en við nefnum það sér-
staklega.“
Á íbúaþingi sem haldið var í
Garðabæ í haust kom fram eindreg-
inn vilji fyrir því að skólinn yrði stað-
settur á lóðinni en Ásdís segir að það
hafi verið háð því að lóðin fengist á
viðunandiverði. „Ef tekið var tillit til
verðsins sem þá var nefnt, þ.e. um
450 milljónir, þá mátu menn aðra
staðsetningu heppilegri. Ef við náum
því að setja skólann á þessa lóð fyrir
töluvert lægri upphæð en þá sem þá
var nefnd væri það ákjósanleg nið-
urstaða,“ segir hún.
Viðræður teknar
upp við Héðinsmenn
Bæjarráð vill
kaupa hluta
lóðarinnar fyrir
nýjan skóla
Garðabær
ÞEIR voru með húfur á höfðinu,
strákarnir í Lækjarskóla í Hafn-
arfirði í gær, enda lét Vetur kon-
ungur svolítið á sér kræla í morg-
unsárið. Það er þó ekki þungum
vetrarúlpum fyrir að fara hjá
þeim félögum og kannski ekki
ástæða til enn sem komið er. Það
gæti þó breyst næstu daga þar
sem spáð er köldu veðri og frosti,
að minnsta kosti fram yfir næstu
helgi.
Morgunblaðið/RAX
Kollurinn varinn í kuldanum
Hafnarfjörður
UMHVERFIS- og heilbrigðisstofa
Reykjavíkur vill að leigjandi jarðar-
innar Leirvogsár í Mosfellsbæ fjar-
lægi hrossaskít sem liggur í hrúgum
á jörðinni. Grunur leikur á að í skítn-
um sé einnig hænsnaskítur sem Um-
hverfisstofa telur varhugavert með
tilliti til hugsanlegs salmonellusmits.
Lúðvík Gústafsson, deildarstjóri
mengunarvarna hjá Umhverfis- og
heilbrigðisstofu Reykjavíkur, segir
bréf hafa verið sent frá stofnuninni á
mánudag til leigjandans þar sem
þess var krafist að skíturinn yrði
fjarlægður fyrir 23. janúar næst-
komandi.
„Þetta eru margir haugar en það
er kannski erfitt að átta sig á því um
hversu mikið er að ræða því þetta
hefur þegar runnið eitthvað niður,“
segir hann. „Skíturinn getur farið
niður með úrkomu og þá fer þetta
smátt og smátt að leka í átt að ánni
og í vatnið með tilheyrandi hættum.“
Hann bendir á að mikil úrkoma
hafi verið undanfarnar vikur og því
sé skíturinn þegar byrjaður að dreif-
ast. „Við viljum skrúfa fyrir að slíkt
gerist yfirhöfuð þannig að menn viti
að geymsla með þessum hætti er ein-
faldlega ekki liðin.“
Fengu kvörtun
Að sögn Lúðvíks hafa heilbrigð-
isfulltrúar, sem skoðuðu vettvang,
metið það sem svo að ástæða væri til
að grípa inn í málið. „Það virðist vera
þarna kjúklingaskítur af merkjum
að dæma og þess vegna verðum við
að hafa allan varann á. Á myndunum
sem við erum með sjást fjaðrir sem
benda til að þetta komi frá einhverju
fiðurfé, hvort sem það eru hænsn eða
eitthvað annað. Það þarf ekki mikið
til ef þetta er mengað, t.d af salmon-
ellu.“
Hann segir slík mál óalgeng á
borði heilbrigðisfulltrúa. „Það gerist
þó einstöku sinnum og bændurnir
segja sjálfir að það sé algengt að
menn taki hrossaskít eða annan skít,
noti hann til uppgræðslu og láti
liggja í hrúgum. Það getur svo sem
verið að það sé rétt en þá vitum við
ekkert af því. Þetta mál kemur upp
vegna þess að einhver kvartar en
ekki vegna þess að við séum stöðugt
að fylgjast með slíkum stöðum.“
Gert að fjarlægja hrossaskít
Mosfellsbær
BÍLSTJÓRARNIR á saltbílum
borgarinnar hafa lítið haft að gera
það sem af er vetri. Í gær var þó til-
efni til að taka fram salttækin að
einhverju marki því hvít föl lá yfir
borginni, þó ekki væri hún mikil.
Að sögn Höskuldar Tryggvason-
ar, tæknifræðings á Gatna-
málastofu, hafa bílarnir þó ekki
staðið alveg kyrrir í vetur því af og
til hafi þótt tilefni til söltunar. Engu
að síður hafi menn verið tiltækir á
vöktum í vetur eins og jafnan á
þessum árstíma. „Þeir eru alltaf
bundnir á vaktinni og ef einhver
önnur tilfallandi verkefni eru og
þeir hafa ekkert að gera þá sinna
þeir þeim svosem líka.“
Höskuldur segir vissulega hafa
sparast talsvert fjármagn við að
ekki hafi þurft að moka eða salta
meir en raun ber vitni í vetur. Það
hafi þó ekki verið tekið saman um
hversu mikinn sparnað er að ræða
og bendir á að fólki hafi verið greitt
fyrir að vera tiltækt.
Aðspurður segir hann meira um
gatnahreinsun í svona tíðarfari en
ella og þannig hafi t.d. verið sópað
síðustu mánuði nýliðins árs.
Saltbílar í notkun eftir rólegan vetur
Alltaf tiltækir á vöktum
Reykjavík
FÉLAGSÞJÓNUSTAN á Seltjarn-
arnesi hefur haft skipti á húsnæði við
skólaskrifstofu bæjarins sem var áð-
ur til húsa í Mýrarhúsaskóla eldri. Að
sögn Jónmundar Guðmarssonar bæj-
arstjóra er þetta m.a. gert til að Fé-
lagsþjónustan hafi greiðari aðgang að
sérfræðingum á borð við sálfræðing
og námsráðgjafa, en þeir voru áður
staðsettir í sama húsi og skólaskrif-
stofan.
Jónmundur bendir á að skólaskrif-
stofan hafi verið í aðskildu húsi frá
aðalskrifstofunum eða í sama húsi og
sálfræðingar, námsráðgjafar, tal-
meinafræðingur og iðjuþjálfi voru og
eru. Félagsþjónustan hafi hins vegar
verið í sama húsi og aðalskrifstofurn-
ar. „Okkur fannst sniðugt að færa
Félagsþjónustuna í gamla Mýrar-
húsaskólann eins og kallað er eða
fyrrum skólaskrifstofuna þannig að
þar væri komin saman á einum stað
öll okkar þjónusta við þá sem þurfa á
henni að halda, hvort sem það er fé-
lagsþjónusta, námsaðstoð eða önnur
aðstoð. Jafnframt er öldrunarþjón-
ustan þá komin í grenndina við sam-
býli aldraðra hjá okkur,“ segir hann.
Þá bendir hann á þægindaauka
fyrir viðskiptavini Félagsþjónust-
unnar sem ekki þurfi lengur að koma
á almennar bæjarskrifstofur til að
leita þjónustu heldur séu meira út af
fyrir sig á nýja staðnum.
„Á móti kemur að starfsmenn
skólaskrifstofunnar, sem eru reyndar
ekki nema tveir, grunnskólafulltrúi
og leikskólafulltrúi, koma hingað yfir
til okkar. Enda er ágætt að hafa þá
hér í sama húsi og ég er, því þetta er
stærsti útgjaldaliðurinn, 600 milljón-
ir á ári og starfsmennirnir eru hvort
eð er hérna annan hvern dag.“
Félags-
þjónustan og
skólaskrif-
stofan skipta
Seltjarnarnes
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði hefur
fengið fjögurra milljóna króna styrk
frá Hafnarfjarðarbæ til að greiða
niður skammtímalán sem tekin voru
til að standa straum af gagngerum
endurbótum sem gerðar voru á
kirkjunni á árunum 1998-2000.
Styrkbeiðnin hljóðaði upp á átta
milljónir króna en fjögurra milljóna
króna styrkur var samþykktur á
fundi bæjarstjórnar í desember.
Í bréfi sem Fríkirkjan í Hafnar-
firði sendi Hafnarfjarðarbæ kemur
fram að skuldir kirkjunnar eru sam-
tals um 55 milljónir króna, þar af eru
eftirstöðvar skammtímalána 25
milljónir. Var sótt um styrk til að
greiða niður skammtímaskuldirnar
en langtímaskuldir greiðir söfnuður-
inn af tekjum kirkjunnar vegna safn-
aðargjalda og sérstökum framlögum
safnaðarfólks, segir í bréfinu.
Miklar endurbætur voru gerðar á Fríkirkjunni í Hafnarfirði á árunum
1998–2000. Samkvæmt fjárhagsáætlun bæjarins fær söfnuðurinn 4 millj-
ónir króna til að greiða niður skuldir vegna framkvæmdanna.
Fríkirkjan fær styrk til
að greiða niður skuldir
Hafnarfjörður